Fótbolti

Fréttamynd

Þrenna Orra Steins hélt titil­vonum FCK á lífi

Hinn 19 ára gamli Orri Steinn Óskarsson reyndist hetja FC Kaupmannahafnar í dag þegar hann kom inn af bekknum og skoraði öll mörkin í 3-2 sigri liðsins á AGF. Er þetta hans fyrsta þrenna í dönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistarar Man City halda í við topp­lið Arsenal

Manchester City vann 2-0 útisigur á Nottingham Forest í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla. Man City er því aðeins stigi á eftir Arsenal og með leik til góða þegar Skytturnar eiga aðeins þrjá leiki eftir af tímabilinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Davíð Smári: Ekki okkar besta frammi­staða

Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lyon í úr­slit Meistara­deildar Evrópu

Franska stórliðið Lyon er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu eftir sigur á París Saint-Germain í undanúrslitum. Lyon mætir Barcelona í úrslitaleiknum sem fram fer Estadio San Mamés-vellinum í Bilbao á Spáni þann 25. maí næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool nær sam­komu­lagi um Slot

Liverpool hefur náð samkomulagi við hollenska liðið Feyenoord um greiðslu fyrir þjálfara liðsins Arne Slot. Allt bendir til að hann taki við Rauða hernum af Jurgen Klopp í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

KR fékk ungan Svía fyrir gluggalok

Meiðslum hrjáð lið KR náði að krækja í leikmann fyrir komandi átök í Bestu deildinni á lokadegi félagsskiptagluggans í gærkvöld. Þeir bregðast þannig við fámenni í framliggjandi stöðum á vellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Krókur Liverpool á móti bragði

Portúgalskur blaðamaður segir fréttir um Hollendinginn Arne Slot sem mögulegan þjálfara Liverpool vera svar félagsins við óvæntum sögum um Portúgalann Rúben Amorim í vikunni. Aðrir segja tímaspursmál hvenær gengið verður frá samningum við Slot.

Enski boltinn
Fréttamynd

Palace á mikilli siglingu

Crystal Palace vann 2-0 sigur á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Um er að ræða þriðja sigur liðsins í röð.

Enski boltinn