Innlent

Karlakór söng fyrir farþega í vélarvana Baldri meðan beðið var

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lóðsinn kom til aðstoðar.
Lóðsinn kom til aðstoðar. Vísir/Unnur Sigmarsdóttir

Farþegaferjann Baldur varð vélarvana skömmu eftir að lagt var af stað frá Landeyjahöfn á leið til Vestmannaeyja. Lóðsinn í Landeyjahöfn aðstoðaði Baldur sem nú er á leið til Eyja fyrir eigin vélarafli.

Í samtali við Vísi segir Unnur Sigmarsdóttir, farþegi í Baldri, að vélarbilun hafi komið upp um tíu til fimmtán mínútum eftir að lagt var af stað frá Landeyjahöfn.

Segir að Unnur að farþegar hafi lítið fundið fyrir biluninni og það hafi tekið um korter að koma aðalvélinni aftur í gang.

Þá segir hún að ekki væsi um farþegana enda sé mikið blíðviðri á þeim slóðum sem Baldur varð vélarvana en þegar Vísir náði tali af Unni var Baldur að sigla inn í innsiglinguna í Eyjum.

Karlakór á leið til Vestamannaeyja stytti farþegum stundir á meðan beðið var með fallegum söng, að sögn Unnars.

„Það er fullur bátur af fólki og allir bara léttir. Þetta var bara ævintýramennska,“ segir Unnur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira