Hollywood

Fréttamynd

Shakira fer úr boltanum í for­múluna

Kólumbíska stjarnan Shakira virðist vera búin að finna sér nýjan elsk­huga ef marka má myndir sem náðust af henni með breska ökuþórnum Lewis Hamilton í Madríd. Í síðasta mánuði sást parið einnig saman á snekkju í Miami.

Lífið
Fréttamynd

Seldi fyrstu nektar­myndina sína til The We­eknd

Elli Egilsson er heillaður að kvenlíkamanum sem viðfangsefni í myndlistinni en fyrsta slíka málverkið sem hann seldi fór til ofurstjörnunnar The Weeknd. Elli er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, en þeir stóðu saman fyrir sýningunni SAMMÁLA í Gallery Port.

Menning
Fréttamynd

„That 70s Show“ leikari dæmdur fyrir nauðgun

Leikarinn Danny Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum That ’70s Show, sem nutu mikilla vinsælda um og eftir aldarmótin síðustu, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tveimur konum. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi þriðju nauðgunina sem hann var ákærður fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun

Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum.

Erlent
Fréttamynd

Al Pacino á von á barni

Bandaríski leikarinn Al Pacino og kærasta hans Noor Alfallah eiga von á barni. Hin 29 ára Alfallah er gengin átta mánuði á leið og er því von á erfingja á næstu vikum.

Lífið
Fréttamynd

Nicolas Cage fær loksins að leika Ofurmennið

Kvikmyndin The Flash hverfur ekki einungis aftur til fortíðar með endurkomu Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins heldur bregður Nicolas Cage einnig fyrir sem Ofurmenninu. Cage fær því loksins að leika draumahlutverkið 25 árum eftir að ekkert varð úr myndinni Superman Lives.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Keyptu 2.700 fer­metra hús

Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það.

Lífið
Fréttamynd

Ray Ste­ven­son látinn

Breski leikarinn Ray Ste­ven­son er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjón­varps­þátta­seríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvik­mynda­seríanna Thor og Divergent.

Lífið
Fréttamynd

Tekur við kjuðunum í Foo Fig­hters

Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters hefur tilkynnt að Josh Freese muni hér með feta í fótspor Taylor Hawkins sem slagverksleikari hljómsveitarinnar. Sveitin tilkynnti þetta í beinni netútsendingu í gær.

Lífið
Fréttamynd

Hálf­ís­­lensk leik­­kona á upp­­­leið í Banda­­ríkjunum

Alyssa Marie Guðsteinsdóttir hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem leikkona, leikstjóri og handritshöfundur vestanhafs og hefur meðal annars leikið í vinsælum þáttaseríum á borð við Chicago Med, Empire, og The Chi. Alyssa á íslenskan föður og bandaríska móður og segir uppruna sinn ávallt vekja athygli, en í Bandaríkjunum er hún þekkt undir nafninu Alyssa Thordarson.

Lífið
Fréttamynd

Byrjaði með kærastanum eftir blint stefnu­mót

Söngkonan Miley Cyrus prýðir nýjustu forsíðu British Vogue. Í viðtali við tímaritið segir hún meðal annars frá því hvernig hún kynntist kærastanum sínum, Maxx Morando. Miley segist hafa kynnst honum á blindu stefnumóti.

Lífið
Fréttamynd

Billie Eilish orðin einhleyp á ný

Poppstjarnan Billie Eilish og rokkarinn Jesse Rutherford, söngvari The Neighbourhood, eru hætt saman eftir sjö mánaða samband. Framhjáhald ku ekki vera ástæðan.

Lífið
Fréttamynd

Slær met sem baðfatamódel á níræðisaldri

Sjónvarpskonan Martha Stewart prýðir forsíðu baðfataútgáfu tímaritsins Sports Illustrated fyrir árið 2023. Það gerir hana að elstu forsíðustúlku tímaritsins frá upphafi en hún verður 82 ára í ágúst.

Lífið
Fréttamynd

Skilnaðurinn erfiður en sam­bandið gott í dag

Leikarinn, líkamsræktarfrömuðurinn og fyrrverandi ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger segir að skilnaður sinn við Mariu Shriver hafi verið erfiður á sínum tíma. Samband þeirra er þó að hans sögn gott í dag.

Lífið
Fréttamynd

The We­eknd fleygir lista­manns­nafninu

Kanadíska popp­stjarnan The We­eknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á sam­fé­lags­miðlum, Abel Tes­fa­ye, í stað síns heims­fræga nafns The We­eknd. Hann hefur áður rætt opin­skátt um að vilja losna undan lista­manns­nafninu.

Tónlist
Fréttamynd

Vill eignast börn með Bieber en er hrædd

Fyrirsætan Hailey Bieber segist virkilega vilja eignast börn með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Justin Bieber. Hún segist þó verða hrædd við tilhugsunina sökum þess hve erfitt henni finnst þegar fólk talar um ástvini sína.

Lífið
Fréttamynd

Dóttir DeNiro komin með nafn

Dóttir stórleikarans Robert DeNiro sem fæddist 6. apríl síðastliðinn hefur fengið nafnið Gia Virginia Chen-DeNiro. Móðir barnsins er Tiffany Chen, Tai Chi-leiðbeinandi, en hún er 35 árum yngri en DeNiro.

Lífið
Fréttamynd

Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn

Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er.

Lífið
Fréttamynd

Warwick Davis á leið til Ís­lands í frí

Breski stór­leikarinn Warwick Davis er á leið til Ís­lands í frí í þessum mánuði. Þetta sagði hann ís­lenskum að­dá­endum sem mættu á sér­staka Stjörnu­stríðs­ráð­stefnu í London um páskana.

Lífið
Fréttamynd

Taylor Swift gengin út á met­tíma

Bandaríska söngkonan Taylor Swift er komin með nýjan kærasta. Hinn heppni er breski tónlistarmaðurinn Matty Healy. Minna en mánuður er síðan söngkonan og enski leikarinn Joe Alwyn hættu saman, að minnsta kosti opinberlega.

Lífið