Ólafur Hannibalsson

Fjárkúgun eða flokksvernd?
Hvergi þar sem ég þekki til norðan Alpafjalla þætti við hæfi að framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks úthlutaði leyfum til fjölmiðlunar og sæti í stjórn fjármálastofnunar, sem á að vera óháð pólitískum valdhöfum.

Að kjósa sér ríkisstjórn
Þorri landsmanna hefur skynjað allt frá falli SÍS fyrir meira en áratug að sá flokkur á ekkert erindi við kjósendur dagsins í dag.

Íslandísering
Mér fannst það aðalfrétt helgarinnar að bandarísk hernaðaryfirvöld hafa nú opinberlega lýst yfir að þeir sjái enga þá ógn steðja að Íslandi, sem réttlætt geti stöðuga nærveru herafla þeirra hér.

Tækifæri - ekki ógn
Stundum hefur verið haft við orð að fjarlægðin hafi löngum verið Íslendingum vernd gegn ásælni erlendra þjóða. Þegar saga landsins er skoðuð er ekkert fjær sanni.

Afturhaldskommatittum fer fjölgandi
En afturhaldskommatittunum og meinfýsnishlakkandi úrtölumönnunum fer nú fjölgandi um allan heim og sérstaklega í Bandaríkjunum. Fyrir réttu ári töldu 53 prósent Bandaríkjamanna að það hefði verið rétt ákvörðun af Bush að gera innrás í Írak............
Geðstirður grínisti
<strong><em>Ræða Davíðs - Ólafur Hannibalsson</em></strong> Vinum Davíðs er tamt að líkja honum við Ólaf Thors. Fjandvinur hans Albert Guðmundsson var þó á annarri skoðun: „Ég kynntist Ólafi Thors nokkuð og þeir eru ólíkir menn, Davíð og hann.

Lýsti frati á Öryggisráðið
Og stjórnarandstaðan tekur undir þessa slefandi góðvild sem varla þætti einu sinni boðleg í samþykktum íslenskra flokksþinga...

Lýðræði – ekki lottó
Kosningar hér á landi eru meira eða minna marklausar og meir í ætt við happdrætti heldur en aðferð til að koma mönnum frá völdum eða til valda"

Kapítalistar allra landa...
Í dag er ástæða til að þakka guði fyrir að Bónusfeðgar og Davíð eru ekki vinir

Lygar og launung
Um leið og málflutningur ríkisstjórna fer að byggjast á ósannindum, þá missir öll almenn stjórnmálaumræða marks. Við erum meðhöndluð eins og óvitar

Vald og veruleiki
Bandarísk stjórnvöld kæra sig kollótt um hverju lesendur virtra fjölmiðla trúa. Það sem skiptir máli er hvað hægt er að fá hinn breiða fjölda til að trúa, hvaða blekkingum þarf að beita, hvaða lygar þarf að spinna upp til þess að skapa það andrúmsloft að hægt sé að hefja stríð.

Málskotsrétturinn
Málskotsrétturinn er eini valdhemillinn á störf Alþingis, eina hindrunin gegn því að hér ríki algert þingveldi, eða í reynd algert einveldi foringja þingmeirihlutans hverju sinni.

Blair féll en hélt velli
En Íraksstríðið virðist ætla að verða orðstír hans miklu skeinuhættara en í fyrstu var talið.

Lögleysa
Frá því var skýrt í fjölmiðlum núna á fimmtudaginn að íslensku friðargæsluliðarnir sem særðust í sprengjuárárás í Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan í haust hafi ekki fengið bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, þar sem stofnunin telur að mennirnir þrír hafi ekki slasast í vinnunni heldur í frítíma sínum.

Tímaskekkja
Öflugt ríkisútvarp er driffjöður fyrir öflugt og vandað útvarp á vegum annarra, kemur af stað ákveðinni gæðahringrás.

Hjáróma raddir
Bush forseti um sönnunargildi þróunarkenningarinnar: "Kviðdómurinn hefur enn ekki kveðið upp úrskurð sinn".

Einn markaður - ein lög
Skýrsla fjölmiðlanefndar: Það sem á vantar er að frumvarpið um ríkisútvarpið verði afgreitt samhliða væntanlegu fjölmiðlafrumvarpi eða sem hluti af því.

Dómsvald og fjölmiðlar
Fólk, sem tekur öryggi fram yfir frelsið, á hvorugt skilið</font /></b />

Afdrifaríkt val
Störfin við stóriðju eru fremur fá, þótt þau séu allvel borguð á íslenskan mælikvarða. Við eigum í keppni við þriðja heims lönd um að fá stóriðjuna til okkar og til þess þurfum við að selja orkuna með tapi.

Útvarp valdsins
Nú fékk framsókn endurgoldinn sinn óbrigðula stuðning við fjölmiðlafrumvarpið ogt sjálfstæðismenn viðurkenndu eignarrétt framsóknar á stöðunni.

Dauðadæmt framboð
Í alþjóðasamstarfi eru engir hádegisverðir ókeypis

Fyrirfólk í fyrirrúmi
Höfuðviðfangsefni forystumanna Framsóknarflokksins hefur verið það að koma eignum SÍS sáluga í hendur verðugra arftaka . Og hverjir gátu verið verðugri en einmitt erfingjar kaupfélagsstjóranna og SÍS-forstjóranna?

Lýðræði hér og lýðræði þar
Tæp 72% voru sammála þeirri fullyrðingu að íslenskir stjórnmálaflokkar væru ekki í takt við kjósendur. Full 86% voru sammála því að fáir valdamiklir einstaklingar ráði of miklu í íslenskum stjórnmálum. Aðeins 37% höfðu traust á íslenskum dómstólum.

Lýðræði hér og lýðræði þar
Tæp 72% voru sammála þeirri fullyrðingu að íslenskir stjórnmálaflokkar væru ekki í takt við kjósendur. Full 86% voru sammála því að fáir valdamiklir einstaklingar ráði of miklu í íslenskum stjórnmálum. Aðeins 37% höfðu traust á íslenskum dómstólum.

Útlagi úr alþjóðasamfélaginu
Bandaríkin hafa reynt að einangra og inniloka N-Kóreu um áratugi og margir álíta að einmitt það hafi haldið Kimunum við völd svo lengi.

Menning og mannauður
En það sem virðist gera gæfumuninn er þó af öðrum toga. Þar ber fyrst að nefna menntun og mannauð. Þá lýðræði, virkt lýðræði og félagsauð. Og loks fjölhæfni í atvinnulífinu. </font /></b />

Kaflaskil í Íraksmálinu
Vel á fimmta þúsund manns hefur látið peninga af hendi rakna. Oftar en ekki hefur það verið eyrir ekkjunnar, goldinn af litlum efnum en heitri sannfæringu </font /></b />

Hinir ofsóttu
"Nú virðist ofsóknaræðið vera að taka sig upp aftur. Utanríkisráðherra ásakar Gallup og fjölmiðla um að hafa gengið í lið með stjórnarandstöðunni í enn einni "vitleysisumræðunni". </font /></b />

Umbun án árangurs
Forstjórar gera sífellt meiri og harðari kröfur um atvinnuöryggi, biðlaun, eftirlaun og fríðindi - óháð árangri. </font /></b />

Sameinuðu þjóðirnar og Írak
Það þýðir ekki að skipta um ástæðu eftir á og segja að Saddam hafi verið vondur maður og harðstjóri og kvalið og pínt sína þegna og heimurinn sé betri án hans. </font /></b />