Hvalveiðivertíð lokið og 24 hvalir veiddir Hvalveiðivertíð er nú lokið en 24 hvalir voru veiddir þá 24 daga sem hún stóð yfir. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú komin í land með þrjár langreyðar. 30.9.2023 19:01
Urmull af íslenskum myndum á hvíta tjaldinu um helgina Kvikmyndahátíðin RIFF stendur nú yfir og mun gera næstkomandi viku. Nú um helgina verða íslenskar kvikmyndir í hávegum hafðar og þónokkrar íslenskar myndir sem ekki hafa verið sýndar áður á Íslandi verða á hvíta tjaldinu um helgina. 30.9.2023 17:54
Verk RAX til sýnis á Victoria and Albert safninu Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, sýnir nú verk sín á ljósmyndasýningu á Victoria and Albert safninu í Lundúnum. Safnið er á listum yfir virtustu ljósmyndasöfn heims auk þess sem það er stærsta nytjalista- og hönnunarsafn heims. 29.9.2023 23:42
Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29.9.2023 22:43
„Líklega mjög miklir fólksflutningar“ til Venesúela framundan Útlendingastofnun er heimilt að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt nýjum úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Með þessu hefur nefndin snúið við fyrri niðurstöðu um að ríkisborgurum frá Venesúela skuli veitt sérstök viðbótarvernd. 29.9.2023 21:54
Vala Kristín og Hildur Vala verða Anna og Elsa í söngleiknum Frosti Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir munu fara með hlutverk systranna og prinsessanna Önnu og Elsu í íslenskri útgáfu á söngleiknum Frozen sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu í mars næstkomandi. 29.9.2023 21:20
Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst en Samfylkingin dalar Fylgi Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eykst nokkuð á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en Samfylkingin sem hefur verið á mikilli siglingu dalar lítillega. 29.9.2023 20:09
Brot í nánu sambandi: Njósnaði um farsímanotkun með forriti og beitti ofbeldi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir margvísleg brot í nánu sambandi á miðvikudag. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að beita barnsmóður sinni líkamlegu ofbeldi, koma fyrir njósnaforriti í farsíma hennar og brjóta gegn nálgunarbanni. 29.9.2023 19:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eitranir hafa dregið 31 til dauða á þessu ári og flest andlátin má rekja til notkunar áfengis, ópíóíða eða morfínskyldra lyfja. Yfirlögregluþjónn segist merkja aukna notkun á oxycontin og segir hvert andlát einu of mikið. 29.9.2023 17:53
Svona var kveðjustund Guðbergs í Hörpu Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund var haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins komu fram á athöfninni sem reikna má með að sé söguleg. 29.9.2023 14:34