Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Fyrirsætan Molly-Mae Hague og boxarinn Tommy Fury eru tekin aftur saman eftir að hafa slitið fimm ára sambandi sínu í ágúst síðastliðnum. Parið sem á saman tveggja ára dótturina Bambi ávann sér frægð fyrir þátttöku í raunveruleikaþátunum Love Island árið 2019. Lífið 9.5.2025 11:13
Leikstjórinn James Foley er látinn Leikstjórinn James Foley, sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, er látinn 71 árs að aldri eftir baráttu við krabbamein í heila. Lífið 9.5.2025 09:18
Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Bandaríska Walt Disney Company og upplifunarfyrirtækið Miral í Abú Dabí ætla sér að opna nýja risa Disney-skemmtigarð í Abú Dabí. Viðskipti erlent 7.5.2025 13:08
Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Fyrsti mánudagur í maí er runninn upp sem er gjarnan uppáhalds mánudagur tískuunnenda. Ástæða þess er að Met Gala, stærsta tískuhátíð í heimi, fer fram í New York í kvöld. Tíska og hönnun 5. maí 2025 13:00
Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir fögnuðu fimmtugsafmæli knattspyrnumannsins David Beckham um helgina. Beckham og Björgólfur hafa verið vinir lengi. Lífið 4. maí 2025 23:12
Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Sílesk-bandaríski stórleikarinn Pedro Pascal er staddur í Reykjavík. Lífið 4. maí 2025 16:15
Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. Lífið 3. maí 2025 23:03
„Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Kanye West og Bianca Censori hyggjast lögsækja tannlækninn Thomas Connelly fyrir að hafa útvegað rapparanum „hættulegt“ magn hláturgass sem gerði hann háðan gasinu, leiddi til mikilla geðsveifla og olli honum „taugafræðilegum skaða“. Lífið 3. maí 2025 14:08
Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Breski grínistinn Russell Brand mætti í dómsal í morgun, í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Þar var tekið fyrir hvort hann yrði hnepptur í varðhald á meðan réttarhöld gegn honum standa yfir en hann mun fá að ganga laus gegn ákveðnum skilyrðum. Erlent 2. maí 2025 10:13
Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Bandaríska söngkonan Jill Sobule, sem þekktust er fyrir lög sín I Kissed a Girl og Supermodel, er látin, 66 ára að aldri. Útgefandi Sobule segir að söngkonan hafi látist í húsbruna í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Lífið 2. maí 2025 07:34
Dóttir De Niro kemur út sem trans Airyn DeNiro, dóttir leikarans Roberts De Niro, kom út úr skápnum sem trans kona í vikunni. Leikarinn segist elska og styðja dóttur sína rétt eins og hann gerði áður en hún kom út sem trans. Lífið 1. maí 2025 15:03
Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Bandaríski söngvarinn Michael Bolton glímir við ólæknandi krabbamein í heila. Vegna veikindanna finnur hann nú fyrir minnisleysi, og erfiðleikum með tal og hreyfingu. Lífið 30. apríl 2025 23:01
Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Leikarinnn Rupert Grint, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter-myndunum, og kærastan hans, leikkonan Geogia Groome, eignuðust stúlku á dögunum. Lífið 28. apríl 2025 16:22
Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Leikkonan og Twilight stjarnan Kristen Stewart er gift kona. Hún gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðakonuna Dylan Meyer, í lítilli og persónulegri athöfn í Los Angeles 20. apríl síðastliðinn og birti Meyer fallegar myndir af þeim hjónum á Instagram um helgina. Lífið 28. apríl 2025 15:00
Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Árið 2016 var brotist á hótelherbergi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, hún bundin á höndum og fótum og skartgripum hennar rænt. Réttarhald yfir mönnunum hefst um miðjan maí og mun Kardashian bera vitni. Þjófunum hefur verið gefið viðurnefnið „afa-ræningjarnir“ en þeir vissu ekki að um stórstjörnu var að ræða fyrr en daginn eftir ránið. Erlent 27. apríl 2025 22:57
Jiggly Caliente dragdrottning látin Dragdrottningin Jiggly Caliente sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum vinsælu Rupaul's Drag Race er látin, 44 ára að aldri. Lífið 27. apríl 2025 15:01
Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lar Park Lincoln, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í sápuóperunni Knots Landing og hrollvekjunni Friday the 13th Part VII: The New Blood, er látinn 63 ára að aldri eftir glímu við brjóstakrabbamein. Lífið 25. apríl 2025 10:12
Hafa aldrei rifist „Við erum ennþá að reyna að finna eitthvað til þess að rífast yfir,“ sagði Hollywood stjarnan George Clooney í viðtali á dögunum. Þar hélt hann því fram að hann og eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, hafi aldrei nokkurn tíma rifist. Lífið 22. apríl 2025 11:32
Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Leikkonan Elizabeth Hurley og kántrísöngvarinn Billy Ray Cyrus eru að slá sér upp ef marka má mynd sem þau deildu af sér saman á páskadag. Lífið 21. apríl 2025 18:24
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Íslenskur framleiðandi einnar stærstu kvikmyndar heimsins í ár, segir velgengnina að einhverju leyti koma á óvart. Honum tókst að setja sitt mark á myndina og er afar ánægður með útkomuna. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2025 22:03
Diddy ekki veittur aukafrestur Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. Erlent 18. apríl 2025 19:25
Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Áhrifavaldurinn og söngkonan Addison Rae hefur birt tónlistarmyndband við nýtt lag sem tekið var upp á Íslandi. Myndbandið var til að mynda tekið upp á strönd, hrauni og í matvöruverslun. Lífið 18. apríl 2025 14:49
Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Útihátíðinni Fyre II hefur verið frestað um ókomna tíð. Fyre-hátíðin, sem haldin var af sama skipuleggjanda er sögð misheppnaðasta útihátíð sögunnar. Þeir sem hafa gerst svo djarfir að tryggja sér miða fengu skilaboð um frestunina á dögunum. Lífið 17. apríl 2025 23:50
Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Zak Starkey trommuleikara bresku rokkhljómsveitarinnar The Who hefur að sögn verið bolað úr hljómsveitinni eftir þrjátíu ára samstarf. Hljómsveitin segir ákvörðunina sameiginlega. Lífið 17. apríl 2025 17:24