Fréttir Áhugi Marels á Stork Food Systems vekur athygli. Viðskipti innlent 10.10.2006 09:15 FL Group eykur stuðning sinn við íslenskt tónlistarlíf Viðskipti innlent 10.10.2006 09:15 Mótmæli gegn forseta Taiwan Tugir þúsunda mótmælenda fylktu liði í Taipei á þjóðahátíðardegi Taiwan, sem er í dag. Þeir fara fram á að forsetinn, Chen Shui-bian, segi af sér vegna ásakana um spillingarmál sem tengjast fjölskyldu hans. Í hátíðarræðu sem forsetinn hélt í tilefni dagsins, fullyrti hann að hann fylgdi heiðarlegum stjórnarháttum. Innlent 10.10.2006 08:59 Bæjarstjóri Akureyrar sækist eftir fyrsta sæti Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi. Kristján er sá þriðji sem sækist eftir fyrsta sætinu. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hafa þegar sóst eftir sætinu. Innlent 10.10.2006 08:46 Fjórir hafa fundist látnir Nú er ljóst að fjórir fórust í flugslysinu suður af Bergen í Noregi. Þrír fundust látnir inni í vélarflakinu og fyrir stundu tilkynntu björgunarmenn að þeir hefðu fundið þann fjórða. Alls voru 16 um borð og það þykir ganga kraftaverki næst að 12 skuli hafa komist lífs af án þess að slasast lífhættulega. Vélin var fjögurra hreyfla þota af gerðinni Brithish Aerospace-146 frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways og var í leiguflugi í Noregi fyrir norkst flugfélag. Hún var að koma frá Stafanger áleliðis til Molde með starfsmenn gasvinnnslufyrirtækisins Aker Kværner. Erlent 10.10.2006 08:18 Öryggisráðið fordæmdi tilraun N-Kóreumanna Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi kjarnorkutilraun Norður Kóreumanna harðlega á neyðarfundi í gær. Ráðið fundar seinna í dag til að ákveða til hvaða aðgerða verður gripið gegn Norður Kóreumönnum. Bandaríkjamenn sendu ráðinu ályktun í gær þar sem farið er fram á bann við öllum viðskiptum við Norður Kóreumenn með efni sem nýst gætu til framleiðslu gjöreyðingavopna. Erlent 10.10.2006 08:06 Vegagerðin hóf útboð á ný Vegagerðin bauð í dag út þrjú verk. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að myndast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Innlent 9.10.2006 23:31 Virðisaukaskattur af veggjöldum um Hvalfjarðargöng lækkaður Virðisaukaskattur af veggjöldum um Hvalfjarðargöng verður lækkaður úr 14% í 7% þann 1. mars 2007. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Innlent 9.10.2006 22:49 Kjarnorkutilraunir höfðu ekki áhrif á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hélst stöðugt í dag, á meðan gengi hlutabréfa og gjaldmiðla á mörkuðum í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna. Erlent 9.10.2006 22:15 Verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landsins Stofnfundur nýs sameinaðs verkalýðsfélags, Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands, verður um helgina. Um fjögur þúsund manns verða í félaginu sem verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landins. Innlent 9.10.2006 21:25 Kristján Þór vill leiða í Norðausturkjördæmi Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi. Hann er sá þriðji sem lýsir því yfir að hann vilji leiða listann. Kristján tilkynnti þetta á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld. Innlent 9.10.2006 21:12 Frakkar æfir vegna reykingarbanns Franskir reykingarmenn eru æfir ákvörðun franskra stjórnvalda að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008. Erlent 9.10.2006 21:03 Google kaupir YouTube Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube sem er netsíða þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna. Erlent 9.10.2006 20:27 Vilja banna sölu vopna til Norður-Kóreu Bandaríkin hafa lagt til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Tillagan felur meðal annars í sér vopnasölubann á Norður-Kóreu. Ekki er enn ljóst hvort að Rússar og Kínverjar styðji tillöguna. Erlent 9.10.2006 20:03 Sjálfstæðisflokkurinn sakaður um pólitískar njósnir Sjálfstæðisflokkurinn var á Alþingi í dag sakaður um pólitískar njósnir. Formaður Vinstri-grænna segir að gróflega hafi verið brotin mannréttindi á friðarsinnum og vinstri mönnum af pólitískum andstæðingum þeirra og opinbert fé hafi verið misnotað í því skyni. Dómsmálaráðherra kynnti á föstudag fyrir ríkisstjórn og í dag fyrir formönnum þingflokka, tillögur um öryggislögreglu. Innlent 9.10.2006 19:46 Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Innlent 9.10.2006 19:31 Ekki ber á geislavirkum leka Norður-Kóreumenn gerðu tilraun með kjarnorkusprengju í nótt. Norður-kóreska ríkisfréttastofan sagði sprenginguna hafa gengið að óskum og að ekki bæri á neinum geislavirkum leka. Sprengjan virðist ekki hafa verið mjög stór, en ýmislegt