Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fréttamynd

Ævintýri líkast

Árið 1991, þegar tekjuskattur á fyrirtæki var 45%, skilaði hann tveimur milljörðum króna í ríkissjóð. Árið 2007, þegar skatturinn er kominn niður í 18%, er gert ráð fyrir, að hann skili 34 milljörðum króna í ríkissjóð. Þetta er ævintýri líkast, eflaust einhver best heppnaða skattalækkun sögunnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hamingjusöm og umburðarlynd

Síðustu misseri hafa tveir prófessorar á vinstri væng, Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason, málað hér skrattann á vegginn. Stefán kveður ríkisstjórnina hafa aukið ójöfnuð hraðar en herforingjastjórn Pinochets í Chile. Þorvaldur líkir Davíð Oddssyni við Kim Il Sung í Norður-Kóreu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýr Dyrhólagatisti?

Öllum getur skjátlast. En það er misjafnt, hversu illa þeim verður á og hversu vel þeir taka því síðan. Frægt var, þegar Finnur prófessor Magnússon las í maí 1834 kvæði undir fornyrðislagi úr jökulrispum í Runamo í Svíþjóð. Þótti það einhver mesta háðung, sem orðið hefði í norrænum fræðum. Mikill lærdómur leiddi hann í gönur. Finnur var hinn vænsti maður, en lét lítið fara fyrir sér eftir þetta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Talnabrellur Stefáns Ólafssonar

Fjör færist jafnan í Stefán Ólafsson prófessor, þegar þingkosningar nálgast. Hann stagaðist á því í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum, að fátækt hefði aukist á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jöfnuður hefur aukist!

Þegar jólin nálgast, fara jólasveinarnir á kreik. Þegar kosningar nálgast, birtast þeir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason. Fyrir þingkosningarnar 2003 héldu þeir því fram, að fátækt hefði aukist á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jólin eru ekki ókeypis

Eflaust er þeim kjarabótum eitthvað misskipt, en aðalatriðið er það, að allir búa við bættan hag. Íslendingar hafa því ekki aðeins efni á jólunum, heldur líka á því að búa vel að þeim, sem eiga undir högg að sækja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kapítalismi og ójöfnuður

Eftir að Karl Marx valt af stalli, hefur Samfylkingin fundið sér nýjan spámann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nefnir hann með velþóknun í ræðum, og þingmannsefnin Kristrún Heimisdóttir og Björgvin Sigurðsson segjast bæði á heimasíðum sínum hafa orðið fyrir áhrifum af honum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skynsamlegt frumvarp

Þetta frumvarp er um, að sala áfengis, sem hefur að geyma minni vínanda en 22 prósent, með öðrum orðum bjór og létt vín, megi færa úr Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í venjulegar matvöruverslanir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvískinnungur: Maó og Hitler

Háskóli Íslands hýsti fyrir skömmu ráðstefnu um Maó formann, sem vinir Kínverska alþýðulýðveldisins höfðu skipulagt. Einn þeirra, Arnþór Helgason, sagði í viðtali við Morgunblaðið 10. nóvember, að „hlutlæg umræða“ um Maó væri nauðsynleg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vísindi eða iðnaður?

Ég fullyrði ekki, að sumir vísindamenn aðhyllist aðeins tilgátuna um loftslagsbreytingar af mannavöldum (og raunhæfa möguleika á að snúa þeim við), af því að eftirspurn sé eftir henni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kalda stríðið sögunnar

Hitasóttarkenndur ákafinn í þessum umræðum sýnir það, sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur bent á, að kalda stríðinu er ekki lokið á vettvangi sögunnar. Með því að hagræða sannleikanum vilja róttækir vinstri menn bæta sér upp, að þeir töpuðu stríðinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rousseau í stað Marx?

Vofa Rousseaus gengur ljósum logum á Íslandi. Það liggur í hlutarins eðli, að erfitt er að rökræða við hana. Þó má benda á, að sögurnar fögru af frumbyggjum Vesturheims, sem bjuggu í sátt við náttúruna, eru goðsagnir. Þeir útrýmdu dýrum og brenndu skóga. Það var ekki heldur vegna hótana Sigríðar í Brattholti, sem horfið var frá virkjun Gullfoss, heldur sökum áhugaleysis erlendra fjárfesta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sigurstranglegur listi

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi skilaði sigurstranglegum lista. Geir H. Haarde fékk afdráttarlausa traustsyfirlýsingu. Hann hefur staðið sig vel og lagað flokkinn átakalaust að nýjum aðstæðum. Hver maður hefur sinn stíl og hver tími sinn mann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heimur batnandi fer

Umhverfi okkar mannanna hefur batnað stórkostlega síðustu áratugi, eins og Björn Lomborg bendir á í hinni fróðlegu bók „Hið sanna ástand heimsins", sem kom út á íslensku árið 2000. Heimsendaspár hafa reynst rangar. Miklu færri dýrategundir eru til dæmis í útrýmingarhættu en haldið hefur verið fram.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fagnaðarefni

Kjarni málsins er þessi: Lengi starfaði allstór hópur hér í nánum tengslum við óvinveitt einræðisríki, þáði þaðan fjárhagsaðstoð og hlaut þjálfun í vopnaburði og byltingarfræðum. Þessi hópur vildi koma á kommúnisma og skirrðist ekki við að beita ofbeldi, til dæmis í götubardaganum 30. mars 1949.

