Fréttir

Fréttamynd

Mesta mannfall í röðum Ísraela á einum degi

Ísraelsher hefur beitt loftárásum og stórskotaliði af miklu afli í Suður-Líbanon undanfarinn sólarhring eftir að níu hermenn voru drepnir í gær. Það er mesta mannfall á einum degi í röðum Ísraela frá því átökin hófust fyrir rúmum tveimur vikum.

Erlent
Fréttamynd

Sumarbústaður brann til kaldra kola

Sumarbústaður í landi Galtarholts, norðan við Borgarnes, brann til grunna í gærkvöldi. Bústaðurinn var mannlaus, en einn maður hafði verið í honum fyrr um kvöldið. Slökkviliðið í Borgarnesi kom á vettvang og kom í veg fyrir að verr færi því gaskútar og annar eldsmaðtur voru í grennd við bústaðinn. Nærliggjandi sumarbústaðir voru ekki í hættu.Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá sjónvarpstæki.

Innlent
Fréttamynd

Skítkast í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði skoðar nú myndband sem ungir drengir í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði settu á internetið. Á myndbandinu sjást drengirnir kasta mannaskít í skólabyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Minnir á þjóðarmorðin í Rúanda

Amnesty International skorar á alþjóðasamfélagið að binda enda á stríðsglæpi gegn almennum borgurum í Líbanon og Ísrael. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir viðbrögð alþjóðasamfélagsins minna á viðbrögðin við þjóðarmorðinu í Rúanda.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í efnaverksmiðju

Talsverð skelfing greip um sig í gríska bænum Lavrio í morgun þegar eldur kom upp í efnaverksmiðju þar.

Erlent
Fréttamynd

Enginn árangur af ráðstefnunni

Bandaríkjamenn og Bretar komu í veg fyrir að tafarlauss vopnahlés yrði krafist á alþjóðlegri ráðstefnu um stríðið í Líbanon sem fram fór í Róm í dag. Líbanski forsætisráðherrann spurði á ráðstefnunni hvort tár Ísraela væru meira virði en blóð Líbana.

Erlent
Fréttamynd

Lengja á kennaranámið í fimm ár

Lengja á kennaranámið í fimm ár og auka veg og virðingu kennarastarfsins með því að setja á laggirnar svokallað kennsluráð. Þetta er meðal þess kemur fram í skýrslu starfshóps um framtíðarskipan kennaramenntunar sem menntamálaráðherra kynnti ríkisstjórninni í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelar grunaðir um græsku

Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna saka Ísraela um að hafa af yfirlögðu ráði varpað sprengjum á búðir friðargæsluliða í Líbanon með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Átökin í Líbanon eru ekki í rénun og Ísraelar hertu enn sókn sína á Gaza í dag.

Erlent
Fréttamynd

Landsbanki Íslands tekur sambankalán

Landsbanki Íslands hefur tekið sambankalán upp á 600 milljónir evra eða 55 komma tvo milljarða íslenskra króna. Segir bankinn þetta líklega vera stærstu viðskipti sinnar tegundar sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur tekið þátt í, en 28 fjármálafyrirtæki í 16 löndum, auk Landsbankans taka þátt í láninu.

Innlent
Fréttamynd

Hefði komið til rýmingar í þéttbýli

Ef bensínflutningabíll ylti í Reykjavík, eins og gerðist í Ljósavatnsskarði í gær, gæti komið til stórtækrar rýmingar. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir það allt fara eftir ytri aðstæðum svo sem þéttleika byggðar, jarðvegi og veðri.

Innlent
Fréttamynd

Segja þjóðvegina slysagildru

Flutningabílstjórar segja þjóðvegina alltof þrönga og dæmi séu um að hliðarspeglar flutningabíla rekist saman þegar þeir mætast.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Michal Piecychna sem er Pólverji fæddur 1975. Hans er saknað frá því þann 20. júlí sl, en þá sást til hans í Skeifunni í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Mun færri fá greiddar vaxtabætur í ár en fyrra

Tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót, en fengu vaxtabætur í fyrra. Heildar vaxtabótagreiðslur lækka um 700 milljónir króna milli ára, aðallega vegna hækkunar fasteignamats og aukinna tekna einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Menntamálaráðuneytið leitar allra leiða til að vernda LÍN

Eftirlitsstofnun EFTA krefst þess að skilyrði um að Evrópubúar hafi búið á Íslandi í tvö ár, áður en þeir geta fengið lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, verði fellt úr gildi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir ekki koma til greina að skilja Lánasjóð íslenskra námsmanna eftir galopinn.

Innlent
Fréttamynd

Vísitala fasteignaverðs hækkaði í júní

Vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 309 stig í síðasta mánuði en það er 0,6 prósenta hækkun frá maí, samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Fasteignaverð hefur hækkað um 13,1 prósent síðastliðna 12 mánuði að jafnaði um 1 prósent undanfarið hálft ár. Hækkunin í júní er undir því meðaltali.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heildarvirði krónubréfaútgáfu orðið 240 milljarðar

Heildarvirði erlendra krónubréfaútgáfu er orðið um 240 milljarðar króna frá því hún hófst fyrir tæpu ári. Þingmaður Samfylkingarinnar varar við óvissunni sem þessu fylgir. Um 60 milljarðar króna eru á gjalddaga frá ágústmánuði til næstu áramóta.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur loka veginum að Ufsarstíflu

Um 20-25 mótmælendur eru búnir að loka veginum að Ufsarstíflu á Eyjabakkasvæðinu. Þeir sitja nú á veginum við vegamótin að Hraunaveitu og hreyfa sig hvergi þrátt fyrir tilmæli lögreglu. Bæði Íslendingar og útlendingar eru að mótmæla.

Innlent
Fréttamynd

Enn eykst tapið hjá GM

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nokkuð um árekstra í Reykjavík

Nokkuð var um árekstra í umferðinni í Reykjavík í gær og reyndist einn ökumaður sem lenti í árekstri vera próflaus og tveir aðrir undir áhrifum áfengis eða lyfja. Auk þess voru ellefu ökumenn teknir fyrir hraðakstur. Lögreglan vill brýna fyrir fólki að fara varlega í umferðinni og minnir á að neysla áfengis og lyfja eiga ekkert erindi í umferðina.

Innlent
Fréttamynd

Þýskur verkamaður slasaðist í vinnuslysi

Þýskur verkamaður slasaðist í Laugardalnum í gær. Maðurinn fékk stein í andlitið þegar hann var að störfum ásamt öðrum við vinnupall við íþróttamannvirki. Maðurinn hlaut skurð í andlitið en var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Hann reyndist vera óbrotinn en ljóst er að öryggishjálmur sem hann bar gerði gæfumuninn.

Innlent
Fréttamynd

Rússneskt rusl finnst í Hafnarfirði

Íbúi í Hafnarfirði grunar áhöfn á rússneskum togara, sem liggur úti fyrir höfninni, um að fleygja rusli í sjóinn. Meðal annars fannst rússnesk tómatsósuflaska í fjörunni í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefni við H5N1 afbrigði fuglaflensu

Lyfjafræðingar hjá breska lyfjafyrirtækinu Glaxo Smith Kline telja sig hafa þróað bóluefni gegn hinu banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu. Fjöldaframleiðsla á því gæti hafist á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Tekjur Eurostar jukust um 6 prósent

Áhugi fólks á sögusviði kvikmyndarinnar Da Vinci lykillinn í París í Frakklandi og HM í knattspyrnu í Þýskalandi urðu til þess að tekjur Eurostar, lestarinnar sem gengur frá Lundúnum í Bretlandi undir Ermarsund og til Parísar í Frakklandi, námu tæpum 260 milljónum punda, eða 34,7 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 6 prósenta aukning á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krefja Ísraela um bætur

Líbanar ætla að krefja Ísraela um bætur vegna árása þeirra á landið síðustu daga. Fuad Siniora, forsætisráðherra landsins, sem nú situr fund um ástandið í Líbanon í Róm á Ítalíu, tilkynnti þetta í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Ótímabært að ræða hvort NATO sendi lið til Líbanon

Framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins segir ótímabært að ræða það hvort fjölþjóðlegt herlið sem sent yrði til Suður-Líbanon lúti stjórn þess. Frakkar segjast tilbúnir að leiða herliðið. Fjórir liðsmenn friðareftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon féllu í loftárás Ísraelshers á bækistöð þeirra í suðurhluta landsins í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Olíuflutningabíllinn var á um 90 km hraða

Olíubíllinn sem valt á þjóðveginum í Ljósavatnsskarði í gærmorgun, virðist hafa verið á ólöglegum hraða, samkvæmt ökurita bílsins. Að sögn Sigurðar Brynjólfssonar hjá lögreglunni á Húsavík, bendir fyrsta athugun á ökuritanum til þess að bíllinn hafi verið á 90 kílómetra hraða þegar hann mætti stórum flutningabíl, andartaki áður en hann valt.

Innlent
Fréttamynd

Mengun vegna bensínslyssins talin óveruleg

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands telur mengun vegna bensínslyssins í Ljósavatnsskarði í gær vera litla sem enga. Valdimar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins, segir mest af bensíninu hafa lent á veginum og vegkantinum en vegurinn er mikið upphækkaður á þessum stað.

Innlent