Reykjavík

Fréttamynd

Boða til friðsamlegra mótmæla til stuðnings við flóttabörn

Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór.

Innlent
Fréttamynd

Sjáðu þegar ný þyrla gæslunnar lenti í Reykjavík

Landhelgisgæslan tekur brátt í notkun aðra Airbus H225 þyrlu en nýja þyrlan, sem hlotið hefur nafnið TF-GRO lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hin þyrlan af sömu gerð er TF-EIR sem kom til landsins í mars og fór í sitt fyrsta útkall fyrir tæpum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Heimsmet í fjölda kvenna í lögreglunni

Á lögreglustöðinni á Vínlandsleið starfa fleiri konur en karlar og er það líklega eini staðurinn í heiminum þar sem hlutfall kvenna er hærra en karla í lögreglunni. Endurnýjun starfsfólks og aukin aðsókn kvenna sögð ástæðan.

Innlent
Fréttamynd

Nauthólsvegur flöskuháls á háannatímum

Leiðakerfi Strætó tekur breytingum frá og með 18. ágúst næstkomandi. Þá mun leið 5 sem ekur frá Árbæ, hætti að keyra um Nauthólsveg þess í stað enda á BSÍ. Formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir brúnna yfir Fossvog vera næsta skref til að bregðast við flöskuhálsinum sem þar myndast á háanna tímum.

Innlent
Fréttamynd

Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn

Meiri­hluti borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur samþykkti nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Stekkj­ar­bakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sín­um í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað

Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum.

Innlent
Fréttamynd

Víkingur tekur við íþróttamannvirkjum í Safamýri

Borgarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við knattspyrnufélagið Víking um að félagið taki við rekstri íþróttamannvirkja í Safamýri eftir flutning íþróttafélagsins Fram á nýtt félagssvæði í Úlfarsárdal.

Innlent
Fréttamynd

Tölvutek gjaldþrota

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á beiðni stjórnar Tölvuteks ehf, sem rak samnefnda verslun við Hallarmúla í Reykjavík og á Akureyri, að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birna Sif Bjarnadóttir er látin

Birna Sif Bjarnadóttir, skólastjóri Ölduselsskóla í Breiðholti í Reykjavík, er látin. Birna Sif varð bráðkvödd á heimili sínu fimmtudaginn 27. júní aðeins 37 ára gömul.

Innlent