Bergur Ebbi

Fréttamynd

Það er til fólk

Það er til fólk sem vaknar snemma á hverjum morgni og hlustar á fréttirnar klukkan sjö og vonar heitt og innilega að allt sé með röð og reglu, að engin sjóslys hafi orðið og enginn erlendur ferðamaður hafi villst af leið á hálendinu.

Skoðun
Fréttamynd

Samfélag örvæntingar

Ég er að hugsa um stemninguna. Líklegast er það rétt sem greinendur efnahagslífsins segja. Við erum ekki að fara inn í annað hrun. Ekkert í líkingu við það sem gerðist 2008. Fólk og fyrirtæki eiga meira í eignum sínum. Við eigum nóg af erlendum gjaldeyri og skuldum lítið í útlöndum. Og vonandi reynist það rétt og við sleppum við ástand örvæntingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innantómar hitaeiningar

Ég sat með félaga mínum og borðaði lasagna. Líklega er ég algjör plebbi en þessi ítalski ofnbakaði réttur með allri sinni kjötsósu, bræddum osti og pastaplötum hefur alltaf verið uppáhaldsmaturinn minn. Jafnvel nafnið sjálft, lasagna, lasanja, kemur ró á magann – og ég læri það sífellt betur, að ef ró er yfir maganum þá er einnig ró yfir sálinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Steypuhrærivélin

Um áramótin sýndi RÚV stutta mynd um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga í tilefni af því að nú fer í hönd hundrað ára afmælisár fullveldis landsins. Í myndinni var stiklað á stóru. Gamli sáttmáli. Kalmar sambandið. Einokunarverslun. Fjölnismenn. Jón Sigurðsson. Stjórnarskráin. Heimastjórnin. Fullveldið. Við þekkjum þessa sögu í grófum dráttum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jólapistill

Eru ekki allir komnir í jólaskap? Þessi pistill birtist 22. desem­ber og hann verður eiginlega að vera um jólin. Þannig er það bara. Það væri hálf skrítið að skrifa um fjárlagafrumvarpið eða samfélagsmiðlabyltingar núna. Ég er líka að skrifa sjálfan mig í jólaskap.

Fastir pennar
Fréttamynd

Snjókorn falla (á allt og alla)

Ekkert hverfur. Sérstaklega ekki reiði. Hún kraumar alltaf í jafn miklu hlutfalli í veröldinni. Eins og frumefni. Að erfa syndir feðranna. Um það fjalla leikbókmenntirnar. Allavega þær sem skrifaðar voru af feðrunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til Simpson-kynslóðarinnar

Víkjum sögunni að tímanum áður en internetið varð hluti af lífi okkar. Tímanum sem var, líkt og nútíminn, einnig uppfullur af tilgangslausum hneykslismálum og firringu. Ég vil víkja til áranna upp úr 1990. Ég var um það bil tíu ára gamall þegar Simpson-fjölskyldan fór í loftið á RÚV.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stormur. Dacia Duster. Brjálæðið

Fólk beitir mismunandi strat­egíum til að takast á við haustlægðir. Sumir byrgja sig upp af matvörum, slökkva á símum og horfa á sjónvarpið. Aðrir hanga yfir netmiðlum og lesa frásagnir af fjúkandi trampólínum. Sjálfur er ég í eirðarlausa flokknum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Félög, flokkar, rjómasprautur

Eitt af því sem stjórnarskrá Íslands (og flestra annarra lýðræðisríkja) tryggir er félagafrelsið. Eru þau réttindi tryggð í 74. grein stjórnarskrárinnar en þar segir meðal annars: "Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. […].“

Fastir pennar
Fréttamynd

Heita kartaflan

Vantraust á stjórnvöld er ekki í rénun. Vantraustið er ekki tískusveifla eða bundið við eftirmála efnahagshruns. Það er stærra og það hefur að gera með aðgengi að upplýsingum, nýjan valdastrúktúr og grynnri en hraðari boðleiðir hugmynda. Í sem mestri einföldun má segja að almenningur sé valdameiri en áður. Jafnvel svo valdamikill að það valdi kvíða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Haustljóð

Harpa. Haustkvöld. Glerhöll gnæfir yfir ryðbrún steypustyrktarjárnin. Olíusvartur Faxaflói með hvítu fryssi. Úfnir túristar kastast til og frá, illa lagðir bílar, menn í gallabuxum og bleiserjökkum með Tommy Hilfiger rakspíra stíga úr leigubílum. Konur í þröngum leðurjökkum, þreytulegar um augun en glottandi yfir spennu augnabliksins. Gin og tónik í vélindanu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Loftið, skýið, hinn óbærilegi léttleiki

