Fréttir

Fréttamynd

Stofna Landnemaskóla fyrir erlent starfsfólk

Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis hyggst í samstarfi við nokkra aðila koma á fóta svokölluðum Landnemaskóla til að greiða fyrir aðgengi erlends starfsfólks að íslensku samfélagi. Um er að ræða 120 stunda nám í íslensku, samfélagsfræði og fleira sem Mímir-símennt og samstarfsaðilar hafa þróað.

Innlent
Fréttamynd

Hafnbanni aflétt í Líbanon í dag

Ísraelar munu lyfta hafnbanni sínu á Líbanon klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Þeir krefjast hins vegar að gulltryggt verði að Hisbollah-liðar geti ekki fyllt á vopnabirgðir sínar og munu þýsk herskip gegna lykilhlutverki í strandgæslu Líbanons.

Erlent
Fréttamynd

Ísland í níunda sæti yfir efnahagslegt frelsi

Ísland hefur færst upp um fjögur sæti á lista yfir þær þjóðir heimsins sem búa við mest efnahagslegt frelsi samkvæmt árlegri skýrslu um efnahagslegt frelsi í heiminum. Það er Rannsóknarmiðstöð um samfélags og efnahagsmál sem gefur út skýrsluna. Ísland var í þrettánda sæti í fyrra en er nú í því níunda ásamt Lúxemborg.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar höfuðstöðvar DR of dýrar

Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva danska ríkisútvarpsins (DR) við Ørestaden í Kaupmannahöfn hefur farið 500 milljónir danskra króna, eða tæpa 6 milljarða íslenskar krónur, fram úr áætlun. Fyrirhugað er að flytja alla starfsemi útvarpsins í húsið í desember á þessu ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ráðist á sjónvarpsfréttamann

Sjónvarpsfréttamaður í San Diego þurfti að leggjast inn á sjúkrahús eftir að maður og kona sem hann var að fylgjast með fyrir sjónvarpsþátt réðust á hann, börðu og bitu. Fréttamaðurinn hafði komist á snoðir um umfangsmikið fasteignasvindl sem maðurinn stóð fyrir og var að taka viðtal við annan mann í tengslum við málið.

Erlent
Fréttamynd

Hyggjast markaðssetja ferðir fyrir einhleypa

Ferðamannasamtökin Wonderful Copenhagen í Kaupmannahöfn hyggjast markaðssetja borgina sem áfangastað fyrir einhleypa ferðamenn. Politiken greinir frá því að ráðgert sé að bjóða upp á lengri helgarferðir þar sem viðskiptavinurinn, sá einhleypi, geti sótt skemmtikvöld og farið út að borða með öðrum sem eru í sömu hjúskaparstöðu. Sölu- og markaðsstjóri samtakanna segir að um áhugaverðan markhóp sé að ræða og þarna sé óplægður akur innan ferðamannaiðnaðarins.

Erlent
Fréttamynd

Lagður af stað yfir Ermasundið

Benedikt S. Lafleur lagði af stað í þreksund sitt yfir Ermarsundið upp úr sjö í morgun. Í samtali við NFS í morgun var hann brattur og sagði aðstæður prýðisgóðar í dag en sundraunin hefur frestast um nokkra daga vegna veðurs og öldugangs.

Innlent
Fréttamynd

Calderon réttmætur sigurvegari kosninganna

Felipe Calderon tók í gær við skjali frá kosningadómstól Mexíkó sem vottar það að hann sé réttmætur sigurvegari forsetakosninganna sem fram fóru í júlí síðastliðnum. Forseti kosningadómstólsins bað alla Mexíkóa að hætta að deila innbyrðis og brúa gjárnar sem mynduðust í kjölfar forsetakosninganna.

Erlent
Fréttamynd

Mikið um HIV smit hjá ungum körlum í Danmörku

Fjöldi ungra manna sem hafa smitast af hiv er einn sá mesti í Danmörku síðan árið 1994. Politiken greinir frá því að um sé að ræða karlmenn undir 30 ára aldri sem hafi smitast af veirunni eftir kynmök með öðrum karlmanni.

Erlent
Fréttamynd

Safna fyrir byggingu skóla í Pakistan

Nemendur og starfsmenn Borgarholtsskóla munu ferðast leiðina til Pakistan í dag. Í tilefni 10 ára afmælis skólans er efnt til táknræns hlaups, göngu og/eða hjólreiða nemenda og starfsmanna skólans í fjáröflunarskyni og er markmiðið að samanlagður kílómetrafjöldi sem lagður verður að baki verði jafn vegalengdinni í loftlínu á milli Íslands og Pakistan.

