Fréttir Þreyttur og kaldur eftir hrakningar næturinnar Maðurinn, sem leitað var að í Skaftafelli frá því á hádegi í gær, var orðinn hrakinn, kaldur og svangur þegar björgunarmenn fundu hann á Skeiðarársandi í morgun. Hann fannst kl. 8 í morgun u.þ.b fimm kílómetra fyrir sunnan þjóðveginn á milli Skaftafellsár og Skeiðarár. Innlent 8.8.2006 11:56 Stígamót gagnrýna villandi fréttaflutning Stígamót gagnrýna villandi fréttaflutning helgarinnar í tengslum við sjónarmið samtakanna varðandi útihátíðarhald og kynferðisbrot. Samtökin ítreka að þau hafi boðið upp á þjónustu sína fyrir helgina til þess eins að tryggja að skortur á þjálfuðu starfsfólki kæmi ekki í veg fyrir að áfallahjálp væri í boði yfir verslunarmannahelgina. Innlent 8.8.2006 11:46 Orðalag ályktunar rætt Minnst fimmtán óbreyttir borgarar féllu í um áttatíu loftárásum sem Ísraelsher gerði á Líbanon í nótt og í morgun. Á meðan sitja fulltrúar þeirra ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem á að verða grunnur að vopnahléi í landinu. Erlent 8.8.2006 11:56 Alþjóðlegt skátamót sett í Perlunni Það fór lítið fyrir sólinni þegar 250 skátar komu saman við Perlunna í morgun þar sem alþjóðlegt skátamót var sett. Bandalag íslenskra skáta stendur fyrir mótinu sem haldið er hér á landi í þriðja sinn. Skátarnir eru á aldrinum 15-30 ára og koma frá tíu löndum, meðal annars frá Færeyjum og Hong Kong. Skátarnir munu fara í ferðir um landið næstu fjóra daga en skátarnir velja sér ferðir sem boðið verður upp á víða um land. Að ferðunum loknum munu skátarnir sameinast á ný á Úlfljótsvatni og dvelja þar í tvær nætur. Innlent 8.8.2006 11:42 Gistinóttum fjölgaði um 8% í júnímánuði Gistinóttum á hótelum í júní síðastliðnum fjölgaði um tæp 8% eða úr tæplega 124.000 133.000 frá því í sama mánuði á síðasta ári. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarðar eða um 17%. Fjölgun gistinátta er bæði meðal Íslendinga og útlendinga en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 22% en um 5% meðal útlendinga. Innlent 8.8.2006 09:57 Lamaður maður klífur fjall Svo virtist í gær sem langþráður draumur lamaðs Japana myndi rætast þegar hann var kominn langleiðina upp hæsta fjall Sviss. Seiji Uchida lamaðist í umferðaslysi fyrir rúmum tveimur áratugum en þrátt fyrir það hefur hann haft það að markmiði að klífa fjall. Það var svo fyrir nokkru sem ákveðið var að hann legði í ferð upp Breithorn-fjall sem er rúmir fjögur þúsund metrar á hæð. Erlent 8.8.2006 08:37 Engir mótmælendur á Kárahnjúkasvæðinu Allt er nú með kyrrum kjörum á Kárahnjúkasvæðinu eftir mótmæli síðustu daga. Síðustu mótmælendurnir voru fluttir frá búðunum við Lindir í gær og niður á Egilsstaði. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, segir að flutningur fólksins hafi gengið vandræðalaust fyrir sig en allur hópurinn, um tólf manns, var fluttur á Egilsstaði. Það eru því engar búðir við Lindir núna og segir Óskar að lögreglan muni fylgjast með hvort mótmælendur fari á Kárahnjúkasvæðið á ný til að mótmæla. Flestir mótmælandanna eru útlendingar og telur Óskar að þeir séu enn á Egilsstöðum eða nágrenni, en búnaður fólksins er enn í haldi lögreglunnar. Innlent 8.8.2006 09:28 Síamstvíbuarar gangast undir erfiða aðgerð Læknar í Salt Lake City í Bandaríkjunum reyna nú hvað þeir geta til að aðskilja tvíburarsysturnar Kendru og Maliyuh Herrin sem eru samvaxnar fyrir neðan mitti. Kendra og Maliyah eru fjögurra ára. Þær hafa aðeins tvo fætur og eitt nýra. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið reynt að aðskilja síamstvíbura með aðeins eitt nýra. Erlent 8.8.2006 08:35 TM hlýtur samþykki til að eignast NEMI Viðskipti innlent 8.8.2006 09:35 Hátt á 200 fíkniefnamál komu upp um helgina Á annað hundrað fíkniefnamál komu til kasta lögreglu um verslunarmannahelgina, aðallega í tengslum við útihátíðir og lang flest á Akureyri. Búist er við að ekki séu öll kurl enn komin til grafar og fleiri mál eigi eftir að koma í ljós. Í mörgum tilvikum er um svonefnd smámál að ræða, eða að fólk hefur verið tekið með fíkniefni til einkaneyslu, en nokkur sölumál eru einnig í rannsókn og í tengslum við þau var hald lagt á talsvert af fíkniefnum. Lögregla hafði víða mjög mjög öflugt eftirlit með þessum málum og kann það að skýra fjölda mála að hluta. Innlent 8.8.2006 08:37 Forseti Eþíópíu heimsækir flóðasvæði Björgunarmenn hafa leitað eftirlifenda í rústum húsa eftir að skyndiflóð urðu um tvö hundruð manns að bana í Austur-Eþíópíu um liðna helgi. Vatnsflaumurinn skall á húsum í Dire Dawa, 500 km austur af höfuðborginni Addis Ababa, eftir að nálæg á flæddi yfir bakka sínum snemma í gærmorgun. Töluvert hafði rignt á svæðinu. Erlent 8.8.2006 08:31 Aðeins 107 kaupsamningum þinglýst í síðustu viku Aðeins 107 kaupsamningum vegna íbúðakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, sem er 28 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. Meðaltalið hefur líka lækkað ört, eða úr 150 samningum fyrir þremur vikum niður í 135 núna. Húsnæðiskaupveltan var 2,7 milljaðrar og hefur aðeins mælst lægri í janúar og apríl, á árinu. Meðal upphæð samninga lækkaði lítillega í síðustu viku, frá 12 vikna meðaltalinu. Innlent 8.8.2006 08:33 Endurtalningar krafist Mörg þúsund stuðningsmenn mexíkóska vinstirmannsins Andres Manuel Lopez Obrador komu saman fyrir utan höfuðstöðvar kjörstjórnar í Mexíkó í gær til að krefjast endurtalningar í forsetakosningum þar í landi. Lopez Obrador var í framboði í þeim kosningum og hefur krafist þess að atkvæði verði öll talin að nýju. Kjörstjórn hefur hins vegar úrskurðað að atkvæði frá níu prósent kjörstaða verði talin á ný. Erlent 8.8.2006 08:28 Enn gestir í Vestmannaeyjum Slatti af þjóðhátíðargestum er enn í Vestmannaeyjum en búist er við að flestir eða allir komist heim í dag. Þar fór allt vel fram í gærkvöldi og í nótt. Það fóru heldur ekki allir gestir frá Akureyri í gærkvöldi og voru tveir þeirra handteknir í nótt grunaðir umm innbrot og jafnvel fleiri afbrot um helgina. Innlent 8.8.2006 08:30 Njósnavél Hizbolla skotin niður Ísraelsher sendi í gærkvöldi frá sér myndband sem sagt er sýna þegar vél ísrelska flughersins skýtur niður fjarstýrða smávél Hizbollah-skæruliða þar sem henni var flogið undan strönd Ísraels. Erlent 8.8.2006 08:17 Lausn í sjónmáli Fulltrúar ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sitja nú á rökstólum og ræða orðalag ályktunar um vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Sendiherra Þjóðverja segir samkomulag í sjónmáli. Að minnsta kosti 49 almennir borgarar féllu í árásum Ísraelshers á Líbanon í gær. Erlent 8.8.2006 08:14 Umferð gekk vel Þrátt fyrir mjög mikla umferð til höfuðborgarsvæðisins í gær og fram á kvöld, er ekki vitað til þess að neitt slys eða umtalsverð óhöpp hafi orðið. Að sögn lögreglumanna má vel við una, ekki síst í ljósi þess að margir bílar drógu tjaldvagna, fellihýsi eða hjólhýsi, sem ökumenn eru óvanir að hafa aftan í bílum sínum. Þrátt fyrir að umferðin væri alla jafnan róleg, stöðvaði lögreglan á Blönduósi fimmtíu ökumenn fyrir of hraðan akstur og í Vestur Skaftafellssýslu voru 80 stöðvaðir um helgina fyrir hraðakstur. Innlent 8.8.2006 08:27 Fleiri hjálparstarsmenn myrtir á Srí Lanka Frönsk hjálparsamtök á Srí Lanka segja að tveir starfsmenn þeirra til viðbótar hafi fundist látnir í bænum Muttur í nótt. Fimmtán aðrir fundust látnir í höfuðstöðvum samtakanna í bænum í gær. Ekki liggur fyrir hvort stjórnarher landsins eða uppreisnarmenn Tamíltígra bera ábyrgð á morðunum en fulltrúar þeirra saka hvorn annan um morðin. Erlent 8.8.2006 08:10 Fannst á Skeiðarársandi Maðurinn, sem leitað var að í Skaftafelli frá því á hádegi í gær, fannst klukkan átta í morgun á Skeiðarársandi. Hann var þreyttur og hrakinn, en heill á húfi, þegar björgunarsvietarmenn á fjórhjólum óku fram á hann. Hann var ekki vel búin til útivistar, en rigning var á leitarsvæðinu í nótt. Hátt í 200 leitarmenn tóku þátt í leitinni ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og sporhundum, en leitin var strax blásin af. Ekki liggur fyrir hvers vegna maðurinn yfirgaf tjaldstæðið við þjónustumiðstöðina í fyrrinótt. Innlent 8.8.2006 08:14 Tjón upp á einn og hálfan milljarð Tjón á húsnæði vegna eldsvoða var metið á 1.640 milljónir króna á síðasta ári. Það er heldur yfir meðaltali síðustu ára á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Brunamálastofnunar. Þar kemur jafnframt fram að einn týndi lífi í eldsvoða og er það nokkuð minna en í meðalári. 49 hafa látist í eldsvoðum frá árinu 1979, þrefalt fleiri karlar en konur. Flestir hafa látist í eldsvoðum á laugardegi, tólf talsins, en fæstir á þriðjudögum, eða tveir. Innlent 7.8.2006 19:14 Leitað að manni í Skaftafelli Lögregla og fjöldi björgunarsveitarmanna leita nú að karlmanni á fimmtugsaldri í Skaftafelli, sem ekkert hefur spurst til síðan um klukkan hálf þrjú í nótt. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent um 80 björgunarsveitarmenn á staðinn og er að senda leitarhunda. Þá hefur fjöldi fólks af svæðinu tekið þátt í leitinni í dag. Þegar ljóst var að maðurinn væri ekki í eða við tjaldsvæðið í Skaftafelli var ákveðið að efla leitina. Innlent 7.8.2006 19:12 Meira en tíu þúsund manns á þremur stöðum Þrjár útihátíðir náðu líklega því marki að fá tíu þúsund gesti. Flestir voru á Akureyri en mikið fjölmenni var einnig í Vestmannaeyjum og á Unglingalandsmóti UMFÍ að Laugum. Innlent 7.8.2006 18:53 Náttúrusamtök Íslands gangrýna framgöngu lögreglu Lektor við Háskólann í Reykjavík segir að lögregla megi hafa afskipti af mótmælendum, hindra ferðir þeirra eða leita í vistarverum þeirra ef hún telur að af þeim geti stafað einhver ógn eða hætta. Náttúruverndarsamtök Íslands eru þessu ósammála. Innlent 7.8.2006 18:50 Beðið eftir niðurstöðu friðarviðræðna Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsher myndi herða árásir á Hizbollah-samtökin ef niðurstaða fæst ekki innan skamms í friðarviðræðunum. Ráðherrar Arabalanda komu saman í dag í Beirút og ræddu átökin í Líbanon. Erlent 7.8.2006 18:47 Tjaldstæðið við Lindur rýmt Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur fjarlægt allt fólk af tjaldsvæðinu við Lindur að ósk Landsvirkjunar. Til átaka kom á svæðinu í nótt þegar lögregla handtók fjórtán mótmælendur. Sumir þeirra höfðu hlekkjað sig við stangir. Innlent 7.8.2006 18:42 Björgunarsveitarmenn grennslast fyrir um mann Lögreglan á Höfn í Hornafirði og um 20 björgunarsveitarmenn eru nú staddir í Skaftafelli þar sem þeir grennslast nú fyrir um mann sem ekkert hefur spurst til síðan um klukkan eitt í nótt. Enn sem komið er ekki um skipulagða leit að ræða Innlent 7.8.2006 16:10 Ætlar að fjarlægja mótmælendur af svæðinu Lögreglan ætlar að fjarlægja mótmælendur af Kárahnjúkasvæðinu. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði segir að framkvæmdaaðilar við Kárahnjúka hafi farið fram á þetta og hann hafi ákveðið að fara að þeirri ósk.Sýslumaður telur sig hafa lagaheimild til þessa á grundvelli lögreglulaga frá 1996. Innlent 7.8.2006 16:07 Marel kaupir danskan keppinaut Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Innlent 7.8.2006 14:16 Vel heppnaður Innipúki Innipúkahátíðinni lauk í gærkvöldi með stórkostlegri tónleikaröð. Mugison kom, sá og sigraði og var mál manna að tónleikar hans hefðu verið það besta á innipúkanum í ár. Innlent 7.8.2006 12:23 Þétt umferð heim í gærkvöldi All nokkur umferð var um þjóðvegi landsins í gærkvöld og í nótt þegar fyrstu ferðalangarnir tóku að snúa heim af skemmtunum Verslunarmannahelgarinnar. Innlent 7.8.2006 12:03 « ‹ ›
Þreyttur og kaldur eftir hrakningar næturinnar Maðurinn, sem leitað var að í Skaftafelli frá því á hádegi í gær, var orðinn hrakinn, kaldur og svangur þegar björgunarmenn fundu hann á Skeiðarársandi í morgun. Hann fannst kl. 8 í morgun u.þ.b fimm kílómetra fyrir sunnan þjóðveginn á milli Skaftafellsár og Skeiðarár. Innlent 8.8.2006 11:56
Stígamót gagnrýna villandi fréttaflutning Stígamót gagnrýna villandi fréttaflutning helgarinnar í tengslum við sjónarmið samtakanna varðandi útihátíðarhald og kynferðisbrot. Samtökin ítreka að þau hafi boðið upp á þjónustu sína fyrir helgina til þess eins að tryggja að skortur á þjálfuðu starfsfólki kæmi ekki í veg fyrir að áfallahjálp væri í boði yfir verslunarmannahelgina. Innlent 8.8.2006 11:46
Orðalag ályktunar rætt Minnst fimmtán óbreyttir borgarar féllu í um áttatíu loftárásum sem Ísraelsher gerði á Líbanon í nótt og í morgun. Á meðan sitja fulltrúar þeirra ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem á að verða grunnur að vopnahléi í landinu. Erlent 8.8.2006 11:56
Alþjóðlegt skátamót sett í Perlunni Það fór lítið fyrir sólinni þegar 250 skátar komu saman við Perlunna í morgun þar sem alþjóðlegt skátamót var sett. Bandalag íslenskra skáta stendur fyrir mótinu sem haldið er hér á landi í þriðja sinn. Skátarnir eru á aldrinum 15-30 ára og koma frá tíu löndum, meðal annars frá Færeyjum og Hong Kong. Skátarnir munu fara í ferðir um landið næstu fjóra daga en skátarnir velja sér ferðir sem boðið verður upp á víða um land. Að ferðunum loknum munu skátarnir sameinast á ný á Úlfljótsvatni og dvelja þar í tvær nætur. Innlent 8.8.2006 11:42
Gistinóttum fjölgaði um 8% í júnímánuði Gistinóttum á hótelum í júní síðastliðnum fjölgaði um tæp 8% eða úr tæplega 124.000 133.000 frá því í sama mánuði á síðasta ári. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarðar eða um 17%. Fjölgun gistinátta er bæði meðal Íslendinga og útlendinga en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 22% en um 5% meðal útlendinga. Innlent 8.8.2006 09:57
Lamaður maður klífur fjall Svo virtist í gær sem langþráður draumur lamaðs Japana myndi rætast þegar hann var kominn langleiðina upp hæsta fjall Sviss. Seiji Uchida lamaðist í umferðaslysi fyrir rúmum tveimur áratugum en þrátt fyrir það hefur hann haft það að markmiði að klífa fjall. Það var svo fyrir nokkru sem ákveðið var að hann legði í ferð upp Breithorn-fjall sem er rúmir fjögur þúsund metrar á hæð. Erlent 8.8.2006 08:37
Engir mótmælendur á Kárahnjúkasvæðinu Allt er nú með kyrrum kjörum á Kárahnjúkasvæðinu eftir mótmæli síðustu daga. Síðustu mótmælendurnir voru fluttir frá búðunum við Lindir í gær og niður á Egilsstaði. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, segir að flutningur fólksins hafi gengið vandræðalaust fyrir sig en allur hópurinn, um tólf manns, var fluttur á Egilsstaði. Það eru því engar búðir við Lindir núna og segir Óskar að lögreglan muni fylgjast með hvort mótmælendur fari á Kárahnjúkasvæðið á ný til að mótmæla. Flestir mótmælandanna eru útlendingar og telur Óskar að þeir séu enn á Egilsstöðum eða nágrenni, en búnaður fólksins er enn í haldi lögreglunnar. Innlent 8.8.2006 09:28
Síamstvíbuarar gangast undir erfiða aðgerð Læknar í Salt Lake City í Bandaríkjunum reyna nú hvað þeir geta til að aðskilja tvíburarsysturnar Kendru og Maliyuh Herrin sem eru samvaxnar fyrir neðan mitti. Kendra og Maliyah eru fjögurra ára. Þær hafa aðeins tvo fætur og eitt nýra. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið reynt að aðskilja síamstvíbura með aðeins eitt nýra. Erlent 8.8.2006 08:35
Hátt á 200 fíkniefnamál komu upp um helgina Á annað hundrað fíkniefnamál komu til kasta lögreglu um verslunarmannahelgina, aðallega í tengslum við útihátíðir og lang flest á Akureyri. Búist er við að ekki séu öll kurl enn komin til grafar og fleiri mál eigi eftir að koma í ljós. Í mörgum tilvikum er um svonefnd smámál að ræða, eða að fólk hefur verið tekið með fíkniefni til einkaneyslu, en nokkur sölumál eru einnig í rannsókn og í tengslum við þau var hald lagt á talsvert af fíkniefnum. Lögregla hafði víða mjög mjög öflugt eftirlit með þessum málum og kann það að skýra fjölda mála að hluta. Innlent 8.8.2006 08:37
Forseti Eþíópíu heimsækir flóðasvæði Björgunarmenn hafa leitað eftirlifenda í rústum húsa eftir að skyndiflóð urðu um tvö hundruð manns að bana í Austur-Eþíópíu um liðna helgi. Vatnsflaumurinn skall á húsum í Dire Dawa, 500 km austur af höfuðborginni Addis Ababa, eftir að nálæg á flæddi yfir bakka sínum snemma í gærmorgun. Töluvert hafði rignt á svæðinu. Erlent 8.8.2006 08:31
Aðeins 107 kaupsamningum þinglýst í síðustu viku Aðeins 107 kaupsamningum vegna íbúðakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, sem er 28 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. Meðaltalið hefur líka lækkað ört, eða úr 150 samningum fyrir þremur vikum niður í 135 núna. Húsnæðiskaupveltan var 2,7 milljaðrar og hefur aðeins mælst lægri í janúar og apríl, á árinu. Meðal upphæð samninga lækkaði lítillega í síðustu viku, frá 12 vikna meðaltalinu. Innlent 8.8.2006 08:33
Endurtalningar krafist Mörg þúsund stuðningsmenn mexíkóska vinstirmannsins Andres Manuel Lopez Obrador komu saman fyrir utan höfuðstöðvar kjörstjórnar í Mexíkó í gær til að krefjast endurtalningar í forsetakosningum þar í landi. Lopez Obrador var í framboði í þeim kosningum og hefur krafist þess að atkvæði verði öll talin að nýju. Kjörstjórn hefur hins vegar úrskurðað að atkvæði frá níu prósent kjörstaða verði talin á ný. Erlent 8.8.2006 08:28
Enn gestir í Vestmannaeyjum Slatti af þjóðhátíðargestum er enn í Vestmannaeyjum en búist er við að flestir eða allir komist heim í dag. Þar fór allt vel fram í gærkvöldi og í nótt. Það fóru heldur ekki allir gestir frá Akureyri í gærkvöldi og voru tveir þeirra handteknir í nótt grunaðir umm innbrot og jafnvel fleiri afbrot um helgina. Innlent 8.8.2006 08:30
Njósnavél Hizbolla skotin niður Ísraelsher sendi í gærkvöldi frá sér myndband sem sagt er sýna þegar vél ísrelska flughersins skýtur niður fjarstýrða smávél Hizbollah-skæruliða þar sem henni var flogið undan strönd Ísraels. Erlent 8.8.2006 08:17
Lausn í sjónmáli Fulltrúar ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sitja nú á rökstólum og ræða orðalag ályktunar um vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Sendiherra Þjóðverja segir samkomulag í sjónmáli. Að minnsta kosti 49 almennir borgarar féllu í árásum Ísraelshers á Líbanon í gær. Erlent 8.8.2006 08:14
Umferð gekk vel Þrátt fyrir mjög mikla umferð til höfuðborgarsvæðisins í gær og fram á kvöld, er ekki vitað til þess að neitt slys eða umtalsverð óhöpp hafi orðið. Að sögn lögreglumanna má vel við una, ekki síst í ljósi þess að margir bílar drógu tjaldvagna, fellihýsi eða hjólhýsi, sem ökumenn eru óvanir að hafa aftan í bílum sínum. Þrátt fyrir að umferðin væri alla jafnan róleg, stöðvaði lögreglan á Blönduósi fimmtíu ökumenn fyrir of hraðan akstur og í Vestur Skaftafellssýslu voru 80 stöðvaðir um helgina fyrir hraðakstur. Innlent 8.8.2006 08:27
Fleiri hjálparstarsmenn myrtir á Srí Lanka Frönsk hjálparsamtök á Srí Lanka segja að tveir starfsmenn þeirra til viðbótar hafi fundist látnir í bænum Muttur í nótt. Fimmtán aðrir fundust látnir í höfuðstöðvum samtakanna í bænum í gær. Ekki liggur fyrir hvort stjórnarher landsins eða uppreisnarmenn Tamíltígra bera ábyrgð á morðunum en fulltrúar þeirra saka hvorn annan um morðin. Erlent 8.8.2006 08:10
Fannst á Skeiðarársandi Maðurinn, sem leitað var að í Skaftafelli frá því á hádegi í gær, fannst klukkan átta í morgun á Skeiðarársandi. Hann var þreyttur og hrakinn, en heill á húfi, þegar björgunarsvietarmenn á fjórhjólum óku fram á hann. Hann var ekki vel búin til útivistar, en rigning var á leitarsvæðinu í nótt. Hátt í 200 leitarmenn tóku þátt í leitinni ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og sporhundum, en leitin var strax blásin af. Ekki liggur fyrir hvers vegna maðurinn yfirgaf tjaldstæðið við þjónustumiðstöðina í fyrrinótt. Innlent 8.8.2006 08:14
Tjón upp á einn og hálfan milljarð Tjón á húsnæði vegna eldsvoða var metið á 1.640 milljónir króna á síðasta ári. Það er heldur yfir meðaltali síðustu ára á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Brunamálastofnunar. Þar kemur jafnframt fram að einn týndi lífi í eldsvoða og er það nokkuð minna en í meðalári. 49 hafa látist í eldsvoðum frá árinu 1979, þrefalt fleiri karlar en konur. Flestir hafa látist í eldsvoðum á laugardegi, tólf talsins, en fæstir á þriðjudögum, eða tveir. Innlent 7.8.2006 19:14
Leitað að manni í Skaftafelli Lögregla og fjöldi björgunarsveitarmanna leita nú að karlmanni á fimmtugsaldri í Skaftafelli, sem ekkert hefur spurst til síðan um klukkan hálf þrjú í nótt. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent um 80 björgunarsveitarmenn á staðinn og er að senda leitarhunda. Þá hefur fjöldi fólks af svæðinu tekið þátt í leitinni í dag. Þegar ljóst var að maðurinn væri ekki í eða við tjaldsvæðið í Skaftafelli var ákveðið að efla leitina. Innlent 7.8.2006 19:12
Meira en tíu þúsund manns á þremur stöðum Þrjár útihátíðir náðu líklega því marki að fá tíu þúsund gesti. Flestir voru á Akureyri en mikið fjölmenni var einnig í Vestmannaeyjum og á Unglingalandsmóti UMFÍ að Laugum. Innlent 7.8.2006 18:53
Náttúrusamtök Íslands gangrýna framgöngu lögreglu Lektor við Háskólann í Reykjavík segir að lögregla megi hafa afskipti af mótmælendum, hindra ferðir þeirra eða leita í vistarverum þeirra ef hún telur að af þeim geti stafað einhver ógn eða hætta. Náttúruverndarsamtök Íslands eru þessu ósammála. Innlent 7.8.2006 18:50
Beðið eftir niðurstöðu friðarviðræðna Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsher myndi herða árásir á Hizbollah-samtökin ef niðurstaða fæst ekki innan skamms í friðarviðræðunum. Ráðherrar Arabalanda komu saman í dag í Beirút og ræddu átökin í Líbanon. Erlent 7.8.2006 18:47
Tjaldstæðið við Lindur rýmt Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur fjarlægt allt fólk af tjaldsvæðinu við Lindur að ósk Landsvirkjunar. Til átaka kom á svæðinu í nótt þegar lögregla handtók fjórtán mótmælendur. Sumir þeirra höfðu hlekkjað sig við stangir. Innlent 7.8.2006 18:42
Björgunarsveitarmenn grennslast fyrir um mann Lögreglan á Höfn í Hornafirði og um 20 björgunarsveitarmenn eru nú staddir í Skaftafelli þar sem þeir grennslast nú fyrir um mann sem ekkert hefur spurst til síðan um klukkan eitt í nótt. Enn sem komið er ekki um skipulagða leit að ræða Innlent 7.8.2006 16:10
Ætlar að fjarlægja mótmælendur af svæðinu Lögreglan ætlar að fjarlægja mótmælendur af Kárahnjúkasvæðinu. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði segir að framkvæmdaaðilar við Kárahnjúka hafi farið fram á þetta og hann hafi ákveðið að fara að þeirri ósk.Sýslumaður telur sig hafa lagaheimild til þessa á grundvelli lögreglulaga frá 1996. Innlent 7.8.2006 16:07
Marel kaupir danskan keppinaut Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Innlent 7.8.2006 14:16
Vel heppnaður Innipúki Innipúkahátíðinni lauk í gærkvöldi með stórkostlegri tónleikaröð. Mugison kom, sá og sigraði og var mál manna að tónleikar hans hefðu verið það besta á innipúkanum í ár. Innlent 7.8.2006 12:23
Þétt umferð heim í gærkvöldi All nokkur umferð var um þjóðvegi landsins í gærkvöld og í nótt þegar fyrstu ferðalangarnir tóku að snúa heim af skemmtunum Verslunarmannahelgarinnar. Innlent 7.8.2006 12:03