Stígur Helgason

Fréttamynd

Allsherjarsamsærið

Þetta er harður heimur, maður. Útigangsmenn hrökkva upp af á Klambratúni, fólk missir ofan af sér húsnæðið í fang lánardrottna, Landspítalinn kaupir varahluti í segulómtækin sín af bröskurum á Ebay og í gær bárust fréttir af einhverju óbermi á Selfossi sem veiðir heimilisketti í minkagildru.

Bakþankar
Fréttamynd

Kettir og krúttheit

Það vantar ekki krúttlegu kisufréttirnar þessa dagana. Fyrst stingur stríðinn, danskur ævintýra- og hefðarköttur af úr einkaþotu og er leitað af heilli flugbjörgunarsveit næstu daga, kemst heilu og höldnu aftur til móðursjúks eiganda síns og allir lifa hamingjusamir til æviloka.

Bakþankar
Fréttamynd

Í hysteríulandi

Ég er ekki sérfræðingur um kynferðisofbeldi gegn börnum. Ég veit hins vegar að það er alveg einstakt afrek að takast að koma málum þannig fyrir að hálf þjóðin hefur horn í síðu samtaka sem berjast gegn því.

Bakþankar
Fréttamynd

Orðaskak

Hvað gerir orð falleg? Er það hvernig þau hljóma? Hvað þau merkja? Hvernig þau líta út á prenti? Blanda af þessu öllu? Og þegar velja skal fallegasta orðið í íslensku, þarf það þá að vera rosalega íslenskt? Hversu íslenskt? Hversu langa sögu þarf það að eiga sér í íslensku máli? Mundu málræktarsinnar gleðjast yfir því að íslenska orðið fokk næði ofarlega á blað í slíkri keppni? Hvort er betra að orðið sé samsett eða ekki? Hversu mörg atkvæði ætti það að vera? Eitt? Tíu?

Bakþankar
Fréttamynd

Karlar í veldi sínu

Á Íslandi eru fáir staðir jafndásamlega þýskir og núdistapallurinn á Sundhöll Reykjavíkur. Hvergi annars staðar getur maður legið á bekk, notið sjaldgæfrar veðurblíðunnar og fylgst um leið með allsberum gömlum manni skokka löturhægt í hringi með sundskýluna sína í hendinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Þriðja árstíðin

Stundum er sagt í hálfkæringi að á Íslandi séu bara tvær árstíðir; vor og haust. Það er ekki rétt. Þær eru þrjár: Sumar, haust og jól.

Bakþankar
Fréttamynd

Flugnafælan

Ótti er órökrétt tilfinning. Fólk óttast ólíka hluti, sumir óttast margt, aðrir fátt. Ég óttast til dæmis eftirtalið: hæð (en þó ekki of mikla – mér líður illa á svölum fimm hæða fjölbýlishúss en ágætlega á þverhníptri, 200 metra hárri klettabrún), hafið (það er einhvern veginn endalaust á alla kanta, dimmt og djúpt og hýsir allskyns hættu – en samt hef ég snorklað innan um risaskötur þar sem ekki sér til botns og líkað vel), sársauka (sem er síðan aldrei svo slæmur þegar á reynir) og síðast en ekki síst, það órökréttasta af öllu: skordýr.

Bakþankar
Fréttamynd

Ég, fréttabarnið

Í nóvember var ég fenginn sem gestur í Kastljós ásamt kollega mínum til að tjá mig um dómsmál sem var þá áberandi í fréttum. Þessi heimsókn varð gamalli blaðakonu tilefni til vangaveltna á Facebook um það hvort "aldursmörk“ íslenskra fjölmiðlamanna væru almennt lægri en gerist erlendis. Við vorum þá 28 og 33 ára.

Bakþankar
Fréttamynd

Stígkrampi

Þegar ég var smástrákur hlupu stundum í mig óknyttir, eins og gekk, og ég hringdi símaöt. Sjaldnast voru þau frumleg – það var til dæmis vinsælt að hafa samband við verslanir og spyrja starfsmenn einkennilegra spurninga um vöruúrval og láta þá hlaupa til og frá í allskyns erindisleysu. Ha ha. Yfirleitt voru fleiri áheyrendur að símtalinu – viðhlæjendur væru þeir kallaðir ef þeir hefðu ekki alltaf beitt sig hörðu til að halda rokunum niðri.

