Fréttir

Fréttamynd

Nýir stjórnendur hjá Air Atlanta Iceland

Tveir nýir stjórnendur hafa hafið störf hjá Air Atlanta Icelandic. Geir Valur Ágústsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Air Atlanta Icelandic og Stefán Eyjólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri starfsmannamála fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lögregla minnir á breyttan útivistartíma barna

Lögreglan í Reykjavík minnir foreldra á að útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. september. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20 en 13 til 16 ára unglingar til klukkan 22. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Innlent
Fréttamynd

Milljarður í hagnað hjá HS

Hitaveita Suðurnesja (HS) skilaði tæplega 1,1 milljarðs krónu hagnaði á fyrri helmingi ársins. Þetta er 357 milljónum krónum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hann nam 709 milljónum króna. Búist er við að brottför varnarliðsins í lok september muni hafa áhrif á starfsemi félagsins en Varnarliðið hefur verið stærsti einstaki kaupandi heits vatns og raforku af hitaveitunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afþreyingarhúsum lokað á vellinum

Í dag verður kvikmyndahúsinu á Keflavíkurflugvelli lokað ásamt skyndibitastað, Windbraker klúbbnum og gistihúsi vallarins. Nánast engin starfsemi er þá eftir á vegum Varnarliðsins í herstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Vill að klippt verði á veiðarfæri

Framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna vill að Landhelgisgæslan klippi veiðarfærin aftan úr togurum á Reykjaneshrygg, sem veiða þar án heimilda. Hann segir nauðsynlegt að taka mun harðar á veiðiþjófum en gert hefur verið til að koma í veg fyrir ofveiði.

Innlent
Fréttamynd

Actavis hækkar tilboð í Pliva

Actavis hefur hækkað tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut og fengið staðfestingu fjármálaeftirlits Króatíu á því. Tilboðið er 10 prósentum hærra en fyrra tilboð félagsins, sem var 723 kúnur á hlut og jafngildir tilboð félagsins 2,5 milljörðum bandaríkjadala eða um 175 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Funda vegna uppbyggingarstarfs í Líbanon

Milljarða króna þarf til að koma Líbanon aftur á réttan kjöl. Hjálparstofnanir sem funda nú í Stokkhólmi ákalla þjóðir heims um að láta fé af hendi rakna til uppbyggingarstarfs í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Annatími fram undan vegna vals á framboðslista

Það verður einnig annatími hjá stjórnmálaflokkunum næstu vikurnar og mánuðina þar sem víða verða teknar ákvarðanir um hvernig valið skuli á framboðslista fyrir alþingiskosningar næsta vor. Frjálslyndir virðast lengst á veg komnir í undirbúningi.

Innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í þremur prósentum. Greiningaraðilar telja líkur á að bankinn hækki vextina hins vegar í október.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Anna Kristín sækist eftir 1. - 2. sæti

Anna Kristín Gunarsdóttir,þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. - 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ekki liggur fyrir hvernig skipað verður á listann en ýmislegt bendir til að viðhaft verði prófkjör af einhverri gerð. Ákvörðun um það verður tekin 16. september.

Innlent
Fréttamynd

Útlit fyrir harða og spennandi prófkjörsbaráttu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri.

Innlent
Fréttamynd

Tap hjá Olíufélaginu

Olíufélagið ehf. og dótturfélög þess, Olíudreifing og Egó, tapaði 62,4 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er viðsnúningur hjá félaginu en það hagnaðist um 223,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tapið má rekja til óhagstæðrar gengisþróunar og aukins fjármagnskostnaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan yfir 6.000 stig

Úrvalsvísitalan rauf 6.000 stiga múrinn á ný í dag og stóð skömmu eftir klukkan 11 í 6.015 stigum. Vísitalan náði þessum hæðum til skamms tíma í gær en endaði í 5.989,11 stigum við lokun Kauphallarinnar. Hæsta gildi Úrvalsvísitölunnar var 6.925 stig um miðjan febrúar síðastliðinn en lækkaði eftir það.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni verðbólga á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 2,3 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði sem er 0,1 prósenti minna en mældist í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Greiningaraðilar segja þetta þrýsta á um að evrópski seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minnsti drengur í heimi?

Lágvaxnasti drengur í Nepal bíður nú eftir að heyra frá yfirmönnum heimsmetabókar Guinness um það hvort þeir viðurkenna hann sem lágvaxnasta dreng í heimi.

Erlent
Fréttamynd

Olía hækkar í verði

Hráolíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum vegna ótta við hugsanlegan samdrátt í olíuframleiðslu Írana. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) gáfu Írönum frest fram til dagsins í dag til að hætta auðgun úrans og er að margra mati útlit fyrir að SÞ grípi til refsiaðgerða gegn Írönum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hægt að hlaða niður klassískum verkum á Google

Bókaunnendur geta nú slegið upp bókum á bókaþjónustu Google, hlaðið þeim niður endurgjaldslaust og prentað út ef þeim hentar. Þetta á reyndar aðeins við um bækur sem ákvæði höfundarréttar ná ekki til, aðallega eftir eldri höfunda svo sem Dante og Esóp sem samdi dæmisögurnar

Erlent
Fréttamynd

Dregur úr styrk Ernestos

Hitabeltisstormurinn Ernesto gekk yfir Flórída í gær. Heldur hafði dregið úr honum í gærkvöld en vindhraðinn hafði þá farið úr 55 km á klukkustund í 24 kílómetra á klukkustund.

Erlent
Fréttamynd

Aukinn hagnaður Jarðborana

Hagnaður Jarðborana hf. á fyrri helmingi ársins nam 402 milljónum króna samanborið við 299 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins á öðrum fjórðungi ársins tæpum 163 milljónum króna sem er 4 milljónum krónum minni hagnaður en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap hjá Bolar

Eignarhaldsfélagið Bolar ehf. tapaði 8,5 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur á afkomu félagsins en á sama tíma í fyrra skilaði það 488,4 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri Bola segir að hafa beri í huga að í fyrra seldi félagið verulegan hluta af starfsemi sinni til Promens hf. og var hagnaður af rekstri félagsins í fyrra tilkominn vegna framangreindrar sölu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr bæjarstjóri í Vesturbyggð ráðinn

Ragnar Jörundsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Vesturbyggðar til ársins 2010 eða út kjörtímabilið. Ráðning Ragnars var samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar en minnihlutinn sat hjá samkvæmt fréttavefnum Bæjarins besta.

Innlent
Fréttamynd

Samdráttur í smásölu

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 0,6 prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra, miðað við fast verðlag. Telst það til verulegra tíðinda að í fyrsta skipti í langan tíma mælist samdráttur í dagvöruveltu á föstu verði. Verslunarmannahelgin á þátt í samdrættinum á milli ára og segir Rannsóknasetur verslunarinnar við Bifröst þetta þó glöggt merki þess að töluvert sé farið að draga úr þenslu í hagkerfinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neitar að hafa hótað bannfæringu

Kardináli í Kólumbíu neitaði í gær fréttum um að hann hefði hótað læknum bannfæringu kaþólsku kirkjunnar fyrir að eyða fóstri hjá ellefu ára stúlku sem hafði verið nauðgað af stjúpföður hennar.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei meiri vöruskiptahalli

Vöruskipti voru óhagstæð um 19,1 milljarð króna í síðasta mánuði og hefur vöruskiptahallinn aldrei verið meiri í einum mánuði frá því Hagstofan fór að birta upplýsingar um vöruskipti eftir mánuðum. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptahallinn 11,9 milljarðar króna.

Viðskipti innlent