Fréttir Vilja að starfsmenn Orkuveitunnar fái að tjá sig um þjóðfélagsmál Borgarfulltrúar Vinstri grænna fara fram á að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur beitir sér nú þegar fyrir því að aflétt verði fyrirmælum um að starfsmenn megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. Innlent 22.8.2006 13:21 Bæjarhátíðin Í túninu heima Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 25. - 27. ágúst. Hátíðin er nú haldin í annað sinn og verður fjölbreytt dagskrá í boði Innlent 22.8.2006 13:09 Bæjarráð Bolungarvíkur vill sjúkraflugvél á Ísafjörð í vetur Bæjarráð Bolungarvíkur lýsir óánægju sinni með þá ákvörðun að sjúkraflugvél skuli ekki vera staðsett á Ísafirði í vetur og skorar á heilbrigðisyfirvöld að endurskoða ákvörðun sína. Innlent 22.8.2006 12:55 Kynferðisafbrot í Kambódíu Tveir Þjóðverjar og þrír Kambódíumenn voru handteknir í gær fyrir að misnota tvær ungar stúlkur í Kambódíu. Þar á meðal var fjörutíu og tveggja ára gamall grunnskólakennari frá München sem starfaði í einkaskóla í Phnom Penh, höfuðborg landsins. Erlent 22.8.2006 12:30 Um 50.000 nemendur í grunnskólum landsins Rúmlega fjögur þúsund og þrjú hundruð börn hefja grunnskólagöngu sína í vikunni en grunnskólar landsins verða víða settir í dag. Alls munu hátt í fimmtíu þúsund börn og unglingar stunda nám í grunnskólum landsins í vetur. Innlent 22.8.2006 11:53 Bensínverð lækkar um 1 krónu Verð á bensínlítranum hefur verið lækkað um eina krónu hjá Atlantsolíu, Esso og Orkunni. Innlent 22.8.2006 12:21 Eldur í blaðagámi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að blaðagámi við Egilshöllina um ellefuleytið í gærkvöldi. Gámurinn stóð í ljósum logum en greiðlega gekk að slökkva eldinn og verður gámhræið hirt af staðnum af Gámafélaginu í dag. Innlent 22.8.2006 12:12 Styrkir Alcoa til samfélagsverkefna á Austurlandi 150 milljónir Upplýsingafulltrúi Alcoa telur hugsanlegt að þakka megi Alcoa aukinn árangur lögreglunnar á Austfjörðum í fíkniefnamálum, vegna styrks sem fyrirtækið veitti tveimur lögreglumönnum þaðan til að sækja námskeið hjá lögreglunni á Flórída í Bandaríkjunum. Innlent 22.8.2006 11:54 Ítalir setja Ísraelum skilyrði Ítalir munu ekki leiða alþjóðlegt friðargæslulið í Líbanon ef Ísraelsher hættir ekki árásum sínum á Suður-Líbanon. Utanríkisráðherra Ítalíu, Massimo D'Alema, greindi frá þessu í morgun. Erlent 22.8.2006 11:48 Laxaverðið lækkar enn Verð á laxi lækkaði lítillega á erlendum mörkuðum í síðustu viku, fjórðu vikuna í röð. Verð á ferskum útfluttum laxi frá Noregi var 15 prósentum lægra í síðustu viku miðað við verðið í lok júní en þá náði það hámarki. Verðlækkunin kemur sér vel fyrir fullvinnslufyrirtæki á borð við Alfesca, sem er stór kaupandi að laxi, m.a. frá Noregi. Viðskipti innlent 22.8.2006 11:04 Árekstur tveggja báta Árekstur varð þegar Björgunarbáturinn Húnabjörg frá Skagaströnd og línuveiðabátur frá Suðurnesjunum sigldu saman rétt fyrir utan höfnina á Skagaströnd um tvö leitið í nótt. Innlent 22.8.2006 09:59 Launavísitalan hækkaði um 1,7 prósent Launavísitala í síðasta mánuði hækkaði um 1,7 prósent frá júní og hefur vísitalan hækkað um 10,2 prósent síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 22.8.2006 09:47 Ánægður með hagvöxt í Frakklandi Hagvöxtur í Frakklandi jókst um 1,1 prósent í júní. Landsframleiðsa jókst um 0,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi og er búist við að framleiðslan aukist um 1,9 prósent á árinu. Thierry Breton, fjármálaráðherra landsins, er hæstánægður með aukninguna, sem er sú mesta í 20 ár. Viðskipti erlent 22.8.2006 09:44 Lestarslys á Spáni Lest fór af sporinu á Norður-Spáni í gær með þeim afleiðingum að sex manns létust og um sextíu særðust. Erlent 22.8.2006 09:15 Algengasta atvinnugrein karla og kvenna Almenn byggingarstarfsemi er algengasta atvinnugrein sem karlmenn undir þrítugu leggja stund á en konur á sama aldri eru flestar í störfum við félagsþjónustu án dvalar. Innlent 22.8.2006 09:13 Ellefur ákærðir fyrir hryðjuverka ráðabrugg Ellefu einstaklingar voru ákærðir í gær fyrir að leggja á ráðin um að sprengja tíu farþegavélar á leið sinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Erlent 22.8.2006 09:08 Bæjarins bestu næstbesti matsöluturn í Evrópu Söluturninn Bæjarins bestu við Tryggvagötu í Reykjavík er ekki einungis í fremstu röð á Íslandi heldur næstbesti matsöluturn í Evrópu, að mati ferðablaðs breska blaðsins The Guardian. Innlent 22.8.2006 09:04 Elsti maður í heimi Elsti maður í heimi, Rican Emiliano Mercado frá Púertó Ríkó hélt upp á hundraðasta og fimmtánda afmælisdaginn sinn í gær með fjölskyldu sinni. Erlent 22.8.2006 09:01 Mikil eyðilegging í Srifa Af þeim 180.000 flóttamönnum sem flúðu yfir til Sýrlands þegar átök Hizbollah og Ísraelshers stóðu yfir, hafa meira en 140.000 snúið aftur til Líbanon. Það var ekki fögur sjón sem beið íbúa þorpsins Srifa í Suður-Líbanon er þeir sneru til síns heima eftir að vopnahléið milli skæruliða Hizbollah og Ísraelshers tók gildi fyrir viku. Erlent 22.8.2006 08:18 Gáfu sígarettu með bíómiða Útvarpsstöðin XFM gaf í gær forsýningarmiða á myndina "Takk fyrir að reykja" eða "Thank you for smoking" og hverjum miða fylgdi sígaretta. Boðsmiðinn gildir á sérstaka forsýningu á fimmtudag í Smárabíó en skilyrði þess að fá miða á sýninguna er að reykja. Fulltrúar Lýðheilsustöðvar eru síður en svo ánægðir með uppátækið og ætla að láta lögfræðinga sína skoða lögmæti þess að gefa sígarettur í beinni útsendingu. Þess má geta að enginn undir 18 ára fær miða. Innlent 22.8.2006 08:16 Þjóðverjar handteknir vegna kynferðisafbrota í Kambódíu Tveir Þjóðverjar og þrír Kambódíumenn voru handteknir í gær fyrir kynferðisafbrot á ungum stúlkum í Kambódíu. Þar á meðal var fjörutíu og tveggja ára gamall grunnskólakennari frá Munchen sem starfaði í einkaskóla í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu. Erlent 22.8.2006 08:12 Landhelgisgæslan leitaði báts Þyrla Landhelgisgæslunnar auk björgunarbáta leituðu í nótt sex tonna handfærabáts um 40 sjómílur suðaustur af Horni. Báturinn hafði farið út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og náðist ekki samband við hann um tíma. Nálægir bátar náðu sambandi við hann um hálftvöleytið og var allt í lagi um borð og var þyrlu og björgunarbátum þá snúið við. Innlent 22.8.2006 08:08 Skólar hefjast á ný Velflestir grunnskólar landsins verða hefjast í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu eru yfir fjögur þúsund og þrjú hundruð börn sem setja í fyrsta skipti upp skólatöskuna í þessa dagana. Um 44 þúsund börn og unglingar eru skráð til náms í grunnskólum landsins í vetur. Innlent 22.8.2006 07:56 Þreifingar um kosningabandalag milli stjórnarandstöðuflokka Stutt virðist í að kosningabandalag verði myndað milli Vinstrihreyfingar grænt framboð og Samfylkingarinnar, ef marka má nýfallin ummæli formanna þessara flokka. Innlent 21.8.2006 22:31 Lýðheilsustofnun lætur lögfræðinga kanna lögmætið Lýðheilsustöð hefur ákveðið að láta lögfræðinga sína skoða lögmæti þess að gefa sígarettur í beinni útsendinu. Útvarpsstöðin XFM hefur í allan dag verið að gefa forsýningarmiða á myndina "Takk fyrir að reykja" (Thank You For Smoking) sem verður frumsýnd á föstudag í Smárabíói og Regnboganum. Boðsmiðarnir sem gefnir hafa verið gilda á sérstaka forsýningu á fimmtudag í Smárabíói en útvarpsstöðin lét sígarettu fylgja hverjum miða. Innlent 21.8.2006 21:15 Hunsa boð um rússneskar þyrlur Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Innlent 21.8.2006 19:07 Vill fá Hring aftur heim í Hringsdal Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Innlent 21.8.2006 18:41 Hvalur 9 í slipp í dag Hvalur níu, eitt af fjórum hvalveiðiskipum Hvals hf., var tekið í slipp í dag í fyrsta skipti í sautján ár. Stjórnarformaður Hvals heldur í vonina um að hvalveiðar verði leyfðar. Innlent 21.8.2006 18:25 Flugbraut á alþjóðaflugvellinum í Beirút opnuð á ný Ein flugbrauta á Rafik Hariri alþjóðaflugvellinum í Beirút var opnuð fyrir flugumferð í morgun, í fyrsta skipti frá því Ísraelsher olli stórskemmdum á flugbrautum vallarins með loftárásum í upphafi átakanna í Líbanon fyrir um fimm vikum. Fyrst um sinn verður aðeins um takmarkað áætlunar- og leiguflug að ræða. Yfirvöld vona að hægt verði að ljúka viðgerðum á tveimur öðrum flugbrautum á innan við viku, þannig að flugumferð til höfuðborgarinnar komist aftur í samt lag. Erlent 21.8.2006 18:05 Kúrdar minnast þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar Hundruð Kúrda komu saman við minnismerki um Kúrda sem féllu í þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar eftir fyrra Íraksstríð, í bænum Kalar í Írak í dag til að minna á hroðaverk stjórnar Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Erlent 21.8.2006 17:37 « ‹ ›
Vilja að starfsmenn Orkuveitunnar fái að tjá sig um þjóðfélagsmál Borgarfulltrúar Vinstri grænna fara fram á að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur beitir sér nú þegar fyrir því að aflétt verði fyrirmælum um að starfsmenn megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. Innlent 22.8.2006 13:21
Bæjarhátíðin Í túninu heima Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 25. - 27. ágúst. Hátíðin er nú haldin í annað sinn og verður fjölbreytt dagskrá í boði Innlent 22.8.2006 13:09
Bæjarráð Bolungarvíkur vill sjúkraflugvél á Ísafjörð í vetur Bæjarráð Bolungarvíkur lýsir óánægju sinni með þá ákvörðun að sjúkraflugvél skuli ekki vera staðsett á Ísafirði í vetur og skorar á heilbrigðisyfirvöld að endurskoða ákvörðun sína. Innlent 22.8.2006 12:55
Kynferðisafbrot í Kambódíu Tveir Þjóðverjar og þrír Kambódíumenn voru handteknir í gær fyrir að misnota tvær ungar stúlkur í Kambódíu. Þar á meðal var fjörutíu og tveggja ára gamall grunnskólakennari frá München sem starfaði í einkaskóla í Phnom Penh, höfuðborg landsins. Erlent 22.8.2006 12:30
Um 50.000 nemendur í grunnskólum landsins Rúmlega fjögur þúsund og þrjú hundruð börn hefja grunnskólagöngu sína í vikunni en grunnskólar landsins verða víða settir í dag. Alls munu hátt í fimmtíu þúsund börn og unglingar stunda nám í grunnskólum landsins í vetur. Innlent 22.8.2006 11:53
Bensínverð lækkar um 1 krónu Verð á bensínlítranum hefur verið lækkað um eina krónu hjá Atlantsolíu, Esso og Orkunni. Innlent 22.8.2006 12:21
Eldur í blaðagámi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að blaðagámi við Egilshöllina um ellefuleytið í gærkvöldi. Gámurinn stóð í ljósum logum en greiðlega gekk að slökkva eldinn og verður gámhræið hirt af staðnum af Gámafélaginu í dag. Innlent 22.8.2006 12:12
Styrkir Alcoa til samfélagsverkefna á Austurlandi 150 milljónir Upplýsingafulltrúi Alcoa telur hugsanlegt að þakka megi Alcoa aukinn árangur lögreglunnar á Austfjörðum í fíkniefnamálum, vegna styrks sem fyrirtækið veitti tveimur lögreglumönnum þaðan til að sækja námskeið hjá lögreglunni á Flórída í Bandaríkjunum. Innlent 22.8.2006 11:54
Ítalir setja Ísraelum skilyrði Ítalir munu ekki leiða alþjóðlegt friðargæslulið í Líbanon ef Ísraelsher hættir ekki árásum sínum á Suður-Líbanon. Utanríkisráðherra Ítalíu, Massimo D'Alema, greindi frá þessu í morgun. Erlent 22.8.2006 11:48
Laxaverðið lækkar enn Verð á laxi lækkaði lítillega á erlendum mörkuðum í síðustu viku, fjórðu vikuna í röð. Verð á ferskum útfluttum laxi frá Noregi var 15 prósentum lægra í síðustu viku miðað við verðið í lok júní en þá náði það hámarki. Verðlækkunin kemur sér vel fyrir fullvinnslufyrirtæki á borð við Alfesca, sem er stór kaupandi að laxi, m.a. frá Noregi. Viðskipti innlent 22.8.2006 11:04
Árekstur tveggja báta Árekstur varð þegar Björgunarbáturinn Húnabjörg frá Skagaströnd og línuveiðabátur frá Suðurnesjunum sigldu saman rétt fyrir utan höfnina á Skagaströnd um tvö leitið í nótt. Innlent 22.8.2006 09:59
Launavísitalan hækkaði um 1,7 prósent Launavísitala í síðasta mánuði hækkaði um 1,7 prósent frá júní og hefur vísitalan hækkað um 10,2 prósent síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 22.8.2006 09:47
Ánægður með hagvöxt í Frakklandi Hagvöxtur í Frakklandi jókst um 1,1 prósent í júní. Landsframleiðsa jókst um 0,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi og er búist við að framleiðslan aukist um 1,9 prósent á árinu. Thierry Breton, fjármálaráðherra landsins, er hæstánægður með aukninguna, sem er sú mesta í 20 ár. Viðskipti erlent 22.8.2006 09:44
Lestarslys á Spáni Lest fór af sporinu á Norður-Spáni í gær með þeim afleiðingum að sex manns létust og um sextíu særðust. Erlent 22.8.2006 09:15
Algengasta atvinnugrein karla og kvenna Almenn byggingarstarfsemi er algengasta atvinnugrein sem karlmenn undir þrítugu leggja stund á en konur á sama aldri eru flestar í störfum við félagsþjónustu án dvalar. Innlent 22.8.2006 09:13
Ellefur ákærðir fyrir hryðjuverka ráðabrugg Ellefu einstaklingar voru ákærðir í gær fyrir að leggja á ráðin um að sprengja tíu farþegavélar á leið sinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Erlent 22.8.2006 09:08
Bæjarins bestu næstbesti matsöluturn í Evrópu Söluturninn Bæjarins bestu við Tryggvagötu í Reykjavík er ekki einungis í fremstu röð á Íslandi heldur næstbesti matsöluturn í Evrópu, að mati ferðablaðs breska blaðsins The Guardian. Innlent 22.8.2006 09:04
Elsti maður í heimi Elsti maður í heimi, Rican Emiliano Mercado frá Púertó Ríkó hélt upp á hundraðasta og fimmtánda afmælisdaginn sinn í gær með fjölskyldu sinni. Erlent 22.8.2006 09:01
Mikil eyðilegging í Srifa Af þeim 180.000 flóttamönnum sem flúðu yfir til Sýrlands þegar átök Hizbollah og Ísraelshers stóðu yfir, hafa meira en 140.000 snúið aftur til Líbanon. Það var ekki fögur sjón sem beið íbúa þorpsins Srifa í Suður-Líbanon er þeir sneru til síns heima eftir að vopnahléið milli skæruliða Hizbollah og Ísraelshers tók gildi fyrir viku. Erlent 22.8.2006 08:18
