Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2025 19:52 Þróttarar eru að byrja tímabilið afar vel. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Þróttur Reykjavík eru með þrettán stig líkt og Íslandsmeistarar Breiðabliks eftir viðureignir kvöldsins. Valskonur tóku á móti Þrótti á Hlíðarenda en Þróttarar unnu leikinn 1-3. Valskonur byrjuðu með vindinn í bakið og voru meira og minna með boltann. Fyrsta markið skoraði Lillý Rut Hlynsdóttir svo á fimmtándu mínútu eftir frábæra hornspyrnu Önnu Rakelar Pétursdóttir. Valskonur héldu áfram að sækja næstu en komu boltanum ekki í net Þróttara. Á 35. mínútu kviknaði á Þrótturum sem náðu að halda betur í boltann. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði fyrsta mark Þróttara á 39. mínútu eftir sendingu frá Mist Funadóttur, aftasta lína Valskvenna var þar alveg sofandi. Eftir 22 sekúndur í seinni hálfleik skoraði Freyja Karín Þorvarðardóttir frábært skallamark eftir sendingu frá Caroline Murray. Eftir seinna markið voru Þróttarar talsvert fjörugri og komst Mollee Swift markmaður Þróttar fyrir þær marktilraunir sem Valur fékk. María Eva Eyjólfsdóttir skoraði svo þriðja mark Þróttara á 79. mínútu eftir frábæra sendingu Þórdísar Elvu Ágústsdóttir og þar með var ljóst að Valskonur fengu ekki stig úr leiknum. Atvik leiksins Fyrsta mark Þróttara gjörbreytti leiknum. Það var eins og það væri komið allt annað lið á völlinn. Stjörnur og skúrkar Þórdís Elva Ágústsdóttir var töluvert líflegri eftir að hún skoraði fyrsta markið en hún lagði einni upp þriðja mark Þróttar. Hún fékk gott lof úr stúkunni þegar hennar var skipt af velli á 80. mínútu. Caroline Murray var flott í vængbakverðinum í seinni hálfleik. Ég verð einnig að hrósa Mollee Swift markmanni Þróttara sem var virkilega örugg í markinu og handsamaði flesta bolta sem komu inn í teiginn. Engar skúrkar nema kannski aftasta lína Valskvenna sem virtust vera sofandi í marki eitt og tvö hjá Þrótturum. Dómararnir Engar erfiðar ákvarðanir hjá Jovan Subic í dag en með honum voru Arnþór Helgi Gíslason og Eydís Ragna Einarsdóttir. Ekkert út á dómgæsluna að setja. Þórdís Elva Ágústsdóttir var öflug í kvöld. Þórdís Elva: Eigum nóg inni og erum spenntar fyrir næstu leikjum Þórdís Elva Ágústsdóttir var ánægð með viðsnúning leiksins eftir fyrsta mark Þróttara. Hún skoraði það mark og lagði síðan upp þriðja mark liðsins. „Við vorum búnar að fá eina fyrirgjöf stuttu fyrir markið sem enginn mætti á þannig ég ákvað að taka bara hlaupið inn á teiginn og þá kom markið,“ sagði Þórdís. „Við þurfum að halda áfram sama tempói. Við erum komnar inn í þetta mót og erum komnar á góðan stað. Við lítum vel út og erum að spila vel. Við eigum nóg inni og erum spenntar fyrir næstu leikjum,“ sagði Þórdís. Katie Cousins: Við viljum berjast um titilinn „Við vorum spenntar fyrir leiknum, við erum búnar að byrja tímabilið vel og hugarfarið er þannig hjá liðinu að við viljum keppast um titilinn,“ sagði Katie Cousins. „Ég er mjög ánægð með að fá þrjú stig úr leiknum. Það var það sem við vildum og það var markmiðið okkar hérna í dag,“ sagði Cousins. „Við viljum mæta í hvern einasta leik og ég held að það muni hjálpa okkur í að berjast um titilinn,“ sagði Cousins. Óli Kristjáns: Við þurfum ekki að hræðast eitt einasta lið „Valur byrjaði leikinn betur og það var taugaspenna í liðinu hjá okkur, liðið var ólíkt sjálfu sér að því leyti að við héldum illa í boltann og það vantaði allan þéttleika í liðið. Það kviknaði svo aðeins í okkur þegar þær (Valskonur) skora fyrsta markið,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar. „Við vorum að ná að sækja betur á þeirra þriðjung og vorum með meiri stjórn á boltanum. Það var því frábært að jafna leikinn og fara með smá sjálfstraust inn í seinni hálfleikinn. Leikurinn snéri svo algjörlega við í seinni hálfleik, þá var miklu meiri kraftur og áræðni í liðinu og axlarnir sigu,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að njóta þess að hafa unnið leikinn. Þegar maður vinnur leiki þá á maður að njóta þess. Við verðum að vera meðvitaðar um að við þurfum ekki að hræðast eitt einasta lið. Við þurfum ekki að koma inn í neina leiki með stress bara sjálfstraust. Mitt hlutverk núna er að undirbúa næsta leik, ná þessu úr sér á morgun og svo er stutt í næsta leik,“ sagði Ólafur. Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík
Þróttur Reykjavík eru með þrettán stig líkt og Íslandsmeistarar Breiðabliks eftir viðureignir kvöldsins. Valskonur tóku á móti Þrótti á Hlíðarenda en Þróttarar unnu leikinn 1-3. Valskonur byrjuðu með vindinn í bakið og voru meira og minna með boltann. Fyrsta markið skoraði Lillý Rut Hlynsdóttir svo á fimmtándu mínútu eftir frábæra hornspyrnu Önnu Rakelar Pétursdóttir. Valskonur héldu áfram að sækja næstu en komu boltanum ekki í net Þróttara. Á 35. mínútu kviknaði á Þrótturum sem náðu að halda betur í boltann. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði fyrsta mark Þróttara á 39. mínútu eftir sendingu frá Mist Funadóttur, aftasta lína Valskvenna var þar alveg sofandi. Eftir 22 sekúndur í seinni hálfleik skoraði Freyja Karín Þorvarðardóttir frábært skallamark eftir sendingu frá Caroline Murray. Eftir seinna markið voru Þróttarar talsvert fjörugri og komst Mollee Swift markmaður Þróttar fyrir þær marktilraunir sem Valur fékk. María Eva Eyjólfsdóttir skoraði svo þriðja mark Þróttara á 79. mínútu eftir frábæra sendingu Þórdísar Elvu Ágústsdóttir og þar með var ljóst að Valskonur fengu ekki stig úr leiknum. Atvik leiksins Fyrsta mark Þróttara gjörbreytti leiknum. Það var eins og það væri komið allt annað lið á völlinn. Stjörnur og skúrkar Þórdís Elva Ágústsdóttir var töluvert líflegri eftir að hún skoraði fyrsta markið en hún lagði einni upp þriðja mark Þróttar. Hún fékk gott lof úr stúkunni þegar hennar var skipt af velli á 80. mínútu. Caroline Murray var flott í vængbakverðinum í seinni hálfleik. Ég verð einnig að hrósa Mollee Swift markmanni Þróttara sem var virkilega örugg í markinu og handsamaði flesta bolta sem komu inn í teiginn. Engar skúrkar nema kannski aftasta lína Valskvenna sem virtust vera sofandi í marki eitt og tvö hjá Þrótturum. Dómararnir Engar erfiðar ákvarðanir hjá Jovan Subic í dag en með honum voru Arnþór Helgi Gíslason og Eydís Ragna Einarsdóttir. Ekkert út á dómgæsluna að setja. Þórdís Elva Ágústsdóttir var öflug í kvöld. Þórdís Elva: Eigum nóg inni og erum spenntar fyrir næstu leikjum Þórdís Elva Ágústsdóttir var ánægð með viðsnúning leiksins eftir fyrsta mark Þróttara. Hún skoraði það mark og lagði síðan upp þriðja mark liðsins. „Við vorum búnar að fá eina fyrirgjöf stuttu fyrir markið sem enginn mætti á þannig ég ákvað að taka bara hlaupið inn á teiginn og þá kom markið,“ sagði Þórdís. „Við þurfum að halda áfram sama tempói. Við erum komnar inn í þetta mót og erum komnar á góðan stað. Við lítum vel út og erum að spila vel. Við eigum nóg inni og erum spenntar fyrir næstu leikjum,“ sagði Þórdís. Katie Cousins: Við viljum berjast um titilinn „Við vorum spenntar fyrir leiknum, við erum búnar að byrja tímabilið vel og hugarfarið er þannig hjá liðinu að við viljum keppast um titilinn,“ sagði Katie Cousins. „Ég er mjög ánægð með að fá þrjú stig úr leiknum. Það var það sem við vildum og það var markmiðið okkar hérna í dag,“ sagði Cousins. „Við viljum mæta í hvern einasta leik og ég held að það muni hjálpa okkur í að berjast um titilinn,“ sagði Cousins. Óli Kristjáns: Við þurfum ekki að hræðast eitt einasta lið „Valur byrjaði leikinn betur og það var taugaspenna í liðinu hjá okkur, liðið var ólíkt sjálfu sér að því leyti að við héldum illa í boltann og það vantaði allan þéttleika í liðið. Það kviknaði svo aðeins í okkur þegar þær (Valskonur) skora fyrsta markið,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar. „Við vorum að ná að sækja betur á þeirra þriðjung og vorum með meiri stjórn á boltanum. Það var því frábært að jafna leikinn og fara með smá sjálfstraust inn í seinni hálfleikinn. Leikurinn snéri svo algjörlega við í seinni hálfleik, þá var miklu meiri kraftur og áræðni í liðinu og axlarnir sigu,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að njóta þess að hafa unnið leikinn. Þegar maður vinnur leiki þá á maður að njóta þess. Við verðum að vera meðvitaðar um að við þurfum ekki að hræðast eitt einasta lið. Við þurfum ekki að koma inn í neina leiki með stress bara sjálfstraust. Mitt hlutverk núna er að undirbúa næsta leik, ná þessu úr sér á morgun og svo er stutt í næsta leik,“ sagði Ólafur.