Þingvellir

Fréttamynd

Hætta leit að bíl í Þing­valla­vatni

Viðbragðsaðilar hafa ákveðið að hætta leit við vestanvert Þingvallavatn, en lögreglu barst tilkynning um klukkan ellefu í dag um að bíll hefði farið ofan í og niður um ís.

Innlent
Fréttamynd

„Hann var bók­staf­lega að deyja í höndunum á okkur“

Hreinn Heiðar Jóhannsson komst í fréttirnar á síðasta ári fyrir að hafa komið tveimur manneskjum til bjargar á einum sólarhring. Hann heldur áfram að bjarga mannslífum en fyrr á þessu ári kom hann að manni sem reyndist vera vinur hans, alvarlega slösuðum eftir vélsleðaslys á Langjökli.

Lífið
Fréttamynd

Þing­mennirnir mættir til Þing­valla

Stjórnar­þing­menn og ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar eru mættir til Þing­valla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnu­fund. For­sætis­ráð­herra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráð­herra­skipti verði ekki rædd þar.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­þing­menn funda á Þing­völlum í dag

Þingflokkar stjórnarflokkanna ætla að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Áformaður er ríkisráðsfundur á Bessastöðum á morgun þar sem Bjarni Benediktsson mun hverfa úr embætti fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Náði að bjarga öllu nema eigin tann­bursta

Veg­farandi á Þing­völlum sem varð vitni að því þegar eldur kviknaði í far­þegar­útu segir að ó­trú­lega mildi að enginn hafi slasast í eldinum. Bíl­stjórinn hafi verið snar í snúningum og tekist að bjarga öllu sem hægt var að bjarga nema eigin tann­bursta.

Innlent
Fréttamynd

Rúta brann við Þing­valla­vatn

Eldur kom upp í rútu Viking bus á Gjá­bakka­vegi austan við Þing­valla­vatn á ellefta tímanum í morgun. Að sögn Péturs Péturs­sonar, slökkvi­liðs­stjóra hjá Bruna­vörnum Ár­nes­sýslu, gengu slökkvi­störf vel.

Innlent
Fréttamynd

Støre í sundi og Macron á Þing­völlum

Jonas Gahr Støre, for­sætis­ráð­herra Noregs, heim­sótti Sund­höll Reykja­víkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands, fór á Þing­velli í morgun á­samt Dúa J. Land­mark og þjóð­garðs­verði.

Lífið
Fréttamynd

Gullni hringurinn á­hætta ef spár um ferða­manna­fjölda rætast

Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda.

Innlent
Fréttamynd

Reiknað með 10 þúsund ferðamönnum á dag á Þingvöllum í sumar

Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segist hlakka til sumarsins því þar er reiknað með met fjölda ferðamanna. Það kæmi þjóðgarðsverði ekki á óvart að allt upp í tíu þúsund manns muni ganga í Almannagjá á hverjum degi í ljósi þess hvað reiknað er með mörgum skemmtiferðaskipum til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Tíu stofnanir verða að þremur

Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 

Innlent
Fréttamynd

„Það er á­hættu­at­riði að fara hér um á veturna“

Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. 

Innlent
Fréttamynd

Féll í gjá við Öxar­á

Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 

Innlent
Fréttamynd

Fullveldisbækur afhentar forseta Alþingis

Útgáfu tveggja bóka var fagnað við hátíðlega athöfn í Skála Alþingis í gær en samið var um útgáfu þeirra árið 2018 í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags. 

Menning
Fréttamynd

Tíu ferða­manna­staðir verði á­hættu­metnir

Verkefnastjórn um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustu aðila hefur óskað eftir því Fimmvörðuháls, Laugavegur, Þingvellir, Stuðlagil, Reynisfjara, Sólheimasandur, Sólheimajökull, Hvannadalshnjúkur, Reykjadalur og Djúpalónssandur verði öll áhættumetin fyrir ferðamenn. Einnig þurfi að útbúa viðbragðsáætlanir fyrir svæðin.

Innlent
Fréttamynd

Erlendur ferðamaður lést í Almannagjá

Erlendur ferðamaður um sjötugt hneig niður á gangi í Almannagjá á Þingvöllum á laugardag. Bráðaliðar hjá þjóðgarðinum komu fljótt á vettvang, að sögn þjóðgarðsvarðar, en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Lögreglan segir málið vera í rannsókn en það sé enginn grunur um neitt saknæmt.

Innlent
Fréttamynd

Þing­vellir fengu fyrsta heiðurs­merki Vörðu

Þingvellir voru í gær viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi, en um er að ræða viðurkenning merkisstaða á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum.

Innlent
Fréttamynd

Banna köfun að flakinu í Þing­valla­vatni til að tryggja sönnunar­gögn

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag þar sem enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB á land. Ekki hefur reynst mögulegt að ná flakinu úr vatninu. Lögregla segist ekki vita til þess að einhver hafi reynt að kafa að flakinu en segist hafa vitneskju um umræðu um slíkt meðal þeirra sem þekkja til köfunar. 

Innlent