Pönk og diskó Bergur Ebbi skrifar 26. maí 2017 07:00 Í sjöunni var hart tekist á í tónlistarheiminum. Upp úr miðjum áratugnum varð pönkið til, en nokkru áður hafði hreiðrað um sig tónlistarstefna kennd við diskó. Og það ríkti ekki mikið bræðralag milli diskós og pönks. Saga þessarar tvíhyggju er í stórum dráttum þessi. Diskó varð til í kjölfar þess að í sjöunni fóru dansstaðir í fyrsta skipti að spila tónlist af plötum, en áður var ekki hægt að halda dansleik öðruvísi en að fá hljómsveit til að spila. Staðir sem reiddu sig á hljómflutningsgræjur og hljómplötur fengu nafnið diskótek, eftir plötunum – diskunum – sem snérust á spilurunum. Síðar fóru tónlistarmenn að stóla sérstaklega á þetta og framleiða danstónlist sem var sérstaklega gerð með „playback” í huga. Til að gera langa sögu stutta þá var þetta fyrirkomulag fyrirlitið af mörgum innan tónlistarbransans. Diskó var talin léleg músík og fólk sem fílaði diskó þótti plebbalegt. Rokktónlistarmenn lögðu sig í líma við að sannfæra hlustendur sína um að hljóðgervlar væru ekki notaðir á plötum þeirra og að ekkert væri feik við músíkina. Ekkert þótti sanna það betur heldur en að geta flutt músíkina á sviði. Þess vegna voru diskótek ekki vel liðin meðal rokkara og þar inni heyrðist sjaldan rokkmúsík. Það sem heyrðist á diskótekum fékk nafnið diskómúsík. Diskó var drasl En sumir vildu skilgreina sig enn meira á móti, því færa mátti rök fyrir því að rokktónlist væri líka úrsérgengin. Vinsælustu rokksveitirnar á þessum tíma léku framsækið rokk, svokallað prog-rokk, þar sem spila þurfti á margra hæða orgel og gítara með tveimur hálsum. Svoleiðis tilstand var líka fyrirlitið. Andsvarið var pönkið, sem í raun var andspyrna við alla aðra músík og staðsett eins langt frá diskói og kvarðinn leyfði. Þeir sem hlustuðu á diskó gátu aldrei átt neitt sameiginlegt með pönkurum. Og úr því hefur orðið þessi fræga tvíhyggja: diskó eða pönk, en í lok sjöunnar voru báðar tónlistarstefnurnar jafn áberandi og varla hægt að gera upp á milli hver skilgreindi tíðarandann betur þótt oftast þætti músíkpressunni pönkið merkilegra. Dómar um pönkplötur voru fullir af samfélagslegum skírskotunum en diskó þótti ómerkileg afþreying. Og áður en einhver fer að skammast í mér fyrir að tala um eitthvað sem gerðist fyrir mína tíð, þá vil ég taka það fram að þetta eru ekki mínar prívat tilfinningar heldur fremur hin almenna söguskoðun, sbr. til dæmis þessa grein í New York Times , sem fjallar á almennum nótum um uppgjör við músíksöguna. En í þessari grein er einmitt líka rætt um annað atriði, sem er upprisa diskósins. Í dag er ekki endilega viðurkennt að diskó hafi verið slæm tónlistarstefna. Meira en tuttugu ár eru síðan kúl bönd eins og Daft Punk fóru að sampla gömul diskólög og setja þau í nýtt samhengi. Síðar fóru margir að benda á, að diskó hafi verið miklu dýpra menningarfyrirbrigði en umræðan í sjöunni gaf til kynna. Diskótekin opnuðu til dæmis dyr sínar fyrir menningu samkynhneigðra, sem á þeim tíma var víðast ekki viðurkennd. Þá var diskómúsík opnari fyrir þjóðernum og kynþáttum, og bara sú staðreynd að ein stærsta diskóhljómsveit allra tíma hafi verið gerð út frá Vestur-Þýskalandi en meðlimirnir hörundsökkir og 75% þeirra konur, segir margt um kúltúrinn sem diskó fóstraði. Flest pönk-bönd voru nefnilega bara hvítir strákar, og til að byrja með nánast eingöngu breskir. Og þannig var það þrátt fyrir að boðskapur pönks sé fordómaleysi, niðurbrot múra, valds og kerfis. Að skilgreina sig á móti En ég tek það fram að þessi upphafning diskós þarf ekki að vera á kostnað pönks. Ég dýrka pönk og allt sem því fylgir. Tilgangurinn með þessum pistli er að sýna að ekki er allt sem sýnist í menningunni. Það sem er álitið ómerkilegt drasl í dag, á kannski eftir að fá upphafningu síðar. Því það er einmitt í fjöldamenningunni, plebbaskapnum og stemningunni, sem djúp og mikilvæg gildi fá jarðveg til að þroskast á meðan það sem á að vera avant-garde, útpælt og merkilegt, er oft þeim ókosti gætt að færri fá að vera með. Að skilgreina sig sífellt á móti getur endað í því að enginn fær aðgang að klúbbnum. Ætla ég að útskýra þetta eitthvað betur? Já já. Hvað þykir plebbalegt í dag? Að fara í Kringluna, spila netleik á Playstation, borða á veitingastaðnum í IKEA? Ég veit það ekki. En kannski er það einmitt í athöfnum sem allir fá að tilheyra - þar sem við hittum fólk frá öllum stigum þjóðfélagsins og sköpum samkennd - sem dýrmætustu gildi menningarinnar verða til. p.s. ef einhver er að klóra sér í hausnum yfir hvaða vestur-þýska diskóband ég er að vísa í hér að ofan þá er það að sjálfsögðu þetta . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir Skoðun
