Fréttir Sakar ríkisstjórnina um svik Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakar ríkisstjórnina um að hafa svikið loforð sitt við Alþýðusamband Íslands hvað varðar vaxtabætur. Um 13 prósentustigum minna verður greitt í vaxtabætur um mánaðamótin en greitt var í fyrra. Innlent 27.7.2006 17:07 Methagnaður hjá Bakkavör Bakkavör Group hf. skilaði 2,8 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og er það eftir 67 prósenta aukning á milli ára. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 2 milljörðum króna sem er 83 prósenta aukning frá sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 27.7.2006 16:53 Vísar á bug ummælum fyrrverandi bæjarstjóra Það er ófrávíkjanlegt lagaskilyrði fyrir skráningu hlutafélags í hlutafélagaskrá að hlutafé að lágmarki kr. 4.000.000 hafi þegar verið greitt við skráningu. Þetta kemur m.a. fram í yfirlýsingu sem ríkisskattstjóri sendi frá sér vegna ummæla Guðjóns Hjörleifssonar, alþingismanns og fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um að sú vinnuregla eða hefð hafi skapast að stofnfé hlutafélaga sé ekki allt greitt við skráningu hlutafélaga. Innlent 27.7.2006 16:37 Reyndi að koma fölsuðum evrum í umferð Lögreglan í Reykjavík varar við útlendingi sem virðist reyna að koma fölsuðum evrum í umferð. Þetta er lágvaxinn karlmaður sem talar bjagaða ensku. Hann er dökkur yfirlitum og er líklega með gleraugu. Til hans sást við BSÍ í Reykjavík og í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Innlent 27.7.2006 16:04 Avion verðlaunað af Business Britain Magazine Avion Group hefur verið valið besta alhliða þjónustufyrirtækið á sviði flutninga árin 2005 til 2006 af tímaritinu Business Britain Magazine. Í umsögn um verðlaunahafann segir m.a. að Avion hafi sýnt mjög metnaðarfulla frammistöðu frá stofnun félagsins í upphafi síðasta árs. Innlent 27.7.2006 15:10 Floyd Landis féll á lyfjaprófi Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis féll á lyfjaprófi sem hann fór í eftir 17. áfanga Frakklandshjólreiðanna á dögunum eftir að óeðlilega hátt magn testósteróns fannst í sýni sem tekið var úr honum. Talsmenn hjólreiðakappans segja þessa niðurstöðu koma verulega á óvart, en sýni svokallað B-sýni sömu niðurstöðu, á hann von á að verða sviptur titli sýnum og rekinn frá liði sínu Phonak. Sport 27.7.2006 14:36 Óttast um eiturefnamengun í Norður-Ísrael Óttast var að eiturefni myndu losna úti í andrúmslofið í bænum Kiryat Shemona í Norður-Ísrael í dag þegar flugskeyti Hizbollah skæruliða skall þar á efnaverksmiðju. Mikill eldur kviknaði og þykkan reyk lagði frá verksmiðjunni. Erlent 27.7.2006 14:34 Benz hagnast en Chrysler tapar Hagnaður bandarísk-þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler nam 1,81 milljarði evra, jafnvirði tæpra 166 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti erlent 27.7.2006 14:24 Réttarhöldunum yfir Saddam lokið Dómur yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, er væntanlegur sextánda október næstkomandi en réttarhöldum yfir honum og sjö öðrum lauk í dag. Saddam er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu og gæti átt yfir höfði sér dauðadóm verði hann sakfelldur. Erlent 27.7.2006 13:37 Grænt ljós á aðgerðir í Líbanon Ísraelar segja aðeins hægt að túlka niðurstöðu fundar í Róm í gær sem grænt ljós á árásir sínar á Líbanon þar til Hizbollah-samtökin hafi verið upprætt. Ekki tókst samkomulag um tafarlaust vopnahlé á fundinum. Mannréttindasamtök saka Ísraela um að nota klasasprengjur í árásum á þéttbýl svæði í Líbanon. Erlent 27.7.2006 12:17 Endurskoðun á reglum um eldsneytisflutninga í gangi Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Umferðarstofu að skoða möguleika á breytingum á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Hann gerir ráð fyrir að einnig verði farið í almenna endurskoðun á eldsneytisflutningum um þjóðvegi landsins. Innlent 27.7.2006 12:07 60 þúsund deyja árlega af völdum sólarinnar Sólin verður um sextíu þúsund manns að bana um allan heim á ári hverju að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Flest dauðsföllin verða af völdum húðkrabbameins. Erlent 27.7.2006 12:12 Tilviljanir að ekki hafi orðið stórslys Tilviljanir virðast hafa ráðið því að undanförnu að ekki hafa orðið stórslys þegar vöruflutningabílum hefur hlekkst á á þjóðvegum landsins. Slíkum slysum hefur fjölgað talsvert frá því í fyrra. Innlent 27.7.2006 11:56 Minniháttar meiðsl eftir bílveltu Ökumaður fólksbíls hlaut minniháttar meiðsl í bílveltu við Hólmavík í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar í bænum fór bíllinn að minnsta kosti eina veltu og er hann talinn ónýtur. Innlent 27.7.2006 11:22 Næstráðandi í al-Kaída hvetur múslima til að berjast Ayman al-Zawahri, næstráðandi í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, hvetur múslima til að berjast saman gegn því sem hann kallar krossferð síonista gegn Líbanon, Palestínumönnum og öðrum ríkjum múslima. Þetta kemur fram í myndbandi sem arabíska fréttastöðin Al Jazeera birti fyrir stundu. Erlent 27.7.2006 10:46 Norður-Kóreumenn ætla ekki að ræða kjarnorkudeiluna Stjórnvöld í Norður-Kóreu ætla ekki að taka þátt í viðræðum um kjarnorkudeilu sína við vesturveldin á ráðstefnu samtaka Suðausturasíuríkja sem nú er haldin í Kuala Lumpur í Malasíu. Erlent 27.7.2006 10:34 Næsti Tiger Woods kominn fram? Bandarískur drengur á þriðja ári gæti hæglega orðið næsti Tiger Woods í golfinu ef hann heldur áfram að æfa sig. Brayden Bozak er ef til vill sá yngsti í heimi til að leggja stund á golf og það kemur líkast til á óvart að hann sveiflar kylfunni eins og atvinnumaður. Erlent 27.7.2006 10:26 Blóðbaðið í Írak heldur áfram Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns hafa beðið bana í sprengjuárásum í Bagdad í Írak í morgun. Fjörutíu og fimm liggja sárir eftir árásirnar að sögn Reuters-fréttastofunnar, en AP segir allt upp í 153 hafa særst. Erlent 27.7.2006 10:00 Shell skilaði góðum hagnaði Olíurisinn Shell skilaði 6,3 milljarða bandaríkjadala, eða rúmlega 457 milljarða króna, hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 36 prósenta hækkun á milli ára og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um tæpar 218 milljónir króna á hverri klukkustund á tímabilinu. Viðskipti erlent 27.7.2006 09:41 Pólverjinn fundinn Pólverji, sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í gær og hafði verið týndur í viku, fannst á hótelherbergi í Reykjavík í nótt, heill á húfi. Innlent 27.7.2006 09:35 Einn maður í lífshættu eftir hnífsstungu Einn maður er í lífshættu eftir að ráðist var á hann og vinnufélaga hans á skemmtistaðnum Pan Club í Kaupmannahöfn í nótt. Á