varðandi hana er enn á huldu. Erlent 9.10.2006 19:20 Fjölga þarf plássum að Sogni Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum við Réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu. Innlent 9.10.2006 17:28 Breytingarnar munu skerða kjör bænda Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matarverðs, ganga heldur lengra en bændur höfðu búist við. Hann segir tillögurnar skerða kjör bænda verulega. Innlent 9.10.2006 17:21 Sjúkdómsvæðing hegðunarvandamála Hegðunarvandi íslenskra barna hefur margfaldast á síðustu tíu árum, segir deildarstjóri Miðgarðs í Grafarvogi. Nýlegar tillögur heilbrigðisráðherra munu ýta undir sjúkdómsvæðingu hegðunarvandamála barna. Innlent 9.10.2006 18:04 Vörugjöldin hverfa og vaskurinn lækkar í 7% Matarreikningur heimilanna lækkar um tugi þúsunda á ári þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matarverð taka gildi. Virðisaukaskattur á allan mat lækkar niður í sjö prósent og vörugjöld heyra sögunni til frá fyrsta mars á næsta ári. Innlent 9.10.2006 18:10 Umhverfisstofnun getur gert betur Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. Innlent 9.10.2006 18:06 Ríkisútvarpið hættir við að stefna 365 og Góðu fólki Ríkisútvarpið, 365 og Gott fólk hafa gert með sér sátt vegna breytinga og afbökunar á auglýsingum 365 á auglýsingum Ríkisútvarpsins. Í framhaldi af því hefur Ríkisútvarpið afturkallað stefnu sína gegn 365 og Góðu fólki. Innlent 9.10.2006 17:45 Starfshópur telur þörf á öryggis- og greiningarþjónustu Starfshópur um öryggismál telur að stofna þurfi öryggis- og greiningarþjónustu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti ríkisstjórninni tillögur starfshópsins á föstudaginn. Innlent 9.10.2006 17:30 700 fluttir á sjúkrahús Erlent 9.10.2006 16:51 Palestínumenn vígbúast - hverjir gegn öðrum Erlent 9.10.2006 16:34 Notaði barnið sem vopn Erlent 9.10.2006 16:19 Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Erlent 9.10.2006 15:44 Forstjóri Airbus segir upp Christian Streiff, forstjóri flugvélaframleiðandans Airbus, er sagður ætla að segja starfi sínu lausu síðar í dag. Louis Gallois, aðstoðarforstjóri EADS, móðurfélags Airbus mun taka við sæti hans. Viðskipti erlent 9.10.2006 15:42 Nýtt stríð Dana og múslima Ungliðar danska Þjóðarflokksins eru margir komnir í felur, af ótta við afleiðingarnar af sumarhátíð sinni, þar sem þeir gerðu grín að múslimum og Múhammed spámanni. Danska ríkisstjórnin hefur aftur varað þegna sína við að ferðast til Miðausturlanda, í bráð. Erlent 9.10.2006 15:23 « ‹ ›
Mótmæli gegn forseta Taiwan Tugir þúsunda mótmælenda fylktu liði í Taipei á þjóðahátíðardegi Taiwan, sem er í dag. Þeir fara fram á að forsetinn, Chen Shui-bian, segi af sér vegna ásakana um spillingarmál sem tengjast fjölskyldu hans. Í hátíðarræðu sem forsetinn hélt í tilefni dagsins, fullyrti hann að hann fylgdi heiðarlegum stjórnarháttum. Innlent 10.10.2006 08:59
Bæjarstjóri Akureyrar sækist eftir fyrsta sæti Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi. Kristján er sá þriðji sem sækist eftir fyrsta sætinu. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hafa þegar sóst eftir sætinu. Innlent 10.10.2006 08:46
Fjórir hafa fundist látnir Nú er ljóst að fjórir fórust í flugslysinu suður af Bergen í Noregi. Þrír fundust látnir inni í vélarflakinu og fyrir stundu tilkynntu björgunarmenn að þeir hefðu fundið þann fjórða. Alls voru 16 um borð og það þykir ganga kraftaverki næst að 12 skuli hafa komist lífs af án þess að slasast lífhættulega. Vélin var fjögurra hreyfla þota af gerðinni Brithish Aerospace-146 frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways og var í leiguflugi í Noregi fyrir norkst flugfélag. Hún var að koma frá Stafanger áleliðis til Molde með starfsmenn gasvinnnslufyrirtækisins Aker Kværner. Erlent 10.10.2006 08:18
Öryggisráðið fordæmdi tilraun N-Kóreumanna Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi kjarnorkutilraun Norður Kóreumanna harðlega á neyðarfundi í gær. Ráðið fundar seinna í dag til að ákveða til hvaða aðgerða verður gripið gegn Norður Kóreumönnum. Bandaríkjamenn sendu ráðinu ályktun í gær þar sem farið er fram á bann við öllum viðskiptum við Norður Kóreumenn með efni sem nýst gætu til framleiðslu gjöreyðingavopna. Erlent 10.10.2006 08:06
Vegagerðin hóf útboð á ný Vegagerðin bauð í dag út þrjú verk. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að myndast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Innlent 9.10.2006 23:31
Virðisaukaskattur af veggjöldum um Hvalfjarðargöng lækkaður Virðisaukaskattur af veggjöldum um Hvalfjarðargöng verður lækkaður úr 14% í 7% þann 1. mars 2007. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Innlent 9.10.2006 22:49
