
Innlent

Jarðhitinn sparar okkur 30 milljarða árlega í hitakostnað
Jarðhitinn á Íslandi sparar þjóðarbúinu 30 milljarða árlega í upphitun húsa. Brenna þyrfi 800 þúsund tonnum af jarðeldsneyti á ári, ef kynda ætti allan húsakost landsmanna upp með olíu. Jarðvarminn á Íslandi er þannig jafnvel verðmætari en fólk gerir sér grein fyrir að mati Sigurðar Friðleifssonar hjá Orkusetri.

Leiðsegir fólki um Kárahnúkasvæðið
Ómar Ragnarsson fréttamaður segir ferðamenn um Kárahnúkasvæðið marga hverja vera undrandi á umfangi miðlunarlónsins sem senn verður fyllt. Hann mun verja sumarfríi sínu á Kárahnjúkum í sumar til að fræða ferðamenn um svæðið.

Fundur um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna
Næsti fundur samninganefnda Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf ríkjanna verður haldinn í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, dagana 3. og 4. ágúst n.k. Albert Jónsson, sendiherra, fer fyrir íslensku samninganefndinni en hún er skipuð fulltrúum úr forsætis-, utanríkis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti.
Fíkniefni finnast á Sauðárkróki
Rúmlega tvítugur maður var handtekinn á Sauðárkróki aðfaranótt sunnudags fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var tekinn í teiti í heimahúsi og fundust á honum rúm sex grömm af hassi og tæplega þrjú grömm af amfetamíni sem hann ætlaði til sölu. Málið telst upplýst.
Umræðufundur um ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs
Ástandið, í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, verður tekið fyrir á opnum umræðufundi í Valhöll á morgunn.
Malbikunarframkvæmdir á Suðurlandsvegi
Malbikunarframkvæmdir hefjast í kvöld á Suðurlandsvegi í Hveradalabrekku. Gert er ráð fyrir að verkið taki einn og hálfan sólarhring og mega vegfarendur búast við umferðartöfum á meðan á því stendur.
Vélarvana bátur úti fyrir Rifi
Um klukkan tvö fékk Neyðarlínan tilkynningu um vélarvana bát eina sjómílu norður af Rifi á Snæfellsnesi. Björgunarskipið Björg var komið að bátnum tuttugu mínútum seinna og dró hann í land. Báturinn er 8 metra langur línu- og handfærabátur og var einn maður um borð.
Ingólfur Hartvigsson ráðinn sóknarprestur í Kirkjubæjarklausturprestakalli
Ingólfur Hartvigsson hefur verið ráðinn í embætti sóknarprests í Kirkjubæjarklausturprestakalli frá og með 1. ágúst.
Rán í Hafnarfirði
Rán var framið um eitt leitið í dag á skrifstofum Bónusvídeó í Hafnarfirði. Tveir menn eru taldir koma við sögu. Einn hefur verið handtekinn en annar komst undan á bíl.

Tónleikar Sigur Rósar í kvikmyndahúsi í London
Tónleikar Sigur Rósar á Miklatúni í gærkvöldi voru ekki bara vel sóttir hér á landi heldur var fullt hús í kvikmyndahúsinu National Film Theatre í London þar sem tónleikunum var sjónvarpað beint á kvikmyndatjald.

Sjávarleður skilar hagnaði
Fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki er farið að skila hagnaði, í fyrsta sinn frá stofnun þess árið 1995 og forsvarsmaður þess segir að reksturinn gangi jafnvel betur nú en í fyrra, þegar gerður var samningur við hinn þekkta íþróttavöruframleiðanda NIKE.

Siv í formann eða varaformann?
Spenna fer vaxandi meðal framsóknarmanna fyrir flokksþingið eftir þrjár vikur, vegna óvissu um framboð Sivjar Friðleifsdóttur til formanns eða varaformanns.
Laun stjórnenda fjármálafyrirtækja hækka meira en annarra
Laun stjórnenda fjármálafyrirtækja hækka mun meira en laun annarra stjórnenda í þjóðfélaginu, samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar, og höfðu fimm tekjuhæstu mennirnir í þeim flokki á bilinu tíu til tuttugu og tvær milljónir króna á mánuði.

Fimm í haldi í strippbúllustríði
Fimm voru handteknir á skemmtistaðnum Bóhem í Reykjavík laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Þeir héldu starfsfólki staðarins í gíslingu. Lögreglan auk sérsveitarmanna handtók mennina sem eru enn í haldi.

Borgarráð í viðræðum um hverfislöggæslu
Borgarráð hefur samþykkt að taka upp viðræður við dómsmálaráðuneytið og Lögregluna í Reykjavík um að koma á fót sýnilegri hverfislöggæslu í öllum hverfum borgarinnar. Dagur B. Eggertsson segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í dag, að í ljósi þess hversu mikið ofbeldi hefur átt sér stað í miðborginni undanfarið ætti einnig að athuga grundvöll fyrir aukinni miðborgarvakt lögreglu.
Straumur-Burðarás kaupir hlut í ráðgjafafyrirtæki
Straumur-Burðarás hefur keypt 50% hlut í breska ráðgjafafyrirtækinu Stamford Partners og gert kaupréttarsamning um annað hlutafé félagsins. Þetta kemur fram í morgunkorni Glitnis.
Bíll alelda
Bíll stóð í ljósum logum og mikinn reyk lagði frá honum á Suðurlandsbraut rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Slökkviliðið var kallað á svæðið og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Bíllinn var yfirgefinn og ekki á númerum. Ekki er vitað hver upptök eldsins voru.

