Fréttir Maður drepinn í Englandi Einn maður var stunginn til bana þegar átök brutust út milli ungmenna í borginni Birmingham á Englandi í gærkvöldi. Erlent 23.10.2005 17:51 Fjórir látið lífið Mikið óveður geysar í grennd við borgina Barí í suðausturhluta Ítalíu og hafa minnst fjórir látið lífið þar undanfarinn sólarhring. Miklar rigningar eru á svæðinu og hafa vegir farið í sundur og brýr eyðilagst. Fimmtán manns slösuðust í morgun þegar lest á leið frá Puglia til Mílanó fór út af sporinu eftir að aurskriða féll á lestarteinana. Erlent 23.10.2005 17:51 Sex farast í Cancun Mikil eyðilegging blasir við í Cancun í Mexíkó þar sem fellibylurinn Wilma gekk yfir um helgina. Minnst sex fórust í óveðrinu. Erlent 23.10.2005 17:51 66 látnir í Nígeríu Flak nígerísku farþegaþotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos í Nígeríu í morgun, er fundið. Alls létust sextíu og sex manns í slysinu en eitt hundrað og sextán manns voru um borð. Erlent 23.10.2005 17:51 Þréttán falla í Írak Að minnsta kosti þrettán féllu og yfir þrjátíu særðust í árásum uppreisnarmanna í Írak í morgun. Lögreglumaður og fjögur börn hans voru meðal hinna sem féllu en eldur kom upp í bifreið þeirra í kjölfar sprengingar í norðurhluta landsins. Enginn samtök hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Erlent 23.10.2005 17:51 Flugvélin fundin Flak nígerísku farþegaþotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos í morgun, er fundið. Flakið fannst í héraðinu Kishi Oyo. 116 manns voru um borð í þotunni og ekki er ljóst hvort nokkur hafi komist lífs af. Vélin var á leiðinni til Ajuba, höfuðborgar Nígeríu en meðal annarra voru um borð hátt settir embættismenn stjórnvalda. Flugslys hafa verið tíð að undanförnu en þetta er sjötta farþegavélin sem ferst á þremur mánuðum í heiminum. Björgunarstarf stendur nú yfir. Erlent 23.10.2005 17:51 Reykingabann um mitt ár 2007 Bann við reykingum á veitingahúsum tekur gildi hér á landi um mitt árið 2007samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Engar undantekningar verða á reglunni. Margir veitingahúsaeigendur eru afar ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnar en Írar og Norðmenn voru fyrstir til að leggja blátt bann við reykingum á veitingahúsum. Innlent 23.10.2005 17:51 Wilma að Flórídaskaga Fellibylurinn Wilma hefur orðið að minnsta kosti tveimur að bana í Mexíkó. Víða hafa hús í strandbæjunum Cancun og Playa del Carmen eyðilagst og tré rifnað upp með rótum. Wilma telst nú vera þriðja stigs fellibylur en var fjórða stigs fyrri partinn í gær. Þúsundir þeirra ferðamanna, sem ekki náðu að koma sér í burtu áður en fellibylurinn skall á, hafast nú við í neyðarskýlum og bíða þess að óveðrið lægi. Hugsanlegt er talið að það verði ekki fyrr en seinni partinn í dag. Þá er búist við að Wilma komi að Flórídaskaga og til Kúbu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á báðum stöðum. Innlent 23.10.2005 17:51 Flugvél ferst Talið er að nígerísk farþegavél, með 114 manns innanborðs, hafi brotlent í sjó í nótt samkvæmt fréttavef CNN. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Vélin hvarf skömmu eftir flugtak í Lagos en þjóðerni farþeganna er ekki vitað. Vélin var á leið til Abuja, höfuðborgar landsins. Erlent 23.10.2005 17:51 Árásirnar réttlætanlegar Um helmingur Íraka telur að árásir á bandaríska og breska hermenn séu réttlætanlegar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem breska varnarmálaráðuneytið lét gera í ágúst síðastliðnum. Þá eru rúm 80 prósent Íraka mjög andvígir veru hernámsliðsins í Írak og segjast tveir af hverjum þremur óöruggari með sig vegna veru hernámsliðsins í landinu. Aðeins eitt prósent Íraka telur að landið sé nú öruggara en fyrir stríð. Erlent 23.10.2005 17:51 Fuglaflensuveira í Bretlandi Fuglaflensuveiran er komin til Bretlands en hún greindist í dauðum páfagauki þar í landi í vikunni. Heilbirigðisráðherrann þar í landi segir þó ekkert að óttast. Erlent 23.10.2005 17:51 Ofbeldismenn skyldaðir í meðferð Heimilisofbeldi er blettur á samfélaginu sem erfitt er að fást við. Hér á landi eiga konur, sem eru fórnarlömb slíks ofbeldis, skjól í Kvennaathvarfinu. Austurríkismenn hafa fundið aðra lausn á þessu máli. Erlent 23.10.2005 17:51 Vildarbörn styrkt af Icelandair Icelandair afhenti í dag var fimmtán langveikum börnum og fjölskyldum þeirra ferðastyrk úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Fjölskyldunum er boðið í utanlandsferð að eigin vali til áfangastaða Icelandair og er allur kostnaður við ferðina greiddur. Alls hafa 55 börn og fjölskyldur þeirra fengið úthlutað úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2003 og er heildarfjöldi farþega á vegum sjóðsins kominn yfir 220 manns. Innlent 23.10.2005 17:51 Tíminn að renna út Gríðarlegir kuldar á skjálftasvæðunum í Pakistan gera hjálparstarfi erfitt fyrir. Útlit er fyrir að einungis helmingur þeirra, sem misstu heimili sín í hamförunum, fái tjald til að gista í. Erlent 23.10.2005 17:51 FL Group að kaupa Sterling Viðræður um kaup FL Group á norræna lággjaldaflugfélaginu Sterling, sem er í eigu fjárfestingafélagsins Fons eru nú á lokastigi og er búist við að tilkynnt verði um kaupin seinna í dag. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51 Launaleynd til trafala Kvenfrelsi verður þungamiðja í stefnuyfirlýsingu vinstri grænna að loknum landsfundi flokksins. Í pallborðsumræðum kom fram að jafnréttisyfirvöld hafa takmarkaðri heimildir til að rannsaka launamun en aðrar eftirlitsstofnanir. Innlent 23.10.2005 17:57 Eigandi næturklúbbs myrtur Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi tvo menn sem grunaðir eru um aðild að hrottalegu morði á tuttugu og fjögra ára gömlum manni sem rak vinsælan næturklúbb fyrir samkynhneigða. Hinir handteknu eru 33ja og 25 ára og voru þeir yfirheyrðir vegna málsins í nótt. Erlent 23.10.2005 17:51 Víða ófært á vegum Þoskafjarðaheiði er ófær samkæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Hrafnseyrarheiði, í Ísafjarðardjúpi, Siglufjarðarvegi, á Lágheiði og Öxnadalsheiði. Eins eru hálkublettir víða annars staðar á Norðurlandi. Þá ver íða snjóþekja og hálka á Austurlandi. Innlent 23.10.2005 17:51 Svalbarðadeila í hnút Ef samningar nást ekki við Norðmenn um stjórn fiskveiða við Svalbarða innan mjög skamms tíma er ekki annað fyrir stjórnvöld að gera en að höfða mál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, segir framkvæmdastjóri LÍÚ. Innlent 23.10.2005 17:51 Engin breyting á forystu VG Engin breyting varð á forystusveit Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs á landsfundi flokksins í dag. Sjálfkjörið var í helstu embætti. Innlent 23.10.2005 17:51 Nýr varnarmálaráðherra í Serbíu Næsti varnarmálaráðherra Serbíu og Svartfjallalands verður Zoran Stankovic, fyrrverandi hershöfðingi. Fjölmiðlar í Serbíu vekja á því athygli í dag að Stankovic hafi á sínum tíma verið í tengslum við Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmann herafla Bosníu-Serba, sem er í felum vegna fjölmargra stríðsglæpa á síðasta áratug. Þeirri spurningu er varpað upp, hvort hinn nýi varnarmálaráðherra fái það hlutverk að semja við stríðsglæpadómstólinn í Haag um framsal Mladic. Hann segist þó hvorki hafa séð