Fréttir

Fréttamynd

Nýr stjórnarformaður Excel Airways Group

Magnús Þorsteinsson, starfandi stjórnarformaður Avion Group, mun taka við stjórnarformennsku í Excel Airways Group af Eamonn Mullaney, fyrrum stjórnarformanni og eins af stofnendum breska flugfélagsins Excel Airways. Mullaney hefur tilkynnt um starfslok sín sem taka gildi í lok október.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Magnús verður stjórnarformaður Excel

Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, tekur á næstunni við stjórnarformennsku í breska leiguflugfélaginu Excel Airways Group, sem er í eigu Avion Hann tekur við af Eamonn Mullaney sem hefur tilkynnt um starfslok sín 31. október en hann er einn af stofnendum Excel.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Alfesca 1,1 milljarður króna

Hagnaður af rekstri Alfesca á síðasta ári, sem lauk í júní, nam 12 milljón evrum eða eða tæplega 1,1 milljarði króna. Á fjórða fjárhagsári fyrirtækisins tapaði það hins vegar 603.000 evra eða 53,6 milljónum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grass kynnir æviminningar sínar

Þýski Nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum, Gunther Grass, kynnti nýjustu bók sína, sem eru æviminningar höfundarins, í Berlín í gær. Í bókinni greinir Grass meðal annars frá því að hann hafi starfað tilneyddur innan SS-sveita nazista síðustu mánuði síðari heimsstyrjaldar, þá 17 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Spá minni hagvexti í Brasilíu

Hagfræðingar á vegum Seðlabanka Brasilíu reikna með 3,2 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári í endurskoðaðri hagvaxtarspá sinni. Minni hagvöxtur í Brasilíu skrifast á HM í Þýskalandi en fjölmörg fyrirtæki gáfu starfsmönnum sínum frí til að fylgjast með leikjum landsliðsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fimm grunaðir um fíkniefnamisferli

Lögregla hafði afskipti af fimm mönnum í Reykjavík um helgina sem grunaðir voru um fíkniefnamisferli, og hitti hún á þá við misjafnar aðstæður. Tveir voru stöðvaðir í bílum sínum við reglubundið eftirlit, einn var gripinn á förnum vegi og annar þegar hann var fluttur á slysadeild eftir áflog.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir á slysadeild eftir árekstur

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur þriggja bíla á mótum Norðurfells og Vesturbergs um níuleytið í gærkvöldi en meiðsl allra reyndust minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Atlantis líklega í loftið á morgun

Líklegt er talið að NASA, Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, geti skotið geimferjunni Atlantis á loft frá Flórída á morgun. Upphaflega átti geimskotið að fara fram þann 27. ágúst síðastliðinn en fresta þurfti skotinu þá eftir að eldingu laust niður í skotpallinn skömmu áður.

Erlent
Fréttamynd

Meðalaldur starfsmanna stórmarkaða lækkar um 7 ár

Meðalaldur félagsmanna VR sem vinna í stórmörkuðum hefur lækkað um heil sjö ár síðan árið 2000 og segir á heimasíðu VR að félagið hafi heyrt dæmi þess að ungmenni á aldrinum 13 til 14 ára vinni langtum meira en kveðið er á um í reglugerð um vinnu ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur flatskjám stolið í austurborginni

Tveimur flatskjám var stolið úr raftækjaverslun í austurborginni um hálfþrjúleytið í nótt. Verðmæti þeirra er samtals á áttunda hundrað þúsunda. Þjófarnir brutu stóra rúðu til að komast inn í verslunina en þeir komust undan og er þeirra nú leitað.

Innlent
Fréttamynd

Bílsprengja fellir tvo í Suður-Líbanon

Að minnsta kosti tveir eru látnir og einhverjir særðir eftir að sprengja sprakk í bifreið yfirmanns innan líbönsku leyniþjónustunnar fyrir stundu. Ekki er vitað hvort hann sé annar hinna látnu.

Erlent
Fréttamynd

Enn ein sprengingin í Tyrklandi

Sprengja sprakk nærri skrifstofubyggingu stærsta stjórnmálaflokks Tyrklands í borginni Izmir í morgun. Fyrstu fregnir herma að enginn hafi látist eða særst í sprengingunni en samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum var sprengjan falin í ruslutunnu.

Erlent
Fréttamynd

Bílvelta nærri Akureyri

Bíll valt á hringveginum norðan Akureyrar til móts við bæinn Grjótgarð laust fyrir tvö í nótt. Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en ekki er vitað um meiðsl hans.

Innlent
Fréttamynd

Mannskætt lestarslys í Egyptalandi

Fimm fórust og 30 slösuðust þegar farþegalest og flutningalest lentu saman í Egyptalandi í gærkvöldi. Slysið átti sér stað nærri bænum Shebin al-Qanater, norður af höfuðborginni Kaíró, en aðeins eru tvær vikur síðan tvær lestar lentu saman á svipuðum slóðum. Þá létust 58 manns.

Erlent
Fréttamynd

Stunginn með hnífi í bakið

26 ára gamall maður leitaði á slysadeild í Reykjavík upp úr eitt í nótt eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið. Hann þekkti til árásarmanns síns og náðist sá á hlaupum um hálffjögur í nótt, skammt frá heimili sínu í austurborginni.

Innlent
Fréttamynd

Byssumaður myrðir ferðamann í Jórdaníu

Erlendir ferðamenn í Jórdaníu eru felmtri slegnir eftir að byssumaður varð einum ferðamanni að bana og særði fimm þegar skotið var á hóp ferðalanga í höfuðborginni, Amman í dag. Árásamaðurinn var þegar handtekinn en hann lét til skarar skríða fyrir utan hringleikahús sem ferðamenn sækja í hópum á sumri hverju.

Erlent
Fréttamynd

Gíslataka í rússnesku fangelsi

Rússneskum sérsveitarmönnum tókst í dag að frelsa menn sem gæsluvarðhaldsfangar í fangelsi í Moskvu tóku í gíslingu. Engan mun hafa sakað í atganginum en heyra mátti skothríð og sprengingar úr nokkurri fjarlægð.

Erlent
Fréttamynd

Þriggja bíla árekstur í Breiðholtinu

Lögregla og slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna áreksturs þriggja bíla á mótum Norðurfells og Vesturbergs í Breiðholti í Reykjavík. Einn var fluttur á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Steve Irwin allur

Ástralski "krókódílamaðurinn" Steve Irwin lést við köfun undan ströndum Ástralíu í dag. Skata stakk hann í hjartastað. Irwin var heimsfrægur fyrir vinsæla dýralífsþætti sína þar sem hann lagði líf sitt oftar en ekki hættu í samskiptum sínum við krókódíla og önnur hættuleg dýr. Steve Irwin var sjónvarpsáhorfendum um allan heim að góðu kunnur. Hann lét sig ekki muna um að fóðra krókódíl með annari hendi og barnið sitt í hinni. Það gerði hann fyrir framan sjónvarpsáhorfendur og hlaut bágt fyrir. Irwin var mikill áhugamaður um náttúruvernd og óþreytandi talsmaður krókódíla. Stundum þótti hann full glæfralegur framkomu við villidýrin. Hann meðhöndlaði krókódíla, hættulegar köngulær og snáka af virðingu en með hæfilegum gáska. Irwin var í dag að kafa við Batt rifið undan ströndu Queensland í norðaustur Ástralíu og var að taka upp sjónvarpsþátt um hættulegustu dýr í heimi. Hann synti of nálægt einni skötunni og hún stakk hann í hjartastað með hala sínum. John Howard forsætisráðherra Ástralíu sagði um Irwin að hann hefði verið einstakur maður og verið hjartfólginn bæði Áströlum og fólki um allan heim. Blóm og kransar streymdu í dag til dýragarðsins í Queensland í Ástralíu til minningar um Steve Irwin. Ökumenn þeyttu bílflautur til heiðurs honum er þeir óku þar hjá. Irwin lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn.

Erlent
Fréttamynd

Ekki í skóla nema að landslög séu brotin

Fjöldi nýbúabarna hefur ekki getað byrjað í skóla í haust þar sem þau hafa enn ekki fengið kennitölu. Margra vikna bið er eftir kennitölum hjá þjóðskrá og á meðan geta skólayfirvöld ekki leyft þeim að fara í skólann nema brjóta landslög.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýna sameiningu spítalanna

Læknafélags Íslands gagnrýnir mjög sameiningu spítalanna og segir nauðsynlegt að draga úr þeirri einokun sem þegar ríki í spítalamálum. Sömuleiðis varar félagið við alræðisvaldi sem heilbrigðisráðherra og forstjórum heilbrigðisstofnanna er veitt samkvæmt frumvarpi ráðherra sjálfs.

Innlent
Fréttamynd

Ógnar hlutleysi Seðlabankans

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir mikinn miskilning að Davíð Oddsson sé hættur í pólitík. Spurningin nú sé hvort það sé líka misskilningur að Geir H. Harde sé leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að Davíð treysti ekki forystu Geirs H. Haarde. Davíð Oddsson tjáði sig ítarlega um helstu pólitísku ágreiningsmálin á Morgunvakt Ríkisútvarpsins fyrir helgi og í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Stjórnarandstaðan segir þetta ógna hlutleysi Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Annan semji um lausn gísla

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Ísraela og Líbana hafa þekkst boð sitt um að semja um lausn tveggja ísraelskra hermanna sem skæruliðar Hizbollah rændu í júlí. Varð það kveikjan að átökum Ísraela og Hizbollah-liða í Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Segir framkvæmdir við álver í Helguvík í hættu

Áform um uppbygging álvers í Helguvík eru í hættu ef ekki fást rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga. Undirstofnanir ráðuneyta tefja vísvitandi fyrir veitingu leyfanna, segir forstjóri Hitaveitu Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Býðst til að semja um lausn hermanna

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur boðist til að reyna að semja um lausn tveggja ísraelskra hermanna sem skæruliðar Hizbollah rændu í júlí. Mannránin urðu kveikjan að átökum Ísraela og Hizbollah-liða í Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Vilja kanna kosti einkasjúkrahúss í Fossvogi

Læknafélag Íslands vill að skoðað verði hvort hægt verði að reka áfram sjúkrahús í Fossvogi, jafnvel í einkarekstri, eftir uppbyggingu við Hringbaut. Með því eigi læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn kost á öðrum vinnustað en Landspítalanum. Þetta kom fram í máli Sigurbjarnar Sveinssonar, formanns Læknafélags Íslands, í viðtali á NFS í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segir tafir á veitingu rannsóknarleyfa

Tafir á afgreiðslu rannsóknarleyfa á jarðhitasvæðum á Reykjanesi geta tafið uppbyggingu álvers í Helguvík að mati forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Hann sakar undirsstofnanir ráðuneyta um að tefja vísivitandi veitingu rannsókanrleyfa vegna jarðvarmavirkjana á Reykjanesskaga.

Innlent