Innlent
Fréttamynd

Búist við óbreyttum stýrivöxtum

Stjórn Englandsbanka ákveður stýrivaxtastig í Bretlandi að loknum fundi sínum fyrir hádegi í dag. Stýrivextirnir standa nú í 4,75 prósentum. Greiningaraðilar búast almennt við óbreyttum vöxtum nú en hækkun síðar á árinu, jafnvel í nóvember.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bush viðurkennir leynifangelsi

George Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að leynifangelsi hefðu verið rekin á vegum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann sagði yfirheyrsluaðferðir leyniþjónustunnar mikilvægar en neitaði að fangar hafi verið pyntaðir.

Erlent
Fréttamynd

BAE selur hlutina í Airbus

Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðtal við Kampusch birt

Natascha Kampusch, austurríska stúlkan, sem var í haldi mannræningja í átta ár, eða frá tíu ára aldri, segist einvörðungu hafa hugsað um að flýja á meðan hún var í haldi. Hún hafi einu sinni kastað sér út úr bíl hans á ferð og oft hugsað um að skera af honum höfuðið.

Erlent
Fréttamynd

Stóriðjustefna eða ekki?

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að reisa þrjú ný álver á næstunni og greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík. Í sumar sagði hann hins vegar að stjórnvöld hefðu í raun enga stóriðjustefnu.

Innlent
Fréttamynd

Bush viðurkennir tilvist leynifangelsa

George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í kvöld að rekin væru leynifangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um leið og hann tilkynnti að 14 meintir hryðjuverkamenn úr æðstu stöðum hafi verið fluttir í Guantanamo-fangabúðirnar á Kúbu.

Erlent
Fréttamynd

Viðtal við Natöschu Kampusch birt

Natascha Kampusch, austurríska stúlkan, sem var í haldi mannræningja í átta ár, eða frá tíu ára aldri, segist einvörðungu hafa hugsað um að flýja á meðan hún var í haldi. Þetta kemur fram í viðtali við austurríska vikuritið News sem kom út í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þjarmað að Blair

Sjö þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa sagt af sér til að mótmæla því að Tony Blair forsætisráðherra skuli ekki hafa tímasett brotthvarf sitt úr embætti. Blair segir að þeir séu svikarar.

Erlent
Fréttamynd

Eyða um efni fram sem aldrei fyrr

Íslendingar eyða nú um efni fram - og fjárfesta - sem aldrei fyrr. Viðskiptahallinn tvöfaldaðist á fyrri helmingi ársins miðað við árið í fyrra og var hvorki meira né minna en 124 milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Danir númeri of stórir

Íslenska landsliðið í knattspyrnu þurfti að sætta sig við 2-0 tap fyrir Dönum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM. Danska liðið hafði sterk tök á leiknum frá upphafi og eftir að þeir Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson höfðu komið liðinu í 2-0 eftir rúman hálftíma, var sigur Dana aldrei í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Danir yfir í hálfleik

Nú er búið að flauta til leikhlés í viðureign Íslendinga og Dana á Laugardalsvelli í undankeppni EM í knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að Danir hafa verið miklu betri í fyrri hálfleiknum og leiða verðskuldað 2-0. Það voru Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson sem skoruðu mörk danska liðsins á 5. og 33. mínútu.

Innlent
Fréttamynd

Nafnaskipti fyrirtækja

Rótgróin íslensk fyrirtæki sem hasla sér völl á erlendum markaði þurfa í síauknum mæli að leggja gamla nafninu og búa til nýtt. Flest nöfn sem finna má í orðabókum eru frátekin.

Innlent
Fréttamynd

Háspennubilun veldur rafmagnsleysi

Háspennubilun varð rétt fyrir klukkan sex í dag og er stór hluti Mosfellsbæjar og Barðastaðir í Grafarvogi rafmagnslaus. Verið er að leita að orsök bilunarinnar og ekki liggur fyrir hvenær rafmagn kemst aftur á.

Innlent
Fréttamynd

Vilja athugun á jarðgöngum um Tröllaskaga

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa skorað á þingmenn og ríkisvaldið að gera ítarlega hagkvæmnathugun á því að grafa jarðgöng í gegnum Tröllaskaga milli Hjaltadals og Eyjafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

16 mánaða dómur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

Tuttugu og þriggja ára Íslendingur var í dag dæmdur í 16 mánaða fangelsi í Burnley fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára gamalli enskri stúlku fyrr á árinu. Líklegt er að hann afpláni aðeins átta mánuði af dómnum en hann hefur þegar setið í gæsluvarðhaldi í sjö mánuði sem dregst frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Tónlistarhús kynnt á Feneyja-tvíæringnum

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem reisa á við hafnarbakkann í Reykjavík verður kynnt á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag sem Ísland tekur þátt í fyrsta sinn í ár. Sýningin verður haldin dagana 10. september til 19. nóvember og fjallar hún um lykilþætti sem snúa að þróun stórra borga um allan heim

Innlent