Fréttavef Politiken segir að átök hafi brotist út um við skemmtistaðinn milli þriggja dyravarða og fjölda manna sem enduðu með því að tveir þeirra voru stungnir með hníf. Lögreglan hefur handtekið þrjá menn í tengslum við málið sem er í rannsókn. Erlent 27.7.2006 08:06 Hagnaður Landsbankans 20,4 milljarðar króna Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 27.7.2006 09:05 Þúsundir þrömmuðu um götur Kænugarðs Þúsundir manna þrömmuðu um götur Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, í gær til að sýna hugsanlega verðandi forsætisráðherra landsins, Viktor Janúkóvitsj, stuðning. Fylking hans vann flest sæti í þingkosningunum í Úkraínu fyrr á árinu og var Janúkóvitsj í framhaldinu tilnefndur sem næsti forsætisráðherra landsins. Erlent 27.7.2006 08:22 Um 1.500 laxar komnir á land úr Norðurá Tæplega 1.500 laxar hafa veiðst í Norðurá það sem af er sumri samkvæmt fréttavefnum Skessuhorn.is. Í fyrradag voru komnir fjórtán 1488 laxar á land af efra og neðra svæði árinnar. Innlent 27.7.2006 08:18 Minni veiði í Laxá í Ásum en áður Mun minni veiði hefur verið í Laxá á Ásum, framan af sumri en í fyrrasumar, þótt veiðin hafi glæðast upp á síðkastið, að sögn Fréttablaðsins. Laxá á Ásum hefur oft státað af mestu veiði á hverja stöng, af öllum ám á landinu og kostar veiðileyfið þar 250 þúsund krónur á stöng á dag. Innlent 27.7.2006 07:58 16 farast í þyrluslysi Sextán biðu bana þegar herþyrla hrapaði til jarðar í suðausturhluta Afganistans í nótt. Enginn um borð lifði af en bæði bandarískir hermenn, og hermenn af öðru þjóðerni, voru í þyrlunni. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði. Erlent 27.7.2006 08:13 Unglingsstúlka lést í handsprengjuárás Unglingsstúlka lést þegar handsprengju var hent inn á heimili hennar í indverska hlutka Kasmír-héraðs í morgun. Árásin er sögð hafa beinst að bróður stúlkunnar sem að sögn Reuters-fréttastofunnar er fyrrverandi skæruliði. Fimm aðrir fjölskyldumeðlimir særðust í árásinni. Erlent 27.7.2006 08:27 Skattgreiðendum fjölgar um 7.000 Sjö þúsund fleiri einstaklingar greiða hátekjuskatt í ár en í fyrra, eða samtals tuttugu og fjögur þúsund manns. Þrátt fyrir það nemur innheimta Ríkissjóðs af hátekjusklatti hátt í hálfum örðum milljarði lægri upphæð en í fyrra, sem skýrist af skattalækkuninni, sem nú kemur til framkvæmdar. Þá eru framteljendur í ár hátt í sjö þúsund fleiri en í fyrra, sem skýrist að verulegu leiti af fjölgun erlendra framteljenda hér. Innlent 27.7.2006 07:55 Mannfall í aurskriðum í Kína Að minnsta kosti sex eru látnir og tæplega fjörutíu er saknað eftir að aurskriður féllu í tveimur héruðum í suðurhluta Kína í gær. Skriðurnar féllu í kjölfar mikilla rigninga eftir að hitabeltisstormurinn Kaemi gekk yfir Guangdong- og Jiangxi-hérað. Erlent 27.7.2006 08:09 Skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma stríðsátökin í Líbanon Samtök herstöðvaandstæðinga skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma mannréttindabrot Ísraels í Líbanon og beita sér fyrir því að þau verði stöðvuð tafarlaust. Í tilkyningu frá samtökunum segir að Bandaríkjastjórn hafi komið í veg fyrir að fjölþjóðleg ráðstefna í Róm í gær krefðist þess að tafarlausu vopnahlé yrði komið á, og Bretland og Þýskaland hafi komið í veg fyrir að Evrópusambandið beitti sér í málinu. Innlent 27.7.2006 08:08 « ‹ ›
