Fréttir

Fréttamynd

Hagnaður Whole Foods Market eykst

Bandaríska matvöruverslanakeðjan Whole Foods Market skilaði 319 milljóna dala hagnaði á síðasta rekstrarári, sem lauk í september. Þetta svarar til ríflega 21,6 milljarða íslenskra króna og er 39 prósenta aukning frá síðasta ári. Keðjan selur íslenskar landbúnaðarvörur í búðum sínum, þar á meðal skyr.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Eyris rúmir 1,5 milljarðar króna

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 1,5 milljarða krónur á fyrstu mánuðum ársins. Hlutafé hefur verið aukið um 10 prósent. Í tilkynningu frá Eyri segir að fjárhagslegur styrkleiki aukist í hlutafjáraukningarinnar og innkomu nýrra fjárfesta. Nýtt hlutafé verður að fullu innborgað í lok ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rolling Stones í jólahlaðborðið

Ef fólk vill fá dálítið auka fútt í jólahlaðborðið, er nú hægt að leigja heimsfræga skemmtikrafta til þess að koma þar fram. Skemmtikrafta eins og Elton John og Rolling Stones. En það er ekki ódýrt.

Erlent
Fréttamynd

Palestinskar konur slógu skjaldborg um vígamenn í mosku

Um 60 palestínskir byssumenn sluppu úr al-Nasir moskunni í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. Þar höfðu þeir lokað sig inni á flótta undan ísraelskum hermönnum. Að sögn vitna hrundi moskan til grunna skömmu eftir að mennirnir höfðu forðað sér þaðan út.

Erlent
Fréttamynd

Pétur Árni sækist eftir 5. sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í SV-kjördæmi

Pétur Árni Jónsson gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pétri Árna. Þar segir einnig að tíu frambjóðendur hafi skilað inn framboðum áður en framboðsfrestur rann út en kjörnefnd hafi óskað eftir því við hann að hann gæfi einnig kost á sér og varð hann við þeirri ósk.

Innlent
Fréttamynd

Áhrifamikill prestur segir af sér vegna kynlífshneykslis

Leiðtogi stórs kristins trúfélags í Bandaríkjunum hefur sagt af sér í kjölfar ásakana um að hann hafi greitt karlmanni fyrir kynlíf. Séra Ted Haggard, leiðtogi safnaðarins, sem telur 30 milljónir manna, neitar ásökunum en hann hefur barist hart gegn því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Landsbankinn mælir með kaupum í Bakkavör

Greiningardeild Landsbankans segir rekstur Bakkavarar hafa gengið vel á árinu og félagið vaxið umfram markaðinn. Deildin segir í nýju mati á félaginu að verðmatsgengi gefi 62,5 og verði vænt verð eftir 12 mánuði 69,4 krónur á hlut. Deildin mælir því með kaupum á bréfum í Bakkavör.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldsprengjuvargar handteknir

Lögreglan í Marseille í Frakklandi hefur handtekið fjóra unglinga sem grunaðir eru um að hafa varpað eldsprengju inn í strætisvagn í borginni fyrir tæpri viku. Farþegi í vagninum brenndist illa í árásinni og er að sögn lækna enn í lífshættu. Einn unglingurinn er 15 ára en hinir þrír 17 ára.

Erlent
Fréttamynd

Fimm manna fjölskylda í bílslysi

Fimm manna fjölskylda er slösuð, í Noregi, eftir að bíll ók á hana, þar sem hún stóð úti á vegi eftir að hafa lent í árekstri við rútubíl. Þetta gerðist við Andebo í Vestfold.

Erlent
Fréttamynd

Safna fé fyrir vatni handa íbúum þriggja Afríkuríkja

Fermingarbörn úr 66 sóknum í öllum landshlutum ganga í hús mánudaginn til þess að safna fé fyrir vatni í þremur löndum í Afríku. Söfnunin er á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar en börnin hafa að undanförnu fengið fræðslu um aðstæður fátækra barna í Mósambík, Malaví og Úganda.

Innlent
Fréttamynd

Forsetafrú sótt til saka

Saksóknair á Taívan hefur ákveðið að sækja forsetafrú eyjunnar til saka fyrir spillingu. Þetta var tilkynnt í morgun. Wu Shu-chen er sökuð um að hafa misfarið með jafnvirði rúmlega 30 milljóna íslenskra króna. Hún er einnig sökuð um að hafa falsað gögn til að hylma yfir meint brot. Auk hennar verða ráðherrar í taívönsku stjórninni einni ákærðir. Forsetafrúin hefur neitað sök.

Erlent
Fréttamynd

Ásatrúarmenn og rétttrúnaðarkirkjan fá fyrirheit um lóðir

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær fyrirheit um lóðir til tveggja safnaða hér á landi. Um er að ræða Ástrúarsöfnuðinn sem fær fyrirheit lóð fyrir hof, með eða án safnaðarheimilis, í Leynimýri í Öskjuhlíð og hefur skipulagssviði verið falið að gera tillögur um að staðsetningu lóðarinnar. Þá er Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni gefin fyrirheit um lóð fyrir kirkjubyggingu á Nýlendureit milli Nýlendugötu og Mýrargötu.

Innlent
Fréttamynd

27% minni tekjur

Tekjur breska flugfélagsins British Airways á öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 27% minni en á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins fyrir skatta á fjórðungnum eru 176 milljónir punda, jafnvirði tæplega 23 milljarða íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Síminn hagnast um 3 milljarða

Síminn skilaði 3.264 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi samanborið við 929 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 250 prósenta aukning. Tekjur félagsins voru 6,2 milljarðar króna og jukust um 19 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fílar frá Tælandi til Ástralíu

Fjórir fílar frá Tælandi verða nú til sýnis í dýragarðinum í Sydney í Ástralíu frá og með deginum í dag. Flutningur þeirra í dýragarðinn hefur tafist um 1 og 1/2 ár vegna mótmæla dýraverndunarsinna. Fjórir fílar til viðbótar eru væntanlegir á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Bíll hafnaði ofan í skurði

Bíll hafnaði ofan í djúpum skurði á mótum Ingólfsstrætis og Skúlagötu í Reykjavík í nótt og stór skemmdist. Höggið var svo mikið að öryggisbelgir blésu út. Ökumaður og hugsanlegir farþegar voru hinsvegar á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang og hefur ekki tekist að hafa upp á eiganda bílsins.

Innlent
Fréttamynd

Evruseðlar molna í sundur í Þýskalandi

Rúmlega 1000 evruseðlar úr þýskum hraðbönkum hafa molnað í höndum viðskiptavina síðustu daga. Ekki er um galla í framleiðslu að ræða og rannsakar lögregla málið. Seðlarnir munu hafa komist í tæri við sýru. Ekki er vitað hvort um skemmdarverk eða slys hefur verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Árekstur við strætisvagn

Tvær konur voru fluttar á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvoginum eftir að bíll þeirra lenti í árkestri við strætisvagn á mótum Salavegar og Arnarnesvegar um sex leitið í gærkvöldi. Konurnar reyndust ekki alvarlega slasaðar þótt beita hafi þurft klippum til að ná annari út úr bílflakinu. Ökumann og farþega strætisvagnsins sakaði ekki. Tildrög slyssins eru óljós.

Innlent
Fréttamynd

20 Palestínumenn fallnir

Til átaka kom milli ísraelskra hermanna og herskárra Palestínumanna á norður hluta Gaza-svæðisins í nótt. Minnst 5 Palestínumenn eru sagðir hafa fallið. Ísraelskir hermenn munu hafa hótað að jafna hús við jörðu þaðan sem skotið var á hermenn.

Erlent
Fréttamynd

Sala Borgarinnar á Landsvirkjun gagnrýnd

Hörð gagnrýni kom fram á sölu Reykjavíkurborgar á hlut sínum í Landsvirkjun, á borgarráðsfundi í gær. Minnihlutaflokkarnir bentu á að salan væri undanfari einkavæðingar fyrirtækisins og með henni myndi raforkuverð til borgarbúa hækka.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelsher sprengir bílsprengju

Ísraelskir hermenn sprengdu bílsprengju í bænum Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Hermenn komu að Palestínumanni þar sem hann var að koma fyrir sprengju í bíl. Til skotbardaga kom og var maðurinn felldur.

Erlent
Fréttamynd

Hvalveiðum hætt vegna veðurs

Hvalveiðum var hætt í gær þrátt fyrir að tveir hvalir séu óveiddir af níu hvala kvóta. Í viðtali við Morgunblaðið segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals að dagsbirtu njóti æ skemur á hverjum degi, og við bætist rigningarsuddi og slæm spá næstu daga, en ekki er hægt að veiða hval nema í góðu skygni.

Innlent
Fréttamynd

Hrun fiskistofna á rúmum 40 árum

Fiskistofnar og sjávarspendýr í höfum heimsins hrynja árið 2048 ef mannfólkið heldur áfram með uppteknum hætti við að spilla umhverfi og lífríki sjávar. Þetta er niðurstaða vísindamanna sem hafa unnið úr vísindagögnum sem ná aftur til 7. áratugarins og heimildum fornleifafræðinga um þróun lífríkisins í yfir þúsund ár. Niðurstöður vísindamannanna birtast í nýjasta tölublaði hins þekkta vísindatímarits Science.

Erlent
Fréttamynd

Pólskir innflytjendur ekki fyrir íslenska fjölmiðla

Meirihluti pólskra innflytjenda á Íslandi les hvorki íslensk blöð, né horfir á íslenskt sjónvarp, en flestir innflytjendur eru frá Póllandi. Þetta kom fram í dag þegar hleypt var af stokkunum útvarpssendingum á erlendum tungumálum fyrir nýbúa. Fjölmiðladeild Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Alþjóðahús standa að útvarpssendingunum ásamt lýðræðis-og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Segir umfjöllun Ekstra blaðsins misvísandi

Í nýjustu grein Ekstra Bladet um íslenskt viðskiptalíf er ýjað að því að lettneski bankinn Lateko hafi beitt danska bankamenn blekkingum til að fá sambankalán. Bankinn er í eigu Íslendinga frá því fyrr á þessu ári og á Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við BYKO, stóran hlut í bankanum. [GOTO AUDIO IN WORDS: satt að segja OUT WORDS: segja AT: 53'32" TO: 53'38" ITEM TIME:0'06"] [GOTO AUDIO IN WORDS: það er OUT WORDS: höfuð AT: 55'32" TO: 55'44" ITEM TIME:0'12"] Í grein sinni lýsir Ekstra Bladet hvernig bankinn á að hafa nokkru árum áður tekið þátt í að aðstoða skjólstæðing sinn, rússneskt olíufélag, við að skjóta fjármunum undan skatti. Svo er annars viðskiptamaður bankans er svo sagður eiga í dómsmáli í Bandaríkjunum vegna viðskipta þar sem fjármunir eiga að hafa runnið um bankareikning hjá Lateko. Blaðið segir bankann hafa þagað um þessi mál þegar þeir fengu danska bankann Morsö Bank til að taka þátt í veitingu sambankaláns til Lateko og er nafn Kaupþings banka í Lúxemborg sérstaklega nefnt. [GOTO AUDIO IN WORDS: þeir eru OUT WORDS: framvegis AT: 0'18" TO: 0'35" ITEM TIME:0'17"] Á vísir.is í dag var sagt, að í Ekstra Bladet, væri verið að saka Jón Helga um blekkingar. [GOTO AUDIO IN WORDS: það er OUT WORDS: fram AT: 55'07" TO: 55'20" ITEM TIME:0'13"] Jón Helgi segir að danska bankastjóranum hafi átt að vera fullkunnugt um dómsmálið í Bandaríkjunum. Þær upplýsingar sé að finna í ársreikningi Lateko bank og sjálfur hafi Jón Helgi látið ganga úr skugga að litlar líkur á að það mál myndi tapast áður en hann kom að kaupum bankans. [GOTO AUDIO IN WORDS: ég held OUT WORDS: ÚTRÁS AT: 58'47" TO: 58'58" ITEM TIME:0'11"] Í nýjustu grein Ekstra Bladet um íslenskt viðskiptalíf er ýjað að því að lettneski bankinn Lateko hafi beitt danska bankamenn blekkingum til að fá sambankalán. Bankinn er í eigu Íslendinga frá því fyrr á þessu ári og á Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við BYKO, stóran hlut í bankanum. [GOTO AUDIO IN WORDS: satt að segja OUT WORDS: segja AT: 53'32" TO: 53'38" ITEM TIME:0'06"] [GOTO AUDIO IN WORDS: það er OUT WORDS: höfuð AT: 55'32" TO: 55'44" ITEM TIME:0'12"] Í grein sinni lýsir Ekstra Bladet hvernig bankinn á að hafa nokkru árum áður tekið þátt í að aðstoða skjólstæðing sinn, rússneskt olíufélag, við að skjóta fjármunum undan skatti. Svo er annars viðskiptamaður bankans er svo sagður eiga í dómsmáli í Bandaríkjunum vegna viðskipta þar sem fjármunir eiga að hafa runnið um bankareikning hjá Lateko. Blaðið segir bankann hafa þagað um þessi mál þegar þeir fengu danska bankann Morsö Bank til að taka þátt í veitingu sambankaláns til Lateko og er nafn Kaupþings banka í Lúxemborg sérstaklega nefnt. [GOTO AUDIO IN WORDS: þeir eru OUT WORDS: framvegis AT: 0'18" TO: 0'35" ITEM TIME:0'17"] Á vísir.is í dag var sagt, að í Ekstra Bladet, væri verið að saka Jón Helga um blekkingar. [GOTO AUDIO IN WORDS: það er OUT WORDS: fram AT: 55'07" TO: 55'20" ITEM TIME:0'13"] Jón Helgi segir að danska bankastjóranum hafi átt að vera fullkunnugt um dómsmálið í Bandaríkjunum. Þær upplýsingar sé að finna í ársreikningi Lateko bank og sjálfur hafi Jón Helgi látið ganga úr skugga að litlar líkur á að það mál myndi tapast áður en hann kom að kaupum bankans. [GOTO AUDIO IN WORDS: ég held OUT WORDS: ÚTRÁS AT: 58'47" TO: 58'58" ITEM TIME:0'11"] Jón Helgi Guðmundsson, einn eigenda lettneska bankans Lateko Bank, segir umfjöllun Ekstra blaðsins misvísandi og ruglingslega og að með greinarskrifum blaðsins sé verið að reyna að koma höggi á íslenskt viðskiptalíf.

Innlent
Fréttamynd

Lækkun matarskatts vinnur gegn verðbólgumarkmiðum

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember.

Innlent