Mladic né heyrt í honum síðastliðin sex ár og hafi ekki hugmynd um hvar hann felur sig. Erlent 23.10.2005 17:51 Hópbílaleigan krefst úrskurðar Hópbílaleigan hefur kært til kærunefndar útboðsmála að ekki hafi verið samið við fyrirtækið um akstur á Suðurnesjum. Samið var við Kynnisferðir þrátt fyrir að tilboð Hópbílaleigunnar hafi verið talsvert lægra. Í kærunni er farið fram á að kærunefnd útboðsmála úrskurði um þá ákvörðun Vegagerðarinnar, að hafna tilboði Hópbílaleigunnar, verði ógild. Innlent 23.10.2005 17:51 Þorgerður Katrín ekki hrifin af VG Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stefnu Vinstri grænna sem og hinna stjórnarandstöðuflokkana arfavitlausa. Það sé stefna stjórnarflokkanna hins vegar ekki og það sjái hver sem vilji. Innlent 23.10.2005 17:51 Annasamt hjá Rvk. lögreglu í nótt Ráðist var á 26 ára gamlan mann í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt. Kallað var til lögreglu sem stöðvaði barsmíðarnar. Fórnarlambið var flutt á Landspítala Háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en talið er að bein hafi brotnað í andliti mannsins. Árásarmaðurinn var fluttur í fangageymslur og verður yfirheyrður nú í morgunsárið eða þegar mesta víman er runnin af honum. Ekki er enn um ástæðu árásarinnar og er málið nú í rannsókn. Innlent 23.10.2005 17:51 Einsemd getur leitt til geðraskana Fólki sem býr eitt getur verið hætt við geðröskunum sökum samskiptaleysis við annað fólk. Miðborgarprestur segir forvitni af hinu góða þar sem hún getur bjargað mannslífum og komið í veg fyrir eyðileggingu á heimilum fólks. Innlent 23.10.2005 17:51 Engin hjálp berst Enn hefur engin hjálp borist til yfir þriðjungs þeirra sem lentu í jarðskjálftanum í Pakistan og á Indlandi í síðustu viku. Þetta segir Toby Porter, starfsmaður Barnaheilla sem staddur er í Pakistan. Hann segir að víða sé fjalllent og erfitt þar af leiðandi að lenda þyrlum. Björgunarmenn hafi því þurft að kasta niður vistum víða. Nú er ljóst að yfir 80 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftunum og segja Sameinuðu þjóðirnar að sú tala muni að öllum líkindum tvöfaldast ef þjóðir heimsins taki sig ekki á og sendi enn frekari hjálp til hamfarasvæðanna. Erlent 23.10.2005 17:51 Fuglaflensan komin til Bretlands Fuglaflensuveiran er komin til Bretlands en hún greindist í dauðum páfagauki þar í landi í vikunni. Heilbirigðisráðherrann þar í landi segir þó ekkert að óttast. Erlent 23.10.2005 17:51 Fasteignaverð hækkar Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,9% í september frá mánuðinum áður. Þetta kemur fram hjá Fasteignamati ríkisins. Undanfarna þrjá mánuði hefur húsnæðisverðið hækkað um 3,7% og undanfarið hálft ár nemur hækkunin á höfuðborgarsvæðinu 12,6%. Íbúðaverð í sérbýli hefur hækkað talsvert meira en í fjölbýli. Undanfarna 12 mánuði hækkaði verð í sérbýli um rúm 46% en í fjölbýli um 34%. Greiningardeild KB banka spáir um 6% hækkun íbúðaverðs á næstu tólf mánuðum. Deildin spáir einnig að hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember samsvari 4,5% ársverðbólgu. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51 Neyðarástand á Yukatanskaga Fellibylurinn Wilma fer nú yfir Yukatanskaga í Mexíkó og flæðir gríðarlegur sjór yfir baðstrandarbæinn Cancun. Allt að átta metra djúpt vatn er á sumum svæðum. Erlent 23.10.2005 17:51 Íslendingur á leið til Pakistan Jón Hafsteinsson, sjúkraflutningamaður, sem heldur til skjálftasvæðanna í Pakistan eftir helgi, segist búa sig undir það versta, enda aðstæður hörmulegar í landinu. Gríðarlegir kuldar gera hjálparstarfi þar erfitt fyrir. Innlent 23.10.2005 17:51 « ‹ ›
