Fréttir 30 daga fangelsi fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur. Innlent 17.10.2006 20:57 15 daga fangelsi fyrir að leika lögreglumann Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi 19 ára karlmann í 15 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið sér opinbert vald sem hann hafði ekki. Maðurinn mun, ásamt jafnaldra sínum, hafa ekið bíl um götur Kópavogs og Hafnarfjarðar með blá ljós og gefið um leið frá sér hljómerki. Þeir hafi stöðvað 3 ökumenn og leikið lögreglumenn. Innlent 17.10.2006 20:49 SUS hafnar hugmyndum um leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeild Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Innlent 17.10.2006 20:17 Þjóðaratkvæði um vafamál Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að svo geti farið að hann boði til þjóðaratkvæðagreiðslna um ákvarðanir sem hann taki í tengslum við framtíð heimastjórnar Palestínumanna sem skipuð er Hamas-liðum. Ef stjórnarskrá taki ekki á tilteknum máli ætli hann að leita álits almennings. Erlent 17.10.2006 19:53 Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Innlent 17.10.2006 19:43 Þjóðarflokkurinn kærir Nyhedsavisen Ungliðahreyfing Danska þjóðarflokksins hefur kært dagblaðið Nyhedsavisen til fjölmiðlasiðanefndar vegna myndbirtingar þess af lokaðri samkomu hreyfingarinnar. Erlent 17.10.2006 19:01 Óttast frekari tilraunasprengingar Norður-Kóreumenn líta á refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna, vegna kjarnorkutilrauna þeirra, sem stríðsyfirlýsingu. Óttast er að þeir hyggi á frekari tilraunasprengingar. Erlent 17.10.2006 18:59 Samfylkingin vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu Stjórnarandstaðan segir skort á fjármagni til byggingar á nýju fangelsi stóra vandann er lýtur að föngum. Varaformaður Samfylkingarinnar vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu og nefnir í því samhengi yfirgefið svæði Varnarliðsins. Innlent 17.10.2006 18:56 Gylfi Arnbjörnsson dregur framboð sitt til baka Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gylfi sóttist eftir 3. til 4. sæti. Innlent 17.10.2006 17:45 Mesta verðbólgan á Íslandi Samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs mældist 12 mánaða verðbólga á Íslandi 6,1 prósent í síðasta mánuði. Þetta er um 1 prósentustig frá ágústmánuði. Á sama tíma lækkaði verðbólga í EES-ríkjunum um 0,4 prósentustig og mældist 1,9 prósent í mánuðinum. Verðbólgan hér er því hæst innan EES. Viðskipti innlent 17.10.2006 17:42 Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela í atkvæðagreiðslu um sæti til 2 ára í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Atkvæði voru greidd milli ríkjanna 10 sinnum á Allsherjarþingi SÞ í gær en þá var atkvæðagreiðslu frestað til morguns. Aftur var tekið til óspilltra málanna í dag og heldur Gvatemala áfram forskoti sínu en nær þó ekki 2/3 atkvæða sem þarf til að hreppa hnossið. Erlent 17.10.2006 17:33 Samið um kaup á netaveiðiréttindum í Hvítá og Ölfusá Stangaveiðifélaga Reykjavíkur hefur gert samninga við stóran hluta þeirra bænda sem eiga netaveiðirétt í Hvítá og Ölfusá með það að markmiði að efla stanga veiði á svæðinu. Félagið hefur um árabil reynt að fá netaveiði aflagða í ánum en gengið hefur verið frá samningum við sem tryggir upptöku á netum sem nemur um tveimur þriðju af meðalnetaveiði. Innlent 17.10.2006 17:17 Bandaríkjaforseti staðfestir frumvarp um yfirheyrsluaðferðir George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt. Erlent 17.10.2006 17:09 Litlar breytingar á ástandi nytjastofna Litlar breytingar hafa orðið á ástandi nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi samkvæmt árlegri úttekt Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem unnin er af ráðgjafarnefnd um nýtingu fiskistofna. Innlent 17.10.2006 17:01 Vill að Alþingi breyti lögum til að afstýra einokun í mjólkuriðnaði Talsmaður neytenda vill að Alþingi samþykki þegar í stað breytingu á lögum til þess að afstýra einokun í mjólkuriðnaði með samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Innlent 17.10.2006 16:51 Skipalyfta gaf sig í Vestmannaeyjum Óttast er að milljónatjón hafi orðið þegar skipalyfta við höfnina í Vestamannaeyjum gaf sig þegar hún var að lyfta netabátnum Gandí VE í slipp. Lyftan er í eigu Skipalyftunnar ehf. en ekki er vitað hvers vegna hún gaf sig. Lítils háttar slys urðu á fólki að sögn verkstjóra hjá fyrirtækinu. Innlent 17.10.2006 16:37 Samruni Lyfjavers og Lyfja og heilsu ógiltur Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að ógilda skuli samruna lyfsölukeðjanna DAC og Lyfjavers þar sem talið var að hann myndi raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings. Innlent 17.10.2006 16:11 Verðbólguótti í Bandaríkjunum Verðbólguóttinn hefur gert vart við sig í Bandaríkjunum eftir að vísitala framleiðsluverð reyndist hærri en væntingar stóðu til. Vísitalan hækkaði um 0,6 prósentustig í síðasta mánuði, sem er 0,4 prósentustigum meira en reiknað var með. Viðskipti erlent 17.10.2006 16:03 Vinstri - grænir styðja ekki hvalveiðar Þingflokkur Vinstri - grænna styður ekki að teknar verði upp hvalveiðar nú meðal annars vegna þess að hugsanlega sé að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, á þingi í dag þegar tilkynnt var að veiðar hæfust á ný. Innlent 17.10.2006 15:58 Slapp út úr bíl eftir að hafa ekið út í sjó Einn maður komst af sjálfsdáðum út úr bíl sínum eftir að honum var ekið út í sjó við Geirsnef við Elliðaárnar um kl. 15 í dag. Tildrög slyssins eru ókunn en mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og lögreglu og voru bæði kafarar og bátur sendir á vettvang. Ökumaður ók ekki á miklum hraða og var ekki ölvaður. Vegfarandi kastaði sér út í árnar til að bjarga manninum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samskonar slys verður á þessum stað. Innlent 17.10.2006 15:53 Tata Steel býður í Corus Indverski stálframleiðandinn Tata Steel hefur gerði yfirtökutilboð í stálframleiðandann Corus, sem er í eigu enskra og hollenskra aðila. Tilboðið hljóðar upp á 4,1 milljarð punda, jafnvirði 525 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 17.10.2006 15:39 Börn og unglingar í félagsstarfssemi tryggð í Kópavogi Kópavogsbær og Vátryggingafélag Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér að VÍS slysatryggir öll börn undir 18 ára aldri sem stunda íþróttir eða aðra skipulagða félagsstarfsemi í Kópavogi. Innlent 17.10.2006 15:27 Þýskir hermenn sakaðir um ofbeldi gagnvart fanga í Afganistan Þýsk yfirvöld rannsaka nú hvort Tyrki með dvalarleyfi í Þýskalandi hafi sætt ofbeldi af hálfu þýskra hermanna í Afganistan áður en hann var sendur í fangabúðirnar við Guantanamo-flóa. Erlent 17.10.2006 15:21 Hvalur 9 heldur til veiða í kvöld Hvalur 9 heldur til hvalveiða í kvöld að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf, í kjölfar ákvörðuna íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson tilkynnti í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að hann hefði tekið þá ákvörðun að leyfa veiðar á níu langreyðum og 30 hrefnum á fiskveiðiárinu 2006/2007 til viðbótar þeim tæpu 40 hrefnum sem veiða á í vísindaskyni. Innlent 17.10.2006 15:06 Sendiráð Íslands taka þátt í kynningu á ákvörðun um hvalveiðar Kynningarefni á ensku hefur verið útbúið vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti um hana á þingi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu að sendiráð