Í sjöunni var hart tekist á í tónlistarheiminum. Upp úr miðjum áratugnum varð pönkið til, en nokkru áður hafði hreiðrað um sig tónlistarstefna kennd við diskó. Og það ríkti ekki mikið bræðralag milli diskós og pönks. Saga þessarar tvíhyggju er í stórum dráttum þessi. Diskó varð til í kjölfar þess að í sjöunni fóru dansstaðir í fyrsta skipti að spila tónlist af plötum, en áður var ekki hægt að halda dansleik öðruvísi en að fá hljómsveit til að spila. Staðir sem reiddu sig á hljómflutningsgræjur og hljómplötur fengu nafnið diskótek, eftir plötunum – diskunum – sem snérust á spilurunum. Síðar fóru tónlistarmenn að stóla sérstaklega á þetta og framleiða danstónlist sem var sérstaklega gerð með „playback” í huga. Til að gera langa sögu stutta þá var þetta fyrirkomulag fyrirlitið af mörgum innan tónlistarbransans. Diskó var talin léleg músík og fólk sem fílaði diskó þótti plebbalegt. Rokktónlistarmenn lögðu sig í líma við að sannfæra hlustendur sína um að hljóðgervlar væru ekki notaðir á plötum þeirra og að ekkert væri feik við músíkina. Ekkert þótti sanna það betur heldur en að geta flutt músíkina á sviði. Þess vegna voru diskótek ekki vel liðin meðal rokkara og þar inni heyrðist sjaldan rokkmúsík. Það sem heyrðist á diskótekum fékk nafnið diskómúsík. Diskó var drasl En sumir vildu skilgreina sig enn meira á móti, því færa mátti rök fyrir því að rokktónlist væri líka úrsérgengin. Vinsælustu rokksveitirnar á þessum tíma léku framsækið rokk, svokallað prog-rokk, þar sem spila þurfti á margra hæða orgel og gítara með tveimur hálsum. Svoleiðis tilstand var líka fyrirlitið. Andsvarið var pönkið, sem í raun var andspyrna við alla aðra músík og staðsett eins langt frá diskói og kvarðinn leyfði. Þeir sem hlustuðu á diskó gátu aldrei átt neitt sameiginlegt með pönkurum. Og úr því hefur orðið þessi fræga tvíhyggja: diskó eða pönk, en í lok sjöunnar voru báðar tónlistarstefnurnar jafn áberandi og varla hægt að gera upp á milli hver skilgreindi tíðarandann betur þótt oftast þætti músíkpressunni pönkið merkilegra. Dómar um pönkplötur voru fullir af samfélagslegum skírskotunum en diskó þótti ómerkileg afþreying. Og áður en einhver fer að skammast í mér fyrir að tala um eitthvað sem gerðist fyrir mína tíð, þá vil ég taka það fram að þetta eru ekki mínar prívat tilfinningar heldur fremur hin almenna söguskoðun, sbr. til dæmis þessa grein í New York Times , sem fjallar á almennum nótum um uppgjör við músíksöguna. En í þessari grein er einmitt líka rætt um annað atriði, sem er upprisa diskósins. Í dag er ekki endilega viðurkennt að diskó hafi verið slæm tónlistarstefna. Meira en tuttugu ár eru síðan kúl bönd eins og Daft Punk fóru að sampla gömul diskólög og setja þau í nýtt samhengi. Síðar fóru margir að benda á, að diskó hafi verið miklu dýpra menningarfyrirbrigði en umræðan í sjöunni gaf til kynna. Diskótekin opnuðu til dæmis dyr sínar fyrir menningu samkynhneigðra, sem á þeim tíma var víðast ekki viðurkennd. Þá var diskómúsík opnari fyrir þjóðernum og kynþáttum, og bara sú staðreynd að ein stærsta diskóhljómsveit allra tíma hafi verið gerð út frá Vestur-Þýskalandi en meðlimirnir hörundsökkir og 75% þeirra konur, segir margt um kúltúrinn sem diskó fóstraði. Flest pönk-bönd voru nefnilega bara hvítir strákar, og til að byrja með nánast eingöngu breskir. Og þannig var það þrátt fyrir að boðskapur pönks sé fordómaleysi, niðurbrot múra, valds og kerfis. Að skilgreina sig á móti En ég tek það fram að þessi upphafning diskós þarf ekki að vera á kostnað pönks. Ég dýrka pönk og allt sem því fylgir. Tilgangurinn með þessum pistli er að sýna að ekki er allt sem sýnist í menningunni. Það sem er álitið ómerkilegt drasl í dag, á kannski eftir að fá upphafningu síðar. Því það er einmitt í fjöldamenningunni, plebbaskapnum og stemningunni, sem djúp og mikilvæg gildi fá jarðveg til að þroskast á meðan það sem á að vera avant-garde, útpælt og merkilegt, er oft þeim ókosti gætt að færri fá að vera með. Að skilgreina sig sífellt á móti getur endað í því að enginn fær aðgang að klúbbnum. Ætla ég að útskýra þetta eitthvað betur? Já já. Hvað þykir plebbalegt í dag? Að fara í Kringluna, spila netleik á Playstation, borða á veitingastaðnum í IKEA? Ég veit það ekki. En kannski er það einmitt í athöfnum sem allir fá að tilheyra - þar sem við hittum fólk frá öllum stigum þjóðfélagsins og sköpum samkennd - sem dýrmætustu gildi menningarinnar verða til. p.s. ef einhver er að klóra sér í hausnum yfir hvaða vestur-þýska diskóband ég er að vísa í hér að ofan þá er það að sjálfsögðu þetta .
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun