Fréttir Rektor vill auka sjálfsaflafé HÍ Háskóli Íslands brautskráði í dag 380 kandídata við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Kristín Ingólfsdóttir rektor segist vilja auka sjálfsaflafé skólans. Heildarfjöldi brautskráðra nemenda frá Háskóla Íslands er þá rúmlega 1,600 á þessu ári, þar af ríflega 100 úr mastersnámi og 13 sem ljúka doktorsprófi. Innlent 21.10.2006 19:10 Ekki við Samfylkingu að sakast Engin ástæða er til að óttast að skráningar hafi ekki borist kjörstjórn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, að mati Helenar Karlsdóttur, formanns stjórnarinnar. Í fréttum NFS í gærkvöldi gagnrýndi Benedikt Sigurðarson kjörstjórnina harðlega og sagði klúður hafa orðið í rafrænni skráningu nýrra flokksmanna. Helena sagði, í samtali við fréttastofu í dag, að fullyrðingar Benedikts væru rangar. Búið væri að rannsaka málið gaumgæfilega og að klúðrið, sem Benedikt nefnir svo, megi rekja til einstaklinganna sjálfra en ekki til heimasíðu flokksins. Helena segir að frambjóðendum hafi verið boðið að skila inn athugasemdum og nú sé búið að taka tillit til þeirra ábendinga. Innlent 21.10.2006 18:58 Segir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins standa fyrir ógeðfelldri aðför að Birni Geir H. Haarde forsætisráðherra segir pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir ógeðfelldri aðför að Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vegna hleranamálsins svokallaða. Hann segir að óprúttnir menn reyni að koma höggi á Björn meðan hann standi í erfiðri prófkjörsbaráttu. Geir H. Harde ræddi þessi mál meðal annars á fundi í Valhöll í morgun. Hann neitar því alfarið að ekki hafi ríkt fullur trúnaður milli hans og Björns Bjarnasonar og það sé einfaldlega valdabarátta í flokknum. Innlent 21.10.2006 18:51 Samningur um uppbyggingu Rýmisins Tryggingamiðstöðin og Leikfélag Akureyrar hafa gert samning um uppbyggingu nýjasta sýningarsviðs LA sem nefnt er Rýmið. Margir þekkja Rýmið betur undir nafninu Dynheimar eða Lón en það stendur við Hafnarstræti 73 á Akureyri. Síðast var húsnæðið notað undir menningarstöð ungs fólks eða þegar hún fluttist í Brekkuskóla fékk Leikfélag Akureyrar afnot af húsnæðinu. Innlent 21.10.2006 16:43 Rann eina 50 metra niður fjallið Tólf ára drengur datt og rann eina fimmtíu metra niður hlíðar Esjunnar. Drengurinn slasaðist á fæti og er töluvert kvalinn en slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn eru á leið til hans sem og bráðatæknir slökkviliðsins og er gert ráð fyrir að þeir komi á slysstað innan skamms. Slysið varð utan í Þverfellshorni, í töluverðri hæð, á almennri gönguleið. Innlent 21.10.2006 16:32 Fyrsti vetrardagur í dag Í dag er fyrsti vetrardagur og þótt lítið sé um snjó á suð-vestur horni landsins þá er ekki svo um allt land. Á vef Bæjarins besta er skemmtileg mynd af börnum að leik í snjó og á myndinni má sjá myndarlegan snjókarl en fyrsti snjórinn féll á Ísafirði fyrir rúmri viku. Innlent 21.10.2006 16:03 Nýtt fjarskiptafyrirtæki mun reka öryggis- og neyðarþjónustu Gengið hefur verið rá samkomulagi við 112 hf um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis. Öryggisfjarskipti ehf. sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.Uppsetning kerfisins á að vera lokið næsta vor og munu allir helstu viðbragðsaðilar lýst yfir vilja til að nota kerfið. Öryggisfjarskipti ehf. er að mestu í eigu ríkissjóðs en 112 hf á einnig hlut í því og annast rekstur þess. Innlent 21.10.2006 15:16 Öldruð kynbomba giftir sig Ítalska þokkagyðjan og leikkonan Gina Lollobrigida gekk í dag að eiga spánverjann Javier Rigau y Rafols. Brúðkaupið fór fram New York en parið kynntist fyrst í Monte Carlo fyrir 22 árum. Leikkonan sem er orðin 79 ára gömul er af mörgum talin ein fallegasta kona í heima. Eiginmaður hennar er töluvert yngri eða þrjátíu og fjórum árum. Erlent 21.10.2006 15:04 Sækja slasað barn á Esjuna Tólf ára barn datt á Esjunni og meiddi sig á fæti og er neyðarsveit slökkviliðsins á leið á staðinn til aðstoðar barninu. Ekki er vitað hve alvarlegt slysið er en búið er að kalla út björgunarsveitir. Slysið átti sér stað utan í Þverfellshorni en þar er almenn gönguleið. Barnið er í talsverðri hæð og gerir slökkviliðið ráð fyrir því að það muni taka nokkurn tíma að koma því til hjálpar. Ekki er vitað að svo stöddu hvort barnið var í fylgd fullorðinna. Innlent 21.10.2006 15:40 Grundvöllur að sókn skólans í fremstu röð Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði við útskrift 380 kandídata í dag að vísindasamstarf kennara og vísindamanna í öllum deildum og stofnunum skólans við erlenda skóla og vísindamenn í fremstu röð væri fjársjóður sem skólinn myndi grundvalla á sókn sína á næstu árum. Innan Háskólans eru vísindamenn í samstarfi um á annað hundrað alþjóðleg verkefni með mörgum af fremstu háskóla- og vísindastofnunum í heiminum. Innlent 21.10.2006 14:30 Uppreisnarinnar í Ungverjalandi 1956 minnst Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er nú á leið til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í viðburðum til minngar um uppreisnina í Ungverjalandi fyrir fimmtíu árum. Dagskráin hefst á morgun og mun standa fram á mánudag og munu margir helstu þjóðarleiðtogar heims taka þátt. Innlent 21.10.2006 14:06 Kynna umferðaröryggismál Í dag býður umferðarstofa upp á frítt mat á aksturshæfni ökumanna undir leiðsögn prófdómara. Hjá Frumherja á Hesthálsi er búið að koma upp tækjum og þrautum fyrir alla fjölskylduna og þar verða kynnt ýmis mál er tengjast öryggi í umferðinni. Innlent 21.10.2006 12:30 Fyrsti hvalurinn veiddur Áhöfnin á Hval níu hefur fangað væna langreyði úti fyrir Snæfellsnesi og hefur sett stefnuna á Hvalfjörð. Birtuskilyrði hafa gert hvalföngurum erfitt fyrir og einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forsjóra Hvals, er búist við að skipið komi að bryggju í Hvalfirði í fyrramálið gangi allt að óskum. Innlent 21.10.2006 14:12 Lítið sem ekkert samræmi Ekki virðist vera samræmi milli þess hve margir stúdentar útskrifast á landsbyggðinni og hve margir þeirra stunda háskólanám. Að þessari niðurstöðu kemst Þóroddur Bjarnason prófessonr við Háskólann á Akureyri en hann hefur borið saman skiptingu fjárveitinga þessa fjárlagaárs á háskólastigi til heilsársnema. Innlent 21.10.2006 12:23 Raflögnum og rafbúnaði víða ábótavant Úttekt Neytendastofu á tæplega fimm hundruð verkstæðum, víðs vegar um landið, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði er víða ábótavant. Athugasemdir voru gerðar við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í yfir níutíu og eitt prósent tilvika. Innlent 21.10.2006 12:08 Ávinningur olíusamráðsins lítill sem enginn Dómkvaddir matsmenn í máli Kers gegn Samkeppnisyfirvöldum telja hugsanlegt að ávinningur olíufélaganna af ólöglegu samráði hafi verið lítill eða enginn. Samkeppnisyfirvöld hafi gefið sér rangar forsendur við útreikninga sína. Innlent 21.10.2006 12:05 Borgaryfirvöld í New York fyrirskipa nýja leit að líkamsleifum Leit er hafin að nýju að líkamsleifum sumra þeirra sem fórust í hryðjuverkaárisinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir fimm árum, að tilstuðlan borgaryfirvalda. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, fótleggi og handleggi að því talið er. Holræsið varð fyrir skemmdum þegar turnarnir féllu og fyrst nú átti að hreinsa út úr því. Erlent 21.10.2006 11:56 Hafa enn ekki veitt hval Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim þremur dögum sem liðnir eru frá því skipið lét úr höfn. Birtuskilyrði gera hvalföngurum erfitt fyrir. Þeir segjast finna hval, keyra á eftir honum en missa þá birtuna. Þeir hafi þó séð allar hugsanlegar tegundir úti fyrir Vestfjörðum í gær, en nú eru þeir út af Snæfellsjökli. Einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu en það