Íslands erlendis muni taka fullan þátt í að kynna sjónarmið Íslands erlendis og svara fyrirspurnum sem kunna að koma í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra. Innlent 17.10.2006 14:46 Notkun nagladekkja dregst saman um 20% á fjórum árum Notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman um 20 prósent á síðustu fjórum árum samkvæmt könnun sem gerð var fyrir framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar í lok síðasta vetrar. Þetta kemur fram á vef framkvæmdasviðs. Þar segir að hlutfallið hafi verið um 65 prósent í febrúar árið 2002 en það er nú komið niður í 52 prósent. Innlent 17.10.2006 14:36 Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Innlent 17.10.2006 14:02 Vilja skóla og æfingaaðstöðu á varnarliðssvæði Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að byggja eigi upp skóla og þjálfunaraðstöðu fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og æfingasvæði fyrir þessar stéttir og lögreglu, björgunarsveitir og Landhelgisgæslu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli nú þegar herinn er farinn. Innlent 17.10.2006 12:54 Gæti þurft að láta helming eigna sinna af hendi við skilnað Rússneski auðkýfingurinn, Roman Abramovich, gæti þurft að láta eiginkonu sína Irinu fá helming eigna sinna í skilnaðarmáli sem sagt er vera í uppsiglingu. Erlent 17.10.2006 12:45 Yfir hundrað sagðir slasaðir eftir lestarslys í Róm Einn er nú sagður látinn og 110 slasaðir, þar af fimm mjög alvarlega, eftir árekstur tveggja neðanjarðarlesta í jarðlestakerfi Rómar í morgun. Áreksturinn varð við lestarstöð í miðborg Rómar og var torg fyrir ofan stöðina girt af í kjölfar þess. Erlent 17.10.2006 12:40 « ‹ ›
30 daga fangelsi fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur. Innlent 17.10.2006 20:57
15 daga fangelsi fyrir að leika lögreglumann Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi 19 ára karlmann í 15 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið sér opinbert vald sem hann hafði ekki. Maðurinn mun, ásamt jafnaldra sínum, hafa ekið bíl um götur Kópavogs og Hafnarfjarðar með blá ljós og gefið um leið frá sér hljómerki. Þeir hafi stöðvað 3 ökumenn og leikið lögreglumenn. Innlent 17.10.2006 20:49
SUS hafnar hugmyndum um leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeild Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hafnar alfarið hugmyndum um stofnun leyniþjónustu eða þjóðaröryggisdeildar hér á landi, til viðbótar þeirri greiningardeild lögreglu sem fyrir sé. Stjórn sambandsins krefst þess að ríkissaksóknari rannsaki til hlítar ásakanir um ólögmætar hleranir og skorið verði úr um það hvort þær eigi við rök að styðjast og þá hverjir hafi staðið fyrir þeim. Innlent 17.10.2006 20:17
Þjóðaratkvæði um vafamál Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að svo geti farið að hann boði til þjóðaratkvæðagreiðslna um ákvarðanir sem hann taki í tengslum við framtíð heimastjórnar Palestínumanna sem skipuð er Hamas-liðum. Ef stjórnarskrá taki ekki á tilteknum máli ætli hann að leita álits almennings. Erlent 17.10.2006 19:53
Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Innlent 17.10.2006 19:43
Þjóðarflokkurinn kærir Nyhedsavisen Ungliðahreyfing Danska þjóðarflokksins hefur kært dagblaðið Nyhedsavisen til fjölmiðlasiðanefndar vegna myndbirtingar þess af lokaðri samkomu hreyfingarinnar. Erlent 17.10.2006 19:01
Óttast frekari tilraunasprengingar Norður-Kóreumenn líta á refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna, vegna kjarnorkutilrauna þeirra, sem stríðsyfirlýsingu. Óttast er að þeir hyggi á frekari tilraunasprengingar. Erlent 17.10.2006 18:59
Samfylkingin vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu Stjórnarandstaðan segir skort á fjármagni til byggingar á nýju fangelsi stóra vandann er lýtur að föngum. Varaformaður Samfylkingarinnar vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu og nefnir í því samhengi yfirgefið svæði Varnarliðsins. Innlent 17.10.2006 18:56
Gylfi Arnbjörnsson dregur framboð sitt til baka Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gylfi sóttist eftir 3. til 4. sæti. Innlent 17.10.2006 17:45
Mesta verðbólgan á Íslandi Samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs mældist 12 mánaða verðbólga á Íslandi 6,1 prósent í síðasta mánuði. Þetta er um 1 prósentustig frá ágústmánuði. Á sama tíma lækkaði verðbólga í EES-ríkjunum um 0,4 prósentustig og mældist 1,9 prósent í mánuðinum. Verðbólgan hér er því hæst innan EES. Viðskipti innlent 17.10.2006 17:42
Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela í atkvæðagreiðslu um sæti til 2 ára í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Atkvæði voru greidd milli ríkjanna 10 sinnum á Allsherjarþingi SÞ í gær en þá var atkvæðagreiðslu frestað til morguns. Aftur var tekið til óspilltra málanna í dag og heldur Gvatemala áfram forskoti sínu en nær þó ekki 2/3 atkvæða sem þarf til að hreppa hnossið. Erlent 17.10.2006 17:33
Samið um kaup á netaveiðiréttindum í Hvítá og Ölfusá Stangaveiðifélaga Reykjavíkur hefur gert samninga við stóran hluta þeirra bænda sem eiga netaveiðirétt í Hvítá og Ölfusá með það að markmiði að efla stanga veiði á svæðinu. Félagið hefur um árabil reynt að fá netaveiði aflagða í ánum en gengið hefur verið frá samningum við sem tryggir upptöku á netum sem nemur um tveimur þriðju af meðalnetaveiði. Innlent 17.10.2006 17:17
Bandaríkjaforseti staðfestir frumvarp um yfirheyrsluaðferðir George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt. Erlent 17.10.2006 17:09
Litlar breytingar á ástandi nytjastofna Litlar breytingar hafa orðið á ástandi nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi samkvæmt árlegri úttekt Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem unnin er af ráðgjafarnefnd um nýtingu fiskistofna. Innlent 17.10.2006 17:01
Vill að Alþingi breyti lögum til að afstýra einokun í mjólkuriðnaði Talsmaður neytenda vill að Alþingi samþykki þegar í stað breytingu á lögum til þess að afstýra einokun í mjólkuriðnaði með samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Innlent 17.10.2006 16:51
Skipalyfta gaf sig í Vestmannaeyjum Óttast er að milljónatjón hafi orðið þegar skipalyfta við höfnina í Vestamannaeyjum gaf sig þegar hún var að lyfta netabátnum Gandí VE í slipp. Lyftan er í eigu Skipalyftunnar ehf. en ekki er vitað hvers vegna hún gaf sig. Lítils háttar slys urðu á fólki að sögn verkstjóra hjá fyrirtækinu. Innlent 17.10.2006 16:37
Samruni Lyfjavers og Lyfja og heilsu ógiltur Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að ógilda skuli samruna lyfsölukeðjanna DAC og Lyfjavers þar sem talið var að hann myndi raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings. Innlent 17.10.2006 16:11
Verðbólguótti í Bandaríkjunum Verðbólguóttinn hefur gert vart við sig í Bandaríkjunum eftir að vísitala framleiðsluverð reyndist hærri en væntingar stóðu til. Vísitalan hækkaði um 0,6 prósentustig í síðasta mánuði, sem er 0,4 prósentustigum meira en reiknað var með. Viðskipti erlent 17.10.2006 16:03
Vinstri - grænir styðja ekki hvalveiðar Þingflokkur Vinstri - grænna styður ekki að teknar verði upp hvalveiðar nú meðal annars vegna þess að hugsanlega sé að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, á þingi í dag þegar tilkynnt var að veiðar hæfust á ný. Innlent 17.10.2006 15:58
