Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mánudagsstreymi GameTíví: Setja sig í spor Avengers

Strákarnir í GameTíví ætla að taka sér frí frá Verdansk í mánudagsstreyminu í kvöld og spila Marvel's Avengers. Þar munu þeir setja sig í spor ofurhetja, berjast bak í bak og bjarga heiminum eins og þeim einum er lagið.

Búa sig undir annan fellibyl

Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld.

Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny

Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna.

Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini

Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana.

Suga að tryggja sér embætti forsætisráðherra

Yoshihide Suga er nánast búinn að tryggja sér embætti forsætisráðherra Japans, eftir að Shinzo Abe, fráfarandi forsætisráðherra, tilkynnti um afsögn sína vegna heilsubrests í síðasta mánuði.

Kenna hver öðrum um dauða Floyd

Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd.

Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden

Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins.

Sjá meira