Upplýsingatækni

Fréttamynd

Origo hagnaðist um 365 milljónir

Origo hagnaðist um 365 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrirtækisins á árinu er 612 milljónir. Í fyrra var hagnaðurinn 90 milljónir á þriðja ársfjórðungi og 461 milljón á fyrstu níu mánuðum ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seldu fyrir 2,9 milljarða í Origo

Hvalur hf. og tengt félög seldu í morgun allan hlut sinn í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo fyrir tæplega 2,9 milljarða króna. Félögin seldu um sextíu milljónir hluta sem jafngildir 13,8 prósenta hlut í Origo. Hvalur átti 11,57 prósent í Origo.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Valeria til Advania

Advania hefur ráðið Valeriu Rivina sem nýjan forstöðumann veflausna. Hún hefur tíu ára stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum og hefur leitt umfangsmikil stafræn umbóta- og þróunarverkefni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Origo dregst saman

Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 61,6% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 425 milljónum króna. Tekjur drógust saman um 2,4% milli fjórðunga og nam sala á vöru og þjónustu 4,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor

Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Creditin­fo sagt verð­metið á allt að þrjá­tíu milljarða

Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kynnum sterkar kven­fyrir­myndir til sögunnar

Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni.

Skoðun
Fréttamynd

Goldman Sachs kaupir meirihluta í Advania

Sjóður í eigu fjárfestingabankans Goldman Sachs hefur fest kaup á meirihluta í Advania. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Sjóðurinn bætist þannig í hluthafahóp Advania sem samanstendur meðal annars af VIA Equity og lykilstjórnendum á Norðurlöndum. Kaupin eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda.

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.