Maður drepinn í Englandi Einn maður var stunginn til bana þegar átök brutust út milli ungmenna í borginni Birmingham á Englandi í gærkvöldi. Erlent 23.10.2005 17:51
Fjórir látið lífið Mikið óveður geysar í grennd við borgina Barí í suðausturhluta Ítalíu og hafa minnst fjórir látið lífið þar undanfarinn sólarhring. Miklar rigningar eru á svæðinu og hafa vegir farið í sundur og brýr eyðilagst. Fimmtán manns slösuðust í morgun þegar lest á leið frá Puglia til Mílanó fór út af sporinu eftir að aurskriða féll á lestarteinana. Erlent 23.10.2005 17:51
Sex farast í Cancun Mikil eyðilegging blasir við í Cancun í Mexíkó þar sem fellibylurinn Wilma gekk yfir um helgina. Minnst sex fórust í óveðrinu. Erlent 23.10.2005 17:51
66 látnir í Nígeríu Flak nígerísku farþegaþotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos í Nígeríu í morgun, er fundið. Alls létust sextíu og sex manns í slysinu en eitt hundrað og sextán manns voru um borð. Erlent 23.10.2005 17:51
Þréttán falla í Írak Að minnsta kosti þrettán féllu og yfir þrjátíu særðust í árásum uppreisnarmanna í Írak í morgun. Lögreglumaður og fjögur börn hans voru meðal hinna sem féllu en eldur kom upp í bifreið þeirra í kjölfar sprengingar í norðurhluta landsins. Enginn samtök hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Erlent 23.10.2005 17:51
Flugvélin fundin Flak nígerísku farþegaþotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos í morgun, er fundið. Flakið fannst í héraðinu Kishi Oyo. 116 manns voru um borð í þotunni og ekki er ljóst hvort nokkur hafi komist lífs af. Vélin var á leiðinni til Ajuba, höfuðborgar Nígeríu en meðal annarra voru um borð hátt settir embættismenn stjórnvalda. Flugslys hafa verið tíð að undanförnu en þetta er sjötta farþegavélin sem ferst á þremur mánuðum í heiminum. Björgunarstarf stendur nú yfir. Erlent 23.10.2005 17:51
Reykingabann um mitt ár 2007 Bann við reykingum á veitingahúsum tekur gildi hér á landi um mitt árið 2007samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Engar undantekningar verða á reglunni. Margir veitingahúsaeigendur eru afar ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnar en Írar og Norðmenn voru fyrstir til að leggja blátt bann við reykingum á veitingahúsum. Innlent 23.10.2005 17:51
Wilma að Flórídaskaga Fellibylurinn Wilma hefur orðið að minnsta kosti tveimur að bana í Mexíkó. Víða hafa hús í strandbæjunum Cancun og Playa del Carmen eyðilagst og tré rifnað upp með rótum. Wilma telst nú vera þriðja stigs fellibylur en var fjórða stigs fyrri partinn í gær. Þúsundir þeirra ferðamanna, sem ekki náðu að koma sér í burtu áður en fellibylurinn skall á, hafast nú við í neyðarskýlum og bíða þess að óveðrið lægi. Hugsanlegt er talið að það verði ekki fyrr en seinni partinn í dag. Þá er búist við að Wilma komi að Flórídaskaga og til Kúbu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á báðum stöðum. Innlent 23.10.2005 17:51
Flugvél ferst Talið er að nígerísk farþegavél, með 114 manns innanborðs, hafi brotlent í sjó í nótt samkvæmt fréttavef CNN. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Vélin hvarf skömmu eftir flugtak í Lagos en þjóðerni farþeganna er ekki vitað. Vélin var á leið til Abuja, höfuðborgar landsins. Erlent 23.10.2005 17:51
Árásirnar réttlætanlegar Um helmingur Íraka telur að árásir á bandaríska og breska hermenn séu réttlætanlegar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem breska varnarmálaráðuneytið lét gera í ágúst síðastliðnum. Þá eru rúm 80 prósent Íraka mjög andvígir veru hernámsliðsins í Írak og segjast tveir af hverjum þremur óöruggari með sig vegna veru hernámsliðsins í landinu. Aðeins eitt prósent Íraka telur að landið sé nú öruggara en fyrir stríð. Erlent 23.10.2005 17:51
