Innlent

Vilborg Arna á leið upp á topp Everest

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vilborg stefnir upp á topp í kvöld.
Vilborg stefnir upp á topp í kvöld. mynd/vilborg

Vilborg Arna Gissurardóttir er nýlögð á stað úr fjórðu búðum og stefnir hún upp á topp Everest, hæsta fjall heims.

Veður er gott að því segir í færslu á Facebook-síðu Vilborgar Örnu. Reiknað er með að klifrið upp á topp taki um tíu til tólf tíma en það fer þó eftir veðri sem og umferð á fjallinu.

Gangi allt að óskum má reikna með að Vilborg Arna nái upp á topp um og í kringum miðnætti. Takist verður Vilborg Arna fyrsta íslenska konan sem nær upp á topp fjallsins.


Tengdar fréttir

Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“

Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira