Fréttir

Fréttamynd

Barðist gegn kerfinu

16 ára gamalli breskri stúlku var í vikunni dæmdur rétturinn til að klæðast íslömskum búningi í skólanum. Þar með virðast Bretar ætla að fara aðra leið en Frakkar í þessum efnum.

Erlent
Fréttamynd

Flugvöllurinn áfram í áratugi?

Forsenda nýrrar samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli er að minnsta kosti tuttugu og fimm ára rekstrartími, samkvæmt niðurstöðu sameiginlegrar nefndar ríkis og borgar. Gert er ráð fyrir að yfir milljón farþega fari um miðstöðina á ári eftir tíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Wolfowitz ekki í Alþjóðabankann

Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verður ekki næsti forseti Alþjóðabankans. Fráfarandi forseti bankans, James Wolfensohn, lýsti þessu yfir í Brussel í dag.  

Erlent
Fréttamynd

15 meintir stríðsglæpamenn finnast

Efraim Zuroff, hinn þekkti nasistaveiðari, hefur fundið 15 menn í Rúmeníu sem hann segir liggja undir grun um að hafa framið stríðsglæpi í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann vill að þessir menn verði dregnir fyrir rétt.

Erlent
Fréttamynd

Vill flýta kosningum

Marek Belka, forsætisráðherra Póllands, lýsti því yfir í gær að hann hygðist segja af sér embætti eftir tvo mánuði. Hann hvatti pólska þingið til að samþykkja þingrof svo að hægt væri að boða til kosninga í júní, nokkrum mánuðum fyrr en ella.

Erlent
Fréttamynd

Vill skilja við skítugan eiginmann

Írönsk kona hefur farið fram á skilnað við eiginmann sinn á þeirri forsendu að hann hafi ekki farið í bað í meira en ár. Konan segir engan vegin hægt að tjónka við manninum og hann þvoi sér ekki einu sinni í framan þegar hann vaknar á morgnana.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð fór yfir 53 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu náði fjögurra mánaða hámarki í gær þegar verðið á tunnunni fór yfir fimmtíu og þrjá dollara. Að sögn sérfræðinga á olíumarkaði er ástæða hækkunarinnar aukin eftirspurn eftir olíu á heimsvísu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kleinuhringirnir bannaðir

Á dögunum voru settar upp nýjar öryggisdyr í höfuðstöðvum sænsku lögreglunnar í Stokkhólmi. Það væri ekki í frásögur færandi ef þéttvaxnir laganna verðir væru ekki í mestu vandræðum með að komast þangað inn.

Erlent
Fréttamynd

Umferðaróhapp endaði í þremur

Þrír árekstrar urðu á Kringlumýrarbraut við Nesti um hálf átta leytið í gærkvöldi. Tveir tveggja bíla árekstrar og einn þriggja bíla.

Innlent
Fréttamynd

Lóðir fyrir námsmenn

Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að úthluta Byggingafélagi námsmanna lóðir undir allt að 200 námsmannaíbúðir við Klausturstíg og Kapellustíg í Grafarholti. Úthlutun þessi er í samræmi við loforð Reykjavíkurborgar frá síðasta sumri. 

Innlent
Fréttamynd

Börnin í Gínea-Bissá styrkt

Baugur Group hefur undanfarið ár styrkt verkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Gíneu-Bissá. Styrkurinn nemur 20 milljónum króna og er það hæsti styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur veitt til eins þróunarverkefnis.

Innlent
Fréttamynd

Misnotuðu 45 börn

Réttarhöld hófust í gær í Angers í Frakklandi yfir 66 manns sem eru grunaðir um að hafa misnotað 45 börn og þvingað þau til vændis.

Erlent
Fréttamynd

Mikil loðnuveiði í Ísafjarðardjúpi

Mikil loðnuveiði er nú í Ísafjarðardjúpi. Fjölmörg skip eru að veiðum rétt fyrir utan Bolungarvík og hafa þau fengið allt upp í rúm 300 tonn í einu kasti. Sum skipin eru orðin drekkhlaðin en misjafnt er í hvaða höfn þau landa.

Innlent
Fréttamynd

Fögur fyrirheit orðin tóm?

Minna en fimm milljarðar króna hafa borist til Srí Lanka eftir hamfarirnar á annan í jólum. Loforð alþjóðasamfélagsins gerðu ráð fyrir að minnsta kosti tuttugu sinnum hærri upphæð.

Erlent
Fréttamynd

Má vera í islömskum búningi

16 ára gamalli breskri stúlku var í vikunni dæmdur rétturinn til að klæðast íslömskum búningi í skólanum. Þar með virðast Bretar ætla að fara aðra leið en Frakkar í þessum efnum.

Erlent
Fréttamynd

Líst illa á legu hálendisvegar

Samgönguráðherra líst illa á þær hugmyndir að leggja nýjan hálendisveg milli Reykjavíkur og Akureyrar eins og hugmyndir hafa komið fram um. Hann telur fráleitt að slíkur vegur fari gegnum Þingvelli eins og áætlanir gera ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Lyfjamarkaðurinn opinn öllum

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um samkeppnisumhverfi og verðmyndun lyfja á Íslandi vill lyfjafyrirtækið Actavis taka fram að íslenski markaðurinn sé opinn öllum þeim sem sækist eftir að selja lyf á markaðnum og uppfylla skilyrði Lyfjastofnunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blaðamannafundur í Japan á morgun

Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, og aðrir stuðningsmenn hans hér landi, sem komnir eru til Japans, hafa boðað til blaðamannafundar í Japan á morgun. Fangelsisyfirvöld í Japan hafa meinað Sæmundi að hitta Fischer í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Sprengdu grunsamlega tösku

Belgíska lögreglan sprengdi í morgun upp skjalatösku sem fannst nærri Evrópuþinginu í Brussel. Öryggisverðir í nærliggjandi byggingu tilkynntu lögreglu um töskuna eftir að maður sem ekki var hleypt inn í bygginguna, vegna þess að hann gat ekki sýnt skilríki, skildi hana eftir.

Erlent
Fréttamynd

Siglt frá miðborginni

Siglt verður frá gömlu höfninni í miðborginni út í Viðey í sumar, í stað þess að sigla frá Sundahöfn. Þetta kom fram í svari meirihluta borgarstjórnar við fyrirspurn Sjálfstæðismanna á fundi borgarráðs í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fólk velji skatthlutfallið sjálft

Leyfa ætti sveitarfélögum að ákveða sjálf hve hátt útsvar þeirra sé, segir Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Slíkt þekkist til dæmis í Danmörku og Svþjóð. Kosningar marka þá stefnu sem íbúarnir vilji í þeim efnum.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki hætta með samræmd próf

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að hún teldi ekki rétt að hætta samræmdum prófum í grunnskóla. Þessi skoðun ráðherra gengur þvert á ályktun Félags grunnskólakennara í síðustu viku sem vill hætta að prófa grunnskólanemendur með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Siv réðst að utanríkisráðherra

Siv Friðleifsdóttir réðst að utanríkisráðherra í þinginu í dag vegna ummæla hans um Evrópustefnu Framsóknarflokksins. Víst væri um tímamót að ræða. Hún spurði sig um andrúmsloftið á stjórnarheimilinu; hvaða skilaboð væri verið að senda forsætisráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Rússar bætast í hóp gagnrýnenda

Enn eykst þrýstingur á sýrlensk stjórnvöld að hverfa á brott með hersveitir sínar frá Líbanon. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur nú bæst í hóp gagnrýnenda en hingað til hafa Rússar verið álitnir einir sterkustu bandamenn Sýrlendinga.

Erlent
Fréttamynd

Góð þátttaka í hugmyndasamkeppni

Skilafrestur alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri rann út á þriðjudaginn. Alls bárust 140 hugmyndir víðs vegar að úr heiminum og segir Ragnar Sverrisson, talsmaður verkefnisins, að aldrei hafi fleiri hugmyndir borist í samkeppni af þessu tagi á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að hitta Fischer

Sæmundur Pálsson, vinur Bobbys Fischers, fær ekki að hitta Fischer í dag en honum og unnustu skáksnillingsins var meinað að heimsækja hann þar sem hann er í haldi yfirvalda í innflytjendabúðum í Japan.

Innlent
Fréttamynd

Rækjutogari varð vélarvana

Rækjutogarinn Húsey frá Húsavík varð vélarvana skammt norður af Mánáreyjum úti fyrir Tjörnesi á Norðurlandi í gærkvöldi. Rækjuskipið Aldey tók Húsey í tog og dró skipið til hafnar. Samkvæmt Tilkynningaskyldunni gekk það vel og komu skipin til Húsavíkur á sjötta tímanum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Dómurinn staðfestur af Hæstarétti

Hæstiréttur staðfesti í dag tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðsins Framsýnar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi er sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og sett fé sjóðsins í stórfellda hættu.

Innlent
Fréttamynd

Vélaborg stefnt af KB banka

KB banki hefur höfðað einkamál á hendur Vélaborg ehf. Er það vegna búvéla sem bankinn telur að fyrirtækið hafi keypt á of lágu verði af Vélum og þjónustu hf. örfáum dögum fyrir gjaldþrot þess í september.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri leystur frá störfum

Forstjóri Sjóbjörgunarstöðvarinnar í Færeyjum var í gær leystur frá störfum eftir mikla gagnrýni frá þingmönnum færeyska þjóðþingsins vegna þess seinagangs er varð þegar sent var neyðarkall frá Jökulfelli. Þá liðu tæpar þrjár klukkustundir frá því að neyðarkallið barst þangað til björgunarþyrla stöðvarinnar var send af stað.

Innlent