Slapp út úr bíl eftir að hafa ekið út í sjó Einn maður komst af sjálfsdáðum út úr bíl sínum eftir að honum var ekið út í sjó við Geirsnef við Elliðaárnar um kl. 15 í dag. Tildrög slyssins eru ókunn en mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og lögreglu og voru bæði kafarar og bátur sendir á vettvang. Ökumaður ók ekki á miklum hraða og var ekki ölvaður. Vegfarandi kastaði sér út í árnar til að bjarga manninum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samskonar slys verður á þessum stað. Innlent 17.10.2006 15:53
Tata Steel býður í Corus Indverski stálframleiðandinn Tata Steel hefur gerði yfirtökutilboð í stálframleiðandann Corus, sem er í eigu enskra og hollenskra aðila. Tilboðið hljóðar upp á 4,1 milljarð punda, jafnvirði 525 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 17.10.2006 15:39
Börn og unglingar í félagsstarfssemi tryggð í Kópavogi Kópavogsbær og Vátryggingafélag Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér að VÍS slysatryggir öll börn undir 18 ára aldri sem stunda íþróttir eða aðra skipulagða félagsstarfsemi í Kópavogi. Innlent 17.10.2006 15:27
Þýskir hermenn sakaðir um ofbeldi gagnvart fanga í Afganistan Þýsk yfirvöld rannsaka nú hvort Tyrki með dvalarleyfi í Þýskalandi hafi sætt ofbeldi af hálfu þýskra hermanna í Afganistan áður en hann var sendur í fangabúðirnar við Guantanamo-flóa. Erlent 17.10.2006 15:21
Hvalur 9 heldur til veiða í kvöld Hvalur 9 heldur til hvalveiða í kvöld að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf, í kjölfar ákvörðuna íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson tilkynnti í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að hann hefði tekið þá ákvörðun að leyfa veiðar á níu langreyðum og 30 hrefnum á fiskveiðiárinu 2006/2007 til viðbótar þeim tæpu 40 hrefnum sem veiða á í vísindaskyni. Innlent 17.10.2006 15:06
Sendiráð Íslands taka þátt í kynningu á ákvörðun um hvalveiðar Kynningarefni á ensku hefur verið útbúið vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti um hana á þingi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu að sendiráð Íslands erlendis muni taka fullan þátt í að kynna sjónarmið Íslands erlendis og svara fyrirspurnum sem kunna að koma í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra. Innlent 17.10.2006 14:46
Notkun nagladekkja dregst saman um 20% á fjórum árum Notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman um 20 prósent á síðustu fjórum árum samkvæmt könnun sem gerð var fyrir framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar í lok síðasta vetrar. Þetta kemur fram á vef framkvæmdasviðs. Þar segir að hlutfallið hafi verið um 65 prósent í febrúar árið 2002 en það er nú komið niður í 52 prósent. Innlent 17.10.2006 14:36
Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Innlent 17.10.2006 14:02
Vilja skóla og æfingaaðstöðu á varnarliðssvæði Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að byggja eigi upp skóla og þjálfunaraðstöðu fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og æfingasvæði fyrir þessar stéttir og lögreglu, björgunarsveitir og Landhelgisgæslu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli nú þegar herinn er farinn. Innlent 17.10.2006 12:54
Gæti þurft að láta helming eigna sinna af hendi við skilnað Rússneski auðkýfingurinn, Roman Abramovich, gæti þurft að láta eiginkonu sína Irinu fá helming eigna sinna í skilnaðarmáli sem sagt er vera í uppsiglingu. Erlent 17.10.2006 12:45
Yfir hundrað sagðir slasaðir eftir lestarslys í Róm Einn er nú sagður látinn og 110 slasaðir, þar af fimm mjög alvarlega, eftir árekstur tveggja neðanjarðarlesta í jarðlestakerfi Rómar í morgun. Áreksturinn varð við lestarstöð í miðborg Rómar og var torg fyrir ofan stöðina girt af í kjölfar þess. Erlent 17.10.2006 12:40