Bakþankar
Fréttamynd

Tittlingadýrkun

Strákar dýrka á sér tittlinginn. Það er alkunna. Og ekki bara strákar, heldur karlar á öllum aldri. Þeir vilja veg hans sem mestan og eru reiðubúnir í alls kyns heimskulegar typpakeppnir til að vinna honum brautargengi.

Bakþankar
Fréttamynd

Flugvélaði maðurinn

Það er bara tvennt sem ég get sagt við fólk sem gerir það undantekningalítið alveg agndofa. Annað er að mér finnist gaman í flugvélum. Það virðist ekki vera algeng skoðun, sem er óskiljanlegt.

Bakþankar
Fréttamynd

Kveðja af botninum

Vefsíðan Careercast hefur undanfarin ár lagst í ítarlega rannsókn á því hver séu bestu og verstu störf í hinum vestræna heimi. Á listanum eru 200 starfsstéttir og niðurstaðan byggir á fimm mælikvörðum; líkamlegum kröfum, vinnuumhverfi, álagi, launum og starfsöryggi.

Bakþankar
Fréttamynd

Samið við hræfugl

Í íslenskri menningu er hrafninn heldur illa liðinn fugl. Hann er hrææta, kroppar augun úr hrútshausum, gjarnan bendlaður við sjálfan djöfulinn, feigðarboði og sálnasækir. Þetta rímar ekki við mín einu kynni af hrafninum, þar sem hann birtist mér sem skynugasta og sanngjarnasta skepna sem ég hef fyrir hitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Menn ofar málefnum

Kosningar eru í aðsigi og það er sem við manninn mælt að hver klisjusvolinn á fætur öðrum er byrjaður að kappjórtra gömlu tugguna um að við eigum "að fara í boltann en ekki í manninn“ – annað sé svo ómálefnalegt. Hvílíkt bull.

Bakþankar
Fréttamynd

Bíó

Það var ekki beint þannig að hún hefði snert við mínum innstu hjartastrengjum, myndin sem ég sá í bíó um liðna helgi. Mér fannst hún meira að segja frekar óeftirminnileg og klisjukennd vella – einslags dulbúið AA-sjálfshjálparmyndband – þótt Denzel Washington stæði sig að vanda með prýði í hlutverki Denzels Washington.

Bakþankar
Fréttamynd

Góði guð

Trúlega fundu flest mannsbörn fyrir óvenjulegri tómleikatilfinningu við morgunverðarborðið áðan, að þeim hefur sett hroll í bílnum á leiðinni í vinnu og skóla og jafnvel hafa sumir upplifað sig hálfráðalausa frammi fyrir verkefnum dagsins. Ég segi ekki að örvænting hafi gripið um sig í öllum hjörtum – en ábyggilega sumum.

Bakþankar
Fréttamynd

Fúlsað við töframönnum

Við leit mína að morðingja Láru hef ég notast við reglur stofnunarinnar, ályktunarhæfni, tíbeska aðferðafræði, eðlisávísun mína, og heppni. En núna þarf ég eitthvað nýtt, sem við skulum – þar til betra orð finnst – kalla…töfra.“

Bakþankar
Fréttamynd

Eddinn

Erfiðleikarnir við að halda veglega verðlaunahátíð fyrir íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirann á hverju ári afhjúpuðust á vandræðalegasta mögulega máta í vikunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Skrímsli og menn

Skrímsli. Þetta er stórt orð. Það er raunar svo stórt að það getur inniborið nokkurn veginn allt sem ímyndunaraflið leyfir. Við þekkjum ýmis skrímsli, íslensk og erlend; Lagarfljótsorminn, varúlfa, skoffín, Godzilla, dreka, sköpunarverk Frankensteins og Þorgeirsbola – en getum líka búið til okkar eigin að vild og fellt undir mengið.

Bakþankar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.