Eldgos á Reykjanesskaga

Fréttamynd

Eldri kynslóðin vill fljúga

„Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum við gosstöðvarnar

Virkt eftirlit var tekið upp á gossvæðinu í gær til að koma í veg fyrir að fólk sniðgangi sóttkví til að berja gosið augum. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að loka Suðurstrandavegi tímabundið í dag vegna fjölda bifreiða og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Við munum lenda í vand­ræðum á eftir“

Fjöldi fólks hefur ákveðið að nýta daginn í að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum, enda veðrið fínt á svæðinu þrátt fyrir snjó og smá frost. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri og lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir ný bílastæði nærri gönguleiðinni hafa nýst vel í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þokka­legt veður við gos­stöðvarnar í dag

Útlit er fyrir ágætis veður við gosstöðvarnar í Geldingadölum í dag þó búast megi við kulda og stöku éljum. Upp úr hádegi gæti orðið töluverð gassöfnun áður en vindur snýr sér til norðurs og er fólki bent á að halda sig ofarlega í hlíðunum við gosið eða upp á hryggjunum.

Innlent
Fréttamynd

Fegurðardrottning, gasgrímur og sérsveitin við gosið

Vilhelm Gunnarsson fréttaljósmyndari Vísis hefur farið nokkrar ferðir að eldgosinu í Geldingadölum þessa fyrstu viku eldgossins. Það hefur verið stöðug örtröð göngufólks að gosstöðvum og björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er bara skítaveður“

Veðrið mun ekki leika við fjölmarga landsmenn um helgina. Vonskuveður verður á gosstöðvunum og einfaldlega skítaveður að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Veður­fræðingur og náttúru­vá­r­sér­fræðingur beina því til fólks að fara ekki að gosinu í dag

Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum hefur verið stöðugt í nótt. „Við sáum í gær að það hefur lokast af þarna svæði við gíginn sem hafði áður verði hægt að ganga að og hraunið rann aðeins meira í áttina að stikuðu gönguleiðinni. Annars hefur rennslið bara verið tiltölulega jafnt,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur um stöðuna á gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns

Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu.

Innlent