Norski handboltinn

Sigvaldi Björn ekki á leið til Kiel
Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta og Noregsmeistara Kolstad er ekki á Þýskalandsmeistara Kiel.

Kiel vill fá Sigvalda
Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, er orðaður við Þýskalandsmeistara Kiel.

Norska stórliðið tapaði óvænt
Norska stórliðið Kolstad tapaði óvænt í norska handboltanum. Sander Sagosen sagði í viðtali eftir leikinn að vörn liðsins hefði verið eins og gatasigti.

Meistaradeildin í handbolta: Barcelona með stórsigur á Magdeburg, tæpt milli Kolstad og Kielce
Fimm leikir fóru fram í Meistaradeildinni í handbolta í dag. Barcelona vann 32-20 stórsigur gegn Magdeburg í B riðli. Íslendingaliðin Kolstad og Kielce tókust á í A riðli.

Sigvaldi með átta mörk í meistaradeildarsigri Kolstad
Meistaradeild karla í handbolta hófst í dag. Rétt í þessu var tveimur leikjum að ljúka í A-riðli keppninnar.

Dagur jafnaði úr víti á lokasekúndunni gegn Kolstad
Hið stjörnum prýdda lið Kolstad gerði jafntefli á heimavelli gegn Arendal þegar norska úrvalsdeildin í handbolta fór af stað í dag. Þrír Íslendingar komu við sögu í leiknum.

Dramatíkin í kringum Íslendingaliðið verður að heimildaþáttaröð
Norska handboltafélagið Kolstad hefur gengið í gegnum mikla fjárhagserfiðleika síðasta árið og vandræðin voru vissulega efni í góða heimildarmynd. Nú er komið í ljós að það hefur verið fylgst með liðinu á bak við tjöldin frá haustinu 2021.

Sigvaldi og norsku stjörnurnar samþykkja launalækkun
Sigvaldi Guðjónsson er meðal leikmanna Kolstad sem hafa samþykkt að taka á sig lækkun launa vegna fjárhagsvandræða liðsins.

Janus Daði til Magdeburg
Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið.

Janus Daði mætti ekki á æfingu Kolstad
Samkvæmt upplýsingum TV 2 í Noregi mætti Janus Daði Smárason ekki á fyrstu æfingu undirbúningstímabilsins hjá Kolstad.

Janus Daði orðaður við Magdeburg
Þýskalandsmeistarar Magdeburg hafa áhuga á að bæta íslenska landsliðsmanninum Janusi Daða Smárasyni í sínar raðir. Janus er leikmaður Noregsmeistara Kolstad sem eru í miklum fjárhagsvandræðum.

Kolstad staðfestir alvarleg fjárhagsvandræði og launalækkanir
Nýríka norska handboltafélagið Kolstad virðist ekki vera svo ríkt eftir allt saman. Félagið hefur staðfest að það eigi í fjárhagserfiðleikum og ráðast þurfi í niðurskurð.

Segir lið Janusar og Sigvalda í fjárhagsvandræðum
Hið nýríka norska handboltafélag Kolstad á í fjárhagsvandræðum að sögn TV 2 Sport en í frétt miðilsins segir að óskað hafi verið eftir því að leikmenn liðsins taki á sig launalækkun.

„Maður er bara í vinnu hérna og reynir að vinna hana nógu andskoti vel“
Hið nýríka Íslendingalið Kolstad varð í vikunni norskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason spilaði stór hlutverk fyrir liðið á tímabilinu og segist ekki velta sér of mikið upp úr sögu annarra nýríkra liða úr handboltaheiminum.

Janus Daði og Sigvaldi Björn Noregsmeistarar eftir spennuleik
Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson urðu í kvöld Noregsmeistarar í handknattleik eftir sigur á Elverum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu.

Kolstad einum sigri frá titlinum eftir dramatískan sigur
Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru nú aðeins einum sigri frá Noregsmeistaratitlinum í handbolta eftir 30-29 sigur Kolstad á Elverum í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra.

Orri og félagar jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu
Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í Elverum unnu mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti Íslendingaliði Kolstad í annarri viðureign liðanna í úrslitaeinvígi norska handboltans í dag. Lokatölur 33-27 og staðan því orðin 1-1 í einvíginu.

Janus og Sigvaldi raka inn verðlaunum í Noregi
Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson hafa átt afar gott tímabil í Noregi eftir að þeir gengu í raðir nýríka félagsins Kolstad.

Stórfenglegur Janus Daði allt í öllu
Kolstad vann Elverum 34-30 í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Janus Daði kom að 23 mörkum Kolstad í leiknum.

43 ára og er enn að loka markinu á stóra sviðinu
Norski landsliðsmarkvörðurinn Katrine Lunde átti algjöran stórleik í fyrsta leik lokaúrslitanna í norska kvennahandboltanum.

Fimmtán íslensk mörk dugðu ekki til
Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í norska deildarmeistaraliðinu Kolstad máttu þola súrt eins marks tap er liðið heimsótti Runar í öðrum leik liðanna í undanúrslitum um Noregsmeistaratitilinn í dag, 37-36.

„Hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel“
Orri Freyr Þorkelsson segir enn óvíst hvar hann spilar á næsta tímabili. Hann hefur leikið með Elverum í Noregi undanfarin tvö ár.

Berge fannst tilboð HSÍ freistandi en hafnaði því á endanum
Nú er endanlega ljóst að Christian Berge tekur ekki við íslenska karlalandsliðinu í handbolta.

Kjelling fann annað íslenskt varnartröll
Róbert Sigurðarson, hinn 27 ára gamli leikmaður ÍBV í handbolta, mun söðla um í sumar og halda til Noregs til að spila fyrir norska úrvalsdeildarfélagið Drammen.

Snéri aftur inn á handboltavöllinn aðeins 24 dögum eftir fæðingu
Norska handboltakonan Camilla Herrem var mætt aftur inn á handboltavöllinn í gær með liði sínu Sola.

Sex íslensk mörk í tapi Volda
Volda beið lægri hlut gegn Bysåsen í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst í liði Volda í leiknum.

Þórir kallar aftur á nýju mömmuna
Þórir Hergeirsson, þjálfari norsku heims- og Evrópumeistarana í handbolta kvenna, hefur kallað aftur á Kari Brattset Dale inn í norska landsliðið.

Janus og Sigvaldi einu stigi frá deildarmeistaratitlinum
Þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir af norsku deildinni í handbolta eru Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í verðandi ofurliðinu Kolstad aðeins einu stigi frá norska deildarmeistaratitlinum eftir öruggan tólf marka sigur gegn Drammen í kvöld, 40-28.

Janus og Sigvaldi öflugir þegar Kolstad tryggði sér bikarmeistaratitil
Íslendingalið Kolstad er norskur bikarmeistari í handbolta eftir öruggan sigur á Elverum í úrslitaleik keppninnar í dag.

Íslendingaslagur í úrslitaleik norska bikarsins
Íslendingalið Kolstad komst örugglega áfram úr undanúrslitum norsku bikarkeppninnar í handbolta og mætir Elverum í úrslitaleik keppninnar.