Kjarnorkutilraunir höfðu ekki áhrif á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hélst stöðugt í dag, á meðan gengi hlutabréfa og gjaldmiðla á mörkuðum í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna. Erlent 9.10.2006 22:15
Verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landsins Stofnfundur nýs sameinaðs verkalýðsfélags, Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands, verður um helgina. Um fjögur þúsund manns verða í félaginu sem verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landins. Innlent 9.10.2006 21:25
Kristján Þór vill leiða í Norðausturkjördæmi Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi. Hann er sá þriðji sem lýsir því yfir að hann vilji leiða listann. Kristján tilkynnti þetta á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld. Innlent 9.10.2006 21:12
Frakkar æfir vegna reykingarbanns Franskir reykingarmenn eru æfir ákvörðun franskra stjórnvalda að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008. Erlent 9.10.2006 21:03
Google kaupir YouTube Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube sem er netsíða þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna. Erlent 9.10.2006 20:27
Vilja banna sölu vopna til Norður-Kóreu Bandaríkin hafa lagt til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Tillagan felur meðal annars í sér vopnasölubann á Norður-Kóreu. Ekki er enn ljóst hvort að Rússar og Kínverjar styðji tillöguna. Erlent 9.10.2006 20:03
Sjálfstæðisflokkurinn sakaður um pólitískar njósnir Sjálfstæðisflokkurinn var á Alþingi í dag sakaður um pólitískar njósnir. Formaður Vinstri-grænna segir að gróflega hafi verið brotin mannréttindi á friðarsinnum og vinstri mönnum af pólitískum andstæðingum þeirra og opinbert fé hafi verið misnotað í því skyni. Dómsmálaráðherra kynnti á föstudag fyrir ríkisstjórn og í dag fyrir formönnum þingflokka, tillögur um öryggislögreglu. Innlent 9.10.2006 19:46
Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Innlent 9.10.2006 19:31
Ekki ber á geislavirkum leka Norður-Kóreumenn gerðu tilraun með kjarnorkusprengju í nótt. Norður-kóreska ríkisfréttastofan sagði sprenginguna hafa gengið að óskum og að ekki bæri á neinum geislavirkum leka. Sprengjan virðist ekki hafa verið mjög stór, en ýmislegt varðandi hana er enn á huldu. Erlent 9.10.2006 19:20
Fjölga þarf plássum að Sogni Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum við Réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu. Innlent 9.10.2006 17:28
Breytingarnar munu skerða kjör bænda Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matarverðs, ganga heldur lengra en bændur höfðu búist við. Hann segir tillögurnar skerða kjör bænda verulega. Innlent 9.10.2006 17:21
Sjúkdómsvæðing hegðunarvandamála Hegðunarvandi íslenskra barna hefur margfaldast á síðustu tíu árum, segir deildarstjóri Miðgarðs í Grafarvogi. Nýlegar tillögur heilbrigðisráðherra munu ýta undir sjúkdómsvæðingu hegðunarvandamála barna. Innlent 9.10.2006 18:04
Vörugjöldin hverfa og vaskurinn lækkar í 7% Matarreikningur heimilanna lækkar um tugi þúsunda á ári þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matarverð taka gildi. Virðisaukaskattur á allan mat lækkar niður í sjö prósent og vörugjöld heyra sögunni til frá fyrsta mars á næsta ári. Innlent 9.10.2006 18:10
Umhverfisstofnun getur gert betur Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. Innlent 9.10.2006 18:06
Ríkisútvarpið hættir við að stefna 365 og Góðu fólki Ríkisútvarpið, 365 og Gott fólk hafa gert með sér sátt vegna breytinga og afbökunar á auglýsingum 365 á auglýsingum Ríkisútvarpsins. Í framhaldi af því hefur Ríkisútvarpið afturkallað stefnu sína gegn 365 og Góðu fólki. Innlent 9.10.2006 17:45
Starfshópur telur þörf á öryggis- og greiningarþjónustu Starfshópur um öryggismál telur að stofna þurfi öryggis- og greiningarþjónustu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti ríkisstjórninni tillögur starfshópsins á föstudaginn. Innlent 9.10.2006 17:30
Forstjóri Airbus segir upp Christian Streiff, forstjóri flugvélaframleiðandans Airbus, er sagður ætla að segja starfi sínu lausu síðar í dag. Louis Gallois, aðstoðarforstjóri EADS, móðurfélags Airbus mun taka við sæti hans. Viðskipti erlent 9.10.2006 15:42
Nýtt stríð Dana og múslima Ungliðar danska Þjóðarflokksins eru margir komnir í felur, af ótta við afleiðingarnar af sumarhátíð sinni, þar sem þeir gerðu grín að múslimum og Múhammed spámanni. Danska ríkisstjórnin hefur aftur varað þegna sína við að ferðast til Miðausturlanda, í bráð. Erlent 9.10.2006 15:23