segja hvalfangarar að sé ósköp eðlilegt eftir að hann hafi staðið í sautján ár. Ferðin hafi í raun gengið furðuvel. Innlent 21.10.2006 11:53 Rice í Moskvu til að ræða málefni Norður-Kóreu Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekkert liggja fyrir um að Norður-Kóreumenn ætli sér að hætta við tilraunir með kjarnorkuvopn. Hún kom til Moskvu í morgun, meðal annars til að ræða málefni Norður-Kóreu. Erlent 21.10.2006 11:47 Vændi er þjóðarskömm segir biskup Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands segir hnattvæddan klámiðnað staðreynd á Íslandi og að mansal teygi anga sína hingað til lands. Vitnast hafi að menn kaupi ungar stúlkur frá fátækum löndum og haldi þeim hér eins og þrælum. Það sé þjóðarskömm. Þetta var meðal þess sem biskup gerði að umtalsefni við setningu Kirkjuþings í morgun. Innlent 21.10.2006 11:34 Lenti á hvolfi inn í garði Rétt eftir miðnætti varð harður tveggja bíla árekstur í íbúðarhverfi í vesturbæ Kópavogs, með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt og lenti á þakinu inni í garði. Engan sakaði og ekki leikur grunur á ölvun, en báðir bílarnir eru mikið skemmdir og voru fluttir af staðnum með kranabíl. Innlent 21.10.2006 09:55 Nóbelsverðlaunahafi hlýtur heiðursdoktorsnafnbót Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands í dag. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Colubia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Hann hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Innlent 21.10.2006 09:46 Ólafsfell kaupir hlut í Árvakri Eignarhaldsfélagið Ólafsfell, sem er félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur keypt 8 prósenta hlut í Árvakri sem gefur út Morgunblaðið. Fyrir á Ólafsfell 82 prósenta hlut í Eddu útgáfu sem er stærsta bókaútgáfa landsins. Innlent 21.10.2006 09:43 Putin segir stjórnvöld í Georgíu tefla á tvær hættur Putin Rússlandsforseti sagði leiðtogum Evrópusambandsins í gærkvöldi að stjórnvöld í Georgíu væru að tefla á tvær hættur með því að reyna að ná aftur stjórn héraða þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Hann sagði að stjórnvöld í Tibilisi stefndu að blóðsúthellingum með uppbyggingu herafla við héruðin Abkasíu og Suður-Ossetíu. Erlent 21.10.2006 09:38 Harður árekstur á Suðurlandsvegi Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Innlent 21.10.2006 09:36 Óttast um framgang friðarviðræðna Átök héldu áfram milli stjórnarhersins á Sri Lanka og tamíltígra í nótt. Talsmaður sjóhersins segir að herinn hafi sökkt sjö varðskipum tamíltígra, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á eyjunni, sem er við suðurodda Indlandsskagans. Erlent 21.10.2006 09:31 Leitað að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í gærkvöldi. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Innlent 21.10.2006 09:28 Segir Norður-Kóreumenn vilja magna deilurnar við umheiminn Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Norður-Kóreumenn ætli sér magna enn deilur sínar við umheiminn. Hún sagði í morgun að kínversk stjórnvöld hefðu ekki staðfest að Norður-Kóreumenn ætluðu sér ekki að sprengja fleiri kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni, andstætt því sem áður hefur verið talið. Erlent 21.10.2006 09:20 Kviknaði í dóti og fötum Eldur kviknaði í dóti og fötum í kjallaraíbúð í Skaftahlíð snemma í morgun. Húsráðandi hafði ráðið niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á staðinn, en reykræsta þurfti íbúðina. Ekki er ljóst hvað olli eldinum. Innlent 21.10.2006 09:58 Fjórir handteknir vegna fíkniefnamáls Eitt fíkniefnamál kom upp í Keflavík í nótt þegar bifreið var stöðvuð og kallaði lögreglan til sérsveit Ríkislögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Tveir voru í bílnum og voru þeir í annarlegu ástandi. Í beinu framhaldi var gerð húsleit á heimili þeirra, en þar voru tveir til viðbótar handteknir. Innlent 21.10.2006 09:52 « ‹ ›
Rektor vill auka sjálfsaflafé HÍ Háskóli Íslands brautskráði í dag 380 kandídata við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Kristín Ingólfsdóttir rektor segist vilja auka sjálfsaflafé skólans. Heildarfjöldi brautskráðra nemenda frá Háskóla Íslands er þá rúmlega 1,600 á þessu ári, þar af ríflega 100 úr mastersnámi og 13 sem ljúka doktorsprófi. Innlent 21.10.2006 19:10
Ekki við Samfylkingu að sakast Engin ástæða er til að óttast að skráningar hafi ekki borist kjörstjórn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, að mati Helenar Karlsdóttur, formanns stjórnarinnar. Í fréttum NFS í gærkvöldi gagnrýndi Benedikt Sigurðarson kjörstjórnina harðlega og sagði klúður hafa orðið í rafrænni skráningu nýrra flokksmanna. Helena sagði, í samtali við fréttastofu í dag, að fullyrðingar Benedikts væru rangar. Búið væri að rannsaka málið gaumgæfilega og að klúðrið, sem Benedikt nefnir svo, megi rekja til einstaklinganna sjálfra en ekki til heimasíðu flokksins. Helena segir að frambjóðendum hafi verið boðið að skila inn athugasemdum og nú sé búið að taka tillit til þeirra ábendinga. Innlent 21.10.2006 18:58
Segir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins standa fyrir ógeðfelldri aðför að Birni Geir H. Haarde forsætisráðherra segir pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir ógeðfelldri aðför að Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vegna hleranamálsins svokallaða. Hann segir að óprúttnir menn reyni að koma höggi á Björn meðan hann standi í erfiðri prófkjörsbaráttu. Geir H. Harde ræddi þessi mál meðal annars á fundi í Valhöll í morgun. Hann neitar því alfarið að ekki hafi ríkt fullur trúnaður milli hans og Björns Bjarnasonar og það sé einfaldlega valdabarátta í flokknum. Innlent 21.10.2006 18:51
Samningur um uppbyggingu Rýmisins Tryggingamiðstöðin og Leikfélag Akureyrar hafa gert samning um uppbyggingu nýjasta sýningarsviðs LA sem nefnt er Rýmið. Margir þekkja Rýmið betur undir nafninu Dynheimar eða Lón en það stendur við Hafnarstræti 73 á Akureyri. Síðast var húsnæðið notað undir menningarstöð ungs fólks eða þegar hún fluttist í Brekkuskóla fékk Leikfélag Akureyrar afnot af húsnæðinu. Innlent 21.10.2006 16:43
Rann eina 50 metra niður fjallið Tólf ára drengur datt og rann eina fimmtíu metra niður hlíðar Esjunnar. Drengurinn slasaðist á fæti og er töluvert kvalinn en slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn eru á leið til hans sem og bráðatæknir slökkviliðsins og er gert ráð fyrir að þeir komi á slysstað innan skamms. Slysið varð utan í Þverfellshorni, í töluverðri hæð, á almennri gönguleið. Innlent 21.10.2006 16:32
Fyrsti vetrardagur í dag Í dag er fyrsti vetrardagur og þótt lítið sé um snjó á suð-vestur horni landsins þá er ekki svo um allt land. Á vef Bæjarins besta er skemmtileg mynd af börnum að leik í snjó og á myndinni má sjá myndarlegan snjókarl en fyrsti snjórinn féll á Ísafirði fyrir rúmri viku. Innlent 21.10.2006 16:03
Nýtt fjarskiptafyrirtæki mun reka öryggis- og neyðarþjónustu Gengið hefur verið rá samkomulagi við 112 hf um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis. Öryggisfjarskipti ehf. sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land.Uppsetning kerfisins á að vera lokið næsta vor og munu allir helstu viðbragðsaðilar lýst yfir vilja til að nota kerfið. Öryggisfjarskipti ehf. er að mestu í eigu ríkissjóðs en 112 hf á einnig hlut í því og annast rekstur þess. Innlent 21.10.2006 15:16
Öldruð kynbomba giftir sig Ítalska þokkagyðjan og leikkonan Gina Lollobrigida gekk í dag að eiga spánverjann Javier Rigau y Rafols. Brúðkaupið fór fram New York en parið kynntist fyrst í Monte Carlo fyrir 22 árum. Leikkonan sem er orðin 79 ára gömul er af mörgum talin ein fallegasta kona í heima. Eiginmaður hennar er töluvert yngri eða þrjátíu og fjórum árum. Erlent 21.10.2006 15:04
Sækja slasað barn á Esjuna Tólf ára barn datt á Esjunni og meiddi sig á fæti og er neyðarsveit slökkviliðsins á leið á staðinn til aðstoðar barninu. Ekki er vitað hve alvarlegt slysið er en búið er að kalla út björgunarsveitir. Slysið átti sér stað utan í Þverfellshorni en þar er almenn gönguleið. Barnið er í talsverðri hæð og gerir slökkviliðið ráð fyrir því að það muni taka nokkurn tíma að koma því til hjálpar. Ekki er vitað að svo stöddu hvort barnið var í fylgd fullorðinna. Innlent 21.10.2006 15:40
Grundvöllur að sókn skólans í fremstu röð Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði við útskrift 380 kandídata í dag að vísindasamstarf kennara og vísindamanna í öllum deildum og stofnunum skólans við erlenda skóla og vísindamenn í fremstu röð væri fjársjóður sem skólinn myndi grundvalla á sókn sína á næstu árum. Innan Háskólans eru vísindamenn í samstarfi um á annað hundrað alþjóðleg verkefni með mörgum af fremstu háskóla- og vísindastofnunum í heiminum. Innlent 21.10.2006 14:30
Uppreisnarinnar í Ungverjalandi 1956 minnst Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er nú á leið til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í viðburðum til minngar um uppreisnina í Ungverjalandi fyrir fimmtíu árum. Dagskráin hefst á morgun og mun standa fram á mánudag og munu margir helstu þjóðarleiðtogar heims taka þátt. Innlent 21.10.2006 14:06
Kynna umferðaröryggismál Í dag býður umferðarstofa upp á frítt mat á aksturshæfni ökumanna undir leiðsögn prófdómara. Hjá Frumherja á Hesthálsi er búið að koma upp tækjum og þrautum fyrir alla fjölskylduna og þar verða kynnt ýmis mál er tengjast öryggi í umferðinni. Innlent 21.10.2006 12:30
Fyrsti hvalurinn veiddur Áhöfnin á Hval níu hefur fangað væna langreyði úti fyrir Snæfellsnesi og hefur sett stefnuna á Hvalfjörð. Birtuskilyrði hafa gert hvalföngurum erfitt fyrir og einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forsjóra Hvals, er búist við að skipið komi að bryggju í Hvalfirði í fyrramálið gangi allt að óskum. Innlent 21.10.2006 14:12
Lítið sem ekkert samræmi Ekki virðist vera samræmi milli þess hve margir stúdentar útskrifast á landsbyggðinni og hve margir þeirra stunda háskólanám. Að þessari niðurstöðu kemst Þóroddur Bjarnason prófessonr við Háskólann á Akureyri en hann hefur borið saman skiptingu fjárveitinga þessa fjárlagaárs á háskólastigi til heilsársnema. Innlent 21.10.2006 12:23
Raflögnum og rafbúnaði víða ábótavant Úttekt Neytendastofu á tæplega fimm hundruð verkstæðum, víðs vegar um landið, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði er víða ábótavant. Athugasemdir voru gerðar við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í yfir níutíu og eitt prósent tilvika. Innlent 21.10.2006 12:08
Ávinningur olíusamráðsins lítill sem enginn Dómkvaddir matsmenn í máli Kers gegn Samkeppnisyfirvöldum telja hugsanlegt að ávinningur olíufélaganna af ólöglegu samráði hafi verið lítill eða enginn. Samkeppnisyfirvöld hafi gefið sér rangar forsendur við útreikninga sína. Innlent 21.10.2006 12:05
Borgaryfirvöld í New York fyrirskipa nýja leit að líkamsleifum Leit er hafin að nýju að líkamsleifum sumra þeirra sem fórust í hryðjuverkaárisinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir fimm árum, að tilstuðlan borgaryfirvalda. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, fótleggi og handleggi að því talið er. Holræsið varð fyrir skemmdum þegar turnarnir féllu og fyrst nú átti að hreinsa út úr því. Erlent 21.10.2006 11:56
Hafa enn ekki veitt hval Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim þremur dögum sem liðnir eru frá því skipið lét úr höfn. Birtuskilyrði gera hvalföngurum erfitt fyrir. Þeir segjast finna hval, keyra á eftir honum en missa þá birtuna. Þeir hafi þó séð allar hugsanlegar tegundir úti fyrir Vestfjörðum í gær, en nú eru þeir út af Snæfellsjökli. Einnig hefur orðið vart við bilarnir í Hval níu en það segja hvalfangarar að sé ósköp eðlilegt eftir að hann hafi staðið í sautján ár. Ferðin hafi í raun gengið furðuvel. Innlent 21.10.2006 11:53
Rice í Moskvu til að ræða málefni Norður-Kóreu Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekkert liggja fyrir um að Norður-Kóreumenn ætli sér að hætta við tilraunir með kjarnorkuvopn. Hún kom til Moskvu í morgun, meðal annars til að ræða málefni Norður-Kóreu. Erlent 21.10.2006 11:47
Vændi er þjóðarskömm segir biskup Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands segir hnattvæddan klámiðnað staðreynd á Íslandi og að mansal teygi anga sína hingað til lands. Vitnast hafi að menn kaupi ungar stúlkur frá fátækum löndum og haldi þeim hér eins og þrælum. Það sé þjóðarskömm. Þetta var meðal þess sem biskup gerði að umtalsefni við setningu Kirkjuþings í morgun. Innlent 21.10.2006 11:34
Lenti á hvolfi inn í garði Rétt eftir miðnætti varð harður tveggja bíla árekstur í íbúðarhverfi í vesturbæ Kópavogs, með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt og lenti á þakinu inni í garði. Engan sakaði og ekki leikur grunur á ölvun, en báðir bílarnir eru mikið skemmdir og voru fluttir af staðnum með kranabíl. Innlent 21.10.2006 09:55
Nóbelsverðlaunahafi hlýtur heiðursdoktorsnafnbót Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands í dag. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Colubia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Hann hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Innlent 21.10.2006 09:46
Ólafsfell kaupir hlut í Árvakri Eignarhaldsfélagið Ólafsfell, sem er félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur keypt 8 prósenta hlut í Árvakri sem gefur út Morgunblaðið. Fyrir á Ólafsfell 82 prósenta hlut í Eddu útgáfu sem er stærsta bókaútgáfa landsins. Innlent 21.10.2006 09:43
Putin segir stjórnvöld í Georgíu tefla á tvær hættur Putin Rússlandsforseti sagði leiðtogum Evrópusambandsins í gærkvöldi að stjórnvöld í Georgíu væru að tefla á tvær hættur með því að reyna að ná aftur stjórn héraða þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Hann sagði að stjórnvöld í Tibilisi stefndu að blóðsúthellingum með uppbyggingu herafla við héruðin Abkasíu og Suður-Ossetíu. Erlent 21.10.2006 09:38
Harður árekstur á Suðurlandsvegi Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Innlent 21.10.2006 09:36
Óttast um framgang friðarviðræðna Átök héldu áfram milli stjórnarhersins á Sri Lanka og tamíltígra í nótt. Talsmaður sjóhersins segir að herinn hafi sökkt sjö varðskipum tamíltígra, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á eyjunni, sem er við suðurodda Indlandsskagans. Erlent 21.10.2006 09:31
Leitað að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í gærkvöldi. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Innlent 21.10.2006 09:28
Segir Norður-Kóreumenn vilja magna deilurnar við umheiminn Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Norður-Kóreumenn ætli sér magna enn deilur sínar við umheiminn. Hún sagði í morgun að kínversk stjórnvöld hefðu ekki staðfest að Norður-Kóreumenn ætluðu sér ekki að sprengja fleiri kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni, andstætt því sem áður hefur verið talið. Erlent 21.10.2006 09:20
Kviknaði í dóti og fötum Eldur kviknaði í dóti og fötum í kjallaraíbúð í Skaftahlíð snemma í morgun. Húsráðandi hafði ráðið niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á staðinn, en reykræsta þurfti íbúðina. Ekki er ljóst hvað olli eldinum. Innlent 21.10.2006 09:58
Fjórir handteknir vegna fíkniefnamáls Eitt fíkniefnamál kom upp í Keflavík í nótt þegar bifreið var stöðvuð og kallaði lögreglan til sérsveit Ríkislögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Tveir voru í bílnum og voru þeir í annarlegu ástandi. Í beinu framhaldi var gerð húsleit á heimili þeirra, en þar voru tveir til viðbótar handteknir. Innlent 21.10.2006 09:52