Hafnabolti

Alyssa Nakken heldur áfram að brjóta blað í sögu hafnaboltans
Það er ljóst að hin 31 árs gamla Alyssa Nakken hefur skráð sig í sögubækur MLB-deildarinnar í hafnabolta. Hún er ekki aðeins fyrsta konan til að hafa verið ráðin í fullt starf sem þjálfari heldur er hún einnig fyrsta konan til að stíga inn á völlinn og þjálfa á meðan leik stendur.

Grínaðist með að hafa misst af módelstörfum eftir að hafa fengið hafnabolta í augað
Heppnin var ekki beint í liði með Rachel Balkovec á æfingu hjá hafnaboltaliðinu Tampa Tarpons á dögunum.

Atlanta Braves í úrslit MLB deildarinnar | Mæta óvinsælasta liði Bandaríkjanna
Þá er ljóst hvaða tvö lið munu mætast í heimsseríunni í bandarísku hafnaboltadeildinni, MLB. Atlanta Braves sigraði Los Angeles Dodgers í nótt, 4-2, og þar með seríuna í sex leikjum. Atlanta mætir hinu óvinsæla Houston Astros, sem sló út Boston Red Sox.

Móðir og tveggja ára sonur hennar létust á hafnaboltaleik
Lögreglan í San Diego í Bandaríkjunum rannsakar nú hræðilegt slys sem varð á hafnaboltaleik San Diego Padres og Atlanta Braves.

Conor McGregor með vandræðalega lélegt kast á hafnaboltaleik
Bardagamaðurinn Conor McGregor er ekki mikill kastari ef marka má frammistöðu hans á hafnaboltaleik Chicago Cubs og Minnesota Twins í Bandaríkjunum.

Dæmdur í ævilangt bann eftir að hafa kastað hafnabolta í leikmann
Stuðningsmaður New York Yankees sem kastaði hafnabolta í Alex Verdugo, leikmann Boston Red Sox, hefur verið dæmdur í ævilangt bann frá leikjum í MLB-deildinni.

Ástæðan fyrir því að þetta er Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum
1. júlí er ávallt frábær dagur fyrir hafnaboltaleikmanninn Bobby Bonilla. Bonilla er reyndar orðinn 58 ára gamall og hætti að spila fyrir tveimur áratugum síðan. Hann fær samt enn borgað fyrir að gera ekki neitt.

Ætla að losa sig við rúmlega aldargamalt gælunafn
Bandaríska hafnaboltaliðið Cleveland Indians ætlar að skipta um gælunafn sem liðið hefur verið með í rúma öld.

Vissi að hann væri með veiruna en fagnaði samt með liðsfélögum sínum
Hafnaboltamaðurinn Justin Turner braut allar sóttvarnarreglur í bókinni þegar hann tók þátt í fögnuði síns liðs aðeins tveimur klukkutímum eftir að hann greindist með COVID-19.

Los Angeles borg á nú líka meistaralið hafnaboltans í Bandaríkjunum
Englaborgin hefur eignast tvö meistaralið á síðustu viku og bæði félög voru búin að bíða lengi eftir titlunum.

Borga fúlgur fjár til að horfa á hafnaboltaleiki á húsþökum
Þrátt fyrir að mega ekki vera á vellinum gefst fólki kostur á vera viðstatt leiki hafnaboltaliðsins Chicago Cubs.

Las á Facebook að fjölskylda hans hefði verið myrt
Hann missti bæði konu sína og barn með hryllilegum hætti og frétti það síðan á afar óheppilegan hátt.

Bestu íþróttamyndir síðari ára
Þar sem fáir íþróttaviðburðir eru á dagskrá þessa dagana þá er um að gera að nýta tímann í að horfa á sumar af bestu íþróttamyndum allra tíma. Í fréttinni er listi af eftirminnilegustu íþróttamyndum sem undirritaður hefur séð á lífsleiðinni.

Tebow spilar fyrir landslið Filippseyja
Íþróttamaðurinn Tim Tebow heldur áfram að feta nýjar slóðir og næst hjá honum er að spila hafnabolta fyrir landslið Filippseyja.

LeBron skiptir sér af hafnaboltanum
Það er allt upp í loft í bandarísku MLB-hafnaboltadeildinni eftir stærsta skandal í sögu deildarinnar síðan allir voru á sterum þar.

Ellefu ára með skilti á Yankees-vellinum en nú með stærsta samninginn
Kastarinn Gerritt Cole skrifaði undir ótrúlegan samning við NY Yankees í gær og á blaðamannafundinum mætti hann með frægt skilti sem hann hélt á sem stuðningsmaður liðsins aðeins elleu ára gamall.

Maríjúana orðið leyfilegt í hafnaboltanum
Forráðamenn MLB-deildarinnar í hafnabolta tilkynntu í gær breytingar á lyfjareglum deildarinnar þar sem helst vekur athygli að maríjúana er ekki lengur á bannlista.

Sagður fá 40 milljarða króna fyrir að spila hafnabolta
Kastarinn eftirsótti Gerritt Cole var í dag sagður vera á leið til NY Yankees í MLB-hafnaboltadeildinni og þar mun hann fá metsamning.

Bjórelskandi hafnaboltaáhorfandinn fékk sína eigin auglýsingu | Myndband
Jeff Adams varð óvænt stjarna í Bandaríkjunum er hann sleppti því að grípa bolta á leik í World Series en kaus þess í stað að halda þéttingsfast um bjórana sína.

Það verður oddaleikur í World Series
Úrslitarimman í bandaríska hafnaboltanum, World Series, er með hreinum ólíkindum en sjötti útisigurinn í röð kom í nótt.