Innlent

Ristarbrotnaði þegar hann varð fyrir lyftara í Grindavík

Birgir Olgeirsson skrifar
Þá úlnliðsbrotnaði lítil stúlka þegar hún hjólaði á bifreið sem var í akstri.
Þá úlnliðsbrotnaði lítil stúlka þegar hún hjólaði á bifreið sem var í akstri. Vísir/Eyþór

Ökumaður fiskflutningabifreiðar ristarbrotnaði í vikunni þegar hann varð fyrir lyftara í Grindavík. Atvikið varð með þeim hætti að ökumaðurinn fór út úr bifreiðinni og gekk fyrir framhorn hennar. Í sömu svifum bar lyftarann að og varð maðurinn fyrir honum. Hann féll til jarðar og var síðan fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að meiðslum hans.

Þá úlnliðsbrotnaði lítil stúlka þegar hún hjólaði á bifreið sem var í akstri. Auk úlnliðsbrotsins bólgnaði hún í andliti og fékk sár á hökuna við höggið. Hún var einnig flutt undir læknis hendur á HSS.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira