Fréttir Landsmenn hvattir til að styðja "strákinn okkar" Sannkölluð rokkstemmning virðist vera að myndast í landinu í kringum "strákinn okkar", Magna Ásgeirsson söngvara, sem hefur slegið í gegn í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Gengur nú tölvupóstur manna á milli þar sem fólk er hvatt til að styðja kappann svo hann falli ekki úr leik. Foreldrar hans vilja hins vegar fara að fá hann heim. Tónlist 25.8.2006 19:20 Sprengingar í efnamóttöku Sorpu Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli vegna sprengingar í efnamóttöku Sorpu í Gufunesi. Búið er að loka svæðinu, en töluverðan reyk leggur frá svæðinu. Allir starfsmenn efnamóttöku Sorpu komust út heilu og á höldnu eftir sprengingarnar urðu. Slökkviliðið er að störfum og verið er að kanna ástandið. Lögreglan telur ekki ástæðu til að rýma íbúðarbyggð í Grafarvogi. Slökkviðliðið telur að búið sé að slökkva eldinn en eftir skoða svæðið með eiturefnamælum til að ganga úr skugga um að engin eiturefni séu á svæðinu. Ekki er búið að útloka sprengihættu. Innlent 25.8.2006 18:07 Hagnaður hjá Byggðastofnun Byggðastofnun skilaði 194 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er viðsnúningur frá sama tíma fyrir ári en þá tapaði stofnunin 40 milljónum króna. Viðskipti innlent 25.8.2006 17:37 Hagnaður Samson 12,2 milljarðar króna Eignarhaldsfélagið Samson skilaði tæplega 12,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en þetta er rúmlega 7,7 milljarða krónu aukning frá sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 25.8.2006 17:28 Rúmlega 1.100 stúdentar á biðlista eftir húsnæði Rúmlega 1.100 stúdentar eru nú á biðlistum eftir húsnæði á stúdentagörðum. Formaður skipulagsráðs Reykajvíkurborgar segir að verið sé að leita lausna á húsnæðisvanda stúdenta. Innlent 25.8.2006 17:18 Mikill verðmunur á bílatryggingum Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði nýlega verðkönnun hjá sex tryggingarfélögum. . Innlent 25.8.2006 17:08 Um helmingur starfsmanna Varnarliðsins komnir með vinnu Tæplega helmingur starfsmanna Varnarliðsins sem búsettur er á Suðurnesjum hefur nú þegar gengið í önnur störf en 7 vikur eru þar til uppsagnarfrestur rennur út. Innlent 25.8.2006 16:48 Beinhákarlar úti við Gróttu Hópur kafara dýfði sér í sjóinn við hlið sex beinhákarla með gapandi ginið rétt utan við Gróttu í gær. Hákarlarnir eru þó ekki jafn hættulegir og þeir eru ógnvekjandi því þeir eru grænmetisætur. Innlent 25.8.2006 16:32 Mælir með kaupum í Kaupþingi Greiningardeild Landsbanks hefur uppfært verðmat sitt á Kaupþingi og Glitni. Deildin mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í Kaupþingi en haldi bréfum sínum í Glitni. Viðskipti innlent 25.8.2006 15:56 Aukið tap hjá CVC Fjárfestingarfélagið CVC tapaði tæpum 10,4 milljónum bandaríkjadala eða tæplega 729 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði félagið tæplega 4,9 milljóna dala tapi eða 342,5 milljónum króna. Viðskipti innlent 25.8.2006 15:49 Strætó fellir ferðir niður Akstur strætó bs. á tíu mínútna fresti er liðin tíð. Framkvæmdastjóri Stætó bs. segir niðurskurðinn óhjákvæmilegan. Innlent 25.8.2006 15:45 Tap hjá Eyri Invest Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði 926 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra skilaði félagið 4,1 milljarðs króna hagnaði. Í tilkynningu frá félaginu segir að niðursveifla á hlutabréfamörkuðum á fyrri hluta ársins hafi haft áhrif á afkomu félagins. Viðskipti innlent 25.8.2006 15:24 Risasamruni á Ítalíu Hluthafar ítölsku bankanna Banca Intesa og Sanpaolo hafa samþykkt samruna tveggja af stærstu bönkum landsins. Með samrunanum verður til stærsti banki Ítalíu og 10. stærsti banki í Evrópu með markaðsvirði uppá 55 milljarða evrur, jafnvirði rúmlega 4.900 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 25.8.2006 15:18 Sjávarútvegsráðherra hefur borgað sekt fyrir veiði á lunda án leyfis Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra og aðstoðarmaður hans, Björn Friðrik Brynjólfsson hafa borgað sekt sem þeim var gert að greiða af sýslumanninum á Hólmavík fyrir að veiða lunda án veiðileyfis. Innlent 25.8.2006 14:37 Staðfest með DNA-rannsóknum Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum. Erlent 25.8.2006 14:36 Besta afkoma í sögu SPH Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) skilaði 311 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 69,6 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra og besta rekstrarniðurstaða sparisjóðsins á fyrri hluta árs í 103 ára sögu hans.. Viðskipti innlent 25.8.2006 14:03 Methagnaður hjá SPK Sparisjóður Kópavogs (SPK) skilaði 222 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 135 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn er umfram áætlanir og sá mesti í sögu SPK á einum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 25.8.2006 13:14 Olíuverð hækkaði um rúman dal Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman Bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag vegna hættu á að hitabeltisstormar á Karabíska hafinu geti spillt fyrir olíuframleiðslu við Mexíkóflóa og óttast fjárfesta við að Íranar muni draga úr útflutningi á olíu verði viðskiptabann sett á landið vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda. Viðskipti erlent 25.8.2006 13:08 Iðnaðarnefnd verður kölluð saman Birkir J. Jónsson, formaður Iðnaðarnefndar Alþingis, hyggst kalla nefndina saman í næstu viku til að fjalla um nýfram konmar upplýsingar varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar, þar sem jarðfræðilegar aðstæður á svæðinu virðast ekki vera jafn traustar og fyrri upplýsingar til Alþingis höfðu gefið til kynna. Innlent 25.8.2006 12:48 Ryanair gegn breska ríkinu Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að höfða mál gegn breska ríkinu og krefjast 3,3 milljóna punda, jafnvirði 438 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur vegna tafa á flugleiðum og óþæginda fyrir farþega vegna hertra flugöryggisreglna sem koma á í veg fyrir hryðjuverk í flugvélum. Viðskipti erlent 25.8.2006 12:45 Tap þrátt fyrir gróða Síminn tapaði rúmum 6,4 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur frá sama tíma fyrir ári þegar félagið skilaði 2,1 milljarðs króna hagnaði. Hluti skulda Símans er í erlendri mynt en gengistap nam tæpum 8,3 milljörðum króna á tímabilinu. Viðskipti innlent 25.8.2006 12:13 Óvanalegt tilboð Norska lögreglan fékk óvanalegt tilboð á dögunum, frá manni sem situr inni fyrir umfangsmikla ránstilraun þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Fanginn bauð þeim að vísa þeim á felustað tveggja frægustu málverka norskra málara, meðal annars ópsins eftir Munch. Erlent 25.8.2006 11:51 Utanríkisráðherrar ESB á neyðarfundi vegna friðargæslu Mikill þrýstingur er á utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna sem funda í dag til að ræða hver eigi að leggja til friðargæsluliðs í Líbanon. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að tilkynna síðar í dag hvaða þjóð muni leiða friðargæsluna. Erlent 25.8.2006 11:41 VG vill að Alþingi komi saman Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf vegna nýframkominna upplýsinga varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd alþingis verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um málið. Innlent 25.8.2006 11:20 Íslendingasagnaútgáfan ehf kaupir útgáfuréttinn á tímaritum Fróða Íslendingasagnaútgáfan gekk í dag frá kaupum á öllum tímaritum Tímaritaútgáfunnar Fróða ehf. Kaupin ganga formlega í gegn 1. september. Kaupverð er ekki gefið upp. Innlent 25.8.2006 10:43 Eiturefnaúrgangur í Mangniu-ánni í Kína Skelkaðir íbúar í Norð-austur Kína flykktust í verslanir í gær til að kaupa vatnflöskur eftir að eiturefnaúrgangi hafði verið kastað í Mangniu-ána á mánudaginn. Erlent 25.8.2006 10:12 Bandarískir fjölmiðlar sýna hrútaþukli áhuga Árlegt meistaramót í hrútaþukli sem haldið verður á Sævangi við Steingrímsfjörð á sunnudag, hefur vakið mikla athygli hérlendis og erlendis. Á fréttavefnum Bæjarins besta.is kemur fram að fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa áhuga á að fjalla um mótið í ár og hafa reynt að setja sig í samband við aðstandendur þess. Innlent 25.8.2006 09:10 Fjórir teknir fyrir ölvun í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði tók í nótt fjóra ökumenn á Hafnarfjarðarvegi sem grunaðir voru um ölvun við akstur og telst það frekar mikið á fimmtudagskvöldi. Innlent 25.8.2006 09:19 Foreldrarnir ekki í nokkrum vafa Foreldrar stúlku sem hvarf fyrir átta árum í Austurríki segjast ekki í neinum vafa um að 18 ára stúlka sem fannst í garði nærri Vín í gær sé dóttir þeirra. Erlent 25.8.2006 09:21 Nýjar tegundir ógna dýralífi Náttúrufræðingar á Galapagoseyjum hafa vaxandi áhyggjur af því að nýjar tegundir ógni innfæddu dýralífi á eyjunum. Erlent 25.8.2006 08:44 « ‹ ›
Landsmenn hvattir til að styðja "strákinn okkar" Sannkölluð rokkstemmning virðist vera að myndast í landinu í kringum "strákinn okkar", Magna Ásgeirsson söngvara, sem hefur slegið í gegn í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Gengur nú tölvupóstur manna á milli þar sem fólk er hvatt til að styðja kappann svo hann falli ekki úr leik. Foreldrar hans vilja hins vegar fara að fá hann heim. Tónlist 25.8.2006 19:20
Sprengingar í efnamóttöku Sorpu Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli vegna sprengingar í efnamóttöku Sorpu í Gufunesi. Búið er að loka svæðinu, en töluverðan reyk leggur frá svæðinu. Allir starfsmenn efnamóttöku Sorpu komust út heilu og á höldnu eftir sprengingarnar urðu. Slökkviliðið er að störfum og verið er að kanna ástandið. Lögreglan telur ekki ástæðu til að rýma íbúðarbyggð í Grafarvogi. Slökkviðliðið telur að búið sé að slökkva eldinn en eftir skoða svæðið með eiturefnamælum til að ganga úr skugga um að engin eiturefni séu á svæðinu. Ekki er búið að útloka sprengihættu. Innlent 25.8.2006 18:07
Hagnaður hjá Byggðastofnun Byggðastofnun skilaði 194 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er viðsnúningur frá sama tíma fyrir ári en þá tapaði stofnunin 40 milljónum króna. Viðskipti innlent 25.8.2006 17:37
Hagnaður Samson 12,2 milljarðar króna Eignarhaldsfélagið Samson skilaði tæplega 12,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en þetta er rúmlega 7,7 milljarða krónu aukning frá sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 25.8.2006 17:28
Rúmlega 1.100 stúdentar á biðlista eftir húsnæði Rúmlega 1.100 stúdentar eru nú á biðlistum eftir húsnæði á stúdentagörðum. Formaður skipulagsráðs Reykajvíkurborgar segir að verið sé að leita lausna á húsnæðisvanda stúdenta. Innlent 25.8.2006 17:18
Mikill verðmunur á bílatryggingum Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði nýlega verðkönnun hjá sex tryggingarfélögum. . Innlent 25.8.2006 17:08
Um helmingur starfsmanna Varnarliðsins komnir með vinnu Tæplega helmingur starfsmanna Varnarliðsins sem búsettur er á Suðurnesjum hefur nú þegar gengið í önnur störf en 7 vikur eru þar til uppsagnarfrestur rennur út. Innlent 25.8.2006 16:48
Beinhákarlar úti við Gróttu Hópur kafara dýfði sér í sjóinn við hlið sex beinhákarla með gapandi ginið rétt utan við Gróttu í gær. Hákarlarnir eru þó ekki jafn hættulegir og þeir eru ógnvekjandi því þeir eru grænmetisætur. Innlent 25.8.2006 16:32
Mælir með kaupum í Kaupþingi Greiningardeild Landsbanks hefur uppfært verðmat sitt á Kaupþingi og Glitni. Deildin mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í Kaupþingi en haldi bréfum sínum í Glitni. Viðskipti innlent 25.8.2006 15:56
Aukið tap hjá CVC Fjárfestingarfélagið CVC tapaði tæpum 10,4 milljónum bandaríkjadala eða tæplega 729 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði félagið tæplega 4,9 milljóna dala tapi eða 342,5 milljónum króna. Viðskipti innlent 25.8.2006 15:49
Strætó fellir ferðir niður Akstur strætó bs. á tíu mínútna fresti er liðin tíð. Framkvæmdastjóri Stætó bs. segir niðurskurðinn óhjákvæmilegan. Innlent 25.8.2006 15:45
Tap hjá Eyri Invest Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði 926 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra skilaði félagið 4,1 milljarðs króna hagnaði. Í tilkynningu frá félaginu segir að niðursveifla á hlutabréfamörkuðum á fyrri hluta ársins hafi haft áhrif á afkomu félagins. Viðskipti innlent 25.8.2006 15:24
Risasamruni á Ítalíu Hluthafar ítölsku bankanna Banca Intesa og Sanpaolo hafa samþykkt samruna tveggja af stærstu bönkum landsins. Með samrunanum verður til stærsti banki Ítalíu og 10. stærsti banki í Evrópu með markaðsvirði uppá 55 milljarða evrur, jafnvirði rúmlega 4.900 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 25.8.2006 15:18
Sjávarútvegsráðherra hefur borgað sekt fyrir veiði á lunda án leyfis Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra og aðstoðarmaður hans, Björn Friðrik Brynjólfsson hafa borgað sekt sem þeim var gert að greiða af sýslumanninum á Hólmavík fyrir að veiða lunda án veiðileyfis. Innlent 25.8.2006 14:37
Staðfest með DNA-rannsóknum Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum. Erlent 25.8.2006 14:36
Besta afkoma í sögu SPH Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) skilaði 311 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 69,6 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra og besta rekstrarniðurstaða sparisjóðsins á fyrri hluta árs í 103 ára sögu hans.. Viðskipti innlent 25.8.2006 14:03
Methagnaður hjá SPK Sparisjóður Kópavogs (SPK) skilaði 222 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 135 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn er umfram áætlanir og sá mesti í sögu SPK á einum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 25.8.2006 13:14
Olíuverð hækkaði um rúman dal Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman Bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag vegna hættu á að hitabeltisstormar á Karabíska hafinu geti spillt fyrir olíuframleiðslu við Mexíkóflóa og óttast fjárfesta við að Íranar muni draga úr útflutningi á olíu verði viðskiptabann sett á landið vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda. Viðskipti erlent 25.8.2006 13:08
Iðnaðarnefnd verður kölluð saman Birkir J. Jónsson, formaður Iðnaðarnefndar Alþingis, hyggst kalla nefndina saman í næstu viku til að fjalla um nýfram konmar upplýsingar varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar, þar sem jarðfræðilegar aðstæður á svæðinu virðast ekki vera jafn traustar og fyrri upplýsingar til Alþingis höfðu gefið til kynna. Innlent 25.8.2006 12:48
Ryanair gegn breska ríkinu Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að höfða mál gegn breska ríkinu og krefjast 3,3 milljóna punda, jafnvirði 438 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur vegna tafa á flugleiðum og óþæginda fyrir farþega vegna hertra flugöryggisreglna sem koma á í veg fyrir hryðjuverk í flugvélum. Viðskipti erlent 25.8.2006 12:45
Tap þrátt fyrir gróða Síminn tapaði rúmum 6,4 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur frá sama tíma fyrir ári þegar félagið skilaði 2,1 milljarðs króna hagnaði. Hluti skulda Símans er í erlendri mynt en gengistap nam tæpum 8,3 milljörðum króna á tímabilinu. Viðskipti innlent 25.8.2006 12:13
Óvanalegt tilboð Norska lögreglan fékk óvanalegt tilboð á dögunum, frá manni sem situr inni fyrir umfangsmikla ránstilraun þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Fanginn bauð þeim að vísa þeim á felustað tveggja frægustu málverka norskra málara, meðal annars ópsins eftir Munch. Erlent 25.8.2006 11:51
Utanríkisráðherrar ESB á neyðarfundi vegna friðargæslu Mikill þrýstingur er á utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna sem funda í dag til að ræða hver eigi að leggja til friðargæsluliðs í Líbanon. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að tilkynna síðar í dag hvaða þjóð muni leiða friðargæsluna. Erlent 25.8.2006 11:41
VG vill að Alþingi komi saman Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf vegna nýframkominna upplýsinga varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd alþingis verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um málið. Innlent 25.8.2006 11:20
Íslendingasagnaútgáfan ehf kaupir útgáfuréttinn á tímaritum Fróða Íslendingasagnaútgáfan gekk í dag frá kaupum á öllum tímaritum Tímaritaútgáfunnar Fróða ehf. Kaupin ganga formlega í gegn 1. september. Kaupverð er ekki gefið upp. Innlent 25.8.2006 10:43
Eiturefnaúrgangur í Mangniu-ánni í Kína Skelkaðir íbúar í Norð-austur Kína flykktust í verslanir í gær til að kaupa vatnflöskur eftir að eiturefnaúrgangi hafði verið kastað í Mangniu-ána á mánudaginn. Erlent 25.8.2006 10:12
Bandarískir fjölmiðlar sýna hrútaþukli áhuga Árlegt meistaramót í hrútaþukli sem haldið verður á Sævangi við Steingrímsfjörð á sunnudag, hefur vakið mikla athygli hérlendis og erlendis. Á fréttavefnum Bæjarins besta.is kemur fram að fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa áhuga á að fjalla um mótið í ár og hafa reynt að setja sig í samband við aðstandendur þess. Innlent 25.8.2006 09:10
Fjórir teknir fyrir ölvun í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði tók í nótt fjóra ökumenn á Hafnarfjarðarvegi sem grunaðir voru um ölvun við akstur og telst það frekar mikið á fimmtudagskvöldi. Innlent 25.8.2006 09:19
Foreldrarnir ekki í nokkrum vafa Foreldrar stúlku sem hvarf fyrir átta árum í Austurríki segjast ekki í neinum vafa um að 18 ára stúlka sem fannst í garði nærri Vín í gær sé dóttir þeirra. Erlent 25.8.2006 09:21
Nýjar tegundir ógna dýralífi Náttúrufræðingar á Galapagoseyjum hafa vaxandi áhyggjur af því að nýjar tegundir ógni innfæddu dýralífi á eyjunum. Erlent 25.8.2006 08:44
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög