Fréttir

Fréttamynd

Rafmagnsleysi í Fossvogshverfi í nótt

Hluti Fossvogshverfa, þar á meðal Landspítalinn í Fossvogi, varð rafmagnslaus laust eftir klukkan þrjú í nótt vegna bilunar í jarðstreng. Rafmagn komst á að hluta klukkan fjögur og var að fullu komið inn um tuttugu mínútum síðar. Vararafstöð er á Landspítalanum og starfaði hún hnökralaust á meðan á rafmagnsleysinu stóð

Innlent
Fréttamynd

Varað við erlendum fyrirtækjaskrám

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) varar atvinnurekendur við fulltrúum erlendra fyrirtækjaskráa sem hafa sett sig í samband við íslensk fyrirtæki og leita eftir staðfestingu á upplýsingum um viðkomandi fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigríður stefnir aftur á þing fyrir Samfylkinguna

Sigríður Jóhannesdóttir, kennari og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Prófkjörið fer fram þann 4. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Verð hækkar hér á landi en lækkar annars staðar á Norðurlöndum

Íslenski farsímamarkaðurinn einkennist af fákeppni og þá hefur verð til til neytenda hækkað hérlendis frá árinu 2002 á meðan það hefur lækkað annars staðar á Norðurlöndum. Þetta er meðal meginniðurstaðna skýrslu þar sem bornir voru saman farsímamarkaðir á Norðurlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja breytingar á tollum, sköttum og vörugjöldum sem allra fyrst

Stjórn Heimdallar, ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur ríkisstjórnina til að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi vörugjalda, virðisaukaskatts, tolla og annarra innflutningshafta á íslenskum matvörumarkaði og tryggja að þær breytingar nái að ganga í gegn sem allra fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán ára stúlka lést í árásum á Gaza

Palestínsk unglingsstúlka lést í loftárásum Ísraelsmanna á Gazasvæðið í kvöld. Kona og drengur særðust einnig í árásinni. Stúlkan sem var fjórtán ára lést þegar að bygging féll saman í ársáum Ísraelsmanna. Ísraelski herinn segir árásirnar í kvöld hafa verið gerðar á göng sem notuð hafa verið til að smygla vopnum.

Erlent
Fréttamynd

Heilsufarsupplýsingar áfram á Íslandi

Bandaríski herinn hefur ekki á brott með sér þær heilsufarsupplýsingar sem safnað hefur verið í herstöðinni, meðal íslenskra starfsmanna, síðustu ár og áratugi. Vefur Víkurfrétta hefur þetta hefur traustum heimildum.

Innlent
Fréttamynd

Um eitt hundrað starfsmenn Varnarliðsins án vinnu

Eitt hundrað og fimm starfsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem hætta stöfum á föstudaginn, eru ekki komnir með aðra vinnu. Fréttavefur Víkurfrétta greinir frá þessu en þar segir að um sé að ræða 61 karl og 44 konur. Stærsti hópurinn sé fólk á aldrinum 40 til 59 ára.

Innlent
Fréttamynd

Riðusmit greindist í kind á bæ í Flóa

Riðusmit hefur verið staðfest í kind á bænum Syðri-Velli í Flóa. Frá þessu er greint á fréttavefnum Sudurland.is. Riðusmit hefur aldrei fyrr komið upp í Flóa eða á Skeiðum. Á milli fimmtíu og sextíu kindur eru á bænum og verða þær allar felldar auk þess sem sýni verða tekin úr sláturfé á Skeiðum og í Flóa.

Innlent
Fréttamynd

Engar forsendur til að hætta við virkjunarframkvæmdir

Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun halda áfram eins og samþykkt var í upphafi og mótmæli hafa ekki áhrif á hana. Þetta segir Sigurður Arnalds, talsmaður Landvirkjunar, en þúsundir manna söfnuðust saman í kvöld á Austurvelli til að fara fram á að fyllingu Hálslóns verði frestað.

Innlent
Fréttamynd

Um ellefu þúsund manns á Austurvelli

Þátttakendur í Jökulsárgöngu Ómars Ragnarssonar segja um ellefu þúsund manns séu á Austurvelli en hópurinn gekk þangað frá Hlemmi. Ómar hóf ræðu sína þegar hópurinn kom á Austurvöll. Ómar sagði marga segja að þeir sem berðust á móti fyllingu Hálslón væru fallnir á tíma en það væri greinilega misreikningur.

Innlent
Fréttamynd

Tvö til þrjú þúsund manns í Jökulsárgöngu í Reykjavík

Tvö til þrjú þúsund manns eru nú að ganga niður Laugarveginn í átt að Austurvelli. Gengið er til stuðnings hugmyndum Ómars Ragnarssonar um að fresta fyllingu Hálslóns við Kárahnjúkastíflu. Gangan hófst klukkan átta en einnig er gengið á Ísafirði, Akureyri og á Héraði.

Innlent
Fréttamynd

Um hundrað og þrjátíu skjálftar við Kistufell

Um hundrað og þrjátíu jarðskjálftar hafa fundist við Kistufell, norðaustan í Bárðarbungu, frá því á sunnudagskvöld. Virknin virðist hins vegar vera í rénun. Stærstu skjálftarnir urðu á sunnudagskvöld 3,8 á richter og í nótt fylgdu margir skjálftar á stærðarbilinu einn til þrír.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan hækkar

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um 14,6% á þriðja fjórðungi ársins. Úrvalsvístalan er nú 6.275,3 stig en aðeins eru þrír dagar eftir af þessum þriðja fjórðungi.

Innlent
Fréttamynd

Fagna brottför hersins

Stjórnarandstaðan fagnar því heilshugar að herinn sé á förum. Formenn Samfylkingar og Vinstri grænna telja hins vegar alvarlega ágalla á samningum við Bandaríkjamenn.

Innlent
Fréttamynd

Taka bíla af ökuníðingum?

Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vill skoða þann möguleika að dæma bíla af mönnum sem verða uppvísir að ofsaakstri.

Innlent
Fréttamynd

Telur enga þörf á áframhaldandi varnarsamstarfi

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, telur enga þörf á áframhaldandi varnarsamstarfi og er á móti því að Bandaríkjamönnum sé heitið aðstöðu hér á landi til heræfinga eða annarra umsvifa á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

SBV gagnrýnir niðurstöðu stýrihóps félagsmálaráðherra

Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) harma niðurstöðu stýrihóps félagsmálaráðherra sem skilaði af sér tillögum um aðkomu ríkisins að húsnæðislánamarkaði. Hópurinn leggur til að komið verði á fót heildsölubanaka sem sinni fjármögnun íbúðarlaána sem síðan yrðu veitt í gengum banka og sparisjóði.

Innlent
Fréttamynd

Jökulsárganga Ómars Ragnarssonar kl. 20:20

Bein útsending verður frá Jökulsárgöngu Ómars Ragnarssonar á Vísi.is. Gangan fer frá Hlemmi að Austurvelli klukkan 20:00 en útsending hefst um tuttugu mínútum síðar. Göngur fara einnig fram á Akureyri, Ísafirði og á Héraði.

Innlent
Fréttamynd

Sekt og svipting skotvopnaleyfis fyrir veiðilagabrot

Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur til að greiða 70 þúsund króna sekt og var sviptur skotvopnaleyfi í eitt ár vegna ólöglegra veiða. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa brotið veiðilög með því að hafa skotið sex grágæsir og eina heiðagæsir innan sveitarfélagsins Hornafjarðar þrátt fyrir að fuglarnir væru friðaðir.

Innlent
Fréttamynd

14 ára tekinn á mótorkrosshjóli

Nokkuð er kvartað yfir akstri mótorkrosshjóla og ein slík barst lögreglunni í Reykjavík í gær. Hún kannaði málið og skömmu síðar birtust tvö þannig ökutæki en ökumenn þeirra reyndu að aka á brott. Lögreglan náði öðrum þeirra og reyndist ökumaðurinn vera réttindalaus en hann er 14 ára.

Innlent