Gáfu sígarettu með bíómiða Útvarpsstöðin XFM gaf í gær forsýningarmiða á myndina "Takk fyrir að reykja" eða "Thank you for smoking" og hverjum miða fylgdi sígaretta. Boðsmiðinn gildir á sérstaka forsýningu á fimmtudag í Smárabíó en skilyrði þess að fá miða á sýninguna er að reykja. Fulltrúar Lýðheilsustöðvar eru síður en svo ánægðir með uppátækið og ætla að láta lögfræðinga sína skoða lögmæti þess að gefa sígarettur í beinni útsendingu. Þess má geta að enginn undir 18 ára fær miða. Innlent 22.8.2006 08:16
Þjóðverjar handteknir vegna kynferðisafbrota í Kambódíu Tveir Þjóðverjar og þrír Kambódíumenn voru handteknir í gær fyrir kynferðisafbrot á ungum stúlkum í Kambódíu. Þar á meðal var fjörutíu og tveggja ára gamall grunnskólakennari frá Munchen sem starfaði í einkaskóla í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu. Erlent 22.8.2006 08:12
Landhelgisgæslan leitaði báts Þyrla Landhelgisgæslunnar auk björgunarbáta leituðu í nótt sex tonna handfærabáts um 40 sjómílur suðaustur af Horni. Báturinn hafði farið út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og náðist ekki samband við hann um tíma. Nálægir bátar náðu sambandi við hann um hálftvöleytið og var allt í lagi um borð og var þyrlu og björgunarbátum þá snúið við. Innlent 22.8.2006 08:08
Skólar hefjast á ný Velflestir grunnskólar landsins verða hefjast í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu eru yfir fjögur þúsund og þrjú hundruð börn sem setja í fyrsta skipti upp skólatöskuna í þessa dagana. Um 44 þúsund börn og unglingar eru skráð til náms í grunnskólum landsins í vetur. Innlent 22.8.2006 07:56
Þreifingar um kosningabandalag milli stjórnarandstöðuflokka Stutt virðist í að kosningabandalag verði myndað milli Vinstrihreyfingar grænt framboð og Samfylkingarinnar, ef marka má nýfallin ummæli formanna þessara flokka. Innlent 21.8.2006 22:31
Lýðheilsustofnun lætur lögfræðinga kanna lögmætið Lýðheilsustöð hefur ákveðið að láta lögfræðinga sína skoða lögmæti þess að gefa sígarettur í beinni útsendinu. Útvarpsstöðin XFM hefur í allan dag verið að gefa forsýningarmiða á myndina "Takk fyrir að reykja" (Thank You For Smoking) sem verður frumsýnd á föstudag í Smárabíói og Regnboganum. Boðsmiðarnir sem gefnir hafa verið gilda á sérstaka forsýningu á fimmtudag í Smárabíói en útvarpsstöðin lét sígarettu fylgja hverjum miða. Innlent 21.8.2006 21:15
Hunsa boð um rússneskar þyrlur Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Innlent 21.8.2006 19:07
Vill fá Hring aftur heim í Hringsdal Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Innlent 21.8.2006 18:41
Hvalur 9 í slipp í dag Hvalur níu, eitt af fjórum hvalveiðiskipum Hvals hf., var tekið í slipp í dag í fyrsta skipti í sautján ár. Stjórnarformaður Hvals heldur í vonina um að hvalveiðar verði leyfðar. Innlent 21.8.2006 18:25
Flugbraut á alþjóðaflugvellinum í Beirút opnuð á ný Ein flugbrauta á Rafik Hariri alþjóðaflugvellinum í Beirút var opnuð fyrir flugumferð í morgun, í fyrsta skipti frá því Ísraelsher olli stórskemmdum á flugbrautum vallarins með loftárásum í upphafi átakanna í Líbanon fyrir um fimm vikum. Fyrst um sinn verður aðeins um takmarkað áætlunar- og leiguflug að ræða. Yfirvöld vona að hægt verði að ljúka viðgerðum á tveimur öðrum flugbrautum á innan við viku, þannig að flugumferð til höfuðborgarinnar komist aftur í samt lag. Erlent 21.8.2006 18:05
Kúrdar minnast þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar Hundruð Kúrda komu saman við minnismerki um Kúrda sem féllu í þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar eftir fyrra Íraksstríð, í bænum Kalar í Írak í dag til að minna á hroðaverk stjórnar Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Erlent 21.8.2006 17:37