Sakar ríkisstjórnina um svik Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakar ríkisstjórnina um að hafa svikið loforð sitt við Alþýðusamband Íslands hvað varðar vaxtabætur. Um 13 prósentustigum minna verður greitt í vaxtabætur um mánaðamótin en greitt var í fyrra. Innlent 27.7.2006 17:07
Methagnaður hjá Bakkavör Bakkavör Group hf. skilaði 2,8 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og er það eftir 67 prósenta aukning á milli ára. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 2 milljörðum króna sem er 83 prósenta aukning frá sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 27.7.2006 16:53
Vísar á bug ummælum fyrrverandi bæjarstjóra Það er ófrávíkjanlegt lagaskilyrði fyrir skráningu hlutafélags í hlutafélagaskrá að hlutafé að lágmarki kr. 4.000.000 hafi þegar verið greitt við skráningu. Þetta kemur m.a. fram í yfirlýsingu sem ríkisskattstjóri sendi frá sér vegna ummæla Guðjóns Hjörleifssonar, alþingismanns og fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um að sú vinnuregla eða hefð hafi skapast að stofnfé hlutafélaga sé ekki allt greitt við skráningu hlutafélaga. Innlent 27.7.2006 16:37
Reyndi að koma fölsuðum evrum í umferð Lögreglan í Reykjavík varar við útlendingi sem virðist reyna að koma fölsuðum evrum í umferð. Þetta er lágvaxinn karlmaður sem talar bjagaða ensku. Hann er dökkur yfirlitum og er líklega með gleraugu. Til hans sást við BSÍ í Reykjavík og í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Innlent 27.7.2006 16:04
Avion verðlaunað af Business Britain Magazine Avion Group hefur verið valið besta alhliða þjónustufyrirtækið á sviði flutninga árin 2005 til 2006 af tímaritinu Business Britain Magazine. Í umsögn um verðlaunahafann segir m.a. að Avion hafi sýnt mjög metnaðarfulla frammistöðu frá stofnun félagsins í upphafi síðasta árs. Innlent 27.7.2006 15:10
Floyd Landis féll á lyfjaprófi Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis féll á lyfjaprófi sem hann fór í eftir 17. áfanga Frakklandshjólreiðanna á dögunum eftir að óeðlilega hátt magn testósteróns fannst í sýni sem tekið var úr honum. Talsmenn hjólreiðakappans segja þessa niðurstöðu koma verulega á óvart, en sýni svokallað B-sýni sömu niðurstöðu, á hann von á að verða sviptur titli sýnum og rekinn frá liði sínu Phonak. Sport 27.7.2006 14:36
Óttast um eiturefnamengun í Norður-Ísrael Óttast var að eiturefni myndu losna úti í andrúmslofið í bænum Kiryat Shemona í Norður-Ísrael í dag þegar flugskeyti Hizbollah skæruliða skall þar á efnaverksmiðju. Mikill eldur kviknaði og þykkan reyk lagði frá verksmiðjunni. Erlent 27.7.2006 14:34
Benz hagnast en Chrysler tapar Hagnaður bandarísk-þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler nam 1,81 milljarði evra, jafnvirði tæpra 166 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti erlent 27.7.2006 14:24
Réttarhöldunum yfir Saddam lokið Dómur yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, er væntanlegur sextánda október næstkomandi en réttarhöldum yfir honum og sjö öðrum lauk í dag. Saddam er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu og gæti átt yfir höfði sér dauðadóm verði hann sakfelldur. Erlent 27.7.2006 13:37
Grænt ljós á aðgerðir í Líbanon Ísraelar segja aðeins hægt að túlka niðurstöðu fundar í Róm í gær sem grænt ljós á árásir sínar á Líbanon þar til Hizbollah-samtökin hafi verið upprætt. Ekki tókst samkomulag um tafarlaust vopnahlé á fundinum. Mannréttindasamtök saka Ísraela um að nota klasasprengjur í árásum á þéttbýl svæði í Líbanon. Erlent 27.7.2006 12:17
Endurskoðun á reglum um eldsneytisflutninga í gangi Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Umferðarstofu að skoða möguleika á breytingum á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Hann gerir ráð fyrir að einnig verði farið í almenna endurskoðun á eldsneytisflutningum um þjóðvegi landsins. Innlent 27.7.2006 12:07
60 þúsund deyja árlega af völdum sólarinnar Sólin verður um sextíu þúsund manns að bana um allan heim á ári hverju að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Flest dauðsföllin verða af völdum húðkrabbameins. Erlent 27.7.2006 12:12
Tilviljanir að ekki hafi orðið stórslys Tilviljanir virðast hafa ráðið því að undanförnu að ekki hafa orðið stórslys þegar vöruflutningabílum hefur hlekkst á á þjóðvegum landsins. Slíkum slysum hefur fjölgað talsvert frá því í fyrra. Innlent 27.7.2006 11:56
Minniháttar meiðsl eftir bílveltu Ökumaður fólksbíls hlaut minniháttar meiðsl í bílveltu við Hólmavík í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar í bænum fór bíllinn að minnsta kosti eina veltu og er hann talinn ónýtur. Innlent 27.7.2006 11:22
Næstráðandi í al-Kaída hvetur múslima til að berjast Ayman al-Zawahri, næstráðandi í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, hvetur múslima til að berjast saman gegn því sem hann kallar krossferð síonista gegn Líbanon, Palestínumönnum og öðrum ríkjum múslima. Þetta kemur fram í myndbandi sem arabíska fréttastöðin Al Jazeera birti fyrir stundu. Erlent 27.7.2006 10:46
Norður-Kóreumenn ætla ekki að ræða kjarnorkudeiluna Stjórnvöld í Norður-Kóreu ætla ekki að taka þátt í viðræðum um kjarnorkudeilu sína við vesturveldin á ráðstefnu samtaka Suðausturasíuríkja sem nú er haldin í Kuala Lumpur í Malasíu. Erlent 27.7.2006 10:34
Næsti Tiger Woods kominn fram? Bandarískur drengur á þriðja ári gæti hæglega orðið næsti Tiger Woods í golfinu ef hann heldur áfram að æfa sig. Brayden Bozak er ef til vill sá yngsti í heimi til að leggja stund á golf og það kemur líkast til á óvart að hann sveiflar kylfunni eins og atvinnumaður. Erlent 27.7.2006 10:26
Blóðbaðið í Írak heldur áfram Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns hafa beðið bana í sprengjuárásum í Bagdad í Írak í morgun. Fjörutíu og fimm liggja sárir eftir árásirnar að sögn Reuters-fréttastofunnar, en AP segir allt upp í 153 hafa særst. Erlent 27.7.2006 10:00
Shell skilaði góðum hagnaði Olíurisinn Shell skilaði 6,3 milljarða bandaríkjadala, eða rúmlega 457 milljarða króna, hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 36 prósenta hækkun á milli ára og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um tæpar 218 milljónir króna á hverri klukkustund á tímabilinu. Viðskipti erlent 27.7.2006 09:41
Pólverjinn fundinn Pólverji, sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í gær og hafði verið týndur í viku, fannst á hótelherbergi í Reykjavík í nótt, heill á húfi. Innlent 27.7.2006 09:35
