Súðavíkurhreppur

Fréttamynd

Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun

Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Farðu var­lega, það gæti komið snjó­flóð

Þorrinn er á næsta leiti með öllum sínum tilbrigðum í veðri sem okkur býðst á þessu landi. En það þarf ekki þorrann til að vá liggi yfir á vegum landsins. Í þessari viku urðu öfgar í veðrabrigðum þess valdandi að vegir um Súðavíkur- og Eyrarhlíð lokuðust vegna snjóflóða.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er bara spurning um tíma“

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Munaði ör­fáum sekúndum á að snjó­­flóð hefði fallið á bílinn

Fjöldi snjó­flóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vega­gerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn veg­farandi segist hafa rétt sloppið við snjó­flóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að.

Innlent
Fréttamynd

Vest­firðir við árs­lok 2021

Vestfirðir eru í sókn. Færin eru fjölmörg og ef horft er til ársins 2021 má segja að nokkrum góðum áföngum hafi verið náð á árinu. Rétt er við áramót að staldra við og líta til baka og reyna að meta hvað beri hæst á árinu varðandi þróun samfélaga og atvinnulífs á Vestfjörðum.

Skoðun
Fréttamynd

Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn.

Innlent
Fréttamynd

Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð

„Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðþekktir á meðal hinna hugrökku á slysstað í Skötufirði

Lögreglan á Vestfjörðum segir að fjórir vegfarendur sem fyrstir komu á vettvang umferðarslyssins í Skötufirði þann 16. janúar hafi sýnt mikið hugrekki og unnið vel á vettvangi. Fjórmenningarnir eru sumir hverjir þjóðþekktir og segir lögregla að þeir hafi veitt fyrstu hjálp í slysinu. Á endanum kostaði slysið unga móður og barn hennar, sem  búsett voru á Flateyri, lífið.

Innlent
Fréttamynd

Vegrið vantar við tugi kílómetra vegarins um Ísafjarðardjúp

Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins sem varð í Skötufirði á laugardag er ekki lokið. Hálka var á veginum þegar slysið varð og afar lélegt símasamband var á svæðinu. Þá voru engin vegrið við veginn þar sem að bíllinn rann út af og hafnaði í sjónum. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að samkvæmt úttekt sem gerð var við Ísafjarðardjúp árið 2013 vanti vegrið á nokkurra tuga kílómetra kafla, meðal annars í Skötufirði, til að uppfylla núgildandi kröfur.

Innlent
Fréttamynd

Veg­far­endur náðu konu og barni úr bílnum

Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna.

Innlent
Fréttamynd

RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi

„Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson.

Lífið
Fréttamynd

Sjáðu hvað þú lést mig gera…

Kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mig langar að deila með ykkur kæra fólk, öllum sem nenna að lesa þessar línur, sýn minni á sveitarstjórnarmál og ekki síst Samband íslenskra sveitarfélaga.

Skoðun