Erlent

Fréttamynd

Ariel Sharon úr lífshættu

Tvísýnt var um líf Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, í dag eftir að rannsóknir sýndu alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans. Hann er nú hins vegar talinn vera úr bráðustu lífshættunni.

Erlent
Fréttamynd

Ariel Sharon við dauðans dyr

Læknar í Jerúsalem búast ekki við að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael, lifi daginn af. Hann er nú í skurðaðgerð eftir að rannsóknir sýndu alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans.

Erlent
Fréttamynd

Elsta mamma í heimi

Elsta mamma í heimi fékk í dag loks staðfestingu á nafnbót sinni. Rúmenska konan Adriana Ilíjeskú eignaðist dótturina Maríu Elísu seint í hitteðfyrra en þá var hún 66 ára og 230 daga gömul.

Erlent
Fréttamynd

Ísöld í Úkraínu

Íbúar í borginni Alchevska í Austur-Úkraínu reyna ýmislegt til að halda á sér hita í þeim fimbulkulda sem þar geisar. Bilun varð hjá hitaveitu á svæðinu fyrir rúmum tveimur vikum og íbúar í borginni segja að þar sé nú ísöld.

Erlent
Fréttamynd

Reiðibál í löndum múslima

Fundur leiðtoga íslamskra ríkja í hinni helgu borg Mekka í desember síðastliðnum virðist hafa verið sá frjói jarðvegur sem Múhameðsmyndunum umdeildu var sáð í. Þaðan dreifðust þær um öll Mið-Austurlönd og kveiktu það reiðibál sem nú logar í löndum múslima.

Erlent
Fréttamynd

8 féllu í áhlaupi rússnesku lögreglunnar

Að minnsta kosti átta téténskir andspyrnumenn féllu í átökum við rússneksu lögregluna í Suður-Rússlandi í dag. Lögreglumenn gerðu áhlaup á tvö hús þar sem grunur lék á að vopnaðir uppreisnarmenn hefðust við.

Erlent
Fréttamynd

Kosovoþing velur nýjan forseta

Kosovoþing hefur kosið Fatmir Sejdiu í embætti forseta í stað Ibrahims Rugova sem lést úr lungnakrabbameini í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Formleg úrslit í írösku þingkosningunum

Kjörstjórnin í Írak gerði í morgun formlega grein fyrir úrslitum þingkosninganna sem fóru fram þar í landi í desember. Þetta eru fyrstu skref í átt að myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Skopmyndum mótmælt á Filipseyjum

Mörg hundruð múslima á Filipseyjum komu saman eftir bænastund í morgun til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni sem danska blaðið Jótlandspósturinn og fleiri evrópsk blöð hafa birt á síðustu vikum og mánuðum. Lögregla hefur hert öryggisgæslu við ræðismannsskrifstofu Dana og norska sendiráðið í höfuðborginni Manila.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Venesúela segir Bush vitleysing

Bush Bandaríkjaforseti er vitfirringur og Blair, forsætisráðherra Bretlands, er undirmaður hans. Þetta sagði Hugo Chavez, forseti Venesúela, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína á fjölmennum fundi í gær. Stjórnvöld í Venesúela og Bandaríkjunum hafa tekist á síðustu misseri og hefur sendifulltrúum beggja landa verið vísað heim. Á fundinum fullyrti Chavez að Bandaríkjamenn og Breta ætluðu sér að ráðast á Íran en forsetinn lagði ekkert fram máli sínu til stuðnings.

Erlent
Fréttamynd

Pútín býður Hamas-liðum til Moskvu

Valdimír Pútín, Rússlandsforseti, hvetur ríki heims til að virða niðurstöðu þingkosninga Palestínumanna í síðasta mánuði. Hann ætlar að bjóða fulltrúum Hamas til Moskvu sem fyrst til að ræða friðarferlið í Mið-Austurlöndum en samtökin fengu meirihluta í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Preval líklegast nýr forseti Haítí

Allt bendir til þess að Rene Preval hafi hlotið hreinan meirihluta í forsetakosningunum á Haítí sem fram fóru á þriðjudag. Búið er að telja 40% atkvæða og hefur Preval hlotið rétt rúm 65%. Næstir koma Leslie Manigat, fyrrverandi forseti, með tæp 14% og Charles Henri Baker, kaupsýslumaður, með rétt rúm 6%.

Erlent
Fréttamynd

27 biðu bana í sjálfsmorðsárás í Pakistan

Að minnsta kosti tuttugu og sjö biðu bana og fimmtíu eru særðir eftir að sjálfsmorðsárás var gerð í borginni Hangu í Pakistan í gær. Árásarmaðurinn kom sér fyrir innan hóps sjíta-múslima sem gengu í fylkingu til bænahalds en nú stendur hin svokallaða Asjúra-hátíð yfir sem er aðal trúarhátíð sjíta.

Erlent
Fréttamynd

Fangaverðir grunaðir um að aðstoða fanga til að flýja

Hópur fangavarða hefur verið handtekinn í Jemen vegna gruns um að þeir hafi aðstoðað á þriðja tug meðlimi Al-Qaida hryðjuverkasamtakanna við að flýja úr fangelsi þar í landi í síðustu viku. Fangarnir sluppu úr prísundinni með því að grafa tæplega tvö hundruð metra löng göng og er talið að fangaverðirnir hafi meðal annars útvegað föngunum tæki og tól til verkefnisins. Fangaverðirnir sæta nú yfirheyrslum vegna málsins en ekki hefur verið gefið hversu margir þeir eru sem grunaðir eru um verknaðinn.

