Fréttir

Fréttamynd

Sony-Ericsson sækir í sig veðrið

Greiningardeild Landsbankans segir samkeppni hafa aukist á ný á farsímamarkaði eftir að stærstu framleiðendur farsíma skiluðu uppgjörum sínum. Hagnaður stærstu fyrirtækjanna minnkaði á milli ára en Sony-Ericsson sækir í sig veðrið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fimmtán fórust í flugslysi í Úsbekistan

Fimmtán fórust þegar lítil flugvél, sem notuð er til flugþjálfunar, brotlenti í Úsbekistan í dag. Fram kom í úsbeskum fjölmiðlum að vélin hefði verið eins hreyfils af gerðinni An-2, en hún hrapaði til jarðar þegar reynt var að lenda henni á flugvelli nærri höfuðborginni Tashkent.

Erlent
Fréttamynd

Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini

Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir.

Innlent
Fréttamynd

Mikil hækkun á gengi Apple

Gengi bandaríska tækniframleiðandans Apple Computers hækkaði um 6 prósent á markaði vestanhafs í dag í kjölfar þess að fyrirtækið greindi í gær frá góðri afkomu á síðasta fjórðungi ársins, sem er fjórði fjórðungur ársins í rekstrarreikningi félagsins. Góð afkoma er að þakka mikil sala á Macintoshtölvum og iPod-spilurum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Helmingur Bandaríkjamanna telur flesta þingmenn spillta

Helmingur Bandaríkjamanna telur að flestir þingmenn landsins séu spilltir samkvæmt nýrri skoðaðakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Eru þetta tólf prósentustigum fleiri en í upphafi árs. Könnunin leiðir einnig í ljós að aðeins 42 prósent eru ánægð með störf demókrata á þingi en repúblikanar fá enn verri útreið því aðeins rúmlega þriðjungur er ánægður með störf þeirra á þingi.

Erlent
Fréttamynd

Halda fast við áform um hungurverkfall

Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg halda fast við áform sín um að fara í hungurverkfall á morgun nema að þeir fái skrifleg svör við óskum sínum um bætta aðstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk afskipti skaða Strætó

Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Abramovich skoðaði höfuðstöðvar OR

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, skoðaði nú í hádeginu höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu.

Innlent
Fréttamynd

Varað við óveðri í Öræfasveit

Vegagerðin varar við óveðri í Öræfasveit. Þar hafa hviður farið upp í fimmtíu metra á sekúndu í dag og er fólk beðið um að vera ekki á ferð að ástæðulausu.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra ver hvalveiðar á BBC

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, varði í dag þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á sjónvarpsstöðinni BBC World.

Innlent
Fréttamynd

Ágúst Ólafur sækist eftir fjórða sætinu

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram 11. nóvember. Ágúst Ólafur hefur setið á þingi frá árinu 2003 og á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjarnefnd og er varamaður í utanríkismálanefnd.

Innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Nokia

Hagnaður finnska farsímaframleiðandans dróst saman á milli ára þrátt fyrir aukna sölu á ódýrum gerðum farsíma á nýmörkuðum í Asíu og Suður-Ameríku. Ástæðan eru verðlækkanir á flestum gerðum farsíma. Afkoman er undir væntingum greiningaraðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður í skyndibitanum

Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald's, sem er ein sú stærsta í heimi, nam 843,3 milljónum bandaríkjadala, eða 57,6 milljörðum íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 17 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukningunni er betri sala í Evrópu og Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Saxbygg kjölfestufjárfestir í Steni

Fjárfestingarfélagið Saxbygg er kjölfestufjárfestir í kaupum nokkurra fjárfesta á norska fyrirtækinu Steni sem framleiðir húsaklæðingar. Stofnað hefur verið eignarhaldsfélag, Steni Holding AS, sem er í eigu stjórnenda, starfsmanna og hóps íslenskra, norksra og finnskra fjárfesta.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið skili vannýttum lóðum í Efstaleiti

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga eftir því við ríkið að vannýttum lóðum við húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti yrði skilað til Reykjavíkurborgar. Það voru fulltrúar Samfylkingarinnar sem lögðu fram tillögu þessa efnis.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Nasdaq jókst um 70 prósent

Hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq jókst um tæp 70 prósent á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 30,2 milljónum bandaríkjadala, um 2 milljörðum króna, en rekstrarár markaðarins einkenndist af kaupum í öðrum mörkuðum jafnt í Bandaríkjunum sem í Bretlandi og aukinni markaðshlutdeild.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Iceland Express eykur umsvif sín

Lággjaldaflugfélagið Iceland Express verður eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni þegar það hefur áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu næsta sumar, með viðkomu á Íslandi. Fjöldi ákvörðunarstaða í Evrópu verður líka tvöfaldaður.

Innlent
Fréttamynd

Kynbundinn launamunur nánast óbreyttur í áratug

Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum. Ný rannsókn sem Capacent gerði fyrir Félagsmálaráðuneytið sýnir að konur eru með 84,3% af launum karla - sem eingöngu má rekja til kyns. Fyrir tíu árum voru konur með 84% af launum karla. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Hafa enn ekki veitt hval

Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hafði ekki veitt hval nú rétt fyrir hádegið, eftir því sem Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, best vissi. Skipið er djúpt vestur af landinu, þar sem það lét fyrir berast í nótt, en ekki er hægt að stunda veiðarnar nema í björtu, þegar sést til hvala með berum augum. Kristján sagðist ekki vita betur en að öll vinnsluleyfi lægju nú fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn sögð tala tungum tveim í hvalveiðimáli

Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveit kölluð út vegna vopnaðs manns á Siglufirði

Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út skömmu eftir miðnætti í gær vegna ölvaðs og vopnaðs manns í heimahúsi á Siglufirði. Þegar sérsveitin kom á staðinn um klukkan tvö hafði maðurinn skotið þremur skotum úr haglabyssu án þess að nokkur yrði fyrir skaða.

Innlent
Fréttamynd

Aukinn hagnaður hjá Coca Cola

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola skilaði 1,46 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til tæplega 100 milljarða króna hagnaðar á tímabilinu. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 1,28 milljörðum dala eða 87,4 milljörðum íslenskra króna. Helsta ástæðan fyrir auknum hagnaði er meiri sala á nýjum mörkuðum Coca-Cola í Brasilíu og í Rússlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fluttir á sjúkrahús með ósoneitrun

Tveir sjómenn af fjölveiðiskipinu Aðalsteini Jónssyni frá Eskifriði voru fluttir á sjúkrahúsið í Neskaupsstað undir hádegið, eftir að þeir höfðu orðið fyrir ósoneitrun í lest skipsins. Það lá úti á firðinum og var verið að sótthreinsa lestirnar þegar ósoni var fyrir misskilning dælt í lest, þar sem þeir voru.

Innlent