Alríkislögreglan rannsakar meinta hryðjuverkaárás Alríkislögregla Bandaríkjanna er með meinta hryðjuverkaárás til rannsóknar. Atvikið átti sér stað í Boulder í Colorado. Talið er að margir séu slasaðir. 1.6.2025 22:32
Greta Thunberg siglir til Gasa Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur siglt af stað til Gasa í för með ellefu öðrum aðgerðasinnum. Hópurinn hefur það að markmiði að stöðva umsátur Ísraels og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til landsins. 1.6.2025 22:20
Myndaveisla: Á bólakafi að skoða fiska á Sjómannadaginn Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Gestir hátíðarinnar á Granda í Reykjavík skemmtu sér konunglega við að skoða hina ýmsu furðufiska, boðið var upp á andlitsmálningu, koddaslag, siglingu með varðskipinu Freyju og margt fleira. 1.6.2025 21:58
Afskaplega mjótt á munum í kosningunum Pólverjar velja sér nýjan forseta í dag en í morgun hófst önnur umferð forsetakosninganna og er afar mjótt á munum. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir frambjóðendurna verulega ólíka. 1.6.2025 21:38
Birta Líf og Gunnar Patrik gáfu dótturinni nafn Birta Líf Ólafsdóttir hlaðvarpsstjórnandi og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali gáfu þriggja mánaða dóttur sinni nafn. Hún fékk nafnið Elísabet Eva. 1.6.2025 21:02
„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1.6.2025 18:36
„Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1.6.2025 18:04
Stærsta brautskráning í sögu skólans Aldrei hafa jafn margir útskrifast úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í sögu skólans. 159 nemendur brautskráðust frá skólanum í gær. 1.6.2025 17:47
Einn lagður inn á sjúkrahús eftir tónleikana Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir mikinn troðning á tónleikum á laugardagskvöld. Einn einstaklingur hefur verið lagður inn. 1.6.2025 17:20
Þrír fluttir á bráðamóttökuna af tónleikum FM95BLÖ Þrír einstaklingar voru fluttir á bráðamóttökuna vegna troðnings á tónleikum á vegum FM95BLÖ í Laugardalshöll. Mikill fjöldi sótti tónleikana í kvöld. 1.6.2025 00:19