Fréttir Gripið til aðgerða í kjölfar fjölda banaslysa Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hyggst grípa til ýmissa aðgerða á næstunni til þess að reyna að auka umferðaröryggi í landinu. Innlent 4.9.2006 17:04 Vilja eldfjallafriðland á Reykjanesi Vinstri hreyfingin grænt framboð í Reykjavík mun leggja fram tillögu um stofnun eldfjallafriðlands frá Þingvöllum að Reykjanestá og aðra um hlutlausa úttekt á Kárahnjúkavirkjun ásamt frestun fyllingu Hálslóns á fundi Borgarstjórnar á morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hreyfingin hélt í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í dag. Innlent 4.9.2006 16:11 Hvetja landsmenn til að kjósa Magna Símafyrirtækin, Og Vodafone og Síminn hvetja stuðningsmenn Magna Ásgeirssonar að taka þátt í SMS kosningunni vegna RockStar Supernova aðfaranótt miðvikudags. Talsmenn símafyrirtækjanna telja mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt í kosningunni og sendi SMS í númerið 1918 til þess að tryggja að öll atkvæði Magna komist til skila. Eitthvað bar á því í síðustu kosningu að skilaboðin færu í rangt númer. Lífið 4.9.2006 15:59 Gæsluvarðhald vegna árásar á sambýliskonu Tæplega þrítugur karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina vegna árásar á sambýliskonu sína. Árásin átti sér stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn rispaði konuna meðal annars með hnífi á hálsi og skrokki, en engin stungusár voru að finna á konunni, að sögn lögreglunnar. Innlent 4.9.2006 15:32 Olían lækkar í verði Verð á hráolíu lækkaði nokkuð í framvirkum samningum í dag og fór niður fyrir 69 bandaríkjadali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Verðið hefur ekki verið lægra síðastliðnar 10 vikur. Helsta ástæðan eru færri og minni fellibyljir á yfirstandandi tímabili við Bandaríkin og auknar olíubirgðir þar í landi. Viðskipti erlent 4.9.2006 15:28 Bryndís ráðin aðstoðarrektor á Bifröst Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst í stað Magnúsar Árna Magnússonar sem lét af störfum fyrir helgi. Innlent 4.9.2006 15:27 Stærsta farþegaflugvél heims í fyrsta farþegaflug Stærsta farþegaþota heims, af gerðinni Airbus A380, fór í dag í sitt fyrsta farþegaflug með 474 farþega innanborðs. Þar voru starfsmenn Airbus á ferð en þeir höfðu boðið sig fram í ferðina sem er tilraunaflug með farþega. Þotan er tveggja hæða og með fjórum hreyflum. Erlent 4.9.2006 14:58 Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum hryðjuverkamönnum Dómstóll í Bretlandi hefur framlengt gæSluvarðhald yfir átta breskum múslímum sem grunaðir eru um að hafa ætlaÐ að sprengja flugvélar á leið yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna í loft upp. Verða þeir í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti tvær vikur til viðbótar. Erlent 4.9.2006 14:56 Vill auknar heimildir til að uppræta fíkniefnasölu Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi, dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Hann segir mikilvægt í þessu ljósi að lögregla og tollgæsla fái auknar heimildir og fjármagn til að uppræta sölu- og dreifingarkerfi glæpahópsins. Innlent 4.9.2006 14:06 Þokast í viðræðum um lausn hermannsins Nokkuð hefur þokast í viðræðum ísraelskra stjórnvalda og Hamas-samtakanna um lausn ísraelska hermannsins sem rænt var við landamæri Gaza-svæðisins í júní síðastliðnum. Þetta sagði Ismal Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, á ríkisstjórnarfundi í morgun. Erlent 4.9.2006 14:05 Katarar senda lið til Líbanons Katar varð í dag fyrsta arabaríkið til að senda hermenn til friðargæslu í Líbanon í kjölfar átaka Ísraela og Hizbolla-samtakanna í júlí og ágúst. Erlent 4.9.2006 13:26 Vilja fjölga nemendum um 500 á næstu fimm árum Forsvarsmenn Háskólans á Bifröst stefna að því að fjölga nemendum þar um 500 á næstu fimm árum þannig að þeir verði 1200 árið 2011. Í undirbúningi er stofnun kennaradeildar við skólann. Innlent 4.9.2006 12:28 Risaþotan loksins komin í loftið A380 risaþota frá samevrópsku flugvélasmiðjunni Airbus fór í loftið frá flugvelli í Toulouse í Frakklandi dag. Þetta var fyrsta tilraunaflug vélarinnar af fjórum í vikunni með áhöfn og farþega innanborðs. Flugið tekur sjö klukkustundir en farþegarnir, sem voru allir starfsmenn Airbus, munu gera prófanir á vélinni, sem er ein þeirra stærstu í heimi. Viðskipti erlent 4.9.2006 13:10 Þinglýstum kaupsamningum fækkar mikið milli ára Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um ríflega 46 prósent í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Fasteignamats ríkisins. Innlent 4.9.2006 12:14 Meðlimur ungliðahreyfingarinnar játar á sig tölvuinnbrotin Ungur meðlimur Þjóðarflokksins í Svíþjóð hefur viðurkennt að hafa ítrekað brotist inn á lokað netsvæði Sósíaldemókrataflokksins þar í landi. Sósíaldemókratar hafa kært Þjóðarflokkinn fyrir athæfið. Erlent 4.9.2006 12:13 Stunginn í hjartastað Ástralski "krókódílamaðurinn" Steve Irwin lést við köfun undan ströndum Ástralíu í dag. Skata stakk hann í hjartastað. Erlent 4.9.2006 12:07 Gagnrýni á sjóræningjaveiðar tvískinnungur Gagnrýni útgerðarmanna á svokallaðar sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg helgast af tvískinnungi að mati Grétars Mar Jónssonar, Frjálslynda flokknum, en hann er jafnframt fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins. Grétar telur að menn ættu að líta sér nær því enginn munur væri á Smuguveiðum Íslendinga og veiða nefndra sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg. Innlent 4.9.2006 12:00 Sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins Haraldur Ólafsson prófessor emiritus og fyrrverandi alþingismaður var sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins síðastliðinn föstudag. Heiðursmerki Letterstedtska félagsins er árlega veitt einum Norðurlandabúa fyrir mikilvægt framlag til norrænnar samvinnu. Innlent 4.9.2006 11:45 UNICEF og Barcelona vinna saman UNICEF og spænska knattspyrnufélagið Barcelona, sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með, munu á fimmtudaginn skrifa undir fimm ára samstarfssamning vegna HIV-smitaðra barna og barna sem hafa orðið munaðarlaus vegna alnæmis. Innlent 4.9.2006 11:05 Breskur ferðamaður drepinn í Amman Breskur ferðamaður var drepinn af byssumönnum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í morgun. Sex aðrir ferðamenn særðust í árásinni, og segir Reuters-fréttastofan að þeir séu frá Vesturlöndum, án þess að tilgreina nánar um þjóðerni þeirra. Tildrög árásarinnar er ókunn. Erlent 4.9.2006 11:00 Spá óbreyttum stýrivöxtum Stjórn Englandsbanka fundar á fimmtudag til að ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum í Bretlandi. Vextirnir voru hækkaðir í byrjun ágúst og standa nú í 4,75 prósentum. Greiningardeild Glitnis hefur eftir fréttaveitunni Bloomberg að líkur séu á óbreyttum stýrivöxtum. Viðskipti innlent 4.9.2006 10:55 Lögregla handtekur menn vegna gaskútaþjófnaðar Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að rannsókn á þjófnuðum á gaskútum en talsvert hefur borið á þeim að undanförnu. Fram kemur á vef lögreglunnar að nokkrir hafi verið handteknir vegna þessa fyrir helgina en fyrir liggi að einn þeirra tók gaskúta ófrjálsri hendi en hinir eru meintir vitorðsmenn hans. Innlent 4.9.2006 10:51 Annan í Katar Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í gær til Katar til viðræðna við yfirvöld þar í landi, og fyrst og fremst til að ræða átök Ísraelsmanna og Hizbollah-samtakanna. Innlent 4.9.2006 09:58 Silja ráðin forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Silja Bára Ómarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hún hefur síðastliðin þrjú ár stafa hjá Jafnréttisstofu ásamt því að kenna við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands. Innlent 4.9.2006 10:03 Kirkjutorg Notre Dame nefnt eftir páfa Kirkjutorgið fyrir framan Notre Dame kirkjuna í París var í gær endurnefnt og heitir nú eftir Jóhannesi Páli páfa öðrum. Á þriðja hundrað manna mótmæltu á torginu í gær að páfanum heitna skuli hlotnast slíkur heiður. Erlent 4.9.2006 09:17 Segir glæpahring starfandi hér á landi Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, Jóhann R. Benediktsson, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi og dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Innlent 4.9.2006 09:11 Sameining spítalanna misráðin Læknafélag Íslands telur að sameining spítalanna í Reykjavík hafi verið misráðin og að hagræðingin sem stefnt var að hafi einungis komið fram í fækkun sjúkrarúma. Þetta kemur fram í greinargerð með ályktun félagsins á aðalfundi þess fyrir helgi. Innlent 4.9.2006 09:05 Olíuverð hækkaði lítillega Verð á hráolíu hækkaði lítillega í framvirkum samningum á nokkrum helstu mörkuðum í dag eftir snarpar lækkanir í síðustu viku. Viðskipti erlent 4.9.2006 09:16 Blóðug átök öfgamanna og stjórnarhersins á Filippseyjum Fjórtán liggja í valnum og tæplega áttatíu liggja sárir eftir átök íslamskra öfgamanna og stjórnarhersins á Filippseyjum í dag. Hermenn voru sendir í leiðangur um fjalllendi hinnar svokölluðu Jolo-eyju þar sem íslamskir vígamenn voru taldir vera í felum, sem kom á daginn. Erlent 4.9.2006 08:55 Sex börn létust í eldsvoða Sex systkini létust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Móðir barnanna og þrjú systkini til viðbótar slösuðust í eldinum, en börnin sem létust voru á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Erlent 4.9.2006 08:47 « ‹ ›
Gripið til aðgerða í kjölfar fjölda banaslysa Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hyggst grípa til ýmissa aðgerða á næstunni til þess að reyna að auka umferðaröryggi í landinu. Innlent 4.9.2006 17:04
Vilja eldfjallafriðland á Reykjanesi Vinstri hreyfingin grænt framboð í Reykjavík mun leggja fram tillögu um stofnun eldfjallafriðlands frá Þingvöllum að Reykjanestá og aðra um hlutlausa úttekt á Kárahnjúkavirkjun ásamt frestun fyllingu Hálslóns á fundi Borgarstjórnar á morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hreyfingin hélt í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í dag. Innlent 4.9.2006 16:11
Hvetja landsmenn til að kjósa Magna Símafyrirtækin, Og Vodafone og Síminn hvetja stuðningsmenn Magna Ásgeirssonar að taka þátt í SMS kosningunni vegna RockStar Supernova aðfaranótt miðvikudags. Talsmenn símafyrirtækjanna telja mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt í kosningunni og sendi SMS í númerið 1918 til þess að tryggja að öll atkvæði Magna komist til skila. Eitthvað bar á því í síðustu kosningu að skilaboðin færu í rangt númer. Lífið 4.9.2006 15:59
Gæsluvarðhald vegna árásar á sambýliskonu Tæplega þrítugur karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina vegna árásar á sambýliskonu sína. Árásin átti sér stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn rispaði konuna meðal annars með hnífi á hálsi og skrokki, en engin stungusár voru að finna á konunni, að sögn lögreglunnar. Innlent 4.9.2006 15:32
Olían lækkar í verði Verð á hráolíu lækkaði nokkuð í framvirkum samningum í dag og fór niður fyrir 69 bandaríkjadali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Verðið hefur ekki verið lægra síðastliðnar 10 vikur. Helsta ástæðan eru færri og minni fellibyljir á yfirstandandi tímabili við Bandaríkin og auknar olíubirgðir þar í landi. Viðskipti erlent 4.9.2006 15:28
Bryndís ráðin aðstoðarrektor á Bifröst Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst í stað Magnúsar Árna Magnússonar sem lét af störfum fyrir helgi. Innlent 4.9.2006 15:27
Stærsta farþegaflugvél heims í fyrsta farþegaflug Stærsta farþegaþota heims, af gerðinni Airbus A380, fór í dag í sitt fyrsta farþegaflug með 474 farþega innanborðs. Þar voru starfsmenn Airbus á ferð en þeir höfðu boðið sig fram í ferðina sem er tilraunaflug með farþega. Þotan er tveggja hæða og með fjórum hreyflum. Erlent 4.9.2006 14:58
Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum hryðjuverkamönnum Dómstóll í Bretlandi hefur framlengt gæSluvarðhald yfir átta breskum múslímum sem grunaðir eru um að hafa ætlaÐ að sprengja flugvélar á leið yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna í loft upp. Verða þeir í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti tvær vikur til viðbótar. Erlent 4.9.2006 14:56
Vill auknar heimildir til að uppræta fíkniefnasölu Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi, dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Hann segir mikilvægt í þessu ljósi að lögregla og tollgæsla fái auknar heimildir og fjármagn til að uppræta sölu- og dreifingarkerfi glæpahópsins. Innlent 4.9.2006 14:06
Þokast í viðræðum um lausn hermannsins Nokkuð hefur þokast í viðræðum ísraelskra stjórnvalda og Hamas-samtakanna um lausn ísraelska hermannsins sem rænt var við landamæri Gaza-svæðisins í júní síðastliðnum. Þetta sagði Ismal Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, á ríkisstjórnarfundi í morgun. Erlent 4.9.2006 14:05
Katarar senda lið til Líbanons Katar varð í dag fyrsta arabaríkið til að senda hermenn til friðargæslu í Líbanon í kjölfar átaka Ísraela og Hizbolla-samtakanna í júlí og ágúst. Erlent 4.9.2006 13:26
Vilja fjölga nemendum um 500 á næstu fimm árum Forsvarsmenn Háskólans á Bifröst stefna að því að fjölga nemendum þar um 500 á næstu fimm árum þannig að þeir verði 1200 árið 2011. Í undirbúningi er stofnun kennaradeildar við skólann. Innlent 4.9.2006 12:28
Risaþotan loksins komin í loftið A380 risaþota frá samevrópsku flugvélasmiðjunni Airbus fór í loftið frá flugvelli í Toulouse í Frakklandi dag. Þetta var fyrsta tilraunaflug vélarinnar af fjórum í vikunni með áhöfn og farþega innanborðs. Flugið tekur sjö klukkustundir en farþegarnir, sem voru allir starfsmenn Airbus, munu gera prófanir á vélinni, sem er ein þeirra stærstu í heimi. Viðskipti erlent 4.9.2006 13:10
Þinglýstum kaupsamningum fækkar mikið milli ára Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um ríflega 46 prósent í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Fasteignamats ríkisins. Innlent 4.9.2006 12:14
Meðlimur ungliðahreyfingarinnar játar á sig tölvuinnbrotin Ungur meðlimur Þjóðarflokksins í Svíþjóð hefur viðurkennt að hafa ítrekað brotist inn á lokað netsvæði Sósíaldemókrataflokksins þar í landi. Sósíaldemókratar hafa kært Þjóðarflokkinn fyrir athæfið. Erlent 4.9.2006 12:13
Stunginn í hjartastað Ástralski "krókódílamaðurinn" Steve Irwin lést við köfun undan ströndum Ástralíu í dag. Skata stakk hann í hjartastað. Erlent 4.9.2006 12:07
Gagnrýni á sjóræningjaveiðar tvískinnungur Gagnrýni útgerðarmanna á svokallaðar sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg helgast af tvískinnungi að mati Grétars Mar Jónssonar, Frjálslynda flokknum, en hann er jafnframt fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins. Grétar telur að menn ættu að líta sér nær því enginn munur væri á Smuguveiðum Íslendinga og veiða nefndra sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg. Innlent 4.9.2006 12:00
Sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins Haraldur Ólafsson prófessor emiritus og fyrrverandi alþingismaður var sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins síðastliðinn föstudag. Heiðursmerki Letterstedtska félagsins er árlega veitt einum Norðurlandabúa fyrir mikilvægt framlag til norrænnar samvinnu. Innlent 4.9.2006 11:45
UNICEF og Barcelona vinna saman UNICEF og spænska knattspyrnufélagið Barcelona, sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með, munu á fimmtudaginn skrifa undir fimm ára samstarfssamning vegna HIV-smitaðra barna og barna sem hafa orðið munaðarlaus vegna alnæmis. Innlent 4.9.2006 11:05
Breskur ferðamaður drepinn í Amman Breskur ferðamaður var drepinn af byssumönnum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í morgun. Sex aðrir ferðamenn særðust í árásinni, og segir Reuters-fréttastofan að þeir séu frá Vesturlöndum, án þess að tilgreina nánar um þjóðerni þeirra. Tildrög árásarinnar er ókunn. Erlent 4.9.2006 11:00
Spá óbreyttum stýrivöxtum Stjórn Englandsbanka fundar á fimmtudag til að ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum í Bretlandi. Vextirnir voru hækkaðir í byrjun ágúst og standa nú í 4,75 prósentum. Greiningardeild Glitnis hefur eftir fréttaveitunni Bloomberg að líkur séu á óbreyttum stýrivöxtum. Viðskipti innlent 4.9.2006 10:55
Lögregla handtekur menn vegna gaskútaþjófnaðar Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að rannsókn á þjófnuðum á gaskútum en talsvert hefur borið á þeim að undanförnu. Fram kemur á vef lögreglunnar að nokkrir hafi verið handteknir vegna þessa fyrir helgina en fyrir liggi að einn þeirra tók gaskúta ófrjálsri hendi en hinir eru meintir vitorðsmenn hans. Innlent 4.9.2006 10:51
Annan í Katar Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í gær til Katar til viðræðna við yfirvöld þar í landi, og fyrst og fremst til að ræða átök Ísraelsmanna og Hizbollah-samtakanna. Innlent 4.9.2006 09:58
Silja ráðin forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Silja Bára Ómarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hún hefur síðastliðin þrjú ár stafa hjá Jafnréttisstofu ásamt því að kenna við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands. Innlent 4.9.2006 10:03
Kirkjutorg Notre Dame nefnt eftir páfa Kirkjutorgið fyrir framan Notre Dame kirkjuna í París var í gær endurnefnt og heitir nú eftir Jóhannesi Páli páfa öðrum. Á þriðja hundrað manna mótmæltu á torginu í gær að páfanum heitna skuli hlotnast slíkur heiður. Erlent 4.9.2006 09:17
Segir glæpahring starfandi hér á landi Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, Jóhann R. Benediktsson, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi og dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Innlent 4.9.2006 09:11
Sameining spítalanna misráðin Læknafélag Íslands telur að sameining spítalanna í Reykjavík hafi verið misráðin og að hagræðingin sem stefnt var að hafi einungis komið fram í fækkun sjúkrarúma. Þetta kemur fram í greinargerð með ályktun félagsins á aðalfundi þess fyrir helgi. Innlent 4.9.2006 09:05
Olíuverð hækkaði lítillega Verð á hráolíu hækkaði lítillega í framvirkum samningum á nokkrum helstu mörkuðum í dag eftir snarpar lækkanir í síðustu viku. Viðskipti erlent 4.9.2006 09:16
Blóðug átök öfgamanna og stjórnarhersins á Filippseyjum Fjórtán liggja í valnum og tæplega áttatíu liggja sárir eftir átök íslamskra öfgamanna og stjórnarhersins á Filippseyjum í dag. Hermenn voru sendir í leiðangur um fjalllendi hinnar svokölluðu Jolo-eyju þar sem íslamskir vígamenn voru taldir vera í felum, sem kom á daginn. Erlent 4.9.2006 08:55
Sex börn létust í eldsvoða Sex systkini létust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Móðir barnanna og þrjú systkini til viðbótar slösuðust í eldinum, en börnin sem létust voru á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Erlent 4.9.2006 08:47