Fréttir

Fréttamynd

Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu

Enn er ekki búið að ná tökum á skógareldum í Kalirforníu í Bandaríkjunum. Um fjögur þúsund slökkviliðsmenn unnu að því að slökkva eldana í gær. Lögreglumenn fundu í gær lík manns sem saknað hefur verið síðan á þriðjudag þegar hann bjóst til að yfirgefa heimili sitt á flótta undan eldunum. Slökkviliðsmenn hafa náð einhverjum tökum á eldunum sem geisa við Sawtooth en ekki eldum við Millard.

Erlent
Fréttamynd

Norður-Kóreumenn ætla ekki að hætta tilraunum sínum

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í nótt að setja takmarkað viðskiptabann á Norður-Kóreu vegna tilraunaskota þeirra á langdrægum eldflaugum. Norður-Kóreumenn svöruðu umsvifalaust að ekki kæmi til greina að falla frá frekari eldflaugaprófunum.

Erlent
Fréttamynd

Öryggisráðið kallar ekki til vopnahlés í Líbanon

Ekki náðist samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hezbollah, eins og forsætisráðherra Líbanons bað um í gær. Líbanskir diplómatar kenna Bandaríkjamönnum um að hafa stöðvað tillöguna í ráðinu.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingar skildir eftir í Beirút

Íslendingunum í Beirút, höfuðborg Líbanons, var meinað að yfirgefa borgina í rútum þar sem Norðmenn voru látnir ganga fyrir. Utanríkisráðherra segist vonsvikinn vegna málsins, en brýnt þótti að fólkið kæmist heim hið fyrsta vegna þess stríðsástands sem ríkir í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Rændi úr peningakassanum og sló afgreiðslukonu

Maður á þrítugsaldri, með klút fyrir andlitinu, rændi verslun í vesturbæ Reykjavíkur klukkan fjögur í gærdag. Hann var kominn í peningakassann þegar afgreiðslukona kom að honum og reyndi að stöðva hann. Hann sló hana þannig að hún féll í gólfið og hvarf á brott á bíl. Konan sem hann réðst á náði númeri bílsins og gat því veitt lögreglu gagnlegar upplýsingar. Tæplega þremur tímum síðar var hann handtekinn og gistir nú fangageymslur lögreglu en verður yfirheyrður síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Beltin björguðu

Talið er að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr þegar bíll valt út af veginum í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi um kvöldmatarleytið í gær. Að sögn lögreglu var fernt í bílnum og sluppu þau öll ómeidd enda öll með bílbelti.

Innlent
Fréttamynd

400 e-töflur fundust við húsleit í Keflavík

Lögreglan í Keflavík handtók á föstudagskvöld sex manns vegna fíkniefnaviðskipta. Við húsleit fundust um 400 e-töflur, 15 grömm af amfetamíni og lítilræði af kókaíni. Fólkinu hefur öllu verið sleppt. Markaðsvirði e-taflnanna gæti numið um einni og hálfri milljón. Þrír gistu svo fangageymslur lögreglunnar í Keflavík í nótt vegna ölvunar, þar á meðal ökumaður sem tekinn var snemma í morgun fyrir ölvunarakstur en brást illa við og beit lögregluþjón.

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán í Krónunni í Mosfellsbæ

Maður vopnaður hnífi ógnaði starfsfólki Krónunnar í Mosfellsbæ seint í gærkvöldi, heimtaði peninga og hafði á brott með sér talsvert fé. Fimm aðrir eru taldir tengjast ráninu. Tólf mínútur í ellefu var lögreglu tilkynnt um ránið og sautján mínútum síðar náðist sá grunaði vopnaður hnífi. Um miðnætti voru meintir vitorðsmenn hans handteknir í heimahúsi. Allir sex gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í nótt og verða þeir yfirheyrðir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Níu Ísraelar féllu í árás Hezbollah á Haifa

Sprengjuárásir Ísraela og skæruliðasamtakanna Hezbollah halda áfram á báða bóga. Bæir í norðurhluta Ísraels, við landamærin að Líbanon, hafa nú flestir verið yfirgefnir vegna sprengjuárása Hezbollah undanfarna daga. Hezbollah-skæruliðasamtökin gerðu árás á ísraelsku hafnarborgina Haifa í morgun, þar sem í það minnsta níu manns létu lífið.