Einn maður í lífshættu eftir hnífsstungu Einn maður er í lífshættu eftir að ráðist var á hann og vinnufélaga hans á skemmtistaðnum Pan Club í Kaupmannahöfn í nótt. Á Fréttavef Politiken segir að átök hafi brotist út um við skemmtistaðinn milli þriggja dyravarða og fjölda manna sem enduðu með því að tveir þeirra voru stungnir með hníf. Lögreglan hefur handtekið þrjá menn í tengslum við málið sem er í rannsókn. Erlent 27.7.2006 08:06
Hagnaður Landsbankans 20,4 milljarðar króna Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 27.7.2006 09:05
Þúsundir þrömmuðu um götur Kænugarðs Þúsundir manna þrömmuðu um götur Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, í gær til að sýna hugsanlega verðandi forsætisráðherra landsins, Viktor Janúkóvitsj, stuðning. Fylking hans vann flest sæti í þingkosningunum í Úkraínu fyrr á árinu og var Janúkóvitsj í framhaldinu tilnefndur sem næsti forsætisráðherra landsins. Erlent 27.7.2006 08:22
Um 1.500 laxar komnir á land úr Norðurá Tæplega 1.500 laxar hafa veiðst í Norðurá það sem af er sumri samkvæmt fréttavefnum Skessuhorn.is. Í fyrradag voru komnir fjórtán 1488 laxar á land af efra og neðra svæði árinnar. Innlent 27.7.2006 08:18
Minni veiði í Laxá í Ásum en áður Mun minni veiði hefur verið í Laxá á Ásum, framan af sumri en í fyrrasumar, þótt veiðin hafi glæðast upp á síðkastið, að sögn Fréttablaðsins. Laxá á Ásum hefur oft státað af mestu veiði á hverja stöng, af öllum ám á landinu og kostar veiðileyfið þar 250 þúsund krónur á stöng á dag. Innlent 27.7.2006 07:58
16 farast í þyrluslysi Sextán biðu bana þegar herþyrla hrapaði til jarðar í suðausturhluta Afganistans í nótt. Enginn um borð lifði af en bæði bandarískir hermenn, og hermenn af öðru þjóðerni, voru í þyrlunni. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði. Erlent 27.7.2006 08:13
Unglingsstúlka lést í handsprengjuárás Unglingsstúlka lést þegar handsprengju var hent inn á heimili hennar í indverska hlutka Kasmír-héraðs í morgun. Árásin er sögð hafa beinst að bróður stúlkunnar sem að sögn Reuters-fréttastofunnar er fyrrverandi skæruliði. Fimm aðrir fjölskyldumeðlimir særðust í árásinni. Erlent 27.7.2006 08:27
Skattgreiðendum fjölgar um 7.000 Sjö þúsund fleiri einstaklingar greiða hátekjuskatt í ár en í fyrra, eða samtals tuttugu og fjögur þúsund manns. Þrátt fyrir það nemur innheimta Ríkissjóðs af hátekjusklatti hátt í hálfum örðum milljarði lægri upphæð en í fyrra, sem skýrist af skattalækkuninni, sem nú kemur til framkvæmdar. Þá eru framteljendur í ár hátt í sjö þúsund fleiri en í fyrra, sem skýrist að verulegu leiti af fjölgun erlendra framteljenda hér. Innlent 27.7.2006 07:55
Mannfall í aurskriðum í Kína Að minnsta kosti sex eru látnir og tæplega fjörutíu er saknað eftir að aurskriður féllu í tveimur héruðum í suðurhluta Kína í gær. Skriðurnar féllu í kjölfar mikilla rigninga eftir að hitabeltisstormurinn Kaemi gekk yfir Guangdong- og Jiangxi-hérað. Erlent 27.7.2006 08:09
Skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma stríðsátökin í Líbanon Samtök herstöðvaandstæðinga skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma mannréttindabrot Ísraels í Líbanon og beita sér fyrir því að þau verði stöðvuð tafarlaust. Í tilkyningu frá samtökunum segir að Bandaríkjastjórn hafi komið í veg fyrir að fjölþjóðleg ráðstefna í Róm í gær krefðist þess að tafarlausu vopnahlé yrði komið á, og Bretland og Þýskaland hafi komið í veg fyrir að Evrópusambandið beitti sér í málinu. Innlent 27.7.2006 08:08