Fréttir

Fréttamynd

Herdís stefnir á annað sæti í Norðvesturkjödæmi

Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknaflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herdísi.

Innlent
Fréttamynd

SPRON hækkar óverðtryggða vexti

SPRON tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi hækka vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 02,5 - 0,5 prósentustig. í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í gær. SPRON hækkar hins vegar ekki frekar en Glitnir og Landsbankinn vexti verðtryggðra íbúðalána, en bankarnir tveir hækkuðu óverðtryggða vexti sína í gær.

Innlent
Fréttamynd

Verkefni í vegagerð færð frá ríki til sveitarfélaga

Vinna er hafin við það í samgönguráðuneytinu að færa ákveðin verkefni í samgöngumálum frá ríki til sveitarfélaga. Þetta kom fram í ávarpi Sturlu Böðvarssonar á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Grundarfirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dauðadómur yfir Asahara staðfestur

Hæstiréttur í Japan hefur staðfest dauðadóm yfir Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsöfnuðar þar í landi. Asahara var fyrir tveimur árum sakfelldur fyrir að hafa skipulagt taugagassárás á neðanjarðarlestakerfið í Tókýó fyrir ellefu árum og aðra árás ári áður. Nítján týndu lífi í árásunum.

Erlent
Fréttamynd

Milljarðar bætast við markaðsvirði Exista

Fyrirtækið Exista var tekið til skráningar í Kauphöllinni í morgun. Þetta er stærsta nýskráning í Kauphöllinni en markaðsvirði félagsins var um 230 milljarðar. Milljarðar hafa bæst við markaðsvirðið fram að hádegi vegna gengishækkunar í fyrstu viðskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Múslimar æfir út í páfa

Múslimar um allan heim eru æfareiðir Benedikti páfa sextánda fyrir ummæli sem hann lét falla í ræðu í Þýskalandi fyrr í vikunni. Þar ræddi páfi hugtakið "heilagt stríð".

Erlent
Fréttamynd

Samið um menningarsamskipti við Kína

Íslendingar og Kínverjar hafa samið um menningarsamkipti á árunum 2007-2010 sem meðal annars felast í skiptiheimsóknum listamanna og stjórnenda á listasviðinu. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og menningarmálaráðherra Kína sem það gerðu fyrir hönd þjóða sinna en Þorgerður er nú stödd í opinberri heimsókn í Kína.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri uppsagnir hjá Ford

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að segja upp 14.000 manns á næstu tveimur árum til viðbótar við þá 30.000 sem þegar hefur verið sagt upp og gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað er. Þetta jafngildir uppsögnum á þriðjungi starfsfólks Ford í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íranar ýja að viðræðum í kjarnorkudeilu

Yfirrvöld í Frakklandi hafa staðfest að Íranar hafi gefið til kynna að þeir vilji hefja viðræður um það við Evrópusambandið að þeir hætti auðgun úrans. Frá þessu var greint skömmu fyrir hádegi.

Erlent
Fréttamynd

Fimm menn skotnir nærri heimili Haniyehs

Byssumenn skutu fimm Palestínumenn til bana nærri heimili forsætisráðherrans Ismails Haniyeh á Gasaströndinni í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af atburðinum en talið er að einhverjir hinna látnu hafi verið í öryggissveitum palestínsku heimastjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Danska þjófélagið tapi stórfé vegna umferðartafa

Helstu sérfræðingar Danmerkur í skipulagsfræði áætla að árið 2030 muni danska þjóðfélagið tapa tæpum 360 milljörðum vegna þess að umferðarmannvirki beri ekki alla þá bílaumferð sem þá verður á vegunum.

Erlent
Fréttamynd

Exista upp um 7 prósent

Fyrstu viðskipti með bréf í Exista í Kauphöll Íslands voru við opnun markaðarins í morgun. Gengi bréfa í félaginu var 23 krónur á hlut í morgun en það er 7 prósentum hærra en verð á hlut í útboði með bréfin í upphafi vikunnar. Gengið hefur lækkað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjóða sig fram í stjórn Heimdallar

Hópur ungs fólks hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, frambjóðanda til formennsku í Heimdalli. Í tilkynningu frá hópnum segir að hann sé skipaður öflugu hugsjónafólki, sem vilji auka veg Heimdallar og virkja ungt fólk til starfa innan félagsins.

Innlent
Fréttamynd

330 milljónir til byggingar reiðhalla

Landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað 330 milljónum króna í styrki til að byggja reiðhallir, reiðskemmur og reiðskála víða um land. Nefnd á vegum landbúnaðarráðherra sá um að úthluta styrkjunum en alls barst fjörutíu og ein umsókn en úthlutað var styrkjum til byggingar 28 reiðhúsa víðs vegar um landið.

Innlent
Fréttamynd

Japansprins farinn af sjúkrahúsi

Kiko Japansprinsessa og nýfæddur sonur hennar, Hisahito, fengu að fara heim af sjúkrahúsinu í Tokyo í morgun. Sonurinn kom í heiminn fyrir viku og er fyrsta sveinbarnið sem fæðist inn í keisarafjölskylduna í rúm 40 ár. Sló það á allar áhyggjur um erfingjaskort því samkvæmt japönskum lögum mega aðeins karlmenn erfa keisaratignina.

Erlent
Fréttamynd

Kastró hressist

Fídel Kastró, forseti Kúbu, virðist óðum vera að ná fyrri styrk en hann átti í gær fund með Hugo Chavez, forseta Venesúela, á sjúkrastofu Kastrós á Havana. Fjölmargir þjóðarleiðtogar, þar á meðal Chavez, sækja nú árlega leiðtogafund samtkaa ríkja utan bandalaga sem haldinn er á Havana.

Erlent
Fréttamynd

Landsframleiðsla vex um 2,75 prósent

Landsframleiðsla á öðrum árfjórðungi þessa árs óx um 2,75 prósent að raungildi frá sama tíma í fyrra en hins vegar jukust þjóðarútgjöld um sjö prósent. Þetta leiða nýjar tölu Hagstofunnar í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Exista skráð í Kauphöllina

Fjármálafyrirtækið Exista hf. var skráð á aðallista Kauphallarinnar nú klukkan tíu þegar markaðir opnuðu. Þetta er stærsta nýskráning félags í Kauphöllina. Nemur virði félagsins miðað við útboðsgengi um 230 milljörðum króna við skráningu.

Innlent
Fréttamynd

Minni verðbólga á evrusvæðinu

Vísitala neysluverðs í ágúst mældist 2,3 prósent á ársgrundvelli á evrusvæðinu. Þetta jafngildir því að verðbólga hafi minnkað um 0,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Komið í veg fyrir sprengjuárás í Jemen

Yfirvöld í Jemen staðfestu í morgun að öryggisverðir hefði fellt fjóra menn sem ætluðu sér að gera árás á tvö borsvæði þar sem olía og gas eru unnin. Einn öryggisvörður féll í átökunum.

Erlent
Fréttamynd

Ford býður starfsmönnum lífeyri

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað var. Hverjum þeim sem tekur þessu verða boðin 140.000 bandaríkjadali eða tæpar 9,8 milljónir íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsframleiðsla jókst um 2,75 prósent

Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,75 prósent að raungildi á öðrum fjórðungi frá sama tíma í fyrra, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar, sem kom út í dag. Þar segir að þjóðarútgjöld hafi aukist talsvert meira eða um 7 prósent á sama tíma en jafn hægur vöxtur hefur ekki sést síðan á síðasta ársfjórðungi 2003. Leiddi það til áframhaldandi viðskiptahalla við útlönd.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bush hótar að beita neitunarvaldi

Nefnd bandarískra öldungadeildarþingmanna hefur farið gegn vilja Bush Bandaríkjaforseta og styðurlöggjöf þar sem skilgreint er hvernig rétta beri yfir grunuðum hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaforseti hefur heitið því að beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Bandaríkjaforseti styður annað frumvarp sem myndi leyfa það að réttað yrði fyrir herrétti yfir föngum í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu þar sem grunaðir hryðjuverkamenn eru í haldi. Forsetinn mætti sjálfur á fund nefndarinnar í gær til að leggja áherslu á mál sitt. Fjölmargir Repúblíkanar eru andvígir því frumvarpi og styður Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, þá í andstöðu sinni. Samkvæmt frumvarpi því sem forsetinn styður yrðu hertari yfirheyrsluaðferðir leyfðar, frekari njósnir einnig og rýmri heimildir til að halda grunuðum. Með þessu væri í raun verið að endurskilgreina það hvernig bandarísk stjórnvöld uppfylli ákvæði Genfar-sáttmálans um meðferð stríðsfanga. Þessu er Powell andvígur og segir þetta í raun stefna lífi bandarískra hermanna á erlendri grundu í hættu og renna stoðum undir málflutning þeirra sem gagnrýna framferði Bandaríkjamanna og siðferði þeirra. Meðal þeirra sem eru andvígir hugmyndum forsetans er John McCain, sem barðist við Bush um útnefningu Repúblíkana fyrir forsetakosningarnar árið 2000. Búist er við að McCain sækist aftur eftir útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár. Hálfur mánuður er þar til fulltrúadeild Bandaríkjaþings frestar fundum sínum vegna kosninga í nóvember. Miðla þarf málum fyrir þann tíma. Ef það tekst ekki verður alls óvíst með framtíð fanganna í Guantanamo-fangabúðunum og hvernig mál þeirra verða meðhöndluð.

Erlent
Fréttamynd

Bensínverð lækkar

Olíufélagið Esso og Atlantsolía lækkuðu verð á bensíni í dag. Esso lækkaði verð á bensínlítra um fjórar krónur og díselolía lækkaði um tvær krónur. Atlantsolía hefur lækkað verð á bensín og díelolíu þrisvar sinnum síðasta einn og hálfan sólarhring. Lækkanirnar nema samtals fimm krónum á bensíni og tveimur krónum á díselolíu. Handhafar dælulykla fá auk þess krónu í afslátt á hvern bensínlíterinn. Bæði olíufélögin segja verðlækkanir koma til vegna hagstæðrar þróunar á heimsmarkaðsverði og styrkingu krónunnar.

Innlent
Fréttamynd

Bensínverð nú það sama og í maí

Olíufélagið ESSO ákvað í dag að lækka verð á eldsneyti umtalsvert. Lítrinn af bensíni lækkar um 4 krónur um land allt og lítrinn af díselolíu lækkar um 2 krónur um land allt. Þessi lækkun byggir á væntingum Olíufélagins Esso um að á næstu vikum verði markaðir tiltölulega stöðugir.

Innlent
Fréttamynd

Liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir bílveltu

Sautján ára drengur liggur liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu við bæinn Skipholt nálægt Flúðum síðastliðna nótt. Drengurinn kastaðist út úr bíl sínum og hlaut mikla höfuðáverka. Hann er í öndunarvél og er honum haldið sofandi. Tvær stúlkur, sem einnig voru í bílnum hlutu minniháttar áverka en þau voru öll flutt á slysadeild Landspítalans í nótt. Ekki er ljóst um tildrög slyssins en lögreglan á Selfossi vinnur að rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Drepinn út af MP3 spilara

Pólskur unglingspiltur hefur játað að hafa stungið belgískan dreng til bana þegar hann rændi af honum MP3 spilara.

Erlent