Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19.8.2020 11:32
Meintur öfgamaður reyndi að aka mótorhjól niður í Berlín Saksóknarar í Þýskalandi segja að mögulega hafi röð bílslysa sem 30 ára gamall maður frá Írak olli á hraðbraut í Berlín í gær verið árás öfgaíslamista. 19.8.2020 11:12
Flóð ógna 1.200 ára styttu af Búdda Fleiri en hundrað þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna umfangsmikilla og langvarandi flóða í Kína. 19.8.2020 10:15
Neyðarástand í Kaliforníu Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla gróðurelda. 19.8.2020 09:04
Hlutfall ungs fólks meðal smitaðra eykst sífellt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði við því í gær að ungt fólk væri nú að dreifa Covid-19 víða um heim. Fjöldi ungs fólks hafi smitast um heim allan en þau sýni heilt yfir minni einkenni en eldra fólk og eru því líklegri til að dreifa veirunni án þess að vera meðvituð um að þau beri hana. 19.8.2020 07:52
Þrotabú Brúneggja vill tíu milljónir frá eigandanum Það er vegna láns sem Brúnegg veitti fjárfestingafélaginu Geysi skömmu fyrir gjaldþrot Brúneggja. Geysir er í eigu framkvæmdastjórans og er einnig í gjaldþrotameðferð. 19.8.2020 07:20
Þjóðverjar telja bólusetningar mögulegar í byrjun næsta árs Klaus Cichutek, yfirmaður Paul Ehrlich Institut, sem heldur utan um lögsetningu varðandi bóluefni í Þýskalandi, segir útlit fyrir að einhverjir samfélagshópar geti fengið bóluefni við Covid-19, snemma á næsta ári. 19.8.2020 06:57
Forseti Malí segir af sér í haldi hersins Ibrahim Boubacar Keïta, forseti Malí, hefur sagt af sér og leyst upp þing landsins. Það gerði hann samkvæmt ríkismiðli landsins og eftir að hann hafði verið handsamaður af hermönnum. 19.8.2020 06:32
Datt í strætó og flutt á bráðamóttöku Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um slys sem hafði orðið um borð í strætisvagni. 19.8.2020 06:14
SpaceX stefnir á metskot Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna á að setja enn eitt metið í dag. Til stendur að skjóta Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins út í geim og verður það í sjötta sinn sem þessari tilteknu eldflaug verður skotið á loft. 18.8.2020 13:30