Fréttir

Fréttamynd

Guðfinna á leið í pólitík

Guðfinna Bjarnadóttir, rektor háskólans í Reykjavík hefur ákveðið að gefa kost á sér í eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjöri fyrir Alþingiskosningar næsta vor. Hún mun tilkynna um ákvörðun sína opinberlega síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstir almennra borgara til að skoða herstöð

Herstöðvaandstæðingar verða fyrstir almennra borgara til að skoða herstöðina á Miðnesheiði eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu svæðið í gær. Stöðin telst ennþá vera varnarsvæði. Af þeim sökum gilda þar strangar reglur.

Innlent
Fréttamynd

Talverður erill hjá lögreglunni í Keflavík í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni vegna ölvunar, slagsmála og hávaðaútkalla. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar, önnur á skemmtistaðnum H-punktinum og hin á Njarðabraut í Njarðvík.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelsher farinn frá Líbanon

Síðustu ísraelsku hermennirnir yfirgáfu Líbanon seint í gærkvöldi. Þar með hefur einu grundvallarskilyrðinu fyrir vopnahléi milli Hizbollah og Ísraels, verið fullnægt.

Erlent
Fréttamynd

Unnur Birna krýndi arftaka sinn í Póllandi

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir krýndi í gær arftaka sinn í keppninni ungfrú Heimur sem fram fór í Póllandi. Það var tékkneska stúlkan Tatana Kucharova sem bar sigur úr býtum en önnur var ungfrú Rúmenía og ungfrú Ástralía varð í þriðja sæti.

Innlent
Fréttamynd

Herstöðvaandstæðingar fagna brottför hersins

Herstöðvaandstæðingar halda klukkan tólf til Suðurnesja þar sem þeir munu fagna því að Bandaríkjaher er farinn af landi brott. Farið verður á slóðir herstöðvarinnar og minnisvarðar um hersetuna skoðaðir.

Innlent
Fréttamynd

Kosið víða um heim í dag

Kosningar verða víða um heim í dag. Í Brasilíu eru forsetakosningar og er búist við að núverandi forseti, Luis Ignacio "Lula" da Silva, beri sigur úr býtum. Í Bosníu og Austurríki eru þingkosningar. Í Austurríki sýna skoðanakannanir hnífjafnt fylgi hægri flokks Wolfgangs Schussels og vinstri flokks Alfreds Gusenbauers.

Erlent
Fréttamynd

Á 137 kílómetra hraða á Sæbraut

Lögregla í Reykjavík tók í nótt sex ökumenn grunaða um ölvun við akstur, þar af einn sem ók fram hjá lokunum lögreglu meðan verið var að vinna á vettvangi við banaslys á Miklubraut. Þá voru fimm teknir fyrir of hraðan akstur, einn á 139 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut þar sem hámarkshraði er 80 og annar á Sæbraut við Kleppsveg á 137 km hraða þar sem hámarkshraði var 60.

Innlent
Fréttamynd

Hermenn komnir að flaki farþegaflugvélar í Amazon

Hermenn eru komnir að flaki farþegavélarinnar sem hrapaði í regnskógum Amazon á föstudag. 155 manns voru um borð og þótt björgunarsveit sé komin á staðinn, hefur ekki verið staðfest enn hvort einhverjir eftirlifendur séu. Það er þó talið ólíklegt.

Erlent
Fréttamynd

Hróður Laufskálaréttar berst víða um heim

Þúsundir manna og hrossa komu saman í einum stærstu stóðréttum landsins í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði. Réttirnar eru fyrir löngu orðnar landsfrægar fyrir góða stemningu og hefur hróður þeirra nú borist út um víða veröld enda var fjöldi útlendinga sérstaklega kominn til að berja augum skagfirska gæðinga og söngmenn.

Innlent
Fréttamynd

Fara með Stafafellsdóm til Strassborgar

Landeigendur í Stafafelli í Lóni hafa ákveðið að reyna að fara með nýlegan dóm Hæstaréttar fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassborg. Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms sem úrskurðaði að virða ætti þinglýst landamerki sunnan og norðan Jökulsár í Lóni frá árinu 1914.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að fá land varnarliðsins aftur

Eigendur að stórum hluta þess lands sem tekið var undir herstöðina á Keflavíkurflugvelli krefjast þess að fá landið til baka nú þegar íslensk stjórnvöld taka við því við brottför hersins. Landeigendurnir hafa aldrei sætt sig við landtökuna, hafnað nauðungarbótum og staðið í lagaþrætu við Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytið í sextíu og fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

PKK boðar einhliða vopnahlé á morgun

Kúrdíski Verkamannaflokkurinn PKK í Tyrklandi, sem barist hefur fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í suðausturhluta landsins, hefur lýst yfir einhliða vopnahléi sem hefst á morgun. Tilkynning þar að lútandi var gefin út í dag og er svar við ákalli leiðtoga samtakanna, Abdullah Öcalans, sem nú situr í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Velti tengivagni með bílhræjum á Dynjandisheiði

Bílhræ liggja nú á víð og dreif á kafla á Dynjandisheiði á Vestfjörðum eftir að tengivagn flutningabíls valt þar í dag. Flutningabíllinn var á leið upp á heiðina þegar vagninn valt í beygju með þeim afleiðingum að samanpressuð bílhræ á vagninum flugu út í móa.

Innlent
Fréttamynd

Sameiginlegt prófkjör hjá Vg á höfuðborgarsvæðinu

Vinstri - grænir hafa ákveðið að halda sameiginlegt forval í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þetta varð ljóst eftir að kjördæmisráð flokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti tillögu þar að lútandi á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Keflvíkingar bikarmeistarar árið 2006

Keflvíkingar eru bikarmeistarar árið 2006 eftir frækinn 2-0 sigur á KR-ingum á Laugardalsvelli í úrslitaleik. Guðjón Antoníusson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Keflvíkinga í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir að KR-ingar hafi lagað leik sinn í þeim síðari, var sigur Keflvíkinga fyllilega verðskuldaður.

Innlent
Fréttamynd

Sofnaði undir stýri í Hvalfjarðargöngum

Ungur ökumaður gaf sig í eftirmiðdaginn fram við lögreglu og sagðist hafa verið valdur að umferðaróhappi í Hvalfjarðargöngum í nótt. Að sögn lögreglu sofnaði hann við stýrið og missti stjórn á bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Lærbrotnaði þegar hann klemmdist á milli tveggja bifreiða

Sjö ára gamall drengur lærbrotnaði í dag að hann klemmdist á milli tveggja bifreiða. Atvikið var með þeim hætti að móðir hans hafði brugðið sér inn í hús og skilið hann og systur hans eftir í bíl sínum. Annað þeirra náði að losa bifreiðina úr gír og setja í hlutlausan og við það rann bifreiðin af stað.

Innlent
Fréttamynd

Myrkvun Reykjavíkur vekur mikla athygli

Borgarmyrkvinn síðastliðinn fimmtudag virðist hafa fengið mikla umfjöllun um allan heim eftir því sem segir í tilkynningu frá alþjóðlegri kvikmyndahátíð sem stóð fyrir uppátækinu.

Innlent
Fréttamynd

Vill að kannað verði hvort jafnræðisregla hafi verið brotin

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur skrifað menntamálaráðherra og óskað eftir svari við því hvort Þjóðskjalasafnið hafi brotið jafnræðisreglu stjórnsýslulaga þegar það veitti fræðimönnunum Helgu Kress og Halldóri Guðmundssyni aðgang að bréfasafni Halldórs Laxness en synjaði Hannesi um slíkan aðgang árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Tafir á umferð um Dynjandisheiði vegna umferðaróhapps

Vegna umferðaóhapps verða tafir á umferð um Dynjandisheiði á milli kl. 15 og 18 í dag. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Ekki hefur náðst í lögreglu á Ísafirði og því liggur ekki fyrir hvers eðlis slysið er.

Innlent
Fréttamynd

Fellibylurinn Xangsane nálgast Víetnam

Á annað hundrað þúsund manna hefur verið fluttur af heimilum sínum við strendur Mið-Víetnams vegna komu fellibyljarins Xangsane. Búist er við að hann taki land í kvöld eða snemma í fyrramálið og hefur innanlandsflugi einnig verið frestað af þeim sökum.

Erlent
Fréttamynd

Iceland Naturally hleypt af stokkunum í Þýskalandi

Verkefnið Iceland Naturally, þar sem náttúra Íslands og matvæli eru kynnt á erlendum mörkuðum, hófst formlega í Þýskalandi á fimmtudag. Samgönguráðherra flutti ávarp við opnun jarðvísindasýningar í Frankfurt en þar er Ísland kynnt í sérstakri deild.

Innlent
Fréttamynd

Október helgaður baráttunni við brjóstakrabbamein

Októbermánuður verður helgaður baráttunni við brjóstakrabbamein eins og undanfarin sex ár. í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að boðið verði upp á fræðslu um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku.

Innlent