Fuglaflensuveira í Bretlandi Fuglaflensuveiran er komin til Bretlands en hún greindist í dauðum páfagauki þar í landi í vikunni. Heilbirigðisráðherrann þar í landi segir þó ekkert að óttast. Erlent 23.10.2005 17:51
Ofbeldismenn skyldaðir í meðferð Heimilisofbeldi er blettur á samfélaginu sem erfitt er að fást við. Hér á landi eiga konur, sem eru fórnarlömb slíks ofbeldis, skjól í Kvennaathvarfinu. Austurríkismenn hafa fundið aðra lausn á þessu máli. Erlent 23.10.2005 17:51
Vildarbörn styrkt af Icelandair Icelandair afhenti í dag var fimmtán langveikum börnum og fjölskyldum þeirra ferðastyrk úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Fjölskyldunum er boðið í utanlandsferð að eigin vali til áfangastaða Icelandair og er allur kostnaður við ferðina greiddur. Alls hafa 55 börn og fjölskyldur þeirra fengið úthlutað úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2003 og er heildarfjöldi farþega á vegum sjóðsins kominn yfir 220 manns. Innlent 23.10.2005 17:51
Tíminn að renna út Gríðarlegir kuldar á skjálftasvæðunum í Pakistan gera hjálparstarfi erfitt fyrir. Útlit er fyrir að einungis helmingur þeirra, sem misstu heimili sín í hamförunum, fái tjald til að gista í. Erlent 23.10.2005 17:51
FL Group að kaupa Sterling Viðræður um kaup FL Group á norræna lággjaldaflugfélaginu Sterling, sem er í eigu fjárfestingafélagsins Fons eru nú á lokastigi og er búist við að tilkynnt verði um kaupin seinna í dag. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51
Launaleynd til trafala Kvenfrelsi verður þungamiðja í stefnuyfirlýsingu vinstri grænna að loknum landsfundi flokksins. Í pallborðsumræðum kom fram að jafnréttisyfirvöld hafa takmarkaðri heimildir til að rannsaka launamun en aðrar eftirlitsstofnanir. Innlent 23.10.2005 17:57
Eigandi næturklúbbs myrtur Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi tvo menn sem grunaðir eru um aðild að hrottalegu morði á tuttugu og fjögra ára gömlum manni sem rak vinsælan næturklúbb fyrir samkynhneigða. Hinir handteknu eru 33ja og 25 ára og voru þeir yfirheyrðir vegna málsins í nótt. Erlent 23.10.2005 17:51
Víða ófært á vegum Þoskafjarðaheiði er ófær samkæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Hrafnseyrarheiði, í Ísafjarðardjúpi, Siglufjarðarvegi, á Lágheiði og Öxnadalsheiði. Eins eru hálkublettir víða annars staðar á Norðurlandi. Þá ver íða snjóþekja og hálka á Austurlandi. Innlent 23.10.2005 17:51
Svalbarðadeila í hnút Ef samningar nást ekki við Norðmenn um stjórn fiskveiða við Svalbarða innan mjög skamms tíma er ekki annað fyrir stjórnvöld að gera en að höfða mál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, segir framkvæmdastjóri LÍÚ. Innlent 23.10.2005 17:51
Engin breyting á forystu VG Engin breyting varð á forystusveit Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs á landsfundi flokksins í dag. Sjálfkjörið var í helstu embætti. Innlent 23.10.2005 17:51
Nýr varnarmálaráðherra í Serbíu Næsti varnarmálaráðherra Serbíu og Svartfjallalands verður Zoran Stankovic, fyrrverandi hershöfðingi. Fjölmiðlar í Serbíu vekja á því athygli í dag að Stankovic hafi á sínum tíma verið í tengslum við Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmann herafla Bosníu-Serba, sem er í felum vegna fjölmargra stríðsglæpa á síðasta áratug. Þeirri spurningu er varpað upp, hvort hinn nýi varnarmálaráðherra fái það hlutverk að semja við stríðsglæpadómstólinn í Haag um framsal Mladic. Hann segist þó hvorki hafa séð Mladic né heyrt í honum síðastliðin sex ár og hafi ekki hugmynd um hvar hann felur sig. Erlent 23.10.2005 17:51