Erlent
Fréttamynd

Takmarkað viðskiptabann sett á Norður-Kóreu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða að setja takmarkað viðskiptabann á Norður-Kóreu vegna prófana á langdrægum eldflaugum. Einnig var þess krafist að látið verði tafarlaust af öllum slíkum tilraunum. Það taka stjórnvöld í Norður-Kóreu hins vegar ekki í mál. Viðskiptabannið sem samþykkt var í gær á að hindra öll viðskipti með þau efni og hluti sem notuð eru til að smíða eldflaugar.

Erlent
Fréttamynd

139 hlauparar lögðu af stað úr Landmannalaugum

Það voru 139 ofurhugar sem lögðu af stað úr Landmannalaugum í morgun með það að markmiði að hlaupa Laugaveginn inn í Þórsmörk, um 55 km leið. Þrátt fyrir slæma veðurspá var veðrið sæmilegt í morgun og meira að segja sólarglæta.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú ker gangsett í skála 3

Endurgangsetning á þremur kerjum í skála 3 í Álverinu í Straumsvík í dag tókst með ágætum en engin framleiðsla hefur verið í skálanum síðan í júní. Til stendur að endurgangsetja öll kerin á næstu vikum og mánuðuðum.

Innlent
Fréttamynd

Vestrænar þjóðir óska eftir aðstoð Þjóðverja í málefnum Líbanons

Nokkrar þjóðir á Vesturlöndunum hafa beðið Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að miðla málum í deilu Ísraela og Líbana. Bandaríkjastjórn bað víst Merkel að ræða við háttsetta Ísraelsmenn og hún sagði þeim að ástandið í Líbanon væri viðkvæmt og mætti ekki við aðgerðum Ísraela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Der Spiegel, en nánar verður fjallað um málið í næsta tölublaði tímaritsins. Þjóðverjar hafa áður beitt sér í viðræðum Ísraela við Hizbollah-samtökin.

Erlent
Fréttamynd

Útafakstur á Ólafsfjarðarvegi

Bíll keyrði út af Ólafsfjarðarveginum milli Akureyrar og Dalvíkur um eittleytið í dag. Ökumaður var á leið í norður og missti stjórn á bíl sínum á móts við bæin Hátún með þeim afleiðingum að hann keyrði út af veginum, velti bílnum og endaði ofan í skurði. Ökumaður var einn í bílnum og sat fastur. Kalla þurfti tækjabíl á vettvang sem klippti manninn út úr bílnum. Maðurinn er lítillega slasaður og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ökumaður er grunaður um ölvun.

Innlent
Fréttamynd

Afnám verndartolla gangi að íslenskum landbúnaði dauðum

Á vef Landssambads kúabænda, naut.is, skrifar Þórólfur Sveinsson pistil í dag undir fyrirsögninni "Allt í lagi" hættan. Þar fjallar Þórólfur um umfjöllun Kastljóssins um skýrslu matvælanefndar sem birt var í gær. Hann segir viðmælendurna hafa verið á þeirri skoðun að það væri allt í lagi að fella niður tolla á erlendar landbúnaðarvörur til verndar íslenskum matvælum. Þessi hugsunarháttur sé hættulegur því augljóst sé að ef smásöluverð lækki til jafns við það sem kemur fram í skýrslunni sé ekkert fjármagn eftir til að borga starfsmönnum laun. Atvinnugrein sem hafi ekki efni á launagreiðslum hljóti hverfa.

Innlent
Fréttamynd

Stöð 2 og Sýn hækka

Fyrirtækið 365 hefur sent frá sér tilkynningu um hækkun á áskriftarstöðvum sínum frá og með 20. júlí næstkomandi. Áskrift að Stöð 2 og erlendum pökkum hækkar um 8% og áskrift að Sýn um 12% fyrir M12 áskrifendur en 13% í almennri áskrift.

Innlent
Fréttamynd

Atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu

Bandaríkjamenn ætla í dag ásamt Japönum að biðja um atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna þeirra. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að þjóðirnar tvær hafi ákveðið að sleppa því að vísa til sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til að forða því að Kínverjar beiti neitunarvaldi.

Erlent
Fréttamynd

Sænsk stjórnvöld ætla að flytja sænska ríkisborgara frá Líbanon

Sænsk stjórnvöld eru byrjuð að gera ráðstafanir til að flytja sænska ríkisborgara frá Líbanon. Stjórnin hefur reitt fram jafnvirði rúmlega hálfs miljarðs íslenskra króna til að kosta heimförina. Talið er að um 4.500 Svíar séu í Líbanon. Norska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Ísraels í Osló á sinn fund í gær en þar var honum gerð grein fyrir því að Norðmenn telja Ísraela ábyrga fyrir öryggi 300 Norðmanna í Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Pútín vill ekki íraskt lýðræði

Vladimir Pútín Rússlandsforseti kærir sig ekki um lýðræði eins og það sem Írakar hafi. Þetta sagði forsetinn á sameiginlegum blaðamannafundi með George Bush Bandaríkjaforseta í morgun en Bush hafði lýst því yfir fyrir ferð sína til Rússlands að hann myndi ræða áhyggjur manna af þróun lýðræðisins í Rússlandi við Pútín.

Erlent
Fréttamynd

Tafir á vél Iceland Express vegna bilanar

Talsverðar tafir urðu á flugi vélar Iceland Express til Friedrichshafen í morgun. Fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að bilun hafi komið upp í loku í hjólabúnaði vélarinnar. Þegar vélin var komin í loftið fóru hjólin upp með eðlilegum hætti en lok búnaðarins féll ekki að. Ákveðið var að lenda vélinni til að gera við lokuna. Eftir viðgerðina var vélinni flogið í stutt reynsluflug og að því búnu gengu farþegar um borð á ný. Áætlað er að vélin lendi í Friedrichshafen kl. 13.54 að íslenskum tíma, um klukkutíma á eftir áætlun.

Innlent
Fréttamynd

Leki í stýris- og bremsubúnaði Discovery

Geimfarar Discovery hafa fundið leka frá aflgjafa stýris- og bremsubúnaðar geimflaugarinnar. Ekki er hægt að ganga úr skugga um hvaða efni lekur frá aflgjafanum en starfsmenn NASA ganga út frá því að um eldfimt efni sé að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Átak gegn mávum í Hafnarfirði

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa ákveðið að fylgja eftir átaki Sjálfstæðismanna í Reykjavík og fækka mávum sem sagðir eru herja á bæjarbúa. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að mávurinn veki ótta hjá hafnfirskum börnum auk þess sem hann sæki í rusl og annað ætilegt í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur og Harry fordæma myndbirtinguna

Synir Díönu prinsessu, þeir Vilhjálmur og Harry fordæmdu í gær ákvörðun ítalsks tímarits um að birta mynd af Díönu eftir bílslysið sem dró hana til dauða árið 1997. Myndin var tekin af Díönu þar sem hún liggur mikið slösuð í aftursæti bíls og er sjúkraliði við að setja á hana súrefnisgrímu. Birting myndarinnar hefur vakið mikla reiði í Bretlandi. Vilhjálmur og Harry sögðust í gær vera sorgmæddir yfir lágkúru ítalska blaðsins og að þeir væru að bregðast minningu móður sinnar ef þeir verðu hana ekki.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglumenn slökktu eld í vörubíl

Snör handtök lögreglunnar á Ólafsvík forðuðu því að ekki fór verr þegar kviknaði í gömlum vörubíl sem stóð á yfirbyggðu porti nálægt fiskikerjum bæjarins í gærkvöldi. Talið er að unglingar sem hafi það fyrir sið að reykja í portinu hafi í ógáti kveikt í bílnum. Að sögn lögreglu á staðnum er mikill eldmatur nálægt portinu sem bíllinn stóð í og því skipti miklu að snarlega tókst að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Komst í gang aftur

Hjálparbeiðni barst frá bát sem var vélarvana úti fyrir Hornvík um klukkan átta í morgun og voru björgunarbátar kallaðir út. Áður en bátarnir komust á staðinn var hjálparbeiðnin afturkölluð þar sem skipverjum tókst að koma vél bátsins í gang að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðsmenn segjast vera að ná tökum á skógareldum í Kaliforníu

Um þrjú þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við skógareldana sem geysað hafa í Kaliforníuríki að undanförnu. Ágætlega gengur að ráða við eldana og er ekki talið að þeir muni breiða mikið frekar úr sér. Um fimmtíu heimili hafa orðið eldinum að bráð og eru um fimmtán hundruð heimili til viðbótar enn í hættu. Eldarnir breiða þó hægt úr sér og er talið að það náist að slökkva þá áður en þeir gera meiri skaða.

Erlent
Fréttamynd

Árásir Ísraela á Líbanon færast í aukana

Ísrael héldu í morgun áfram loftárásum á Líbaon, fjórða daginn í röð. Forsætisráðherra Ísraels segir að ekki verði gert hlé á árásunum fyrr en Hizbollah lætur ísraelsku hermennina lausa og hætti að skjóta eldflaugum á Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Keyptu fyrir Actavis

Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva sendi í gær frá sér tilkynningu um að fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík, ELL 33 ehf., hafi keypt sem jafngildir 1.894.650 hlutum eða um 10,19 prósent af almennu hlutafé félagsins.

Viðskipti innlent