Innlent

Gamlir bandarískir ruslahaugar stöðva framkvæmdir við Flugvelli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tjaran bókstaflega vellur úr jarðveginum.
Tjaran bókstaflega vellur úr jarðveginum. Vísir/Víkurfréttir
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur stöðvað gatnagerð við svokallaða Flugvelli í Keflavík. Gamlir ruslahaugar frá bandaríska hernum hafa verið grafnir upp og vellur tjara úr jarðveginum.

Víkurfréttir greina frá. Þar kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið óttist að þrávirk efni á borð við PCB kunni að leynast í jarðveginum. Unnið er að því að taka jarðvegssýni til að sjá hvaða efni eru þar í jörð.

Þegar verkið var stöðvað hafði umtalsverðu magni af jarðvegi sem innihélt járnarusl verið ekið brott af svæðinu og losað á svæði á Ásbrú.

Talið er að ruslahaugarnir hafi verið stórir og að þar sé mögulega að finna urðað malbiki sem varð afgangs við malbikun Keflavíkurflugvallar. Þá er einnig óttast að rafgeymar hafi verið urðaðir á svæðinu á sínum tíma.

Gamlar ljósmyndir eru meðal annars nýttar svo hægt sér að átta sig á umfangi haugsins og hafa allar framkvæmdir verið stöðvaðar fyrir utan framkvæmdir við einn veg á svæðinu.

Starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins komust sjálfir að því mögulega væri ekki allt með felldu þegar þeir mættu vörubíl sem var að flytja jarðveg af svæðinu. Stóð járnarusl út úr farminum.

Ekki var vitað áður en framkvæmdir hófust að þar hafi verið gamall urðunarstaður. Í frétt Víkurfrétta kemur fram að almenna reglan sé að láta gamla urðunarstaði í friði.

Yfirlitsmynd yfir framkvæmdasvæðiðVísir/Víkurfréttir
Töluvert járnarusl er í jarðveginum.Vísir/Víkurfréttir
Vísir/Víkurfréttir
Vísir/Víkurfréttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×