Hópbílaleigan krefst úrskurðar Hópbílaleigan hefur kært til kærunefndar útboðsmála að ekki hafi verið samið við fyrirtækið um akstur á Suðurnesjum. Samið var við Kynnisferðir þrátt fyrir að tilboð Hópbílaleigunnar hafi verið talsvert lægra. Í kærunni er farið fram á að kærunefnd útboðsmála úrskurði um þá ákvörðun Vegagerðarinnar, að hafna tilboði Hópbílaleigunnar, verði ógild. Innlent 23.10.2005 17:51
Þorgerður Katrín ekki hrifin af VG Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stefnu Vinstri grænna sem og hinna stjórnarandstöðuflokkana arfavitlausa. Það sé stefna stjórnarflokkanna hins vegar ekki og það sjái hver sem vilji. Innlent 23.10.2005 17:51
Annasamt hjá Rvk. lögreglu í nótt Ráðist var á 26 ára gamlan mann í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt. Kallað var til lögreglu sem stöðvaði barsmíðarnar. Fórnarlambið var flutt á Landspítala Háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en talið er að bein hafi brotnað í andliti mannsins. Árásarmaðurinn var fluttur í fangageymslur og verður yfirheyrður nú í morgunsárið eða þegar mesta víman er runnin af honum. Ekki er enn um ástæðu árásarinnar og er málið nú í rannsókn. Innlent 23.10.2005 17:51
Einsemd getur leitt til geðraskana Fólki sem býr eitt getur verið hætt við geðröskunum sökum samskiptaleysis við annað fólk. Miðborgarprestur segir forvitni af hinu góða þar sem hún getur bjargað mannslífum og komið í veg fyrir eyðileggingu á heimilum fólks. Innlent 23.10.2005 17:51
Engin hjálp berst Enn hefur engin hjálp borist til yfir þriðjungs þeirra sem lentu í jarðskjálftanum í Pakistan og á Indlandi í síðustu viku. Þetta segir Toby Porter, starfsmaður Barnaheilla sem staddur er í Pakistan. Hann segir að víða sé fjalllent og erfitt þar af leiðandi að lenda þyrlum. Björgunarmenn hafi því þurft að kasta niður vistum víða. Nú er ljóst að yfir 80 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftunum og segja Sameinuðu þjóðirnar að sú tala muni að öllum líkindum tvöfaldast ef þjóðir heimsins taki sig ekki á og sendi enn frekari hjálp til hamfarasvæðanna. Erlent 23.10.2005 17:51
Fuglaflensan komin til Bretlands Fuglaflensuveiran er komin til Bretlands en hún greindist í dauðum páfagauki þar í landi í vikunni. Heilbirigðisráðherrann þar í landi segir þó ekkert að óttast. Erlent 23.10.2005 17:51
Fasteignaverð hækkar Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,9% í september frá mánuðinum áður. Þetta kemur fram hjá Fasteignamati ríkisins. Undanfarna þrjá mánuði hefur húsnæðisverðið hækkað um 3,7% og undanfarið hálft ár nemur hækkunin á höfuðborgarsvæðinu 12,6%. Íbúðaverð í sérbýli hefur hækkað talsvert meira en í fjölbýli. Undanfarna 12 mánuði hækkaði verð í sérbýli um rúm 46% en í fjölbýli um 34%. Greiningardeild KB banka spáir um 6% hækkun íbúðaverðs á næstu tólf mánuðum. Deildin spáir einnig að hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember samsvari 4,5% ársverðbólgu. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51
Neyðarástand á Yukatanskaga Fellibylurinn Wilma fer nú yfir Yukatanskaga í Mexíkó og flæðir gríðarlegur sjór yfir baðstrandarbæinn Cancun. Allt að átta metra djúpt vatn er á sumum svæðum. Erlent 23.10.2005 17:51
Íslendingur á leið til Pakistan Jón Hafsteinsson, sjúkraflutningamaður, sem heldur til skjálftasvæðanna í Pakistan eftir helgi, segist búa sig undir það versta, enda aðstæður hörmulegar í landinu. Gríðarlegir kuldar gera hjálparstarfi þar erfitt fyrir. Innlent 23.10.2005 17:51