Innlent

MAST bótaskylt vegna kjötböku

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Málið kom upp í byrjun árs 2013 en þá fannst ekkert nautakjöt í nautböku frá Gæðakokkum þrátt fyrir merkingar um annað.
Málið kom upp í byrjun árs 2013 en þá fannst ekkert nautakjöt í nautböku frá Gæðakokkum þrátt fyrir merkingar um annað. Vísir/Stefán
Matvælastofnun er skaðabótaskyld vegna fréttatilkynningar um kjötleysi í kjötbökum Gæðakokka. Hæstiréttur felldi dóm þess efnis í gær.

Í upphafi árs 2013 birti MAST tilkynningu um að athugun hefði leitt í ljós að kjötbökur frá Gæðakokkum, nú Kræsingum ehf., innihéldu ekki kjöt. Með dómi héraðsdóms árið 2015 var fyrirtækið sýknað af ákæru um að hafa viðhaft blekkingar gagnvart neytendum með áðurnefndum bökum.

Hæstiréttur taldi að MAST hefði farið út fyrir starfsvið sitt með tilkynningunni þar sem það hefði verið heilbrigðiseftirlitsins að hafa eftirlit með kjötbökunum. Þá þótti rannsókn MAST á kjötbökunum ábótavant en fjöldi sýna og varðveisla þeirra var ekki eins og best var á kosið.


Tengdar fréttir

Ákærðir fyrir að blekkja neytendur

Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum.

Gæðakokkar skipta um nafn

Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×