Erlent
Fréttamynd

Komið var í veg fyrir hryðjuverkaárás í L.A árið 2002

Komið var í veg fyrir stórfellda hryðjuverkaárás í Los Angeles árið 2002. Þessu hélt George Bush, forseti Bandaríkjanna, fram í ræðu sem hann hélt í Washington í gær. Að sögn Bush ætluðu hryðjuverkamennirnir að ræna farþegaþotu og fljúga henni á Bankaturninn svokallaða í Los Angeles sem er hæsta bygging á allri Vesturströnd Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Ritstjóri menningarblaðs JP sendur í frí

Ritstjóri menningarblaðs Jyllands Posten, Flemming Rose sem birti teikningar af múhameð spámanni í fyrra hefur verið sendur í frí um óákveðinn tíma. Carsten Juste, ritsjóri dagblaðsins þurfti tvívegis að afsaka ummæli Flemmings í gær en Flemming sagði að menningarblaðið myndi birta teikningar þar sem gert væri grín af helförinni um leið og íröksk dagblöð myndu birta teikningarnar. Þá hafði hann einnig í hyggju að birta teikningar gegn kristinni trú og Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Ímynd flestra af Írönum ekki rétt

Norska blaðakonan Line Fransson, segir þá ímynd sem flestir hafi af Írönum, síður en svo rétta. Hún segir þó það hafa án efa bjargað sér að þykjast vera Íslendingur við sendiráð Dana í Teheran á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður af rekstri SAS

Hagnaður var af rekstri norræna flugfélagsins SAS fyrir skatta á síðasta fjórðungi ársins 2005 nam 4.7 milljörðum íslenskra króna sem er tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð.

Erlent
Fréttamynd

Smíða stærsta og dýrasta farþegaskip heims

Hafinn er undirbúningur á smíði stærsta og dýrasta farþegaskips heims. Það er Royal Caribbean sem ræðst í þessa miklu fjárfestingu en áætlaður kostnaður við smíði skipsins er um sjötíu milljarðar íslenskra kóna.

Erlent
Fréttamynd

6 féllu í sjálfsvígssprengjuárás

Að minnsta kosti sex manns féllu þegar sjálfsvígssprengjumaður lét til skarar skríða gegn sjía-múslímum sem gengu fylktu liði frá trúarathöfn í mosku í norðvesturhluta Pakistans í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Þinghúsið í Washington rýmt vegna meints taugagass

Lögreglan í Washington í Bandaríkjunum rýmdi í gærkvöld þinghúsið þar í borg þegar öryggiskerfi byggingarinnar fór í gang. Þar til gerðir nemar sendu frá sér boð um að einhvers konar taugagas væri að leka inn í hluta þinghússins.

Erlent
Fréttamynd

Meintir aðilar að þjóðarmorðunum ekki fyrir rétt

Dómur á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað beiðni saksóknara um endurupptöku á máli tveggja fyrrverandi háttsettra embættismanna sem sakaðir voru um að hafa átt aðild að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994.

Erlent
Fréttamynd

Segja Preval hafa mikið forskot

Talsmaður forsetaframbjóðandans Rene Preval, sem býður sig fram til forseta á Haítí, segir skoðanakannanir sýna að Preval hafi mikið forskot á keppinauta sína. Gert er ráð fyrir fyrstu tölum á morgun en þá verður búið að telja a.m.k. tuttugu prósent atvkæða.

Erlent
Fréttamynd

Palestínumenn réðust á eftirlitsmenn SÞ

Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna á Vesturbakkanum flúðu til Tel Aviv í Ísrael í gær eftir að hundruð Palestínumanna réðust á höfuðstöðvar þeirra með grjótkasti og handsprengjum.

Erlent
Fréttamynd

Haldlögðu rúmlega 300 kíló af heróíni

Starfmenn frönsku tollgæslunnar lögðu á dögunum hald á yfir þrjú hundruð kíló af heróíni en talið er að götuverðmæti efnisins nemi um níu hundruð milljónum króna. Um er að ræða stærstu sendingu sem lögreglan hefur lagt hald á frá árinu 1972 samkvæmt yfirvöldum þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Rice segir stjórnvöld í Íran og Sýrlandi hvetja til ofbeldis

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir stjórnvöld í Íran og Sýrlandi hvetja til ofbeldis vegna myndanna af Múhameð spámanni. Þetta sagði utanríkisráðherrann á blaðamannafundi með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, í Washington.

Erlent
Fréttamynd

Lofa þeim gulli sem myrða danska hermenn

Uppreisnarmenn úr röðum talíbana í Afganistan hafa lofað fimm kílóum af gulli hverjum þeim sem myrðir danskan hermann í landinu. Þá er þeim sem myrðir einn af teiknurunum sem gerðu skopteikningarnar af Múhameð spámanni, og birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten, lofað eitt hundrað kílóum af gulli.

Erlent