Fastir pennar
Fréttamynd

Upplýsingamengun

Draga má úr mengun úti í náttúrunni með því að skilgreina eignaréttindi á þeim gæðum, sem menguð eru, og eftir það sjá eigendurnir um að gæta gæðanna. En heilu skógarnir hafa verið höggnir niður til að gera pappír í bækur og blöð umhverfisöfgamanna. Ég skal nefna nokkur dæmi um upplýsingamengun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fleipur eða fölsun?

Kommúnistar á Íslandi voru hvorki betri eða verri en skoðanabræður þeirra í öðrum löndum. Hættan af þeim var jafnmikil og við henni brugðist á sama hátt og í grannlöndunum. Ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu, framrás kommúnismans var stöðvuð og gætur hafðar á kommúnistum innan lands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Varnarsamstarf áfram

Hátt í annan tug íslenskra kommúnista hafði hlotið þjálfun í vopnaburði og undirróðri í Lenínskólanum og öðrum skæruliðabúðum í Rússlandi. Í Gúttóslagnum 1932 beið lögreglan beinlínis ósigur, og lágu tveir þriðju liðsins óvígir eftir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Menning og markaðshyggja

Friður er þroskanum nauðsynlegur, en frjáls viðskipti eru friðvænlegri en valdbeiting. Hvort skyldi vera betra að fá eitthvað frá öðrum með verði eða sverði?

Fastir pennar
Fréttamynd

Frelsi til þróunar

Við Íslendingar jusum á sínum tíma fé í Grænhöfðaeyjar, en landið er enn bláfátækt. Þróunaraðstoðarinnar sér vart stað, nema hvað hún hefur auðvitað eflt valdastéttina þar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hagkvæmari heilsugæslu

Læknafélag Íslands sendi frá sér athyglisverða ályktun á dögunum. Þar sagði, að sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík hefði verið misráðin, enda væri samkeppni sjúkrahúsa jafn­mikilvæg og annarra fyrirtækja. Sjálfur ól ég með mér efasemdir, þegar Borgarspítalinn var á sínum tíma sameinaður Landakotsspítala og þeir síðan Landspítala.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfstýring á miðunum?

Rökin eru einkum tvenn. Í fyrsta lagi er einka­rekstur jafnan hagkvæmari en ríkisrekstur, eins og reynslan sýnir. Menn fara betur með eigið fé en annarra. Milton Friedman sagði eitt sinn við mig í gamni, en líka alvöru, að sér hefði virst, að þjónusta ríkisins væri jafnan tvöfalt dýrari en sú, sem einka­aðilar veittu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnarsamstarfið

Það gekk miklu betur að auka atvinnufrelsi og opna hagkerfið í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá 1995. Ástæðan er sú, að framsóknarmenn skilja betur en jafnaðarmenn kosti einkaeignarréttar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hryðjuverkavarnir

Öryggisdeild bresku lögreglunnar telur sig hafa komið upp um ráðabrugg nokkurra öfgamúslima í Bretlandi, sem ætluðu á næstu dögum að sprengja tíu bandarískar farþegaþotur upp yfir miðju Norður-Atlantshafi í því skyni að mótmæla afskiptum Banda­­ríkjastjórnar af átökunum í Austurlöndum nær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekkert áhyggjuefni

Ég get sofið á næturnar, þótt öðrum gangi vel. Há laun forstjóra ættu ekki að vera áhyggjuefni, heldur hvort aðrir hafi enn næg tækifæri til að komast í álnir og hvort lítilmagninn njóti góðs af framförunum. Hér er ekkert atvinnuleysi æskufólks eins og úti í Evrópu og betur séð um þá, sem minna mega sín, en víðast annars staðar. Aðalatriðið er ekki, hversu breitt bil er milli auðmanna og alþýðufólks, heldur hversu góð kjör alþýðufólks eru.

Fastir pennar
Fréttamynd

"...þá leitar hún út um síðir"

En það er einmitt auðveldara að vernda rétt kvennanna, ef vændi er leyft eða þolað, svo að það sé ofanjarðar. Bann kemur ekki í veg fyrir vændi, heldur gerir illt verra. Þótt náttúran sé lamin með lurk, þá leitar hún út um síðir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skattsvik annað en skattsvik

Við þurfum ekki lög, sem auðvelda skattyfirvöldum að afla upplýsinga um eignir Íslendinga erlendis eða sem heimila þeim að skattleggja slíkar eignir hér á landi, heldur lög um ríkan trúnað fjármálafyrirtækja við viðskiptavini sína. Ísland getur orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð alveg eins og Guernsey.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bætum kjör láglaunafólks!

Íslendingar eru lausir við margvíslegan vanda annarra þjóða. Hér er almenn velmegun, og menn þurfa ekki að óttast um öryggi sitt. En á velmegun okkar er þó skuggahlið. Það er erfitt að vera fátækur á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Forseti hægri manna?

Hafa íslenskir hægri menn verið of fjandsamlegir Ólafi Ragnari Grímssyni forseta? Þeir ættu ef til vill frekar að fagna því, hversu miklu betri maður hann virðist vera orðinn hin síðari misseri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þreytt andlit og slitnar tuggur

Það var ekki aðeins Framsóknarflokkurinn, sem tapaði síðustu byggðakosningum, heldur líka Samfylkingin, sérstaklega í höfuðvígi sínu, Reykjavík. Tap Samfylkingarinnar var því tilfinnanlegra sem flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu lengur en elstu menn muna.

Fastir pennar