Valdís hagnast um 24 milljónir Ísbúðin vinsæla Valdís seldi sínar ískúlur fyrir ríflega 145 milljónir króna á síðasta ári. 7.10.2017 06:00
Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7.10.2017 06:00
Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6.10.2017 06:00
Íslendingar eru FIFA-óð þjóð og leikurinn rokselst Fótboltatölvuleikurinn FIFA 18 hefur selst í mörg þúsund eintökum fyrstu vikuna eftir að hann kom út og betur en leikurinn í fyrra. Sena segir tilkomu íslenska landsliðsins hafa haft áhrif. 10% verðmunur getur verið milli verslana. 5.10.2017 06:00
Verslunarferð breyttist í óvænta hringferð Ásdís Gunnarsdóttir frá Hofi í Öræfum ætlaði að skjótast með syni sínum í búðir á Höfn í síðustu viku. Þegar þau ætluðu heim var búið að loka veginum vegna vatnavaxta. 4.10.2017 06:00
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3.10.2017 06:00
RÚV-sátt dýrari en allir meiðyrðadómar undanfarinna ára Dýrasti meiðyrðamálsdómur sem fallið hefur fyrir héraðsdómi síðastliðin fimm ár kostaði hina stefndu um tvær milljónir króna í miskabætur, málskostnað og kostnað við birtingu niðurstöðu dómsins. 29.9.2017 06:00
RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28.9.2017 06:00
Ársreikningaskil flokka á elleftu stundu Viðreisn er eini flokkurinn á Alþingi sem skilað hefur ársreikningi fyrir árið 2016 til Ríkisendurskoðunar. Stjórnmálaflokkar hafa til 1. október næstkomandi til að skila inn ársreikningum sínum. 28.9.2017 06:00
Bálreiður bóndi segir afurðastöðvar halda bændum í hengingaról Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra. 27.9.2017 06:00