Stundum bera áhrifamikil fyrirbæri óþjál nöfn. Það á við um það sem við Íslendingar nefnum "erbíenbí“. "AirBnB“ er það skrifað og það hefur oft reynst tungubrjótur. Ég hef margsinnis heyrt Íslendinga kalla það "arbíenbí“ eða bara "ar-en-bí“ sem er réttur framburður á öðru áhrifamiklu fyrirbæri: tónlistarstefnunni RnB, sem á það reyndar sameiginlegt með AirBnB að hafa breytt veröldinni, þó að það sé önnur saga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er hægt að sigra fasisma og hafa gaman í leiðinni?

Einu sinni var kaldhæðni sjaldgæft stílbragð. Þegar Oscar Wilde, sem virðist hafa verið frekar kaldhæðinn náungi, var uppi, gat kaldhæðni verið virkilega beitt. Þetta var á Viktoríutímanum. Þegar það var nánast hættulegt að vera kaldhæðinn opinberlega. Enda var Oscar Wilde settur í fangelsi fyrir "sódómíseringu“, hvað í fjandanum sem það er.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í hvers nafni?

Ef upp kæmi sú staða að menn með sveðju réðust á mig í nafni einhvers, þá myndi ég ekki vita hverju ég myndi svara. Sveðjumennirnir myndu kannski öskra: "Í Guðs nafni“ og ég myndi líklega ekki rökræða neitt meira um það heldur bara reyna að forða mér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Síðasta kynslóðin

Það sem sameinar hugsuði úr öllum kimum samfélagsins er að vilja skilgreina nýja kynslóð. Skáldin vilja gera það, stjórnmálastéttin líka að ógleymdu markaðsfólkinu sem elskar að þrusa út glæru eftir glæru um ufsilón-kynslóðina, zeta-kynslóðina eða hvers vegna baby-boom kynslóðin elskar Ford Explorer jeppa. Ég er engin undantekning. Ég hef oft hugsað um hvaða kynslóð ég tilheyri og hvort hún hafi nægilega skýra rödd og sérkenni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mínímalistarnir

Nú veit ég ekki hvernig þú ert að lesa þennan pistil, kæri lesandi. Kannski í nýprentuðu dagblaði sem ilmar af bleki eða af tölvuskjá. Kannski af fimm tommu snjallsímaskjá. Og kannski er einhver tilkynning að laumast yfir skjáinn akkúrat núna.

Fastir pennar
Fréttamynd

London, Ontario

Borgin London í Ontario fylki í Kanada, er einkum þekkt fyrir tvo hluti: Fyrir að bera sama nafn og höfuðborg Bretlands og fyrir fyrir að vera fæðingarstaður Justins Bieber. Til London fer enginn ótilneyddur, nema einstaka ráðvilltur túristi sem bókar flug til London International Airport en fær svo sjokk þegar hann finnur enga Buckingham-höll heldur bara endalaust flæmi af Dick's Sporting Goods verslunum og bílastæðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Miklu meira en Jónas

Ég set stórt spurningarmerki við að takmarka notkun reiðufjár á Íslandi. Ég vil að þegar viðskipti fari fram séu fleiri en einn valkostur í boði. Hér á eftir fer rökstuðningur: Styrkur reiðufjár felst í því sem orðið sjálft segir: það er fé sem er "til reiðu“. Það er öðruvísi en allt annað fjármagn sem fólk hefur aðgang að. Jafnvel þó þú eigir peninga á bankareikningnum þínum þá er það ekki bara undir þér komið hvort það fé sé "til reiðu“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Darkness on the Edge of Town

Þessi pistill hefst í Ameríku í brúngulum 8. áratugnum. Ímyndið ykkur djúpa gula sjöu sem þið þekkið úr períódumyndum eins og Dazed and Confused eða Virgin Suicides; iðandi amerískt moskító-úthverfasumar með síðhærðum, hassreykjandi slakkerum í köflóttum seventís-skyrtum starandi á converse skó sína þar sem þeir lötra eftir heitum gangstéttum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pönk og diskó

Í sjöunni var hart tekist á í tónlistarheiminum. Upp úr miðjum áratugnum varð pönkið til, en nokkru áður hafði hreiðrað um sig tónlistarstefna kennd við diskó. Og það ríkti ekki mikið bræðralag milli diskós og pönks.

Fastir pennar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.