Um fimmtán þúsund manns á Sigur Rós
Lögregla telur að um fimmtán þúsund manns hafi verið á hljómleikum Sigur Rósar og Aminu á Klambratúni, eða Miklatúni í gærkvöldi.
Smáskjálftar út frá Gjögurtá
Hrina smáskjálfta varð út frá Gjögurtá, út af austanverðu mynni Eyjafjarðar í gær. Alls mældust 69 skjálftar og voru þeir sterkustu 1,7 á Richter. Jarðvísindamenn á Veðurstofunni segja hrynur sem þessar algengar út af Norðurlandi og að hrinan í gær viti ekki á frekari tíðindi.

Mótmæli við Kárahnjúka
Hópur fólks mótmælti virkjanaframkvæmdum við Kárahnjúka í gær með því að fara inn á vinnusvæði og leggjast þar á vegi. Við það stöðaðist umferð.

Húsnæðisveltan dregst saman
Húsnæðisveltan á höfuðbörgarsvæðinu dregst enn saman og var aðeins hundrað og fjórum kaupsamningum þinglýst í síðustu viku.
Ekið á sex ára stúlku á reiðhjóli
Ekið var á sex ára stúlku á reiðhjóli, á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, rétt fyrir klukkan níu í morgun. Stúlkan er ekki talin alvarlega slösuð. Hún meiddist þó á vinstri fæti og var flutt á slysadeildina í Fossvogi.

Straumur kaupir ráðgjafa í London
Straumur Burðarás hyggst opna útibú í London. Fyrstu skrefin að innkomu á breska markaðinn hafa verið stigin með kaupum á helmingshlut í virtu ráðgjafafyrirtæki.

Allur úrgangur endurunninn
Moltugerð á Sauðárkróki í tilraunaskyni gaf það góða raun að innan tíðar verður farið að vinna 18 rúmmetra af úrgangi á dag í þremur stórum tromlum. Hlutafélagið Jarðgerð stendur fyrir því að nýta með þessum hætti allan lífrænan úrgang sem til fellur hjá sveitarfélaginu og nágrenni, sem ekki er hægt að nýta í fóðurgerð.
Gætu verið elstu prentuðu bækur landsins
Tvær bækur fundust í uppgreftrinum á Skriðuklaustri í einni og sömu gröfinni sem er einsdæmi. Önnur bókanna var hugsanlega prentuð í fyrstu prentsmiðju landsins að Hólum. Margir af helstu fornleifasérfræðingum heims hafa komið hingað til lands að undanförnu til að taka þátt í rannsóknum á þeim munum sem finnast í uppgreftrum fornleifafræðinga víða um land.

Húsfyllir á Belle & Sebastian
Góð stemning var á einum mestu tónleikum sem fram hafa farið á Borgarfirði eystra þegar Belle and Sebastian steig á stokk á eftir Emilíönu Torrini. Fólksfjöldi sveitarfélagsins tífaldaðist meðan á tónleikunum stóð.

Laus úr haldi
Ingi Tamimi, íslenski drengurinn sem ísraelskir öryggisverðir tóku til yfirheyrslu á flugvellinum í Tel Aviv í morgun, er nú laus. Hann var í rúmar þrettán klukkustundir í gæslu öryggisvarða og fékk hvorki vott né þurrt allan þann tíma. Móðir hans segir að honum hafi verið sleppt nú síðdegis. Síðast þegar fréttist var hann á leið til frænku sinnar, sem býr í Jerúsalem. Ingi er sautján ára.
Fjórar hassplöntur gerðar upptækar
Fjórar hassplöntur fundust í heimahúsi í Kópavogi í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um hugsanlega fíkniefnaneyslu í íbúðinni og við nánari athugun fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu sem og hassplönturnar fjórar. Húsráðandi var handtekinn og færður til yfirheyrlsu og plönturnar gerðar upp tækar.

Friðarhlaupi lýkur
Hinu alþjóðlega kyndilhlaupi World Harmony Run lýkur í dag. Hlaupnir hafa verið yfir 1500 kílómetrar hringinn í kringum landið. Hlaupararnir hafa lagt mikið á sig við að bera kyndilinn kringum landið. Í morgun hlupu þeir þó ekki heldur syntu yfir sjálfan Hvalfjörðinn.

Brotist inn í íþróttaverslun
Brotist var inn í íþróttaverslun í Keflavík í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um innbrotið sem kom á staðinn og greip innbrotsþjófana glóðvolga þar sem þeir voru að stinga á sig skóm og fleira smálegu. Þeir voru færðir í fangafeymslur lögreglunnar.