Fréttir

Fréttamynd

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Annar mannanna tveggja, sem réðust að öryggisverði og starfsmanni Select í Fellahverfi aðfaranótt sunnudags, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald til föstudags. Hann hefur játað aðild sína í málinu en hann stakk öryggisvörðinn í bakið. Hinn maðurinn var látinn laus í dag eftir að yfirheyrslum lauk.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdir á geimstöðinni hafnar

Byggingarframkvæmdir á alþjóðlegu geimstöðinni hófust í dag. Tveir hugaðir geimfarar vörðu lunganum úr deginum í geimnum utan við geimstöðina í að byggja við hana. Óhætt er að segja að verk þeirra hafi verið töluvert flókið og jafnvel tafsamt.

Erlent
Fréttamynd

Þýðingarmikið skref stigið á Srí Lanka

Stjórnvöld á Srí Lanka og uppreisnarmenn Tamíltígra hafa samþykkt að setjast niður til friðarviðræðna án nokkurra skilyrða. Upplýsingafulltrúi vopnaeftirlitsins á Srí Lanka segir þetta þýðingarmikið skref í átt til friðar.

Erlent
Fréttamynd

Vilja breyta lögum ef þörf er á

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa beðið um fund í allsherjarnefnd til að ræða alvarlegar ásakanir um að réttarstaða barna hafi verið fyrir borð borin með mistökum í lagasetningu og skýrslutökum í dómshúsi en ekki í Barnahúsi. Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur vísar gagnrýni forstjóra Barnaverndarstofu til föðurhúsanna og segir umdeilt hvort Barnahús geti talist hlutlaus vettvangur fyrir skýrslutöku á börnum sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Hefur trú á sínum manni

Eyrún Huld Haraldsdóttir, kona Magna Ásgeirsonar, hefur fulla trú á sínum manni og telur að hann standi uppi sem sigurvegari í raunveruleikaþættinum Rockstar:Supernova. Hún er þakklát íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn þakka Sýrlendingum skjót viðbrögð

Herskáir múslimar, vopnaðir handsprengjum og byssum, reyndu að brjóta sér leið inn í sendiráð Bandaríkjamanna í Damaskus á Sýrlandi í morgun. Öryggissveitum tókst að hrinda árásinni. Fjórir féllu í átökum, þrír árásarmenn og sýrlenskur öryggisvörður.

Erlent
Fréttamynd

Segir starf matvælanefndar hafa klúðrast

Þingmaður Samfylkingarinnar segir skýrslu formanns matvælanefndar, um hvernig lækka eigi matvælaverð, staðfesta það sem áður hefur komið fram í skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskólans. Landbúnaðarráðherra finnst hugmyndirnar fáránlegar og segir starf matvælanefndarinnar hafa klúðrast.

Innlent
Fréttamynd

Fiskur í fyrirrúmi á hátíðinni Fiskirí

Matarhátíð tileinkuð fiski og öðru sjávarfangi verður haldin hátíðleg um næstu helgi. Það er sjávarútvegsráðuneytið og Klúbbur matreiðslumeistara sem standa að hátíðinni sem hlotið hefur nafnið Fiskirí.

Innlent
Fréttamynd

Fundað vegna forvals Vinstri - grænna á höfuðborgarsvæðinu

Vinstri - grænir halda í kvöld kynningarfund fyrir félagsmenn vegna forvals fyrir komandi alþingiskosningar. Þar verða tillögur uppstillingarnefndar kynntar en þær gera ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Gert er ráð fyrir forvali fyrir félagsmenn þann 11. nóvember næstkomandi og að framboðsfrestur sé til 27. október.

Innlent
Fréttamynd

Ásta sækist eftir þriðja sætinu

Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Stjórn fulltrúaráðs flokksins hefur lagt til að prófkjör fari fram 27. og 28. október en það er í höndum fulltrúaráðsfundar að taka endanlega ákvörðun um það.

Innlent
Fréttamynd

Vésteinn Ólason forstöðumaður nýrrar stofnunar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Véstein Ólason í embætti forstöðumanns nýrrar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til 1. mars 2009, frá 12. september 2006 að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Methalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 68 milljörðum dala eða rúmum 4.800 milljörðum íslenskra króna í júlí. Um methalla er að ræða en hann skýrist fyrst og fremst af verðhækkunum á olíu. Líkur eru á að viðskiptahalli ársins verði meiri en hallinn í fyrra sem nam 717 milljörðum dala eða rúmum 51.100 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptahallinn vestra hafði aldrei verið meiri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Getur vitjað hassmola á lögreglustöð

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmsu að snúast um helgina við að aðstoða fólk vegna ölvunarástands þess og vegna annarra atvika. Fram kemur á vef hennar að eitt fíkniefnamál hafi komið en einhver lánsamur fíkniefnaneytandi, eins og það er orðað, hafi gleymt hassmola sínum á borði inni á veitingastaðnum Lundanum.

Innlent
Fréttamynd

Öðrum sleppt en hinn leiddur fyrir dómara

Lögregla hefur sleppt öðrum mannanna sem grunaðir eru um árásir á öryggisvörð og starfsmann á bensínstöð Skeljungs í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Hinn, sem grunaður er um að hafa stungið öryggisvörðinn í bakið, verður hins vegar leiddur fyrir dómara kl. 17 í dag þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum.

Innlent
Fréttamynd

Aukið samráð og gegnsærra lagasetningarferli

Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til þess kanna hvernig megi með markvissum hætti einfalda lög og reglur á Íslandi með það að markmiði að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs hefur skilað tillögum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Vitnaleiðslur í Ásláksmáli í dag

Vitnaleiðslur hófust í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna máls á hendur karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað öðrum manni á kránni Ásláki í Mosfellsbæ í desember árið 2004.

Innlent
Fréttamynd

Samþykkja skilyrðislausar friðarviðræður

Stjórnvöld á Srí Lanka og uppreisnarmenn Tamíltígra hafa samþykkt að setjast niður til friðarviðræðna án nokkurra skilyrða. Þetta var staðfest eftir fund um átökin í landinu sem haldinn var í Brussel í Belgíu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Umtalsverðar hækkanir á matvörum í lágvöruverslunum

Umtalsverðar hækkanir hafa orðið á matvörum í lágvöruverðsverslunum frá því í upphafi þessa árs. Þetta er niðurstaða úr samanburði á verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ frá því í janúar og nýrri könnun sem gerð var í liðinni viku og greint er frá á heimaíðu samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla kvartar undan skemmdarverkum

Nokkuð bar á skemmdarverkum í Reykjavík um nýliðna helgi en þau voru af ýmsu tagi. Rúður voru brotnar í grunnskóla og leikskóla og einnig í bifreið. Hliðarspeglar á bifreiðum fengu heldur ekki að vera í friði en þeir voru brotnir af fimm bifreiðum. Þá var brotin rúða í heimahúsi sem og í fyrirtæki.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fund vegna málefna Barnahúss

Fulltrúar Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd hafa óskað eftir fundi um málefni Barnahúss eftir umræður síðustu daga um framkvæmd skýrslutöku á börnum vegna meintra kynferðisafbrota.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald yfir þingmönnum framlengt

Gæsluvarðhald yfir tveimur háttsettum þingmönnum Hamas-samtakanna hefur verið framlengt samkvæmt ákvörðun dómara í Ísrael. Einhverjir þingmenn sem eru í haldi verða þó látnir lausir á næstunni. Flestir þeirra voru teknir höndum skömmu eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkaði lítillega

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag og fór nálægt 66 bandaríkjadölum á tunnu. Þar með var endir bundinn á samfelldar lækkanir á olíuverði síðastliðna sex daga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Háttsettir Hamas-liðar verði látnir lausir

Dómstóll í Ísrael hefur fyrirskipað að nokkrir háttsettir liðsmenn Hamas-samtakanna, sem hafa verið í haldi Ísraela, verði látnir lausir. Mennirnir voru handteknir eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu í júní. Meðal hinna handteknu eru ráðherrar í heimastjórn Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Komu í veg fyrir alvarlega árás

Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum.

Erlent
Fréttamynd

Skúli Eggert ráðinn ríkisskattstjóri

Fjármálaráðherra ákvað í dag að Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri, taki við embætti ríkisskattstjóra frá 1. janúar á næsta ári. Indriði H. Þorláksson, núverandi ríkisskattstjóri, lætur af embætti 1. október næstkomandi og mun Ingvar Rögnvaldsson, vararíkisskattstjóri, gegn starfi hans til áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ókeypis hárskurður á Vesturbakkanum

Rakarar og hárskerar í Ramallah og Betlehem á Vesturbakkanum hafa gripið til þess ráðs að bjóða ókeypis hárskurð í einn sólahring. Þetta var gert í gær til að styðja við bakið á opinberum starfsmönnum heimastjórnar Palestínumanna sem ekki hafa fengið laun sín greidd í marga mánuði.

Erlent