Fótbolti

Fréttamynd

Óli Valur aftur í raðir Stjörnunnar

Óli Valur Ómarsson mun spila með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi tímabili. Hann kemur á láni frá sænska félaginu Sirius. Frá þessu greinir Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Núñez meiddist gegn Man United

Darwin Núñez, framherji Liverpool, hefur dregið sig úr landsliðshópi Úrúgvæ fyrir komandi verkefni eftir að hafa meiðst aftan í læri í 4-3 tapi Liverpool á Old Trafford um helgina.

Enski boltinn
Fréttamynd

Marka­laust hjá Genoa gegn gömlu frúnni

Juventus gerði sér ekki kápu úr klæðinu þegar Albert Guðmundsson og félagar í Genoa heimsóttu þá í 29. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Markalaus niðurstaða þrátt fyrir fjöldan allan af færum og Dusan Vlahovic var rekinn af velli í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja vinna alla titla fyrir frá­farandi Klopp

Liverpool er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir stórsigur á Sparta Prag á Anfield í gær. Hægri bakvörðurinn Conor Bradley segir leikmenn liðsins vilja „vinna alla titla sem í boði eru,“ fyrir fráfarandi þjálfara félagsins, Jürgen Klopp.

Enski boltinn
Fréttamynd

Á ó­vænt tengsl við Mourinho og segir fal­lega sögu

Portúgalinn José Mourinho nýtur lífsins utan þjálfunar eftir að honum var sagt upp störfum hjá Roma fyrr á þessu ári og bíður nýs tækifæris. Hann hafði góð áhrif á ungan mann í Skotlandi sem þekkti Mourinho ekki þegar þeir mættust á ný í ensku úrvalsdeildinni 15 árum síðar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ó­ljóst hvort Albert megi spila ef niður­felling er kærð

Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Ertu til eða er þér al­veg sama?

Ég lagði leið mína á KR-völlinn síðastliðna helgi til að horfa á drenginn minn spila fótboltaleik, en hann er á ellefta ári og spilar því í fimmta flokki.

Skoðun
Fréttamynd

Þremur sparkað úr lands­liðinu fyrir hómó­fóbíu

Ralf Rangnick, þjálfari karlalandsliðs Austurríkis í fótbolta, ákvað að skilja þrjá leikmenn eftir utan hóps fyrir vináttulandsleiki síðar í þessum mánuði. Ástæðan er sú að þeir sungu hómófóbíska söngva í síðasta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Í­hugar al­var­lega að kæra niður­fellingu máls Alberts

Kona sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir nauðgun íhugar alvarlega að kæra niðufellingu héraðssaksóknara á málinu. Hún hefur tíu daga til að ákveða sig. Degi áður en kærufrestur rennur út leikur karlalandsliðið í knattspyrnu við það ísraelska í umspili um sæti á EM 2024. 

Innlent
Fréttamynd

Víkingurinn mætir Messi

Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í fótbolta, hefur verið valinn í nýjasta landsliðshóp El Salvador.

Fótbolti